Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Skákbinq íslands 1998, áskorendaflokkur. 4.-11. apríl 1998
Keppandi 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. s. Alls
1 Stefán Krisfiánsson 2115 1 46 1is 54* 11 o' 1* 14 14 1lu r/,
2 Braqi Þortinnsson 2235 1“ Ta 54* 1» 1» 1» o4 1’“ 54» 7
3 Amar Gunnarsson 2150 -pnr 1’* 1" 0* 1 ’» O^ 1' 1 4 54 4 6%
4 Þorvaröur F. Ólafsson 1955 1” Qé 1« 1’» V4“ 1w 11 o’ 54 4 6
5 Hrannar Baldursson 2035 1 14 141 14 114 14 0 1 0» 1 11 6
6 Siqurbjöm Biömsson 2180 1 ’» 1« 0» 1” 54" o* 114 14 54 4 6
7 Einar Hialti Jensson 2195 o11 1i6 1 ’» 1a 11 0» 0* 1 14 I14 6.
8 Jón Ami Haildórsson 2155 0U 1® o5 114 114 1iJ 5411 0 6 1 ’4 554
9 Sævar Bjamason 2315 1» i4 0U o1 121 1 11 0 111 54’4 1 14 5’/,
10 Biöm Þorfinnsson 2070 T* 0 ' 1111 114 1 ’4 o4 1» O^ 0 1 5
11 Hiaiu Rúrtar Ómarsson 1705 04 1’5 o’5 o14 1111 114 1 ^ 1 *' 0» 5
12 Jóhann H. Raqnarsson 2000 01Í 0 ’» 154 144 144 54’4 i2’ 54» 0 ' 5
13 Halldóf Pálsson 1855 T 0 1 111 T1* o3 0“ 5416 114 0» 4’/,
14 Guöjón H. Valqaröss. 1620 T^ 111 1» 01 0 14 5414 0“ 144 0* 454
15 Einar Þorqrimsson 1715 ~Pr o4 0 14 0» 126 114 11* o' 54 14 4’/,
16 Maqnús Maqnússon 1860 0» 1a 1tt o’6 0 ’4 0 11 14” 1“' 541r 4 y,
17 Halldór Garðarsson 1940 -pr 146 0» 'Ahi 1« 54» o11 5414" 4’/,
18 Amqrlmur Gunnhallss. 1850 0» 110 o7 ráJ 0» 1 ^ 0 141 54^ 4’/,
19 Grétar Áss Siquröss. 1805 o3 11' 0 14 o4 o11 1 “ ’/,2i 12” 1 44 454
20 Þröstur H. Þráinsson 1765 0 * T^ o’' 111 o11 “prrj 54’» o’4 54 22 4
21 Einar K. Einarason 1970 T* o u 114 o14 1411 0” 0U 0 14 T' 4
22 InqvarÞór Jóhanness. 1935 T55" o1 114 0 ' 0» o1' 54’“ 54 24 3%
23 Inqi Þór Einarsson 1710 o'h o’* 111 114 54’' o’9 0" 30 o w 354
24 SiquröurP. Steindórss. 1850 1* 0» o1’ o44 o“' 12* O24 54 44 •140 354
25 Baldur H. Möller 1730 o’6 0* 1!' o’” 1“ 0 14 Tj“5T 0 11 0 44 3
26 Blami Maqnússon 1730 0» oi; 0“ o1' 54 46 0 54“» 1 44 12i 3
27 Kristián Öm Elíasson 1650 o4* o14 T3" 114 1w 0 4v ÖÓ O’4 o21 3
28 Kiartan Guömundsson 1750 14' 0' o4 o11 0 14 1»» 0 14 0 “» 54“ 2’/,
29 Andri H. Kristínsson 1530 ~öw o10 o45 1»» 0“» 0M 54 14 o‘» Tw 2
30 Geirtaugur Magnússon 1705 0» o’» 0 11 0-41 54“ o24 *0 4' *o24 *0 44 54
Stefán Kristjáns-
son sigrar í
áskorendaflokki
SKÁK
Rej'kjavík
4.-1 1.4.1998
SKÁKÞING ÍSLANDS
Áskorenda- og opinn flokkur á Skák-
þingi íslands voru tefldir um pásk-
ana. Áberandi var góður árangur
margra ungra skákmanna.
