Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 4# + Guðbjörg Hólm- fríður Einars- dóttir fæddist í Reykjavík 8. des- ember 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 21. apríl síðastliðinn. Móðir hennar var Margrét Sigurðar- dóttir, ljósmóðir, frá Langholti í Flóa, fædd 20. ágúst 1878, dáin 12. nóvember 1918. Faðir Guðbjargar var Einar Björns- son, verslunarsljóri, frá Þúfu í Ölfusi, fæddur 2. október 1874, dáinn 27. september 1958. Systkini Guðbjargar voru Björn, f. 1902, Ingibjörg Mar- grét, f. 1903, Sigurður, f. 1905, Guðbjörg, f. 1908, Sigurbjörg, f. 1909, og Kjartan, f. 1910. Eru þau öll látin. Við andlát tengdamóður minn- ar, Guðbjargar H. Einarsdóttur, er hollt fyrir okkur, sem eftir lif- um, að minnast þess að viðhorf hennar sjálfrar gagnvart dauðan- um og öðrum óumbreytanlegum þáttum lífsins, einkenndust af auðmýkt og stillingu. Ég furðaði mig oft á því hve hún tók áföllum svo sem ástvinamissi af mikilli ró og yfirvegun, líklega eins og þeir einir geta sem fela sig æðri for- sjón. Guðbjörg var reyndar mjög öguð og fáguð í allri framkomu og líferni þannig að það hlaut að vekja aðdáun allra sem henni kynntust. Þar sem ég sit og leita á vit minninganna sé ég fyrir mér hversu margt prýddi Guðbjörgu tengdamóður mína. Hún var fal- leg kona, bæði í sjón og raun og hélt þeirri ímynd fram í andlátið, þrátt fyrir margra ára alvarleg veikindi. Ég minnist þess hve hún hafði fallegt hár, hlýjar og líkn- andi hendur og mild augu. Hún var líka mikill fagurkeri og naut þess að klæðast fallega og hafa fallegt í kringum sig. Á því sviði vorum við dálítið líkar, eins ólíkar og við vorum um margt. Á jólum fyrir 26 árum kynntist ég Guð- björgu þegar Ingólfur sonur hennar kynnti mig fyrir foreldr- um sínum sem konuefnið sitt. Ég Hinn 18. júní 1938 giftist Guð- björg Hirti Hafliða- syni, húsasmíða- meistara í Reykja- vík, f. 13. júlí 1913, og þjuggu þau lengst af í Barma- hlíð 38. Börn þeirra eru Hafliði, kvænt- ur Jónínu B. Sig- urðardóttur, og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn; Ingólfur, kvæntur Láru Björnsdóttur og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn; Hjört- ur, kvæntur Steinunni Kára- dóttur og eiga þau þrjú börn; Gunnar Ingi, kvæntur Ragn- heiði Torfadóttur og eiga þau þijú börn. Útför Guðbjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hef oft velt því fyrir mér síðan hvað Guðbjörg hafi hugsað, þegar Ingólfur kom með þessa uppreisn- argjörnu kvenréttindakonu inn í fjölskylduna þar sem flest hafði áður verið í föstum skorðum. Hvað sem það var lét hún mig aldrei finna annað en kærleika og væntumþykju. Ég held líka að hún hafi fundið að mér þótti bæði gott og gaman að koma til hennar og Hjartar í Barmahlíðina. Þar var svo hlýtt, notalegt og fallegt og þar ríkti Guðbjörg í ríki sínu, heimilinu. Það var líka einkar skemmtilegt að hlusta á þau Guð- björgu og Hjört rifja upp sögur af mönnum og málefnum í Reykjavík þegar þau voru að alast upp og voru ung. Guðbjörg og Hjörtur voru fyrstu „ekta“ Reykvíkingarn- ir sem ég hafði kynnst, bæði fædd og uppalin í Reykjavík og þau kenndu mér að meta Reykjavík að verðleikum. Fyrir það og svo ótal margt er ég þakklát á þessari stundu. Oft sagði Guðbjörg mér frá bemsku sinni og uppvexti á Hverf- isgötunni. Aðeins tveggja ára missti hún móður sína en ólst upp í skjóli föður og glaðværs systkina- hóps og svo