Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
—I
Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf. lakari en í fyrra
Liðlega 100 milljóna
meiri halii en í fyrra
Geta þjónustað
flokkara um Netið
TÆPLEGA 226 milljóna króna tap
varð af rekstri samstæðu Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum
fyrstu sex mánuði rekstrarársins,
frá 1. september 1997 til 28. febrú-
ar sl. Er það liðlega 100 milljóna
kr. verri afkoma en á sama tíma á
síðasta ári. Stafar tapið aðallega af
áföllum í veiðum og vinnslu á síld
og loðnu. Tap móðurfélagsins
minnkaði síðan um liðlega 150
milljónir í marsmánuði.
Veiðar og vinnsla uppsjávarfíska
hafa verið undirstaða afkomu fyrir-
tækisins á undanförnum árum.
Lakari afkoma fyrstu sex mánuði
ársins er einkum rakin til þess að
síldveiðar og vinnsla brugðust á
haustmánuðum og loðnuveiðar og
vinnsla í febniar, auk verkfalls sjó-
manna. Hagnaður fyrir afskriftir,
fjármagnskostnað og stjórnunar-
kostnað var á tímabilinu 283 millj-
ónum kr. minni en á árinu á undan,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu.
Afkoma bolfiskveiða og vinnslu
batnaði verulega á tímabilinu og
skilaði 113 milljónum kr. betri af-
komu en á sama tíma á fyrra ári.
Sighvatur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri segir niðurstöðuna
vissulega óviðunandi. Hann segir
að brugðist hafi verið við þessu á
ýmsan hátt, meðal annars með
sölu togarans Breka og árangurs-
ríkum aðgerðum til að bæta af-
komu bolfiskvinnslunnar, bæði
söltun og frystingu. Breki var
seldur með veiðiheimildum á 820
milljónir kr. en stóð í bókum fé-
lagsins í 446 milljónum kr. Sig-
hvatur segir að í stað þess að færa
allan söluhagnaðinn til tekna hafi
verið ákveðið að færa niður aðrar
aflaheimildir félagsins um tæpar
250 milljónir kr. til þess að minnka
vægi aflaheimilda í efnahagsreikn-
ingi félagsins og lækka afskriftir
til framtíðar.
Vel horfir
í bolfískvinnslu
Varðandi horfurnar framundan
segir framkvæmdastjórinn að
óvenju miklar aflaheimildir hafi
verið ónýttar í lok febrúar og því
megi búast við góðum gangi í bol-
fiskvinnslu félagsins á næstu mán-
uðum. Telur Sighvatur að það geti
létt róðurinn yfir sumarið en þá
hefur verið tap á rekstri félagsins.
Þá hefur félagið fengið kolmunna
til vinnslu og er það hrein viðbót
við hráefnisöflun fiskimjölsverk-
smiðju félagsins.
Samhliða milliuppgjörinu birtir
Vinnslustöðin uppgjör móðurfé-
lagsins fyrir fyrstu sjö mánuði
rekstrarársins. Fram kemur að tap
félagsins hefur minnkað verulega í
mars, frá því sem var í febrúarlok,
eða um 155 milljónir kr.
MAREL kynnir tvær nýjar fram-
leiðsluvörur á sjávarútvegssýning-
unni sem nú stendur yfir í Brussel.
Annars vegar er um að ræða nýja
línu af flokkurum og hins vegar
nýja skipavog.
Marel hefur undanfarin ár unnið
að þróun nýrrar stjómeiningar,
M3000, sem mun taka við sem aðal-
stjórneining Marel-flokkara. Bygg-
ist hún á öflugri og hraðvirkri
tölvu sem gerir kleift að leysa erf-
iðari og flóknari verkefni en fyrr,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningn frá Marel. Ein af nýjung-
unum við þessa stjómeiningu er
fjarþjónusta en með henni verður
unnt að þjónusta Marel-flokkara
hvar sem er í heiminum um síma-
línu eða Netið, frá þjónustumiðstöð
Marels.
M3000 er búin grafískum litaskjá
sem nýkominn er á markað. Hann
auðveldar alla stjórnun flokkar-
anna og birtir notendum mikilvæg-
ar vinnsluupplýsingar. Vigtarein-
ing flokkaranna hefur einnig verið
endurhönnuð og nú eru boðnar
tvær nýjar gerðir útkastsbúnaðar.
