Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 9 FRÉTTIR Flugleiðir leggja niður flug til Fort Lauderdale Oánægja meðal Islend- inga á Flórída Halldór Ásgrímsson ræðir við utanríkisvið- skiptaráðherra Kanada * Aréttar að liðka þurfí fyrir leyfum MIKILLAR óánægju gætir meðal Islendinga sem búsettir eru í Suð- ur-Flórída vegna ákvörðunar Flug- leiða um að leggja niður áætlunar- flug til Fort Lauderdale. Félagið mun hætta áætlunarflugi þangað 15. maí næstkomandi en þangað hefur verið beint flug sl. fimm ár. Tæplega 300 manns skráðu nöfn sín í mótmælaskyni á undirskrifta- lista sem sendur var forsvars- mönnum Flugleiða og hefur Þórir Gröndal, ræðismaður Islands í Mið- og Suður-Flórída, skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norður-Am- eríkuflugs og forstjóra Flugleiða vegna málsins. Þórir Gröndal sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að íslendingar á þessum slóðum væru mjög óá- nægðir og þeim þætti ákvörðun Flugleiða undarleg þar sem ferð- irnar til Fort Lauderdale hefðu Forsetinn flýgur beint til Tallin FORSETI íslands hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson og eiginkona hans frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fara í opinbera heimsókn til Eystrasalts- ríkjanna 8. júní næstkomandi. Flogið verður með Flugleiðum beint til Tallin í Eistlandi en Flugleiðir milli- lenda þar í áætlunarflugi til Helsinki. Nokkui- dæmi eru um að Flugleið- ir breyti ferðaáætlun sinni fyrir þjóðhöfðingja Islands þegar um op- inbera heimsókn er að ræða, að sögn Margrétar Hauksdóttur í upplýs- ingadeild félagsins. Breytingarnai' eru ákveðnar með löngum fyrirvara og er öllum farþeg- um gert kunnugt um þær þegar flug- miðar eru keyptir. Um hálftíma flug er á milli Helsinki og Tallin. vanalega verið fullbókaðar og erfitt hefði verið að fá sæti. Hann benti einnig á að mikil gróska væri í við- skiptum milli Islands og Suður- Flórída svæðisins, Islenskir aðal- verktakar væru til dæmis að byggja nokkur íbúðarhús á svæð- inu og tölvufyrirtæki væri þarna starfandi auk annarra smáfyrir- tækja. Ákvörðun Flugleiða verður ekki breytt Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði að ákveðin hag- ræðing fælist í breytingunum. Það væri hagkvæmara fyrir félagið að beina fluginu á einn stað á Flórída í stað tveggja, betri nýting næðist þannig á vélum félagsins. Spurður um viðbrögð við undirskriftalist- anum sagði Einar: „Við hlustum auðvitað á sjónar- mið en þetta er ákvörðun sem búið er að taka og hún hefur ekki breyst við móttöku listanna. Við skiljum að fólk vilji hafa flug til ís- lands sem næst sér, en þarna er því ekki við komandi miðað við þær forsendur sem við búum við í rekstrinum í dag. Við teljum okk- ur geta þjónað svæðinu með flugi í gegnum Örlando og munum fjölga flugferðum þangað. Sú nýting sem við náum með flugi til Flórída er ekki jafn mikil og við náum með flugi til áfangastaða norðar í Bandaríkjunum. Vélarnar þurfa að staðnæmast þar yfir nótt og það er afar óhagkvæmt fyrir okk- ur.“ A Suður-Flórída svæðinu eru búsettir um 300 Islendingar allt árið um kring auk fjölda Islend- inga sem búa þar hluta ársins, ferðamanna og námsmanna. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með Sergio Marchi utanríkisviðskiptaráðherra Kanada í París en ráðherrarnir sitja þar ársfund OECD. Á fundin- um ræddu þeir viðskipti íslands og Kanada og undirbúning fríverslun- arviðræðna EFTA-ríkjanna og Kanada, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Halldór áréttaði á fundinum að Kanada- menn þyrftu að liðka fyrir um veit- ingu atvinnu- og búsetuleyfa í Kanada fyrir íslenska starfsmenn fyrirtækja sem væni að fjárfesta þar í landi. Halldór Ásgrímsson bauð Marchi að heimsækja ísland 3. júní nk. í tengslum við ráðherrafund EFTA- ínkjanna sem haldinn verður í Reykjavík þann dag. Utanríkisráð- herra minnti á hið sérstaka sam- band Islands og Kanada og lýsti yf- ir ánægju sinni með ört vaxandi viðskipti og samgöngur milli land- anna. Marchi lýsti því yfír að viðskipti við EFTA-ríkin væru afar áhuga- verð fyrir Kanada og að fríverslun- arviðræðurnar væru eitt mikilvæg- asta verkefni kanadískra stjórn- valda á viðskiptasviðinu um þessar mundir. Ráðherrarnir voru sam- mála um að fríverslunarviðræðun- um þyrfti að hraða eftir fongum og að stefna ætti að því að ljúka þeim um eða skömmu eftir næstu ára- mót. Fyi-sti sameiginlegi viðræðu- fundurinn vegna fyrirhugaðrar frí- verslunar EFTA-ríkjanna og Kanada verður haldinn í Reykjavík 26.-27. maí nk. Vikuferð til Costa del Sol 27. maí frá kr. 36.132 Við höfum nú fengið viðbótar- gistingu 27. maí til Costa del Sol og getum nú boðið síðustu sætin á frábærum kjörum í vikuferð til þessa vinsælasta áfangastaðar Miðjarðar- hafsins. í lok maí er komið frábært veður á suðurströnd Spánar og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 36.132 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára í viku á E1 Pinar íbúðarhótelinu, íbúð m. 1 svefnherbergi. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í studio, Sunny Beach, 27. maí, vikuferð, flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 Eyddu í spamað! HeimiUsbókhald 1998 NÖV tm ’í SiAMÍALV Það þarf aðeins eitt símtal til að byrja að spara reglulega með spariskírteinum ríkissjóðs. 562 6040 8 0 0 6 6 99 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 Veffang: www.lanasysla.is Netfang: lanasyslan@lanasyslan.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.