auðvitað hennar Imbu sem var á heimilinu öll uppvaxtar- ár Guðbjargar og hún talaði alltaf svo fallega um. Vafalítið hefur móðurmissirinn haft áhrif á Guð- björgu en víst er um það að hún var eftirlæti allra á heimilinu og mér er nær að halda að hún hafi verið svolítið dekruð. En ekki spillti það Guðbjörgu, kannski varð það henni einmitt til bjargar. Heimilið á Hverfisgötu 43 var menningar- og bindindisheimili. Þar var líka gestkvæmt og ættingj- ar og vinir af landsbyggðinni áttu þar löngum næturstað meðan þeir dvöldu í Reykjavík. Af þessu um- hvei-fi mótaðist Guðbjörg og til- einkaði sér helstu kosti þess og uppeldisins. Guðbjörg gekk í Kvennaskólann og hlaut góða menntun sem nýttist henni vel alla ævi. Mér er t.d. minnisstætt hvað hún talaði góða dönsku þegar þau Hjörtur komu að heimsækja okkur Ingólf til Noregs 1975. Já, hún Guðbjörg var greind kona og margt til lista lagt. Ég hef oft hugsað um að hún hefði getað með prýði sinnt mörgum störfum úti í þjóðfélaginu, rétt eins og hún var frábær húsmóðir og móðir. Eitt var það þó sem hefði getað verið henni notadrjúgt í hvers kon- ar hjúkrunar- eða umönnunar- störfum. Það voru einstakar hend- ur hennar sem með snertingu sinni einni líknuðu og bættu. Það er ekki amalegt fyrir verðandi lækni, son- ardóttur hennar, að eiga slíka ætt- móður. Líf Guðbjargar var helgað fjöl- skyldunni, sonum hennar fjórum og seinna einnig okkur sem þeim tilheyrðu, en ekki síst eiginmann- inum, Hirti sem hún hafði átt sam- fylgd með í nær 60 ár þegar hún lést. Samband þeirra var einstakt, kærleiksríkt og fallegt. Þau voru hvort öðru háð. Hún sinnti lengst af þörfum hans og studdi hann í hvívetna. Síðar á lífsleiðinni sner- ust hlutverkin við. Þá var það Hjörtur sem lét líf sitt snúast um þarfir konu sinnar og gerði það með slíkri gleði og kærleika að til eftirbreytni er. Missir hans er mikill nú þegar Guðbjörg er horfin til annarra heimkynna. Sá sem hefur átt mikið missir mikið. Öll syrgjum við Guðbjörgu af heilum hug en gleðjumst líka yfir farsælu lífi hennar. Guð blessi minningu mætrar konu, eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Ég kveð tengdamóður mína, Guðbjörgu H. Einarsdóttur, með þakklæti í huga og fullvissu um endurfundi. Tengdafóður mín- um, Hirti Hafliðasyni, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og einnig þakklæti fyrir þá fyrir- mynd sem hann hefur verið okkur öllum í umhyggju sinni fyrir Guð- björgu. Lára Björnsdóttir. + María Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Kerlinga- dal í Mýrdai 17. mars 1907 og er hjá foreldrum sínum í Kerlingadal og síð- an á Höfðabrekku en síðan flyst fjöl- skyldan öll til Víkur 1908. María lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 17. aprfl síðastliðinn. Foreldi-ar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 27.2. 1883, d. 1.4. 1964, og Eg- illína S. Jónsdóttir, f. 10.10. 1886, d. 7.3. 1934. Systkini Mar- íu voru Jón, f. 9.4. 1904, d. 6.3. 1941, Guðrún Ragnhildur, f. 17.1. 1906, d. 12.10. 1984, Guð- ríður, f. 5.11. 1908, d. 3.11. 1926, Kjartan, f. 26.9. 1913, d. 31.1. 