Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Mótmæla
nafninu
^Húnaþing
HÉRAÐSNEFND Austur-Hún-
vetninga hefur mótmælt því að
sameinað sveitarfélag í Vestur-
Húnavatnssýslu verði nefnt Húna-
þing.
Að sögn Valgarðs Hilmarssonar,
oddvita héraðsnefndar A-Húna-
vatnssýslu, eru rökin fyrir mót-
mælunum þau að Húnaþing sé
samheiti beggja sýslna og hafi sem
slíkt sögulegt gildi.
Mótmælin eru sett fram nú
vegna þess að sameiningamefnd
Vestur-Húnvetninga hefur gert til-
•* lögu um að þetta nafn, Húnaþing,
verði notað á sameinuð sveitarfélög
í Vestur-Húnavatnssýslu.
Valgarður segir að mótmælun-
um sé beint til Vestur-Húnvetn-
inga og til félagsmálaráðuneytisins
sem þurfi að samþykkja nafn á
nýju sveitarfélagi. Hann segir að
vegna þess hvemig A-Húnvetning-
ar Mti á þetta nafn munu þeir ekki
vilja nota það á hugsanlegu sam-
einuðu sveitarfélagi austanmegin
heldur.
—■£
----------
Þdrsmörk
Líkfundur
við Krossá
LÍK fannst á Krossáraurum neðan
við Bása í Þórsmörk í gær. Að sögn
lögreglunnar á Hvolsvelii er talið
líklegt að þar sé kominn fram
Frakkinn, sem leitað var að í haust.
Um páskana fannst bakpoki við
ána, sem gat átt við lýsingu á bak-
, poka Frakkans en pokinn var tóm-
ur. Um helgina leitaði lögreglan á
Hvolsvelli ásamt björgunarsveit-
inni á Hvolsvelli við ána og fannst
þá svefnpoki og tjald. Það var svo í
gær að þyrla var fengin til að
fljúga yfir svæðið og þá fannst líkið
á Krossáraurum í uppþomuðum
farvegi.
Morgunblaðið/Golli
Atta hundruð
unglingar í
miðbænum
Umræðum á Alþingi haldið áfram til miðnættis
Deilt um skipulags-
mái hálendisins
UMRÆÐUR stóðu til miðnættis á
Alþingi í gær um stjómskipun á
hálendi íslands þegar fjallað var
um stjórnarfrumvarp til sveitar-
stjómarlaga. Þar er gert ráð fyrir
að sveitarfélögin ráði málefnum
hálendisins en í breytingartillögu
minnihluta félagsmálanefndar er
^lagt til að hálendið verði undanskil-
ið og að það verði sjálfstæð stjóm-
sýslueining.
Meirihluti félagsmálanefndar
leggur til að sveitarstjórnarfrum-
varpið verði samþykkt með
nokkrum breytingum sem Magnús
Stefánsson, þingmaður Framsókn-
♦ arflokksins, gerði grein fyrir.
'•-^Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
. maður jafnaðarmanna, sem stend-
ur ein að áliti minnihlutans, leggur
til að landinu verði skipt í stað-
bundin sveitarfélög sem ráði sjálf
málefnum sínum nema hvað mið-
hálendi Islands verði sjálfstæð
stjórnsýslueining sem lúti sér-
stakri stjóm. Leggur hún jafn-
framt til að forsætisráðherra skipi
níu manna stjórn miðhálendis til
fjögurra ára að fengnum tilnefn-
ingum. AJlmargir þingmenn töldu
vafasamt að fela sveitarfélögunum
umsjá hálendisins.
Til að liðka fyrir framgangi
frumvarpsins kynnti Guðmundur
Bjamason umhverfisráðherra
frumvarp til breytinga á skipulags-
og byggingalögum sem gerir ráð
fyrir að miðhálendið skuli skipu-
lagt sem ein heild. Gerir frumvarp-
ið ráð fyrir að umhverfisráðherra
skipi 12 manna samvinnunefnd um
skipulag miðhálendisins. Olafur
Om Haraldsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, taldi lausn máls-
ins ekki felast í þessu framvarpi og
kvaðst ekki mundu styðja það.
Ráðherrann sagði framvarpið að-
eins til kynningar og að ráðgert
væri að afgreiða það á haustþingi.
A þingíúndi í gær gerðu nokkrir
þingmenn störf Alþingis að um-
ræðuefni og gagnrýndu m.a. hraða
afgreiðslu framvarpa og sögðu mál
afgreidd úr nefndum áður en þau
væra fullrædd.
