Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 13
FRÉTTIR
FORSETAHJÓNIN skoðuðu í gær byggðasafn, þar sem hefðbundið
byggingarlag eistneskra sveitahúsa er varðveitt. Skrautlegur þjóð-
dansaflokkur bauð þar upp í dans, og það stóð ekki á hjónunum að
stíga sporið að hætti innfæddra.
FORSETINN ávarpaði eistneska þingið.
Morgunblaðið/Ásdís
FORSETINN lagði blómsveig við minnismerki um þá sem féllu í
svokölluðu frelsisstríði Eista, sem háð var 1918-1920, og lyktaði með
stofnun fyrsta eistneska lýðveldisins.
GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú skoðaði ásamt fleiri mökum
meðlima íslenzku sendinefndarinnar eistneskt listhandverk í gær.
Hér virðir hún fyrir sér glerlistmuni f Iítilli listasmiðju í miðbæ Tallinn.
„Það eru ekki efnahagslega
voldugustu rfldn sem geta gert
tilkall til að leggja hinni nýju
Evrópu til samvizku. Hjarta nýrr-
ar Evrópu liggur í þeim þjóðfé-
lögum, sem þrátt fyrir smæð
héldu anda frelsis og lýðræðis lif-
andi á myrkustu tímabilum aldar-
innar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Þingheimur fagnaði ávarpi
forsetans vel, en hann sagði með-
al annars: „Island, minnsta aðild-
arríki NATO, óbundið af mála-
miðlunum innan Evrópusam-
bandsins, var fært um að láta úr-
tölur ekki hafa áhrif á sig og
veita Eystrasaltsríkjunum nauð-
synlegan stuðning í baráttu ykk-
ar fyrir sjálfstæði," sagði forset-
inn. „Eg þekki þá atburðarás vel
úr innri hring ríkisstjórnar og
þings íslands á þessum áium.
Litla eyjan í Norður-Atlantshaf-
inu var eins og Davíð á meðal
Golíata sem vildu bíða og biðja
um meiri tíma.“
Haldið til Tartu
Dagskrá gærdagsins lauk með
hátíðarkvöldverði í boði forseta
Eistlands og eiginkonu hans. f
dag verður haldið til háskóla-
borgarinnar Tartu í miðju Eist-
landi, þar sem forsetinn heldur
fyrirlestur um „smærri lýðveldi í
Evrópu", þar sem segja má að
hann bregði sér í fyrra hlutverk
sem háskólakennari í stjórnmála-
fræði. Þá mun Halldór Asgríms-
son utanríkisráðherra halda er-
indi við háskólann í Tallinn um
NATO og stækkun þess, en hann
var fjarverandi dagskrá forseta-
heimsóknarinnar í gær þar sem
hann þurfti að bregða sér á ráð-
herrafund í Lúxemborg.
Heimsókninni lýkur í fyrra-
málið, þegar haldið verður til
Riga í opinbera heimsókn til
Lettlands. Ferð forsetahjónanna
um Eystrasaltslöndin þrjú Iýkur
næstkomandi mánudag.
-
I 2
AKRANES - Tðlvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tðlvutaeki -462 6100 • HORNAFJÖRÐUR - Tðlvuþjónusta Austurlands - 478 1111
HÚSAVÍK - Tölvuþj. Húsavlk - 464 2169 • ISAFJÖRÐUR - Tðlvuþj. Snerpa - 456 5470 • REYKJANESBÆR - Tðlvuvæðing - 421 4040
SAUÐARKRÓKUR - Skagfíröingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR - Tðlvun - 481 1122
Tæknival
www.taeknival.is
kynslóð
Compaq EP tölvukynslóðin byggir frá grunni
á nýrri hönnun sem miðar sérstaklega að því
að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að
aðlaga tölvukerfið að margvíslegri og flókinni
starfsemi.
COMPAa
-slcer öllum við
Pentium II 266MHz með skjá
á verðifrá
139.000,-
með vsk.
Öflugasta lausnin er alltaf sú einfaldasta.
Með það að markmiði býður Compaq fyrir-
tækjum upp á heildarlausn sem ekki aðeins
einfaidar uppsetningu og vinnslu heldur
tryggir hámarks áreiðanleika og rekstraröryggi
Compaq - fremstir meðal jafningja.