Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 49
C
Samspil
manns og
náttúru
KYNNINGARSÝNINGIN Sam-
spil manns og náttúru verður í
Perlunni 1.-3. maí nk.
„ísland hefur ekki farið varhluta
af þeirri gífulegu vakningu sem
hefur átt sér stað varðandi um-
hverfísmál og samspil manns og
náttúru á undanfömum árum.
Samt skortir upplýsingar um það
hvert á að leita eftir náttúruvænum
vömum og þjónustu eða hvar á að
hefja breytingamar. Þessi sýning
er kynningarsýning fyrir hinn al-
menna neytanda. A henni er sam-
ankominn fjöldi þjónustuaðila og
fyrirtækja sem eiga það sameigin-
legt að vera að kynna eða bjóða til-
boð á vistvænum, umhverfisvæn-
um, lífrænum og náttúravænum
vöram og þjónustu.
Það er Leiðarljós ehf. sem stend-
ur fyrir sýningunni. í leit að þátt-
takendum var lögð áhersla á fjöl-
breytni og gæði. Eftirtaldir aðilar
hafa staðfest þátttöku sína: Áhuga-
hópur um H.Á.Í., Betra Iíf, The
Body Shop, Clean Trend, Gróðrar-
stöðin Lambhaga, Hagkaup,
Heilsubúðin Hafnarfirði, Heilsu-
hornið Akureyri, Hrímgull, KB-
bakaríið, Landnáma/íslandsflakk-
arar, Leiðarljós, Lofthreiniskerfi,
Magnús Kjaran, Málning, Mjólkur-
samsalan, Nuddstofa Reykjavíkur,
Oddur Pétursson, Olís, Plastos, Ra-
inbow Air, Regatta-útivistarfatnað-
ur, SG-hús, Snæfellsás-samfélagið,
Sorpa, Spor, Umhverfisvörur,
Vallanesbúið og Yggdrasill.
Á sýningunni verður fluttur
fjöldi fyrirlestra um efni sem teng-
ist samspili manns og náttúra svo
sem: Breytt mataræði - nýr lífsstíll,
fyrirbyggjandi lækningar, skað-
semi reykinga, ábyrgð mannsins
gagnvart náttúranni, Organic ís-
land - framtíðarsýn, grasalækning-
ar, áhrif hveravatns á líf okkar,
náttúravernd - hver er framtíð
hennar?, flokkun sorps o.fl., kostir
vistvænna húsa, framtíð grænnar
ferðamennsku o.m.fl.
Við flytjum líka samspil manns
og náttúra inn á aðrar víddir: Erla
Stefánsdóttir leiðir skipulagðar
gönguferðir um byggðir álfa- og
huldufólks í Öskjuhlíðinni alla sýn-
ingardagana kl. 14.30.
Sýningin verður opin sem hér
segir: Föstudaginn 1. maí kl. 14-19,
laugardag 2. maí kl. 13-19 og
sunnudag 3. maí kl. 13-19. Aðgang-
ur er ókeypis á sýninguna, fyrir-
lestrana og í gönguferðimar,“ segir
í fréttatilkynningu.
Hvammstangi
Bjargvætturinn
býður fram
FRAMBOÐSLISTINN Bjargvætt-
j urinn - óháð framboð ungs fólks var
j birtur þann 21. aprfl til sveitar-
'1 stjómarkosninga í Húnaþingi á
4 komandi vori.
Listann skipa eftirtaldir einstak-
lingar: 1. Ágúst Jakobsson, kennari,
2. Gunnar Sveinsson, prjónamaður,
3. Tryggvi Hauksson, iðnverkamað-
ur, 4. Ragnheiður Sveinsdóttir,
nemi, 5. Hannes Ársælsson, starfs-
maður á sambýli, 6. Kristín Ólafs-
dóttir, prjónamaður, 7. Hlynur Hr-
j ingsson, verkamaður, 8. Skúli
Hilmarsson, bifreiðavirki, 9. Ársæll
if Kjartansson, verkamaður, 10. 01-
4 geir Haraldsson, netagerðarmeist-
* ari, 11. Kári Bragason, iðnverka-
maður, 12. Guðrún Matthíasdóttir,
verkakona, 13. Gísli Amarson,
verkamaður, 14. Hjördís Hjartar-
dóttir, félagsráðgjafi.
Framboðið vill snúa við búsetu-
þróun undanfarinna þriggja ára og
leggur sérstaka áherslu á að fjölga
m ungu fólki í héraðinu. Skapa nýtt og
metnaðarfullt sveitarfélag sem
f stuðlar að auknum atvinnutækifær-
M um og góðri þjónustu. Stefnuskrá
■ framboðslistans er í mótun.