MUN færri unglingar söfnuðust
saman við Kringluna í góða veðr-
inu í gær að afloknum samræmd-
um prófum en oft áður. Að sögn
lögreglu voru ólætin mun minni
en undanfarin ár enda greip lög-
reglan strax til sinna ráða þegar
útlit var fyrir óspektir ölvaðra
unglinga. Sagði lögreglan að
áfengi hefði verið tekið frá þeim
sem það höfðu um hönd og mátti
heyra nokkrar kvartanir í hópn-
um vegna þess. Ásamt lögreglu
mátti greina öryggisverði í Kr-
inglunni að störfum, foreldra og
starfsmenn félagsmiðstöðva, sem
gengu um og ræddu við ung-
mennin. Reyndar virtust margir
unglinganna vera mun eldri og
kannski komnir til að rifja upp
gamlar endurminningar. Þegar
líða tók á kvöldið fóru unglingar
að streyma í miðbæinn og voru
um 800 unglingar þar að
skemmta sér um miðnættið.
■ Hálendið verði/10
Sjávarútvegur
Stefna
ESB lítið
breytt
Brussel. Morg’unblaðið.
LITLAR stefnubreytingar í sjávar-
útvegsmálum, aukin áhersla á að
fylgja eftir ákvörðunum og opnar
umræður um framhaldið voru lykil-
atriði í máli Ole Tougaard, skrif-
stofustjóra sjávarútvegsdeildar
Evrópusambandsins, á fundi með
Islendingum í Brussel í gærkvöld.
Fundurinn var haldinn í tengslum
við stóra evrópska sjávarútvegssýn-
ingu sem nú stendur yfir í borginni
og Tougaard ræddi framtíðarstefnu
sambandsins í þessum málaflokki.
Utflutningsrað, Evrópska upplýs-
ingastofan á Islandi (Euro Info) og
sendiráðið í Brussel stóðu að fundin-
um. Stefna ESB í sjávarútvegsmál-
um er í endurskoðun fram til 2002
og Tougaard sagði óformlegar við-
ræður við aðila utan sambandsins
skipta verulegu máli. Hvað ísland
varðaði nefndi hann heilbrigðisregl-
ur ESB um fisk, sem ætlað er að Is-
land standist þegar og fullgildi bráð-
lega á grandvelli fríverslunarsamn-
ings EFTA og ESB.
Ríki utan ESB sem ekki standast
reglurnar sæta írá júlíbyrjun inn-
flutningshömlum til bandalagsríkj-
anna, en Arndís Steinþórsdóttir,
fiskimálafulltrúi í sendiráðinu í
Brassel, segh- það ekki þýða nema
um 7% minnkun innflutnings á sjáv-
arfangi til ESB landa. Þannig sé
erfítt í bili að benda á veigamiklar
breytingar í þessum mikilvæga
málaflokki fyrir íslendinga, en með
vissum hætti jaðannáli fyrir Evr-
ópusambandið.
--------------
Könnuðu
aðstæður
fyrir Keiko
HÉR á landi hafa undanfarna daga
verið staddir tveir þjálfarai- háhyrn-
ingsins Keikos, Jeff Foster og
Jennifer Schon-, og Katherine
Hanly, ráðgjafi Free Willy Keiko
samtakanna. Þau eru hingað komin
til að kanna aðstæður ef til þess
kemur að íslensk stjórnvöld sam-
þykkja að taka við hvalnum.
Þau hafa farið austur á land og
skoðað aðstæður við Eskifjörð.
Einnig hafa aðstæður verið skoðað-
ar á Reykjavíkursvæðinu og í
Hvammsvík í Hvalfirði auk Vest-
mannaeyja. Þau komu á föstudag og
fóru af landi brott í gær.
------♦-M-----
SÍF selur
meira á Spáni
„ÞETTA ár hefur farið mjög vel af
stað hjá Union Islandia, dótturfyrir-
tæki SÍF á Spáni. Fyrstu þrjá mán-
uði þessa árs höfum við aukið söl-
una um 25% frá sama tíma í fyrra.
Aukningin felst reyndar að stóram
hluta í fiski frá Noregi og Færeyj-
um, en það hefur verið skortur á
millifiski, smáum fiski og flökum frá
Islandi," segir Ulfar Steindórsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í
samtali við Verið.
Heildarvelta Union Islandia í
fyrra var um 2,5 milljarðar peseta,
um 1,2 milljarðar króna.
■ Union Islandia/Bl