1916, Kjartanía Guðríður, Það er vor í lofti og sumarið að nálgast þegar María amma kveður jarðlífið og fer á fund Guðs sem hún trúði og treysti á. Það er kannski táknrænt að hún kveður á þessum árstíma því að í minningu okkar þráði hún vorið og birtuna. Það var gaman að koma til hennar í Víkina snemma sumars. Kartöfluútsæðið komið í garðinn, túlipanar blómstr- uðu á syllum niður brekkuna og fannhvítur þvottur blakti á snúru. Húsmóðurstarfið varð hennar ævi- starf og hennar stolt. Það starf vann hún af mikilli vandvirkni. Aldrei var kastað til höndunum í neinu og ekki lokið við verk nema að henni þætti það vel gert. Við sjáum hana íyrir okkur í eldhúsinu sínu að bera fram mikinn og góðan mat. Ekki mátti hún vera að því að setjast við borðið og borða sjáíf heldur sá mn þjónust- una við fóUáð sitt. Skrældi kartöflur sem hún taldi undirstöðu fæðunnar, smurði brauð og skar niður köku- sneiðar. Þegar máltíðinni lauk og eldhúsið orðið tandurhreint aftur tyllti hún sér aðeins við borðið, strauk okkur um vanga og spurði um líðan okkar. Hvort einhver væri vondur við okkur. Það var enginn vondur við okkur en stundum höf- um við hugsað um hvað hún hefði gert ef einhver hefði verið vondur við okkur. Því að hún lifði fyrir fólk- ið sitt og á það mátti enginn halla. Síðan fór hún að útbúa næstu mál- tíð en Guðlaugur afi fór með okkur f. 22.4.1915, d. 26.9. 1995, Kjartan ísleif- ur, f. 3.5. 1916, d. 6.3. 1941, Guð- mundur Sigurður, f. 2.4. 1921, og Guð- geir, f. 19.3. 1927. Eiginmaður Mar- íu var Guðlaugur Jónsson, fæddur 18.4. 1907, hann lést 2.8. 1989. Þau hófu búskap 1933 f og börn þeirra eru Sigurlín, f. 23.12. 1934, Guðrún, f. 21.8. 1936, á tvö börn og fjögur barnabörn, Jóna, f. 16.2. 1941, á þijú böm og tvö barnabörn, Guðmundur J., f. 16.12. 1942, og Ingþór Jó- hann, f. 9.10. 1945, d. 23.7. 1981, á þijú börn og fjögur barnabörn. títför Maríu fór fram frá Vík- urkirkju 25. aprfl. vestur í Hrap og út að sjó. Þetta voru góðir dagar þar sem allt sner- ist um að gera okkur dvölina sen^_, ánægjulegasta. Allt hennar líf snerist um börnin og þeirra fjölskyldur. Við vissum samt ekki alltaf hvort við vorum í fjölskyldupakkanum, sérstaklega eftir að Ingþór pabbi okkar dó. Hún hafði lítið samband að fyrra bragði en við vissum alltaf af henni. Vissum hvað henni þótti vænt um okkur, að hún myndi vera til staðar og styðja okkur ef á þyrfti að halda. Það er einkennilegt til þess að^ hugsa nú á þessum tímamótum þegar hún kveður okkur háöldruð, hvað við þekktum lítið hennar þrár og vilja. Hún var alltaf að þjóna öðrum. Hún fæddist í Víkinni, bjó þar alla ævi og dó þar. Hún fór aldrei í löng ferðalög, samt grunar okkur að hana hafi langað til að ferðast, kannski að búa annars staðar og eiga annars konar lífs- hlaup. Þá hugsar maður um þenn- an aðstöðumun milli kynslóða. Það val sem við yngri konur höfum miðað við konur af hennar kynslóð. Við þökkum henni samfylgdina og umhyggju hennar í okkar garð. Kæru Silla, Gunna, Dadda og ^ Gummi. Við vottum ykkur einlæga^ samúð við fráfall umhyggjusamrar móður. Margrét, íris og Eva María Ingþórsdætur. GUÐBJÖRG HÓLMFRÍÐ UR EINARSDÓTTIR MARÍA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR * + Svala Þórisdótt- ir listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1945. Hún lést í Washington D.C. 28. mars síð- astliðinn. Minning- arathöfn um Svölu fór fram í Nes- kirkju 21. aprfl. Það er vandasamt verk að skrifa af nokkru viti um látna vini, ekki þá síst þegar um sérstakan per- sónuleika er að ræða, orðin verða fátækleg, tilfinningarnar í þessu sérstaka tilfelli mjög sterkar, þar sem væntumþykja og virðing fara saman í ríkum mæli. Svala Þórisdóttir Salman vai- þannig