Með þessari nýju kynslóð flokkara
er hægt að flokka nákvæmar en
áður og á meiri hraða.
„Með þessari nýju flokkarahnu
stefnir Marel að því að styrkja enn
frekar stöðu sína sem einn fremsti
framleiðandi flokkara í heimin-
um,“ segir í fréttatilkynningu.
Einfaldari skipavog
Marel kynnir einnig nýja skipa-
vog, MllOO. Með henni er komið til
móts við þarfir markaðarins fyrir
eiufalda vog sem er fyrirferðar-
minni og léttari en eldri vogir.
Hún byggist á nýrri hönnun í
tölvu- og hugbúnaði. Marel hefur
verið í fararbroddi sem framleið-
andi skipavoga í heiminum og á
síðasta ári seldi fyrirtækið fleiri
skipavogir en nokkru sinni fyrr.
Nýja skipavogin er talin styrkja
þessa stöðu enn frekar.
Vinnslustöðin hf. I l IpiP
Milliuppgjör 28. feb. 1998 - JMÉ SL-L.
1/9 ‘97- 1/9 '96-
Rekstrarreikningur Miiijónír króna 28/2 '98 28/2 '97 Breyting
Rekstrartekjur 1.233,0 1.627,7 -24,2%
Rekstrargjöld 1.215,9 1.479,0 -17,8%
Rekstrarhagn. f. afskriftir og fjárm.liði 17,1 148,7 -88,5%
Afskriftir (264,6) (210,4) +25,8%
Fiármunatekjur og (jármagnsgjöld) (89,3) (135,3) -34,0%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (336,9) (197,0) +71,0%
Hagnaður af sölu eigna og aðrar tekjur 110,9 74,9 +48,1%
Hagnaður (tap) tímabilsins (225.9) (122,1) +85,0%
Efnahagsreikningur Hiiijónir króna 28/2 '98 31/8 '97 Breyting
| EignirP\
Fastafjármunir 5.863,5 6.424,7 -8,7%
Veltufjármunir 1.566,4 1.073,8 +45,9%
Eignir samtals 7.429,9 7.498,5 -0,9%
| Ski/ldir og eigiO tð:\
Eigið fé 2.331,6 2.539,0 -8,2%
Þar af hfutafé 1.324,9 1.324,9 0%
Langtímaskuldir 3.660,9 4.016,4 -8,9%
Skammtímaskuldir 1.437,4 943,1 +52,4%
Skuldir og eigið fé samtals 7.429,9 7.498,5 -0,9%
Sjóðstreymi Milljónir króna 1/9 '97- 28/2 '98 1/9 '96- 28/2 '97 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna (130,6) (7,5) -
NRT ehf. eigendur
Debenhams á Islandi
Til sölu eða leigu
SMIÐSBÚÐ 12, GARÐABÆ.
Ca 850 fm iðnaðarhúsnæði og 280 fm útiskýli á 4.700 fm afgirtri lóð.
Byggingarréttur fyrir 900 fm hús á lóðinni. Frábær staðsetning og miklir möguleikar
fyrir þá sem þurfa mikið útirými.
BRESKA stórverslunin Deben-
hams, sem verður opnuð í Kópa-
vogsdalnum haustið 2000 í verslun-
armiðstöðinni Smáralind, verður
alfarið í eigu íslendinga og verður
starfsfólk allt íslenskt. Eigendur
Debenhams á Islandi, og þeir sem
gerðu samninginn við Debenhams
verslunarkeðjuna, verður fyrirtæk-
ið Northem Retail Partners, NRT
ehf.
Félagið er, að sögn Pálma Krist-
inssonar framkvæmdastjóra
Smáralindar, undirbúningsverslun-
arfélag sem er í eigu þeirra fyrir-
tækja sem standa að Smáralind og
eru þau handhafar samningsins;
það er Byggingarfélag Gylfa og
Gunnars, Byko, Olíufélagið, Skeif-
an 15 og Saxhóll hf.
