Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AUGLYSINGA ATVIIMMU- A U G LÝ SINGAR ÓLAFSFJÓRÐUR Kennarar — Kennarar Barnaskóla Ólafsfjarðar vantar á næsta skólaári a.m.k. tvo eldhressa kennara þar sem tveir eru nú að yfirgefa okkur. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri árgöngum. Einnig vant- ar kennara í mynd- og handmennt. Þá vantar og sérkennara í hlutastarf. (Þroskaþjálfi kæmi til greina). Við bjóðum þeim sem koma til starfa hjá okkur: • ókeypis flutning til Ólafsfjarðar • ókeypis flutning frá Ólafsfirði starfi þeir í fjögur ár. • 50% niðurgreiðslu húsaleigu fyrstu tvö árin. • 25% niðurgreiðslu húsaleigu þriðja árið. • ódýra hitaveitu. • aðstoð við að útvega barnagæslu (leikskóji, dagmamma). - Barnaskóli Ólafsfjarðar er einsetinn skóli, nem- endur um 150 og 15—22 nemendur í bekkjar- deild. Vinhuaðstaða kennara er góð, þ.m.t. tölvur bæði PC og Mac. Auk þess er tölvuver með 10 PCtölvumfyrir nemendur. Samstarf og samvinna kennara mikil og áhersla er lögð á endur- og símenntun. Ólafsfjörður er öflugur útgerðarbær í um 60 km fjarlægð frá Akureyri og samgöngur greiðar allan ársins hring. Á staðnum er öll nauðsynleg þjónusta; heilsugæslustöð, tannlæknir, sjúkraþjálfun, góðar verslanir, hótel, sparisjóður, pósthús og bensínstöðvar. Þá er góður leikskóli á staðnum og öflugur tónskóli. ' Nýja íþróttamiðstöðin er mjög vel búin enda áhugi á iþróttum mikill. Aðstaða til skíðaiðkunar og vélsleðaferða er mjög góð. Þá eru knatt- spyrnuvellir skammt frá skólanum og tennisvöllur á skólalóðinni. í tveggja km fjarlægð frá Ólafsfjarðarbæ er skemmtilegur 9 holu golfvöllur. Ólafsfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð jafnt sumar sem vetur og þar er tekið vel á móti fólki. Ágæti kennari ef þú hefur áhuga á aö taka þátt í líflegu skólastarfi með jákvæðum kennurum þá hafðu samband við mig sem fyrst og fáðu nánari upplýsingar. Vinnusími er466 2245 — heimasími er 466 2461. Gunnar Lúðvík Jóhannsson, skólastjóri. Sumarstarf < Jafningjafræðslu framhaldsskólanema auglýsir eftir ungu fólki Jafningjafræðslan auglýsireftirskólafólki á aldrinum 17—25 ára til að sjá um fræðslu um skaðsemi fíkniefna fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur- borgar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavikurborg. Engrar sérþekkingar er krafist og munu starfsmenn fara á námskeið hjá Jafn- ingjafræðslunni í upphafi starfstíma. Við óskum eftir hressu fólki sem á auðvelt með að tjá sig og hefur gaman af að umgangast ungt fólk. Umsóknareyðublöð liggja frammi í upplýsinga- miðstöð Hins hússins, Aðalstræti 2. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Allar nánari upplýsingar gefur Hildur í síma 551 5353. Ath. Tekið verður við umsóknum til kl. 23.00, miðvikudaginn 29. apríl í Hinu húsinu. Framreiðslufólk Óskum eftir þjónum og vönu fólki á bar og í sal, í kvöld- og helgarvinnu. Ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar á staðunum milli kl. 18 og 20 í dag og næstu daga. Kaffi Reykjavík. Heilsugæslustöð Djúpavogslæknishéraðs Hjúkrunarfræðingur Stjórn heilsugæslustöðvarinnar auglýsir eftir hjúkrunarfæðingi til lengri eða skemmri tíma. Læknishéraðið næryfir Djúpavogshrepp og Breiðadalshrepp. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Valtýsson rekstrarstjóri í símum 478 8855 og 478 8866. Konditori — aðstoðarmaður Viljum ráða starfskraft sem getur starfað sjálf- stætt við samlokugerð, smurbrauð o.fl. Vinnutími 6—14. Upplýsingar gefur Árni í síma 896 3470. Erlendur bakarameistari Franskur bakari og kökugerðarmeistari sem er að flytjast til landsins óskar eftir vinnu frá og með 20. maí nk. Hefur 25 ára reynslu í faginu. Nánari upplýsingar í síma 567 8287. Bílaryðvörn Óskum eftir að ráða góðan og duglegan starfs- kraft í ryðvörn okkar. Bílahöllin— Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5, sími 587 1390. TILKYNNINGAR TILBOÐ / UTBOÐ HITAVEITA SUÐURNESJA Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í verkið „Orkuver 5 Svartsengi, stöðvarfiús, tengigangur, dropaskiljuhús, HS98001". Verið felst í byggingu stöðvarhúss, sem skipt- ist í vélasal og aðveitustöð, dropaskiljuhúss, tengigangs og á undirstöðum kæliturns o.fl. Byggingarnar eru stálgrindarhús á steyptum grunni, nema aðveitustöð sem er steinsteypt á tveimur hæðum. Stærð húsa er samtals um 2.700 m2 að grunn- fleti og 37.000 m3 að rúmmáli. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.500 m3 Fylling 7.000 m3 Steinsteypa 2.300 m3 Stálsmíði 265tonn Álklæðningar 10.000 m2 Gler 500 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 1999. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu frá og með fimmtu- deginum 30. apríl nk. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. maí nk., kl. 14.00. Hitaveita Suðurnesja. Útboð Selfossbær óskar eftir tilboðum í viðbyggingu við Sandvíkurskóla á Selfossi. Um er að ræða steinsteypta byggingu á tveimur hæðum, u.þ.b. 300 m2 að grunnfleti hvor hæð. Einnig eru með í verkinu breytingar á eldra húsnæði skólans. stofnun Auglýsing um mat á umhverf isáhrifum — niðurstöður frumathugunar og úrskurð- ur skipulagsstjóra ríkisins Þjóðvegur 36, Þingvalla- vegur frá Steingrímsstöð að þjóðgarði Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Fallist er á úrbætur á Þingvallavegi frá Steingrímsstöð að þjóðgarðmörkum eins og þeim er lýst í framlagðri frummatsskýrslu, með skilyrðum. Úrskurðurinn í heild liggurframmi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfis- ráðherra og er kærufresturtil 27. maí nk. Skipulagsstjóri ríkisins. Helstu magntölur: Mót 2.700 m2. Stál 21.000 kg. Steypa 380 m3. Húsið á að vera fokhelt 19. sept. 1998, en af- hendast fullfrágengið 30. júlí 1999. Útboðsgögn verða afhent í ráðhúsi Selfoss á Austurvegi 2 gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 11.00. Bæjartækn if ræðin gur. KENNSLA Næstu námskeið í Garð- yrkjuskóla ríkisins Næstu námskeið í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi verða sem hér segir. Hluti af námskeiðunum er haldinn í samvinnu við Skógrækt og Landgræðslu ríkisins. Lífrænir búskaparahættir: Mánudaginn 4. maí frá kl. 10.00—16.00 í skólanum. Frá yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosn- inga, sem fram skulu fara 23. maí 1998 er til ki. 12.00 laugardaginn 2. maí nk. Yfirkjörstjórn verðurtil viðtals á skrifstofum bæjarstjórnar 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2 frá kl. 11.00 til 12.00 þanndag. Mosfellsbæ 28. apríl 1998. Yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ, Björn Ástmundsson, Leifur Jóhannesson, Magnús Lárusson. BÁTAR SKIP Kvóti Til leigu 30—40tonn af ýsu. Skipti óskast. Láta þorsk og fá ýsu. Vantar allar tegundir af kvóta á skrá. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562 2554, fax 552 6726. Brúðarvendir: Þriðjudaginn 5. maí og miðviku- daginn 6. maí frá kl. 09.00—17.00 í skólanum. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í blómabúðum. Landgrædsla- og skógrækt á rýru landi: Laugardaginn 9. maí fra kl. 09.00—17.00 í hús- næði Landgræðslusjóðs Suðurhlíð 38 í Reykjavík. Heilbrigður trjágróður: Laugardaginn 16. maífrá kl. 10.00—16.00 í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi. Námskeiðið er ætlað sumarbú- staðaeigendum. Skráning og upplýsingar um námskeiðin fást hjá endurmenntunarstjóra í síma 483 4061 eða á skristofu skólans í síma 483 4340, alla virka daga frá kl. 08.00—16.00. HÚSIMÆBI ÓSKAST íbúð óskast í Reykjavík Lítil fjölskylda með góða greiðslugetu óskar eftir að taka á leigu 4ra—5 herb. íbúð eða stær- ri eign frá 1. júní. Góðri umgengni og öruggum greiðslum heitið. Vinsamlega hafið samband í síma 561 8898, 896 8558 eða 899 5313.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.