Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 21 ERLENT Kristilegir demdkratar fylkja sér að baki Helmuts Kohls Endi sagður bund- inn á vangaveltur Bonn. Reuters. ÞIN GFLOKKUR Kristilegra demókrata í Þýzkalandi fylkti sér í gær að baki formanni sínum, Helmut Kohl kanzlara, og reyndi þai’ með að binda enda á vangaveltur sem staðið hafa vikum saman um að hann kynni að víkja fyrir staðgengli sínum fyrir kosningar til Sambandsþingsins í haust. „Stemmningin er góð í þingflokkn- um,“ sagði Kohl í gær að fundinum loknum, en niðurstöðu hans hafði verið beðið með allnokkurri eftir- væntingu, þar sem kosningaósigur CDU í Sachsen-Anhalt um helgina ýtti undir gagnrýni á Kohl og vanga- veltur um að hann hætti við að sækj- ast eftir endurkjöri í kanzlarastólinn. Að endi hefði verið bundinn á slík- ar vangaveltur staðfestu Theo Waig- el, fjármálaráðherra og formaður CSU, hins bæverska systurflokks CDU, Volker Riihe, varnarmálaráð- herra og Rita SiiBmuth, forseti Sam- bandsþingsins. Sagði Waigel óum- deilt að Kohl væri „númer eitt“ og Wolfgang Scháuble, formaður þing- flokks CDU og staðgengill Kohls, „númer tvö“. Heiner GeiBler, vai’aformaður þingflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali að mikilvægasti lærdómur undanfar- inna vikna væri sá að flokkurinn mætti ekki einskorða kosningabar- áttuna við Kohl; hinar innihaldslegu áherzlur yrðu að vera í fyrirrúmi. Brugðist við árangri liægriöfgamanna Flokkurinn ræddi í gær einnig hinn óvænta kosningasigur hægriöfgaflokksins DVU í kosning- unum í Sachsen-Anhalt og hvernig bregðast skyldi við honum. Karl Lamers, talsmaður þingflokks CDU í utanríkismálum, tjáði fréttamönn- um í Bonn að árangur DVU, sem fékk tæp 13% atkvæða, væri að rekja til aðstæðna sem eingöngu væru fyrir hendi í austurhluta lands- ins, sem áður var undir stjóm kommúnista. I Sachsen-Anhalt væri þennan árangur að rekja til óörygg- istilfinningar, sem útbreidd væri meðal fólks sem þar býr, vegna hinna öru breytinga sem umskiptin úr áætlanabúskap kommúnistatím- ans yfir í markaðshagkerfi hefðu í för með sér, en atvinnuleysi er hvergi meira innan Þýzkalands en einmitt í þessu sambandslandi. ,Að vinna bug á atvinnuleysi er lykillinn að því að vinna bug á hægriöfgum," sagði Lamers. Hann sagði uppgang hægriöfgamanna í eystri sambandslöndunum mikið áhyggjuefni, en hverfandi líkm- væru á að þeir næðu svipuðum árangri í kosningum til Sambandsþingsins. Nægði að nefna í því sambandi að íbúar austurhlutans væru aðeins um 20% allra Þjóðverja. Reuters Reiði í garð Belgíustjórnar BELGÍSK stúlka mundar mótmælaskilti og hrópar vígorð í garð stjórnvalda fyrir utan dómhúsið í Brussel í gær, þar sem mannfjöldi safnaðist saman til að lýsa vanþóknun sinni á frammistöðu belgískra yfirvalda í máli barnaníðingsins Marcs Dutroux. Belgíska ríkisstjórnin hélt í gær velli, er atkvæði voru greidd á þingi um vantraust á hana. Stjómarandstaðan hafði sameinast um að bera upp van- trauststillöguna á stjórn Jean- Luc Deheanes eftir að Dutroux tókst að flýja úr haldi í síðustu viku en náðist skömmu síðar. Deheane hét því í gær að einskis yrði látið ófreistað til að uppræta veika hlekki í löggæzlu- og dómskerfinu. Hvað er Þýzka þj óðarbandalagið ? Gert út á óánægju með „kerfísflokkau ÓVÆNTUR kosningasigur Þýzka þjóðai’bandalagsins (DVU) í Sachs- en-Anhalt um helgina er - í prósent- um