Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUÐAGUR 15. APRÍL 1998 65‘
Botnleðja
í London
í sumar
► HLJÓMSVEITIN Botnleðja
hélt tónleika á veitingastaðnum
Gauk á Stöng á dögunum en
sveitin er nýlega komin heim úr
tónleikaferð þar hún spilaði í
Danmörku og Englandi. „Við
vorum á einhverri hátíð í Kaup-
mannahöfn og svo spiluðum við á
hátíð sem var haldin vegna 1.000
ára afmælis Hróarskeldu. Síðan
spiluðum við í klúbbum i
London,“ sagði Heiðar Örn Krist-
jánsson söngvari Botnleðju.
Heiðar segir mjög ólíkt að
spila á Islandi og erlendis. Fólk
erlendis sé opnara fyrir tónlist-
inni og tónlistarmenningin sé
talsvert ólík. Botnleðja heldur til
London í júní þar sem sveitin
mun dvelja í mánuð og spila á
nokkrum klúbbum. „Við erum
komnir með fullt af nýju efni og
byijum að vinna nýja plötu um
leið og tími gefst. Það verður lík-
lega ekki fyrr en í haust.“
Ferðirnar erlendis snúast fyrst
og fremst um kynningu og ef vel
tekst til verður afraksturinn
plötusamningur. „Það tekur tíma
að koma þessu af stað og ferli
sem þetta gerist ekki á einni
nóttu. Við þurfum að vera þolin-
móðir og gefa þessu tíma.“
Botnleðja hefur spilað
nokkrum sinnum á Gauknum
undanfarið en að sögn Heiðars er
staðurinn mjög svipaður þeim
klúbbum sem sveitin hefur spilað
á f London. „Við erum að fara í
gang hérna heima og ætlum að
spila eins mikið og við getum.“
í FRÉTTUM
FÉLAGARNIR í Botnleðju verða í London í júm og
felagarin ^ . nokkmm Uúbbum þar.
Feet
• Skór * Úlpur • Treyjur • T-bolir
• Jakkar • Stuttbuxur • Fleece peysur
Landsliðsgallar í fullorðins- og barnastærðum
UTIUF
Glæsibæ
Sirru
581
2922
\ goodtimesH
iw , ________£)}
GOODTIMES
miros
.-J-Jírj
daniiuij
TVÆR NYJAR TEIKNIMYNDIR A
SÖLUMYNDBANDI FRÁ GOODTIMES
Litli hvolpurinri
Loikraddir; **
'þofri Herrnonnsson^gJtBlm LlarZiardónir,
Gu&nundur Ólafssod^öTOun Þór&ardóUir,
Halla Björg áóndversdóttir, Rósa Gu&iý Þórsdóttir
og Skúli Gaútason
FAANLEGAR I VERSLUNUM
UM ALLT LAND FRÁ 16. APRÍL
PÖNTUNARSÍMI 555 0400
FAX 565 0188