Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ /
Dýraglens
mmmm Grettir
/ SÍOASTA 'AR VAR 'AGMTT
VT 'ARy GRETTIR
^|V\H
©100* TObiM MtdtaSavkM, hc.
AIR^nsFWv.1.
EKI þ&TTA ÁRVeíSÐUR.
>__v<Z4FNV£LÉ-NNl>A BETRA
fE5jc^lPH™
FE£/ Gí-VRNU
Ljóska
Einhuer póstursem þarps
ti5senda?Eitthi/i '
fijónuJtýrn-:
Einhver heima?
Þetta er góð hugmynd, að
vera um kyrrt í snjóhúsinu
þegar kalt er í veðri og baka
súkkulaðismákökur.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
BSRB og SFR
gerðu fæðingaror-
lofsmálið mögulegt
Frá Sigurði Á. Friðþjófssyni:
í FRÓÐLEGRI grein um kæru-
nefnd jafnréttismála, sem birtist í
Morgunblaðinu sunnudaginn 26.
apríl sL, notar Elsa Þorkelsdóttir,
starfsmaður nefndarinnar, tækifær-
ið til þess að vega að verkalýðs-
hreyfingunni íyrir áhugaleysi henn-
ar á fæðingarorlofsmálinu svokall-
aða.
Orðrétt segir í greininni: „Elsa
lýsir yfir furðu sinni á að ríkið skuli
hafa látið málið ganga alla leið til
Hæstaréttar. Hún segist því til við-
bótar hafa orðið fyrir vonbrigðum
með viðbrögð verkalýðsfélaganna
við dómnum.“
Lesendum Morgunblaðsins og
Elsu Þorkelsdóttur til upplýsinga
er rétt að taka fram að þetta til-
tekna mál hefði aldrei orðið að veru-
leika ef BSRB og Starfsmannafélag
rfldsstofnana (SFR) hefðu ekld tek-
ið að sér að greiða laun foðurins á
meðan hann var í fæðingarorlofi.
Tildrög málsins voru þau að karl-
maður í starfi hjá rfldnu óskaði eftir
því að taka mánaðar fæðingarorlof
gegn því að eiginkona hans, sem
einnig starfaði hjá ríkinu, afsalaði
sér einum mánuði af sínu fæðingar-
orlofi. Manninum var synjað um
þetta af fjármálaráðuneytinu. Til
þess að hægt væri að reka þetta mál
fyrir dómstólum þurfti hann að taka
sér leyfi og vera heima hjá baminu.
Til að gera það mögulegt greiddu
BSRB og SFR laun hans í einn
mánuð.
Itarlega hefur verið fjallað um
þetta mál í BSRB-tíðindum og
einnig í Félagstíðindum SFR, bæði
á meðan málið var í gangi og einnig
eftir að úrskurður féll í því. Þá var
dómurinn sendur öllum aðildarfé-
lögum BSRB þar sem samtökin
töldu hann fordæmisgefandi auk
greinargerðar lögfræðings sem
BSRB lét vinna um niðurstöðuna.
Á undanfómum þingum BSRB
hefur verið ályktað um fæðingaror-
lof. í ályktun síðasta þings BSRB
segir orðrétt: „38. þing BSRB legg-
ur áherslu á mikilvægi þess að stór-
bæta rétt til fæðingarorlofs. Það er
grundvallarréttur ungra bama og
foreldra þeirra að vera samvistum.
Þingið krefst þess að fæðingarorlof
verði lengt í 12 mánuði. Tiltekinn
hluti þess verði bundinn móður, til-
tekinn hluti foður, en hluta orlofsins
geti foreldrar skipt með sér að vild.
Framkvæmd þessi kallar á aukinn
sveigjanleika í töku fæðingarorlofs.
Greiðslur í fæðingarorlofi miðist við
full laun á grundvelli meðaltals síð-
ustu 12 mánaða.“
Elsa segir í áðurnefndri grein í
Morgunblaðinu að reynt hafi verið
að fylgja eftir dómnum með bréfum
til verkalýðsfélaganna. Eins og
fram hefur komið sá BSRB um að
fylgja dómnum eftir með því að
senda hann til aðildarfélaga sinna
og vekja athygli þeirra á niðurstöð-
unni og þurfti enga hvatningu til.
Hvað fyrir Elsu Þorkelsdóttur
vakir með þessum yfirlýsingum er
ógerlegt að skilja því hún veit öll til-
drög málsins og að aðkoma BSRB
og SFR var forsenda þess að þessi
merka og fordæmisgefandi niður-
staða náðist fyrir Hæstarétti.
SIGURÐUR Á FRIÐÞJÓFSSON,
upplýsingafulltrúi BSRB.
Þorsteinn Thorarensen
og- Brecht
Frá Baldri Hermannssyni:
SKÖRULEGA ritar Þorsteinn Thor-
amesen, þá er hann fjallar í Morgun-
blaðinu 19. apríl um ævisögu Bert-
holts Brechts eftir John Fuegi. Mér
brá í brún er ég las þá frásögn Þor-
steins, að hann hefði sótt um styrk
til Þýðingarsjóðs, og hygðist gefa
þessa bók út á íslensku, en fékk
synjun. Nú hagar svo til, að Þor-
steinn er einn allra ritfærasti maður
íslands, fádæma frjór í orðavali,
kjamyrtur, andríkur og manna
skemmtilegastur, hvenær sem hann
stingur niður penna, hvort heldur til
að snara útlendum ritverkum eða
frumsemja bækur og pistla, og það
er grátlegt að heyra, að stjórnar-
menn Þýðingarsjóðs skuli hafna um-
sókn frá jafnsnjöllum höfundi.
Ekki skánar hlutur Þýðingarsjóðs
ef sú staðreynd er höfð í huga, að á
liðnum áram hafa ýmisr amlóðar
tungunnar fengið úr honum vænan
skerf til þýðingar, og uppskeran
blátt áfram verið til skammar, bæði
hvað varðar tungutak og frágang.
Mér hrýs eiginlega hugur við að
nefna nöfn í þessu sambandi, og mun
ekki gera það ótilkvaddur, en þrír
þjóðkunnir menn koma þó í hugann.
Þeir hafa sýnilega greiðan aðgang að
fjárhirslum. Þýðingarsjóðs en enginn
þeirra kemst í hálfkvisti við Þorstein
Thorarensen, og oft hefur mér fund-
ist raunalegt að sjá hvemig þeir
kasta til höndum, þá er þeir taka að
sér að koma snilldarverkum útlendra
meistara áleiðis til íslenskrar alþýðu.
Hvers konar Bakkabræður era
það sem skipa stjóm Þýðingarsjóðs
og hver ber eiginlega ábyrgð á setu
þeirra? Það er ógnarlegt að úthýsa
einum snjallasta penna landsins, en
hafa þó næga peninga aflögu handa
einhverjum skussum sem hvorki
hafa gáfur til að vinna verk með
sóma né nennu til að ganga sæmi-
lega frá þeim.
BALDUR HERMANNSSON,
Krummahólum 8, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.