Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 45
HESTAR
Áfall fyrir Landsmótið
á Melgerðismelum
Afkvæmasýn-
ingu Orra frá
Þúfu frestað
SAMÞYKKT var á fundi í Orrafé-
laginu í fyrrakvöld að fresta sýn-
ingu hestsins til heiðursverðlauna
fyrir afkvæmi fram á landsmótið
2000. í fréttatilkynningu sem gefin
var út að fundi loknum segir að í
ljósi þeirra aðstæðna sem skapast
hafa vegna hitasóttarinnar hafí ver-
ið ákveðið að fresta sýningu hests-
ins.
Piltur frá Sperðli næsti
handhafi Sleipnisbikarsins
Til stóð að sýna þennan mikla
gæðinga í reið með afkvæmum sín-
um á landsmótinu. Þegar hitasótt-
in kom upp á höfuðborgarsvæðinu
sat klárinn fastur austur í Þúfu í
Vestur-Landeyjum og síðar þegar
flutningsbann milli þessara staða
var aflétt veiktist klárinn fljótlega
og þótti tíminn of knappur til að ná
honum í gott form þar sem ætlunin
hafði verið að nota hann á hryssur
fram að landsmóti.
A þessari stundu bendir þvi allt
til að það verði Piltur frá Sperðli
sem muni hljóta Sleipnisbikarinn
eftirsótta og verði jafnframt eini
stóðhesturinn sem sýndur verði til
heiðursverðlauna á landsmótinu.
Jón Olafur Sigfússon fram-
kvæmdastjóri landsmótsins á Mel-
gerðismelum sagðist taka þessa
ákvörðun Orrafélagsins mjög
nærri sér. „Eg átta mig ekki alveg
á því hvað liggur á bak við þessa
ákvörðun. Eg sé lítinn tilgang í því
að sýna hest í reið sem er margbú-
inn að sanna sig með eftirminni-
legum hætti. Nú er það kynbóta-
gildi hestsins sem til stóð að sýna
og þá eru það afkvæmi hans sem
skipta öllu máli og eiga að halda
merki hans á lofti en ekki hann
sjálfur.
Þá er vert að minna á aðra stað-
reynd að hingað til hafa væntan-
legir landsmótsgestir hverju sinni
getað gengið að því vísu að öll
bestu hross landsins muni koma
fram á landsmótum. Með þessari
ákvörðun Orramanna er fýrsta
skrefið stigið í þá átt að taka þessa
vissu frá mönnum. Þetta er eins og
köld vatnsgusa framan í ferðaþjón-
ustuaðila sem auglýsa sína þjón-
ustu undir þeim formerkjum að á
landsmóti geti að líta allt það
fremsta og besta sem í boðið er
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ÞAÐ ER skarð fyrir skildi ef Orri frá Þúfu mætir ekki tii ieiks með afkvæmahóp sinn
eins og nú virðist stefna í. Knapi er Gunnar Arnarsson.
uppá í íslenskri hestamennsku.
Með þessu er verið að rýra traust
ferðaþjónustunnar á hestamönn-
um og svo aftur traust ferðamanna
á ferðaþjónustunni," sagði Jón
Ólafur.
Hann bætti við að þetta skipti
landsmótið á Melgerðismelum
ekki höfuðmáli. „Erlendir gestir
eru flestir búnir að ganga frá sín-
um ferðaplönum. Þetta gæti hins-
vegar skipt landsmót framtíðar-
innar máli ef sumir þeirra sem
eiga bestu hrossin fara að snið-
ganga landsmótin. Það er ekki trú-
verðugt ef á að kynna á landsmót
framtíðarinnar með þeim orðum
að kannski komi öll bestu hrossin
fram. Fólk hefur hingað til komið
á landsmót til að sjá toppana og
það er þungamiðja málsins og á
því hafa vinsældir landsmótanna
byggst,“ sagði Jón Ólafur að end-
ingu.
Enn og aftur
metþátttaka
Opið mót Hestamanna
félagsins Gusts
HESTAR
Sörlastaðir
HRÓA HATTARMÓT
OG NÝHESTAMÓT
Hestamannafélagið Sörli hélt mót fyrir
hestamenn af yngri kynslóðinni
sunnudaginn 26. apríl.