Breytist í
almenningshlutafélag
Pálmi segir það alveg ljóst að
eignaraðild að verslunarmiðstöð-
inni í heild muni þó breytast með
tíð og tíma. „Eignaraðild mun
breikka og nýir fjárfestar munu
væntanlega koma inn á næstu
mánuðum. Markmiðið hefur síðan
frá upphafi verið það að í fyllingu
tímans verði félagið gert að al-
menningshlutafélagi. Við vonumst
til að það geti orðið þegar komin er
reynsla á rekstur hússins,“ sagði
Pálmi.
Hann sagði að það væri jafnan
reynslan erlendis að verslanamið-
stöðvar af þessu tagi séu í eigu
stórra fjárfesta og sjóða og í Bret-
landi til að mynda væri reyndin sú
í 70-80% tilfella. „Bresku lífeyris-
sjóðirnir eiga flestar verslunarmið-
stöðvar í Bretlandi. Þær eru mjög
áhugaverðar fjárfestingar fyrir
slíka sjóði. Þetta eru langtíma fjár-
festingar sem skila jöfnum vexti,
eru nokkuð stöðugar og henta slík-
um fjárfestum og tryggingarfélög-
um mjög vel.“
Pálmi sagði óljóst hvað yrði um
fyrirtækið NRT ehf. og eignar-
hald þess í versluninni í framtíð-
inni. „NRT ehf. er þeir aðilar sem
ýta bátnum frá bryggjunni en það
er líka áhugi fyrir því í stofnfélag-
inu að inn komi öflugir aðilar í
verslun sem nýir hluthafar í félag-
inu.“
Alltaf í sömu
versluninni
Debenhams verslunin verður
sérleyfisverslun. Fyrir Debenhams
keðjunni vakir með þessu, að sögn
Pálma, að víkka út sölunet sitt og
umsvif, þá með stærðarhagræðing-
ar í huga. „Þeir eni að sækja inn á
erlenda markaði, eins og reyndar
margar aðrar breskar verslana-
keðjur eru að gera um þessar
mundir, og þar sem þeir þekkja
ekki nógu vel til aðstæðna fela þeir
aðilum á hverjum stað að sjá um
hlutina."
Keðjan setur mjög strangar
gæðakröfur fylgja þar ströngum
reglum um alla umgjörð, útlit,
vörur og slíkt. „Kúnni, sem kemur
inn í Debenhams verslun hvar í
heiminum sem er, á ávallt að hafa
það á tilfinningunni að hann sé að
versla í sömu versluninni," sagði
Pálmi.
Hann sagði að fyrst hafi farið að
bera á þessu viðskiptaformi í
Bandaríkjunum um 1960 þegar
skyndibitastaðir eins og MacDon-
alds fóru að breiða úr sér og nú er
formið orðið mjög algengt í smá-
söluverslun.
„Þróunin í hinum vestræna
heimi er mjög ör í þessa veru, sam-
keppnishæfni þessa forms er mjög
mikil.
Þetta er þróun sem á sér nú stað
í alþjóðaviðskiptum og eitthvað
sem ekki hefði verið hægt að gera
fyrir um 5 - 10 árum, til dæmis
þegar verið var að byggja Kringl-
una,“ segir Pálmi.
ísland fremur
en Þýskaland
En af hverju skyldi keðjan velja
ísland sem fyrsta landið í Evrópu
utan Bretlands til að opna verslun?
Að sögn Pálma líta margar alþjóð-
legar verslunarkeðjur hýru auga til
Islands með verslun í huga og opn-
un verslunar Debenhams og öll sú
undirbúningsvinna sem farið hefur
fram mun ekki minnka áhuga ann-
arra verslana á því en þegar er
Smáralind ehf. í viðræðum við
ýmsar þekktar verslanakeðjur um
að opna verslanir sínar í verslana-
miðstöðinni. „Það er umhugsunar-
vert af hverju sumar keðjur setja
ísland ofar á lista en Þýskaland til
dæmis sem er margfalt stærri
markaður."
Eignaraðili að stórri matvöru-
verslun Nóatúns, sem verður í hin-
um enda hússins og verður að sögn
Pálma sú stærsta á landinu, verður
Nóatún ehf. Aðrar verslunar- og
þjónustueiningar í húsinu, alls um
80 - 100 talsins verða leigðar út.
„Húsið verður í eigu eins félags um
alla framtíð og það mun sjá um
reksturinn."