Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 60
^60 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hagatorgi, snni 552 2140
mrmniivnoPKlNS ALFC WLDWtN ELLEMACP'íRSON
www.dee
Sýnd kl. 9 og 11.
p-impact.com
Sýnd kl
Sýnd kl. 6.40 og 9.15. b.í. 12.
syjtetÞBl •SWMBUflflHIH JtMBHffll] ■WttHfflHl
NÝTT OG BETRA ^
$AÍ3A“~
LESLIE NIELSEN
'-£jk Hafðu augun hjá
iÉ&K þér.... Magoo
JjmBSk*, er mættur
Ratar þú t
bíó?
Sýnd kl. 9. Síöustu sýn.
Alfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
ohn Goodman
-éd Söthetiand
Fallen á TOPPNUM..
Vlnsælasta myndin i Sambíóunum síóustu helgi.
Hörkutryllir sem kemur á óvart.
SPENNUMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF.
Leikur á hetiniflflwww.samfilm.is
Björk á Bravo-kapalstöðirmi
Frumherji í
nútímatónlist
„BJÖRK hefur hlotið viðurkenn-
ingu sem einn af framherjum í
endurnýjun nútíma tónlistar. Hún
hefur verið kölluð tákn „teknó-
- kynslóðarinnar". Tónlist hennar er
einskonar brú á milli hip-hop,
teknó, punk og sígildrar tónlistar,
og með þessari einstöku rödd, sem
heggur, svífur í hæðir, flissar og
urrar, allt í senn, hefur hún vissu-
lega brotið biað.“ Með þessum orð-
um kynnti bandaríska Bravó-kap-
alsjónvarpsstöðin viðtals- og heim-
ildaþátt um Björk Guðmundsdótt-
ur, sem framsýndur var síðastlið-
inn sunnudag.
Eins og af
öðrum heimi
í þættinum, sem ber heitið:
„Bravo Profiles: Björk“, er fylgst
með Björk í leik og starfí með
„hrífandi og tilkomumiklum atrið-
um frá heimalandi hennar, ís-
landi“, eins og segir í kynningunni,
og þar er ennfremur fléttað inn í
opinskátt einkaviðtal við söngkon-
una. Þátturinn hlaut jákvæða
dóma í umfjöllun bandarískra
sjónvarpsgagnrýnenda og í
fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni
segir meðal annars: „Bravo-kap-
alstöðin fór ekki ódýrustu leiðina
í ferðakynningu þegar hún gerði
þáttinn um söngkonuna Björk,
þar sem sjá mátti stórkostleg og
hrífandi atriði frá ósnortnu lands-
lagi íslands enda ljóst að skiln-
ingur á heimalandi hennar er
nauðsynleg forsenda þess, að
skilja hana sjálfa.
Þegar Björk sneri heim til ís-
lands í byrjun síðasta árs fór hún
í gönguferð að næturlagi út á
ísilagt hraunið. Brakið í ísnum og
norðurljósin á himinhvolfinu
fylltu skilningarvit hennar og
blésu henni í brjóst ferskum anda
og hugmyndum að hinum eftir-
tektarverða hljómi á hljómplöt-
unni „Homogenic". íslenska
landslagið er eins og af öðrum
heimi og það kemur heim og sam-
an við tónlist Bjarkar, sem oft
hljómar eins og að hún komi frá
óþekktri plánetu.“
Morgunblaðið/Kristinn
„PERSÓNIJLEIKI hennar er alveg einstakur," segir Vigdís Finnbogadóttir
fyrrum forseti íslands, sem hér heilsar upp á Björk Guðmundsdóttur og for-
eldrar söngkonunnar fylgjast með.
