Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 49

Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ + Þórður Ingi- mundur Þórðar- son var fæddur í Bolungarvík 14. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingimunda Guð- bjartsdóttir, f. 9.1. 1885, d. 6.12. 1918, og Þórður Ingimar Arason, f. 29.5. 1889, d. 8.7. 1949. Systkini Þórðar Ingimundar, öll lát- in, voru: Emelía Margrét, Björg Andrésa, Guðmundur og Ari. Einnig átti Þórður hálfbróður (samfeðra), Óskar, og fóstur- bróður, Ásgeir Jónsson, báðir á lífi. Þórður missti móður sína aðeins rúmra þriggja mánaða gamall og var komið í fóstur til hjónanna Jónu Jónsdóttur og Guðmundar Jónssonar. Guð- mundur lést þegar Þórður var á barnsaldri. Fósturforeldrar Þórðar áttu eina dóttur, Ingi- björgu, og ólust þau Þórður upp Ein fyrsta bernskuminning mín um pabba tengist því þegar ég var nýkominn suður til Reykjavikur með móðurömmu minni. Eg hafði dvalið um skeið hjá afa og ömmu á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit á Snæ- . fellsnesi. Afi lést 1947, þegar ég var I fjögurra ára gamall, og fluttist | amma suður vorið 1948 og átti i heima eftir það hjá pabba og mömmu í Sogamýrinni. Pabbi hafði byggt hús (parhús) á Sogavegi 152 ásamt mági sínum Magnúsi Jóhannessyni. Magnús lést í bílslysi 1948 tæplega tvítugur að aldri. Eg man þegar pabbi var að vinna í lóðinni við að sprengja klapp- ir og aka í burtu grjótinu og fylla með mold og þekja með þökum sem hann keypti og risti sjálfur af túni ) upp við Rauðavatn. Á þessum tíma | átti pabbi gamlan Pontiae bíl sem ' hann notaði við bygginguna og lóð- saman. Hún er lát- in. Þórður var tví- kvæntur, og hét fyrri kona hans Ingibjörg Sigríður Jóhannesdóttir, f. 12.5. 1918, d. 3.10. 1995. Þau eignuðust þrjú börn: Jóhannes Guðmund og á hann þrjú börrr, Huldu Magneu, gifta Þor- valdi Þórðarsyni og eiga þau íjögur börn, og Jónu Guð- rr'ði, gifta Þorsteini Eyjólfssyni og eiga þau þrjár dætur. Þórður og Ingibjörg slitu samvistir 1958. _ Seinni kona Þórðar heitir Ástrrður Ólafsdóttir, f. 20.4. 1920, og eignuðust þau eina dóttur, Ágústu Áróru, gifta Leo van Beek og eiga þau tvö börn. Þórður og Ástrrður slitu sam- vistir 1988. Barnabamaböm Þórðar eru alls sjö. Útför Þórðar fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. arvinnuna. Þótti mér gaman að sjá hann göslast á þessum bíl með kerruna fulla af efni í aftanídragi langt upp í lóð yfir allar torfærurn- ar. Pabba var margt til lista lagt, m.a. var hann smiður góður, sjálflærður, og eftir að hann hætti á Sendibíla- stöðinni hf. sem hann var á í nokkur ár kom hann sér upp aðstöðu til tré- smíða í bílskúrnum sem hann hafði byggt hjá húsinu á Sogaveginum. Hann byrjaði á því að smíða þær tré- smíðavélar sem hann þuifti fyrst, eins og sambyggðan fræsara/afrétt- ara og hjólsög. Þykktarhefíl og bandsög keypti hann notuð. Blokk- þvingur, bandpússivél og fleiri tæki smíðaði hann seinna. Hóf hann þar framleiðslu á svefnsófagrindum og stofusófasettum. Ég byrjaði að vinna með honum 13 ára gamall og smíð- uðum við saman m.a. 14 manna borð- MINNINGAR stofuborð og tilheyrandi stóla með fyrir ferminguna mína. Nokkrum árum seinna flutti hann verkstæðið í húsnæði sem hann leigði í Skipasundinu. Ogleymanleg- ar og jafnframt skemmtilegustu stundirnar voru þegar við vorum að finna upp og smíða og prófa allskon- ar útfærslur á hreyfibúnaði fyrir svefnsófa eða hanna ný sófasett. Við smíðuðum fyrstu sjónvarpshæg- indastólana hér á landi (TV- recliners) að bandarískri fyrirmynd. Við pöntuðum stillibúnaðinn frá fyr- irtæki þar vestra, en smíðuðum grindumar sjálfir og fengum hús- gagnabólstrara til að bólstra þær. Mörgum árum seinna sá ég einn af stólunum okkar í kjallara Landa- kotsspítalans þar sem sjúklingar koma til blóðsýnatöku og voru þeir látnir sitja í honum og halla sér aft- ur á meðan á sýnatöku stóð. Þótti öruggur ef sjúklingurinn skildi falla