talið - stærsti sigur öfgaflokks til hægri í sögu Þýzkalands eftir lok síðari heimsstyrjaldar. I kjölfar þessa sigur tilkynnti formaður DVU, milljóna- mæringurinn Gerhard Frey, í gær að hann hygðist bjóða fram til Sambandsþingsins, en kosningar til þess fara fram eftir fimm mánuði. Að dómi stjórnmála- skýrenda bendir þó fátt til þess að hætta sé á að hægriöfgamenn nái slíkri fótfestu í stjórnmálum Þýzkalands og pólitískh’ samherjar þeirra hafa gert á undanförnum árum í ýmsum löndum Evrópu. Allt frá lokum kalda stríðsins hafa flokkar sem standa fyrii’ fátt annað en andúð á útlend- ingum og/eða gyðingum náð all- nokkru kjörfylgi víða um Evrópu, frá lýðveldum Sovétríkjanna fyrr- verandi til landanna við Atlantshafs- ströndina. Li'til hætta En á meðan segja má að nokkur uppgangur sé um þessar mundir hjá róttækum hægrimönnum víða um Evrópu, er mikil sundrung einkenn- andi fyrir þennan væng stjórnmál- anna í Þýzkalandi. Ennfremur hefur sú valddreifing sem uppbygging Þýzkalands í sambandsríki byggist á og skilvirkt starf hinna lýðræðislegu stofnana landsins í för með sér að lýðræðinu stendur engin ógn af þýzkum hægriöfgamönnum. Eina skiptið í nær hálfrar aldar sögu Sambandslýðveldisins Þýzka- Iands sem næm lá að róttækur hægriflokkur næði tilskildu 5% lág- marksfylgi til að fá þingsætum út- hlutað á Sambandsþinginu í Bonn vai’ 1969, þegar „Þjóðernislegi lýð- ræðisflokkurinn“, NPD, upplifði stutt uppgangsskeið og fékk fulltrúa kjörna á þing nokkurra sambands- landa. NPD er að nafninu til ennþá starfandi, en hann er eins og Þýzka þjóðarbanda- lagið (Deutsche Volksunion, DVU) aðeins einn margra smáflokka sem finnast lengst til hægri í þýzkum stjórnmálum. Þeir tveir róttæku hægri- flokkar sem náð hafa mest- um árangri í kosningum í Þýzkalandi á síðustu ái-um eru repúblikanar, sem sitja á þingi Bad- en-Wurttembergs, og DVU. DVU náði óvænt 6,3% fylgi í kosn- ingum til þings Slésvíkur-Holtseta- lands 1992, og fékk þar með fulltrúa kjörna, en þeir féllu aftui- út af þing- inu í kosningum 1996. í september sl. greiddu 4,9% kjósenda i Hamborg flokknum atkvæði sitt. Þótt þessi árangur hefði ekki dugað til að flokk- urinn hlyti sæti á þingi borgarinnar, sem er eitt sambandslandanna sext- án, vakti hann töluverða athygli. DVU er stjórnað af Dr. Gerhard Frey, ríkum útgefanda í Munchen. Heildarfjöldi flokksfélaga í öllu Þýzkalandi er samkvæmt upplýsing- um Freys sjálfs á sextánda þúsund, en í Sachsen-Anhalt eru þeir fáein hundruð. Alls staðar sem flokkurinn hefur boðið fram hefur kosningabarátta hans svo gott sem einskorðast við kröfur um að innflytjendum verði haldið burtu - einkum á þeim for- sendum að tryggja beri að útlend- ingar taki ekki störf frá innfæddum - og höfðað til óánægju fólks með „kerfisflokkana“. Gerhard Frey u UKORT GUNN EFTIR GUÐMUNDSSQ. í UPPLÝSINGAR í SÍMA 553 .7; T\ ;Nv 00.250 2ja sæta 87.400,- Comfort Max clýna 74.800 72.200 2ja Sceta ?Q.30Qf- 2ja sæta ?0.000f- Pageant Comfort Max dyiia 87.400 98.2300 2ja sæta 82-650,- PAGEANT Comfort Max dýna Skbtanlegt áyéec& (stb covar) AHir sófamir eru með 135 cm-152 cm breiðum dýnum. ÖJI vcrð miðast við staðgreiðslu yiWKtaanii Lane Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 ’ Fax: 533 3510 • www.marco.is Viö styöjum vifí bakifí á þér Létt Vtfc Auglýangastofa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.