Einstæður persónuleiki
í umfjöllun AP-fréttastofunnar
segir ennfremur að Björk sé í svo
miklum metum sem tónlistarmað-
ur að umsjónarmenn heimildar-
myndarinnar hafi séð ástæðu til
að leita til fyrrum forseta Is-
lands, Vigdísar Finnbogadóttur,
til að spyrja hana álits á söngkon-
unni:
„Það verður ekki sagt um Bjök
að hún hverfi í fjöldann," er haft
eftir Vigdísi. „Persónuleiki hennar
er alveg einstakur, sem og hlýjan
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Reuters
„SKILNINGUR á heimalandi
hennar er nauðsynleg forsenda
þess, að skilja hana sjálfa," seg-
ir í umsögn um viðtals- og
heimildaþáttinn, sem Bravo-
kapalstöðin gerði um Björk
Guðmundsdóttur.
og almenn viðhorf hennar
til lífsins, í bland við barns-
legt hjartalag. Hún er sér-
íslenskt fyrirbrigði," segir
forsetinn fyrrverandi.
í þættinum er stiklað á
ýmsum viðburðum á ferli
Bjarkar og meðal annars
fylgjast sjónvarpstöku-
mennirnir með henni við
tónsmíðar á Spáni. „Þar
má finna stjarfan og hroll-
vekjandi tón í bland við
mjúkar og fallegar hljóm-
kviður. Rödd hennar flytur
tilfinningar upp á yfirborð-
ið með slíkum hætti að
flestu fólki yrði um og ó ef
það stæði sjálft sig að
slíku, og ef til vill er það
leyndardómurinn að vel-
gengni Bjarkar,“ segir í
umfjöllun AP fréttastof-
unnar.
Klukkan tifar
Haft er eftir Björk sjálfri að
hennar hlutverk í lífinu sé að
„skrifa tónlist, sem ekki hefur
verið samin áður“. „Eg mun gera
allt til að svo megi verða,“ segir
hún. „En ég hef ekki óendanlegan
tímaj ég finn hvernig klukkan tif-
ar. Eg á kannski 50 ár eftir og
spurningin er bara hvernig ég get
nýtt þann tíma sem best.“ Sem
barn var Björk gagntekin af vís-
indamönnum, uppfyndingamönn-
um og geimförum og hún telur
sig finna til samkenndar með
slíku fólki. Hún líkir tónlistar-
sköpun sinni við það að ganga
með bundið fyrir augun. Þegar
vel tekst til finnur hún fyrir sér-
kennilegri blöndu af alsælu og
hræðslu.
„Ég er hrifin af könnuðum og
tilraunastarfsemi og tónlist mín
sver sig mjög í ætt við það,“ segir
hún. „Ég geri mér grein fyrir
þeirri fórn og vandræðagangi
sem af slíkri tilraunastarfsemi
getur leitt. En þetta er eina leiðin
til að ná einhverjum framförum."
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00
1983-2.fl. 01.05.98-01.11.98 kr. 79.529,10
I
* Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. apríl 1998
SEÐLABANKIÍSLANDS
► LEIKARAPARIÐ Uma Thur-
man og Ethan Hawke eru í gift-
ingarhugleiðingum þessa dag-
ana. Dagblaðið The New York
Post greindi frá því á dögunum
að sést hefði til skötuhjúanna í
biðröð eftir leyfisbréfi. Sjón-
varpsfréttamaður kom auga á
parið en það náði að koma sér
undan áður en hann gat fest það
á filmu. Uma og Ethan eiga von á
sínu fyrsta barni í júlí en þau
kynntust við tökur á myndinni
„Gattaca".
Ethan Hawke er um þessar
mundir að leika í myndinni
„Snow Falling on Cedars" og
flaug sérstaklega til New York
til að útvega giftingarleyfið en
tökur fara fram í Kanada.
Nýjasta mynd Umu „The Aven-
gers“ verður frumsýnd í júlí en
þar leikur hún á móti Ralph
Fiennes.
Þetta verður annað hjónaband
Umu Thurman því hún giftist
leikaranum Gary Oldman fyrir
sjö árum en þau skildu tveimur
árum síðar. Hún keypti nýlega
hús leikkonunnar Margot Kidder
í Rockland ( New York en meðal
nágranna hennar eru A1 Pacino,
Bill Murray og Mikhail Barys-
hnikov.