í yfirlið. Pabbi rak húsgagnagerð sína víða í Reykjavík, m.a. á Hverfisgötunni, inni í Súðarvogi, vestur á Neshaga og síðast í Hamarshúsinu við Ægis- götu. Var oft glatt á hjalla hjá honum á verkstæðinu enda hafði pabbi yndi af söng og sungu menn oft hástöfum við vinnu sína. Hann hafði að jafnaði 2 til 3 menn í vinnu hjá sér og ekki sakaði ef þeir gátu tekið lagið. Pabbi var Bolvíkingur og vann fyrstu árin öll algeng sveitastörf. Hann fluttist suður til Reykjavíkur 1938 og vann alla algenga verka- mannavinnu þar til í hernáminu að hann fór í Bretavinnuna. Eftir það vann hann víða við trésmíðar. Hann vann hjá Agli Vilhjálmssyni við yfir- byggingar jeppabíla, hjá Bílasmiðj- unni, hjá Trésmiðjunni Víði, hjá Trésmiðjunni Meið, hjá Gamla Kompaníinu og fleiri stöðum sem ég kann ekki að nefna. Minningar mínar um pabba eru fyrst og fremst minningar um skemmtilegar stundir með honum við smíðar, sem voru honum meiri ástríða en hversdagslegt starf. Hann hafði yndi af fallegum smíðis- gripum hvort heldur þeir voru hand- verk hans sjálfs eða annarra lista- smíð. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn, og ég veit að þú munt hafa næg verkefni undir handleiðslu hins mikla smiðs og skapara allrar tilveru okkar. Þinn sonur, Jóhannes. ÞORÐUR INGIMUNDUR ÞÓRÐARSON I “Wlblómaverkstæði ' I ISlNNA Skóla\örðuslíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 I I ) I I I , Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÚLÍANA KJARTANSDÓTTIR, Vesturgötu 14, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. apríl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 18. apríl kl. 14.00. Sigurður Arason, Ágústína Albertsdóttir, Þorgerður Aradóttir, Örn Bergsteinsson, Daníel Arason, Ingibjörg Óskarsdóttir, Anna Aradóttir, Halldór Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, JAKOBS BENEDIKTS BJÖRNSSONAR, Bergþórugötu 2, Reykjavík, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 31. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórður Björnsson, Unnsteinn Björnsson, Bjarni Hólm, Helgi Hólm, Hörður Björnsson, Eygló Björnsdóttir, Rúnar Bjarnason, Heiðar Bjarnason. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 49 t Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR A. SVEINBJÖRNSSON, Hjarðarhaga 62, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni þriðjudagsins 14. apríl. Gurid Sveinbjörnsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÉTUR PÁLMASON, Norður-Gröf, Kjalarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 11. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Þórunn Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, VALDIMAR PÁLSSON, Fagurgerði 1, Selfossi, lést á Ljósheimum á skírdag. Ragnheiður Pálsdóttir. t Ástkær faðir okkar og afi, BJÖRN SV. BJÖRNSSON, Kveldúlfsgötu 12, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 14. apríl. Fyrir hönd annarra vandamanna, Brynhildur Georgía Björnsson, Hjördís Björnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 11. apríl sl. Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir, Guðjón Viðar Sigurgeirsson, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Sigmundur Sigurgeirsson, Guðný Guðnadóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Jón Berg Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, EIRÍKUR ÞÓR GUÐMUNDSSON, Forsæti, Vestur-Landeyjum, lést að morgni fimmtudagsins 9. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Hjördís Helga Ágústsdóttir, Hulda Katrín Eiríksdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Guðmundur Gíslason, Margrét Einarsdóttir, Gísli G. Guðmundsson, Svanhiidur Eiríksdóttir, Sigurður Torfi Guðmundsson, Helga Guðmundsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Kristin Nathanaelsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Sigurður Örn Ágústsson, Ágúst Ágústsson. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.