JÓN G. Briem, Lionsklúbbnum Víðarri, afhendir Þórarai Gíslasyni
lækni nýtt mælitæki til rannsókna á svefni og öndun.
Lionsklúbburinn Víðarr gefur
Vífílsstaðaspítala mælitæki
LIONSKLÚBBURINN Víðarr
færði laugardaginn 18. aprfl sl.
lungnadeild Vífilsstaðaspítala að
gjöf mælitæki frá fyrirtækinu
Flögu.
„Þetta tæki er notað til þess að
skrá ýmis líffræðileg fyrirbæri
og kemur m.a. í mjög góðar þarf-
ir hjá þeim sjúklingum sem grun-
ur leikur á að þjáist af
kæfisvefni. Gjöf þessi kemur í
nyög góðar þarfir þar sem fjöldi
þeirra sem greinst hefur með
öndunartruflanir í svefni hefur
farið ört víixandi undanfarin ár
og eru nú á fimmta hundrað ein-
staklingar sem sofa að staðaldri
með öndunarvélar heima. Þeim
hópi þarf að fylgja eftir með
reglulegum mælingum. Að auki
bíða um 300 eintaklingar eftir
næturrannsókn vegna gruns um
kæfisvefn.
Mælitækið, sem er að stærð við
meðalbók, getur mælt með mik-
illi nákvæmni. En vegna smæðar
þess þá er auðvelt fýrir sjúkling-
inn að hafa það með sér heim og
sofa í eigin rúmi þegar að rann-
sóknin fer fram.
Starfsmenn Vífisstaðaspítala
þökkuðu þessa höfðinglegu gjöf
sem stuðlar að þvi að heimamæl-
ingar sjúklinga með grun um
öndunartruflanir í svefni geti
brátt hafist á vegum lungna-
deildar Vífilsstaðaspítala," segir
í fréttatilkynningu.
Fyrirlestrar á
vegum Mann-
spekifélag’sins
RÁÐSTEFNA stjórna mannspeki-
félaganna (antroposofisku félag-
anna) á Norðurlöndum verður hald-
in hér á landi dagana 30. aprfl til 2.
maí. Af því tilefni verða haldnir
tveir opinberir fyrirlestrar í hús-
næði félagsins Klapparstíg 26, 2.
hæð.
Fyrri fyrirlesturinn verður hald-
inn fóstudaginn 1. maí kl. 20.30.
Fyrirlesari verður Oscar Borgman
Hansen, heimspekiprófessor við
Árósarháskóla, og nefnir hann fyr-
irlesturinn: „Antroposofi -som en
nordisk kulturimpuls". Fyrirlestur-
inn verður haldinn á dönsku.
Seinni fyrirlesturinn verður laugar-
daginn 2. maí kl. 20.30. Fyrirlesari
verður Dick Tibblin, forstöðumaður
á Mikaelgárden sem er „lákepeda-
gogiskt“ heimili í Svíþjóð. Fyrir-
lesturinn nefnir hann: „Antropsofi-
mánniskoröten-sociala former“.
Fyrirlesturinn verður á sænsku.
Fyrirlestramir eru opnir öllum.
Fagna frestun
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun:
„Vorfundur í deild hjúkranarfor-
stjóra sjúkrahúsa hinn 27. aprfl sl.
fagnar þeirri ákvörðun Alþingis að
fresta umræðu um frumvarp til
laga um gagnagranna á heilbrigð-
issviði til næsta þings. Frumvarpið
snertir marga og flókna þætti bæði
á sviði heilbrigðisvísinda sem og á
viðskipta- og rekstrarsviði. Hags-
munir sjúklinga og almennings
hljóta að hafa þar forgang. Einnig
eru hagsmunir þeirra sem stunda
vísindastörf á heilbrigðissviði mikl-
ir og mun umræddur gagnagrunn-
ur því geta haft stefnumarkandi
áhrif um alla framtíð á möguleika
til rannsóknavinnu á heilbrigðis-
sviði á íslandi.