einstaklingur, þannig per- sóna. Hún hafði einhvernveginn allt gott til að bera - einstakan glæsileika í útliti og fasi, há og grönn, ljós yfirlitum. Eitt af síð- ustu skiptum sem ég sá Svölu al- fríska var í veislu í Washington DC, hún þá klædd í Ijósan fatnað frá toppi til táar. Það geislaði af henni og viðstaddir gestir höfðu orð á glæsileika þessarar konu. Svala var einstökum hæfileikum búin. Gáf- uð var hún svo af bar, hafði einhvemveginn skilning á öllum hlut- um, svo að við lá að manni fyndist stund- um hún geta lesið hugsanir manns. Listagáfan var henni í blóð borin. Hún var hæfileikaríkur málari. Henni var einkar lagið að mála andlitsmyndir, „portrett", og liggja eftir hana ótal slík verk. Þar á meðal mynd af manni mínum látn- um, Hans G. Andersen. Hafði ég beðið Svölu um að mála þá mynd, en hún setti þá sem skilyrði að hún málaði líka mynd af undirritaðri, þar sem hún sagðist aldrei fyrr hafa málað andlitsmynd af konu, og þar við sat. Svala var jafnvíg á öðrum svið- um málverksins og liggja eftir hana ótal verk, minni og stærri. Það væri efni í heila bók að skrifa um Svölu, svo einstök var hún í alla staði. Við kynntumst í Washington DC árið 1976 og sá ég hana fyrst í móttöku fyrir Islend- inga 17. júní í sendiráði Islands, en við hjónin vorum þá nýflutt til Washington DC. Svala bjó um árabil í höfuðborg Bandaríkjanna og þar dó hún svo langt fyrir aldur fram eftir einstak- lega hetjulega baráttu við sjúk- dóminn voðalega, sem loks sigraði. Svala hafði lengst af óbilandi trú á að hún myndi bera sigur af hólmi, en á endanum brást sú von. Það er mikill sjónarsviptir að Svölu Þórisdóttur Salman. Enginn getur nokkurntíma fyllt upp í það skarð, sem varð við brottfór hennar úr þessum heimi. Allir hinir mörgu vinir hennar myndu taka undir þessi ummæli mín, því Svala verður ógleymanleg öllum þeim sem áttu því láni að fagna að kynnast þessari dásamlegu konu og listamanni. Blessuð sé minning hennar. Að lokum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur til Melhem manns hennar og sonarins Daoud og fjöl- skyldu hennar allrai-. Ástríður H. Andersen. SVALA ÞORIS- DÓTTIR SALMAN OLAFUR VILHELM VIGFÚSSON + Ólafur Vilhelm Vigfússon fædd- ist á Vopnafirði 2. apríl 1944. Hann lést á heimili sínu 16. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavík- urkirkju 25. aprfl. Elsku pabbi minn, mér er það erfið raun að skrifa um þig því okkar samskipti voru lítil. Þið mamma skild- uð þegar ég var 5 ára og sá ég þig lítið eftir það. Mér fannst oft erfitt að hafa ekki kynnst fóður mínum, og hafa átt með honum mín æskuár. En það birti til hjá mér þegar ég hitti þig óvænt í Reykjavík eftir 24 ár, það var eins og tíminn staðnaði þegar við sáum hvort annað, og ég spui-ði þig hvort þú værir pabbi minn. Þú svaraðir já er þetta ekki Svava? Elskan mín, ég er pabbi þinn. Við áttum góða kvöldstund sem ég geymi í minningunni um þig. Við ætluðum svo að hittast aftur og mig langaði að bjóða þér tO Eyja. Svo tveim vikum seinna fæ ég til- kynningu um að þú sért dáinn. Ég trúi því að þetta hafi verið ör-J lög að láta okkur hitt- ast aftur. Þó að leiðin virðist vönd, vertuekkihryggur. Það er eins og hulin hönd, hjálpiermestáliggur. (Jón Bergmann.) Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Svava Vilborg. Blómabúðin öarðskom v/ F'ossvoQski^kjMgai*^ Slmh 554 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.