ÞAÐ voru fleiri en hinir fullorðnu sem
þreyttu keppni um helgina því hið árlega
Hróa Hattarmót var haldið á Sörlastöðum á
sunnudag þar sem 70 hestamenn af yngri
kynslóðinni leiddu saman hesta sína í
drengilegri keppni. Að keppni lokinni var
boðið upp á flatbökur í boði Hróa Hattar.
Einnig fengu allir keppendur viðurkenningu
fyrir þátttökuna. Mót þetta hefur vaxið og
dafnað ár frá ári og nánast metþátttaka á
hverju ári. Að sögn Margrétar Vilhjálms-
dóttur hjá Sörla var nánast örtröð á Sörla-
stöðum þar sem mótið var haldið að venju.
Vel fór um alla, bæði menn og hesta, í góðu
veðri en keppnin fór að þessu sinni fram á
beinni braut þar sem hringvöllurinn hefur
ekki komið vel undan vetri að sögn Margrét-
ar. Þátttakendur voru frá flestum hesta-
mannafélögunum á suðvesturhorninu og
vakti góð frammistaða krakka úr Mána á
Suðurnesjum athygli og sömuleiðis hversu
vel ríðandi pollarnir voru.
Þá var á laugardag haldið Nýhestamót hjá
Sörla þar sem keppt var í karla- og kvenna-
flokki. Þar hafði sigur einn af yngri kynslóð-
arknöpum Sörla, Hinrik Þ. Sigurðsson á Val
frá Litla-Bergi.
Þá fylgja hér með úrslit frá móti sem
Gustsmenn héldu um þar síðustu helgi.
Valdimar Kristinsson
Úrslit í Hróa Hattar mótinu
Ungmenni
1. Marta Jónsdóttir Mána, á Krumma frá Eskiholti,
glæsilegasta parið.
2. Kristín Ó. Þórðardóttir Sörla, á Síak frá Þúfu.
3. Ingólfur Pálmason Sörla, á Pílatusi frá Búlandi.
4. Sigríður Pjetursdóttir Sörla, á Kóral frá Bólstað,
ásetuverðlaun.
5. Unnur 0. Ingvarsdóttir Sörla, á Líkjör frá Stangarholti.
Unglingar
1. Gunnar Ö. Einarsson Mána, á Halifax frá Breiðabólstað.
2. Skúli St Vilbergsson Mána, á Dögun frá Feti.
3. Daníel I. Smárason Sörla, á Seif frá Sigmundarstöðum.
4. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Sjöstjömu
frá Svignaskarði, glæsilegasta parið.
5. Eyjólfúr Þorsteinsson Sörla, á ísak frá Heggstöðum.
Asetuverðlaun:
Perla D. Þórðardóttir Sörla frá Langholti II.
Börn
1. Kristján Magnússon Herði, á Rúbín frá
Breiðabólstað, glæsilegasta parið.
2. Elva B. Magnúsdóttir Mána, á Svarti frá Sólheimatungu.
3. Þórir Hannesson Andvara, á Fáfni.
4. Róbert Þ. Guðnason Mána, á Hauki frá Akureyri.
5. Sæþór Fannberg Fáki, á Leó frá Múla.
Ásetuverðlaun:
Ómar Theódórsson Sörla, á Rúbín frá Ögmundarstöðum.
Pollar
1. Camilla P. Sigurðardóttir Mána, á Safír frá Öxl,
glæsilegasta parið.
2. Linda R. Pétursdóttír Herði, á Fasa frá Nýjabæ.
3. Þorvaldur Hauksson Andvara, á Kulda.
4. Viðar Hauksson Herði, á Þrótti.
5. Sara Sigurbjömsdóttir Fáki, á Tvisti frá Skarði.
Asetuverðlaun:
Guðmundur Gunnarsson Mána, á Nökkva.