Því skorar fundurinn á þing-
menn alla að kynna sér málið og
hlusta á hina fjölmörgu aðila sem
málið varðar áður en endanleg
ákvörðun verður tekin.“
Framboðslisti
Framsóknar-
flokksins
í Borgarnesi
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar-
flokksins við sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 23. maí 1998 í nýju sam-
einuðu sveitarfélagi Alftanes-
hrepps, Borgarbyggðar, Borgar-
hrepps og Þverárhlíðarhrepps hef-
ur verið samþykktur. Hann er
svohljóðandi:
1. Guðmundur Guðmarsson, safn-
vörður, 2. Kolfinna Jóhannesdóttir,
bóndi, Norðtungu, 3. Guðmundur
Eiríksson, byggingatæknifræðing-
ur, 4. Finnbogi Lárusson, bóndi,
Hítardal, 5. Eygló Lind Egilsdóttir,
stuðningsfulltrúi, 6. Sigriður Skúla-
dóttir, starfsstúlka, 7. Þórður Þor-
steinsson, húsasmíðameistari,
Brekku, 8. Edda Hauksdóttir, hús-
freyja, Leiralækjarseli II, 9. Sigur-
geir Sindri Sigurgeirsson, bóndi,
Bakkakoti, 10. Sigmar Gunnarsson,
pípulagningameistari, Rauðanesi
III, 11. Margrét Guðjónsdóttir,
þjóðfræðingur, Hvassafelli Norður-
árdal, 12. Guðbrandur Þorkelsson,
iðnnemi, Mel, 13. Guðmunda Ólöf
Jónsdóttir, starfsstúlka, 14. Ólafur
Waage, múrari, 15. Veronika Sigur-
vinsdóttir, atvinnurekandi, 16.
Ragnheiður Jóhannesdóttir, kenn-
ari, 17. Sigurjón Valdimarsson,
bóndi, Glitstöðum og 18. Jón Þór
Jónasson, skrifstofumaður.
Fræðslufundur
um hjartasjúk-
dóma, meðferð
og forvarnir
FÉLAG hjartasjúklinga á Vestur-
landi heldur fræðslufund í Félags-
bæ, Borgarnesi, fimmtudaginn 30.
apríl kl. 20.30.
Hjartalæknamir Uggi Agnarsson
og Þorkell Guðbrandsson halda
fræðsluerindi: Nýjungar í meðferð
hjartasjúkdóma og Lífshættir og
áhættuþættir hjarta- og æðasjúk-
dóma.
Allir velkomnir.
Blettaskoðun í
byrjun sumars
FÉLAG íslenskra húðlækna og
Krabbameinsfélag íslands samein-
ast um þjónustu við almenning á
föstudaginn, 1. maí. Fólk sem hefur
áhyggjur af blettum á húð getur
komið á Göngudeild húð- og kyn-
sjúkdóma í Þverholti 18 í Reykjavík
eða í Leitarstöð Krabbameinsfé-
lagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Þar skoðar húðsjúkdómalæknir
blettina og metur hvort ástæða er
til nánari rannsókna. Skoðunin er
ókeypis. Nauðsynlegt er að panta
tíma í síma 562 1990 eftir hádegi
miðvikudaginn 29. aprfl.
Eins og kunnugt er hefur tíðni
húðkrabbameins aukist síðustu ára-
tugi og er það rakið til aukinna sól-
baða og notkunar ljósabekkja. Ár
hvert era greind um fimmtíu ný til-
felli af húðkrabbameini hér á landi.
Mikilvægt er að fara til læknis ef
fram koma breytingar á húð eins og
blettir sem stækka, era óreglulega
litir eða breytast, og sár sem ekki
gróa. Á flestum heilsugæslustöðv-
um og í mörgum apótekum er hægt
að fá fræðslurit um sólböð, sólvöm
og húðkrabbamein.
Þá er ástæða til að benda á að hjá
Krabbameinsráðgjöfinni er hægt að
fá upplýsingar, ráðgjöf og stuðning
um flest er varðar krabbamein.
Svarað er í síma 800 4040 kl. 15-17
virka daga.
Þess má geta að áformað er að
hafa blettaskoðun hjá Krabba-
meinsfélagi Akureyrar og nágrenn-
is í lok maí og verður það nánar til-
kynnt síðar.
Minnisvarði á
leiði dr. Kon-
rads Maurer í
MUnchen
175 ÁR era liðin í dag, miðvikudag-
inn 29. apríl, frá fæðingu þýska
fræðimannsins og íslandsvinarins
Konrads Maurers, prófessors í
þýskum lögum og norrænni réttar:
sögu, í Múnchen í Bæjaralandi. í
fyrrahaust kom í fyrsta sinn út saga
hans frá því er hann dvaldi í hálft ár
á íslandi árið 1858 og ferðaðist víða
um landið. Ferðasagan, sem var af-
mælisbók Ferðafélags íslands,
vakti mikla athygli, enda stórmerk
heimild um land og þjóð, segir í
fréttatilkynningu.
Ennfremur segir: „í framhaldi af
þessari útgáfu var ákveðið að gera
enn betur til að halda merki
Maurers á loft og var ákveðið að
Ferðafélagið kostaði minnisvarða á
leiði hans í Múnchen og einmitt í
dag, þegar 175 ár eru frá fæðingu
hans, verður minnisvarðinn vígður
við hátíðlega athöfn.