STEFÁN Kristjánsson, 15 ára,
sigraði í áskorendaflokki á Skák-
þingi Islands sem fram fór um pásk-
ana. Hann hlaut 71/2 vinning í 9 skák-
um. í öðru sæti varð Bragi Þorfmns-
son með 7 vinninga, en hann varð 17
ára meðan mótið stóð yfir. Þessir
tveir ungu skákmenn hafa þar með
unnið sér rétt til að tefla í landsliðs-
flokki á Skákþingi íslands í haust.
Bragi náði forystunni í fimmtu
umferð eftir sigur á Hrannari Bald-
urssyni. I sjöundu umferð náðu þeir
Stefán Kristjánsson og Þorvarður F.
Ólafsson Braga, en þá voru þeir þrír
með 51/2 vinning, hálfum vinningi
meira en næstu keppendur. í átt-
undu umferð sigraði Stefán Þorvarð
og Bragi sigraði Bjöm Þorfinnsson.
Bragi og Stefán voru því efstir fyrir
síðustu umferð með 6V2 vinning og
höfðu hálfs vinnings forskot á Amar
Gunnarsson.
í lokaumferðinni sigraði Stefán
Bjöm Þorfinnsson, en Bragi gerði
jafntefli við Sigurbjöm Bjömsson.
Þar sem Amar Gunnarsson gerði
jafntefli við Þorvarð Ólafsson dugði
þetta Braga til að ná öðm sæti og
tryggja sér þátttökurétt í landsliðs-
flokki, eins og áður segir.
Greinilegt er að ný kynslóð skák-
manna stefnir nú á toppinn í íslensku
skáklífi, þótt enn sé erfiðasti spölur-
inn eftir. Þessu fengu eldri keppend-
ur í áskorendaflokki að kynnast, en
enginn þeirra náði að blanda sér í
baráttuna um efstu sætin. Þannig
lenti t.d. Sævar Bjamason nú í 8._9.
sæti með 514 vinning. Þetta em við-
brigði fyrir Sævar, sem var eini
keppandinn yfir 2300 stigum, en
undanfarin ár hefur hann alltaf náð
öðru efsta sætinu í áskorendaflokki.
Itarlegar upplýsingar um úrslitin í
áskorendaflokki má sjá í meðfylgj-
andi töflu. Lausleg athugun bendir
til þess að árangur þeirra Hrannars
Baldurssonar, Halldórs Pálssonar og
Guðjóns Valgarðssonar dugi þeim til
alþjóðlegra skákstiga ef mótið verð-
ur sent FIDE til útreiknings. Þeir
þurfa þó allir að tefla nokkrar skákir
til viðbótar til að stigin birtist á
FIDE listanum.
I opna flokknum sigraði Sveinn
Þór Wilhelmsson af miklu öryggi,
lagði alla andstæðinga sína 9 að tölu.
Sveinn, sem er 15 ára, varð hvorki
meira né minna en 214 vinningi á
undan næstu mönnum. Sveinn vann
sér þar með rétt til að tefla í áskor-
endaflokki á næsta ári.
í 2._4. sæti urðu þeir Guðmundur
Sverrir Jónsson, Láms H. Bjama-
son og Ólafur Kjartansson. Eftir
stigaútreikning var Guðmundur
Sverrir úrskurðaður í 2. sæti og
ávinnur sér því rétt til þátttöku í
áskorendaflokk að ári ásamt Sveini.
Röð efstu manna í opnum flokki
varð annars þessi:
1. Sveinn Þór Wilhelmsson 9 v.
2. -4. Guðmundur Sverrir Jónsson,
Lárus H. Bjamason,
Ólafur Kjartansson 614 v.
5.-6. Dagur Amgrímsson, Guðni Stefán
Pétursson 6 v.
7.-11. Hilmar Þorsteinsson, Gústaf
Smári Bjömsson, Aldís Rún Lámsdóttir,
Guðmundur Kjartansson, Ómar Þór
Ómarsson 514 v.