Úrslit í Nýhestamótinu
Karlar
1. Hinrik Þ. Sigurðsson á Val frá Litla-Bergi.
2. Gústaf Loftsson á Flugu frá Reykjavík.
3. Jóhannes Armannsson á Hrímni frá Svertingsstöðum.
4. Sveinn Jónsson á Gránu frá Skammbeinsstöðum.
5. Adolf Snæbjömsson á Lýsingi frá Ketilsstöðum.
Konur
1. Elsa Magnúsdóttir á Ronju frá Syðra-Skörðugili.
2. Hafdís Sigursteinsdóttir á Stráki frá Bólstað.
3. Kristín M. Ingólfsdóttir á Berki frá Grund.
4. Rakel Sigurðardóttir á Röðli.
ÚRSLIT í opnu móti Hestamannafélasins
Gusts, sem haldið var 16. apríl í Glaðheimum:
Karlar
1. Guðmundur Skúlason Gusti, á Maístjömu frá Svignaskarði.
2. Bjami Sigurðsson Gusti, á Hrannari frá Skeiðháholti.
3. Sigurður Sigurðsson Gusti, á Sörla frá Kópavogi.
4. ísleifur Jónasson Geysi, á Glanna frá Kálfholti.
5. Guðmundur Jónasson Gusti, á Hrafni frá Kópavogi.
Konur
1. Barbara Meyer Herði, á Sikli frá Hofi.
2. Hulda G. Geirsdóttir Gusti, á Felix frá Stóra-Sandfelli.
3. Steila Kristjánsdóttir Gusti, á Hebron frá Lækjarbrekku.
4. Oddný M. Jónasd. Gusti, á Kaffi-Brún frá Svipaskarði.
5. María Gunnarsdóttir Gusti, á Blika frá Brávöllum.
Öldungar
1. Jón Þ. Bergsson Gusti, á Framtíð frá Svignaskarði.
Ungmenni
1. Birgitta D. Kristinsdóttir Gusti, á Ósk frá Refsstöðum.
2. Sveinbjöm Sveinbjömsson Gusti, á Toppi frá Árbakka.
3. Ásta K. Victorsdóttir Gusti, á Nökkva W Bjamastöðum.
4. Ásta D. Bjamadóttir Gusti, á Feng frá Kópavogi.
5. Maríanna S. Bjarnleifsdóttir Gusti, á Söru frá Hvammi.
Unglingar
1. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Sjöstjörnu frá Svigna-
skarði.
ÞAU LEIÐU mistök urðu við myndbirtingu í
hestaþætti í gær að röng mynd var birt. Með
grein um ístölt í skautahöllinni átti að birt-
ast mynd af Atla Guðmundssyni á Kötlu frá
Dallandi en þess í stað birtist mynd af Þor-
2. Sigríður Þorsteinsdóttir Gusti, á Gusti frá Litlu-Gröf.
3. Svandís D. Einarsdóttir Gusti, á Þokkadís frá Miðdal.
4. Bryndís K. Sigurðardóttir Sörla, á Skraggu frá Hala.
5. Guðrún E. Þórisdóttir Gusti, á Skugga frá Skeiðholti.
Börn
1. Hreiðar Hauksson Andvara, á Drífu frá Grímsstöðum.
2. Bjamleifur S. Bjamleifsson Gusti, á Vin frá Kirkjulæk.
3. María Einarsdóttir Gusti, á Kolskeggi frá Vindheimum. Á
4. Freyja Þorvaldsdóttir Gusti, á Hæringi frá Gerðum.
5. Elka Halldórsdóttir Gusti, á Gúnda frá Kópavogi.
Pollar
1. Þorvaldur Hauksson Andvara, á Kulda
frá Grímsstöðum.
2. Sandra L. Þórðardóttir Sörla, á Spaða frá Hafnarfirði.
3. Guðný B. Guðmundsdóttir Gusti, á Litla-Rauð
frá Svignaskarði.
4. Hagalín Guðmundsson Gusti, á Vögg frá Felli.
5. Þórhildur Blöndal Gusti, á Þokka frá Vallanesi.
Skeið
1. Axel Geirsson Andvara, á Melrós frá Framnesi.
2. Birgitta D. Kristinsdóttir Gusti, á Jötni frá Heiðabæ.
3. Guðmundur Skúlason Gustá, á Skerjálu frá Svignaskarði.
4. Gylfi Gylfason á Gjóstu frá Miklabæ.
Dómarar voru Steinar Sigurbjörnsson og
Hermann Karlsson.
varði Friðbjörnssyni á Prinsi frá Keflavík
sem að vísu stóðu sig með mikilli prýði þótt
ekki næðu þeir nægilegri hylli dómaranna
til að komast í úrslit. En hér birtist mynd af
þeim Atla og Kötlu.