Fyrir athöfninni stendur íslenska
sendiráðið í Bonn undir forystu
Ingimundar Sigfússonar sendi-
herra. Viðstaddir era fyrir hönd
Ferðafélagsins þeir Árni Bjömsson
og Jóhann J. Ólafsson en þarna
verða m.a. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra, Ingimundur
Sigfússon sendiherra, Heinrich
Nöth, forseti vísindaakademíunnar í
Bayem, og Kurt Sehier, fyrrver-
andi prófessor og helsti hvatamaður
að útgáfu ferðasögunnar.
í tilefni þessa verður ferðabókin,
sem nefnist Konrad Maurer, ís-
landsferð 1858, á tilboði út næstu
viku.“
Skemmtikvöld
FI með mynda-
sýningu
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
skemmtikvölds fimmtudagskvöldið
30. aprfl kl. 20.30 í félagsheimili
sínu í Mörkinni 6 til að fagna sum-
arkomunni.
Á dagskrá verður fjölbreytt
myndasýning Ólafs Sigurgeirsson-
ar en að því loknu verður stiginn
dans. Allir era velkomnir.
LEIÐRÉTT
Ónákvæmni í frásögn
ÖRLÍTILLAR ónákvæmni gætti í
fréttafrásögn hér í Morgunblaðinu
sl. sunnudag, þar sem raktar voru
athugasemdir Læknafélags íslands
við framvarp heilbrigðisráðherra
um gagnagranna á heilbrigðissviði.
Á einum stað vitnaði Læknafélag
íslands í umfjöllun í aprílhefti tíma-
ritsins Nature Biotechnology og
sagði að þar sé bent á að Islensk
erfðagreining hyggist m.a. láta
ókeypis lyf í staðinn fyrir erfða-
rannsóknir sínar. Því næst vora
næstu ummæli höfð innan tilvitnun-
armerkja, eins og um orðrétta til-
vitnun í tímaritið væri að ræða. Það
var röng greinamerkjanotkun, því
hér var einungis verið að endur-
segja athugasemdir Læknafélags
íslands. Beðist er velvirðingar á
þessari ónákvæmni við vinnslu
fréttarinnar.
Vígsla steindra glugga
í FRÉTT Morgunblaðsins þann 21.
apríl s.l. þar sem greint er frá vígslu
steindra glugga eftir Benedikt
Gunnarsson í Suðureyrarkirkju
gætir misskilnings, í skilgreiningu á -
eðli og stöðu þeirra í kirkjunni.
Ennfremur hefur heiti eins mynd-
gluggans misritast og er nánast
óskiljanlegt. Rétt er: 1. Myndglugg-
arnir era fjórir í kór kirkjunnar og
era hver um sig sjálfstætt mynd-
verk. 2. Heiti myndar nr. 4 er:
Mettunarkraftaverkið, sbr. Mark-
úsarguðspjall 6. 38-45 en ekki
Menntunarkraftaverkið.
Morgunblaðið biðst afsökunar á
þessum mistökum.
Sr. Kristján Björnsson
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
um sáttargjörð í Súðavflí var á ein-
um stað misfarið með nafn sr. Kris-
tjáns Bjömssonar sóknarprests á >
Hvammstanga, sem hefur haft um-
sjón með sáttastarfinu. Kristján var
sagður heita Karl. Hann er beðinn
velvirðingar á mistökunum.
Félagsmenn
BHM ríflega 7.000
í FRÉTT Morgunblaðsins um aðal-
fund BHM í gær var farið rangt
með tölu félaga í bandalaginu. Hið
rétta er að þeir eru ríflega 7.000 og
þar af era 4.600 ríkisstarfsmenn.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Rangur opnunartími
Stöðlakots
’í MYNDLISTARGAGNRÝNI -
Gunnars J. Ámasonar um skart-
gripasmíð Guðrúnar Marinósdóttur
og Sifjar Ægisdóttur í blaðinu í gær
þriðjudag er rangur opnunartími
Stöðlakots. Opið er í Stöðlakoti alla
daga frá kl. 14-18.
t
Sambýlismaður minn, faðir og fósturfaðir okkar,
Hallgrímur Eyfells Guðnason,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag, miðvikudaginn 29. apríl,
kl.10.30.
Sesselja Haraldsdóttir,
Björgvin Hallgrímsson,
Hallgrfmur Byron Hallgrfmsson,
Gfsli Einarsson,
Lára Ólaffa Einarsdóttir.