12.-17. Eiríkur Garðar Einarsson, Helgi
Egilsson, Grímur Daníelsson, Benedikt
Öm Bjamason, Ingvar Möller, Magnús
Þór Magnússon 5 v.
o.s.frv.
Skákstjórar á mótinu voru þeir
Gunnar Bjömsson og Ólafur Ás-
grímsson.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
+
Innilegar þakkir til allra er sýnt hafa okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
ÖNNU SÆMUNDSDÓTTUR
umönnunar- og
hjúkrunaheimilinu
Skjóll.
Guðrún Margrét Guðjónsdóttir,
Kristján Kaj Garðarsson
og aðrir aðstandendur.
_ Morgunblaðið/Arnor
ÞEIR spiluðu sveita best og uppskáru Islandsmeistaratitilinn í sveitakeppni 1998. Talið frá vinstri: Helgi
Jóhannsson, Guðmundur Páll Amarson, Karl Sigurhjarfixrson, Þorlákur Jónsson og Guðmundur Sveinn
Hermannsson. Yngismeyjan sem er með þeim á myndinni er fósturdóttir Guðmundar Páls og heitir Sigríður
Elísabet.
Sveit Samvinnuferða/
Landsýnar Islandsmeistari
BRIDS
Bridshöllin Þöngla-
bakka
ÚRSLITAKEPPNI í
SVEITAKEPPNI
Tíu sveitir - 8.-11. apríl. Aðgangur
ókeypis.
SVEIT Samvinnuferða/Landsýn-
ar sigraði með nokkrum yfirburðum
í úrslitakeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni, sem fram fór um
bænadagana. I sveitinni spiluðu
Guðmundur Páll Amarson, Guð-
mundur Sveinn Hermannsson, Karl
Sigurhjartarson, Helgi Jóhannsson
og Þorlákur Jónsson. Sveitin spilaði
sveita best, vann átta leiki og gerði
eitt jafntefli.
Sveit Ásgríms Sigurbjömssonar
frá Siglufirði varð í öðru sæti. Sveit-
in er sem fyrr skipuð einni Qöl-
skyldu, þ.e. Jóni Sigurbjömssyni og
konu hans Björk Jónsdóttur auk
þriggja sona þeirra, Birkis, Ingvars
og Olafs. Með þeim er svo sveita-
kóngurinn Ásgrímur, bróðir Jóns.
Það verður að viðurkennast að
fyrirfram var ekki búist við Siglfirð-
ingunum í toppbaráttunni. Þeir
skriðu inn í úrslitin á stuði Keflvík-
inga. Þeir byrjuðu svo á því að vinna
íslenzku útflutningsmiðstöðina í
úrslitakeppninni 20-10 og 12 spilum
síðar voru bjargvættir þeirra í und-
ankeppninni búnir að snúa þá í
gólfið og staðan við VÍS Keflavík
í hálfleik 17-57. Eftir það spýttu
norðanmenn í Iófana og uppskáru
annað sætið í mótinu.
Sveit Landsbréfa endaði í þriðja
sæti í mótinu eftir misjafnt gengi.
Sveitin vann fjóra fyrstu leikina
nokkuð ömgglega, spilaði við Sam-
vinnuferðir/Landsýn í fimmtu um-
ferð. Þeirri viðureign lauk með stór-
meistarajafntefli eða 16-14 fyrir
Samvinnuferðir. í sjöttu umferð
mættu Landsbréf svo Siglfirðingun-
um. Er skemmst frá því að segja
að Ásgrímur og hans frændfjöl-
skylda skelltu Jóni B. og félögum
með tilþrifum og unnu sinn stærsta
sigur í mótinu 24-6.
Innsvíning
Við þetta náði Samvinnuferða-
sveitin efsta sætinu og hélt því til
loka. Sveit Granda var í öðru sæti
í upphafi lokadags og þá mættust
þessar sveitir. Samvinnuferðir
unnu, 19-11, og þetta spil réð
nokkru um það.
Norður gefur, allir á hættu.
SEIGLA og samheldni skilaði Siglfírðingum í annað sætið. Talið frá
vinstri: Ásgrímur Sigurbjörnsson, Birkir Jónsson, Björk Jónsdóttir,
Jón Sigurbjörnsson, Ingvar Jónsson og Ólafur Jónsson.
Norður
♦ K95
▼ ÁD8
♦ K75
♦ Á984
Vestur Austur
♦ ÁD104 ♦ 62
▼ K97 Suður ♦ G542
♦ 843 ♦ G873 ♦ G1096
+ KG5 ♦ 1063 ♦ ÁD2 + D63 ♦ 1072
Við bæði borð voru spiluð 3
grönd. Við annað borðið spilaði
Símon Símonarson í sveit Granda
spilið í norður eftir að Guðmundur
Páll Arnarson í vestur hafði sýnt
spilastyrk og spaðalit. Þorlákur
Jónsson í austur spilaði út spaða-
sexunni og Símon fékk slaginn á
kóng eftir að Guðmundur Páll lét
tíuna. Símon ákvað að fría laufið,
og spilaði laufi á drottningu, en
Guðmundur Páll drap með kóng og
skipti í hjarta. Þar með var vömin
á undan sagnhafa og náði að taka
fímm slagi áður en sagnhafi fríaði
9. slaginn.
Við hitt borðið spilaði Karl Sigur-
hjartarson 3 grönd í suður eftir Iít-
ið upplýsandi sagnir. Jón Alfreðsson
í vestur spilaði út tíguláttu, sem
gaf sagnhafa ekki neitt, og Karl,
sem sá að langur vegur var í 9.
slagi, ákvað að byija á spaðalitnum.
Hann drap fyrsta slaginn heima,
spilaði spaða á kóng og meiri spaða.
Þetta virtist ekki gæfuleg byijun
þegar Jón tók næst þijá spaða-
slagi. En Jón Steinar Gunnlaugsson
í austur varð að finna tvö afköst.
Bæði hjarta og tígull virtust geta
gefíð sagnhafa slagi, ætti hann 4-
liti þar, og Jón valdi því að henda
einu laufi, sem virtist hættulaust,
og síðan einu hjarta.
Þetta gaf Karli möguleika á
sjaldgæfu spilabragði, svonefndri
innsvíningu. Vestur spilaði sig út á
tígli og Karl stakk upp kóng í borði
og spilaði laufaníunni og hleypti
henni á gosa vesturs. Hann spilaði
enn tígli og Karl tók heima og Iagði
af stað með laufadrottningu. Vestur
lagði kónginn á, en þegar tían féll
frá austri komst Karl heim á laufa-
sexuna til að svína hjarta. Niður-
staðan var því 9 slagir.
Samheldni skilaði silfri
Fyrir síðustu umferð áttu 5 sveit-
ir möguleika á verðlaunasætum::
Samvinnuferðir/Landsýn 157
Landsbréf 143
Grandihf. 136
Ásgrímur Sigurbjömsson 134
Roche 128
í síðustu umferðinni spiluðu
Landsbréf og Roche annars vegar
og Ásgrímur og Grandi. Mikil
spenna var alveg fram á síðasta
spil. Má færa rök fyrir því að sam-
heldni Siglfirðinga hafl skilað þeim
í annað sætið og sveit Landsbréfa
varð að sætta sig við minnstu doll-
una (3. verðlaun) að þessu sinni.
Lokastaðan í mótinu:
Samvinnuferðir/Landsýn 177
Ásgrímur Sigurbjörnsson 157
Landsbréf 154
Roche 147
Grandi hf. 143
Marvin 140
Örn Arnþórsson 138
Eurocard 108
VÍS Keflavík 95
Isl. útflutningsmiðstöðin 85
Sveit Arnar Arnþórssonar gekk
afleitlega í mótinu eftir gott gengi
í undankeppninni. Stuðsveitimar úr
undankeppninni spiluðu ekki vel og
vermdu botnsætin. Stjórn og um-
sjón mótsins var í höndum Sveins
R. Eiríkssonar, Matthíasar Þor-
valdssonar og Stefaníu Skarphéð-
insdóttur, og þar var valinn maður
í hveiju rúmi.
GuðmundurSv. Hermannsson.
Arnór G. Ragnarsson.