Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 18

Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ' A AUGLÝSINGARNAR sem unnu til verðlauna þykja að mati dómnefndar sýna frábært sambland af áhugaverðum myndum og hrífandi fyrirsögn- um. Ddmarar létu þess getið að þegar þeir hefðu séð auglýsingarnar hefði kviknað hjá þeim löngun til að lesa umræddar greinar. Morgunblaðið og Gott fólk hljóta fyrstu verðlaun í alþjóðlegri auglýsingasamkeppni Anægjuleg viðurkenning MARGRÉT Kristín Sigurðarddttir markaðssljóri Morgunblaðsins tdk við verðlaununum fyrir hönd Morgunblaðsins. Með henni á myndinni eru Joe Frederickson forseti INMA (t.v.) og D. Colin Phillips útgefandi tímaritsins Editor & Publisher. MORGUNBLAÐIÐ hlaut fyrstu verðlaun í auglýsingasamkeppni á vegum alþjóðasamtaka markaðs- fólks á dagblöðum, INMA (Inter- national Newspaper Marketing As- sociation) og tímaritsins Editor & Publisher. Verðlaunin voru veitt fyrir auglýsingar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu um efni blaðsins. Hlakkaðu til að lesa Margrét Kristín Sigurðardóttir markaðsstjóri Morgunblaðsins tók á móti verðlaununum á heimsþingi INMA sem haldið var á Grand Hot- el Krasnapolsky í Amsterdam sl. fimmtudag. Tasplega 1.800 innsend- ingar voru í keppninni frá 27 lönd- um á 13 tungumálum. The New York Times vann verðlaunin „Best of Show“ fyrir sjónvarpsherferð sína „Expect the World“ en auglýs- ingar Morgunblaðsins unnu í flokki blaðaauglýsinga fyrir dagblöð með upplag 50.000-100.000 eintök. Auglýsingarnar, sem báru yfir- skriftina Hlakkaðu til að lesa, fengu eftirfarandi umsögn dómnefndar- innar: „Frábært sambland af áhugaverðum myndum og hrífandi fyrirsögnum. Þegar við sáum aug- lýsingarnar langaði okkur til að lesa greinarnar.“ Fyrsta keppnin haldin 1931 Auglýsingamar sem voru verð- launaðar eru birtar í bókinni „Best in Print“ sem gefin er út á hverju ári og dreift víða um heim og sagt frá þeim í sérstakri útgáfu Editor & Publisher. DV vann einnig til verð- launa í sínum upplagsflokki undir 50 þúsund eintök og er það tekið sérstaklega fram í aukaútgáfu Editor & Publisherað tvö dagblöð á íslandi hafi unnið til verðlauna. Nokkur blöð unnu fleiri en ein verð- laun og eitt þeirra fékk 9 verðlaun í mismunandi flokkum. Verðlaun í keppninni voru veitt í 63. skipti en keppnin var fyrst hald- in 1931. í fyrstu þegar keppnin var sett á laggirnar var tilgangurinn að sýna mikilvægi góðrar kynningar fyrir árangur dagblaða. Núna er lit- ið á keppnina sem leið til að deila góðum hugmyndum og sýna nýjar árangursríkar markaðsaðgerðir hjá dagblöðum út um allan heim. Verð- laun eru veitt í 19 flokkum, þar af 4 flokkum þar sem auglýsingar eru birtar í dagblöðum, en aðrir flokkar eru prentað efni, sjónvarp, útvarp, skilti og þar sem margir miðlar eru notaðir saman. „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þessa viðurkenningu og sýnir að við erum að gera eitthvað sem jafnast á við það sem markaðs- fólk á dagblöðunum úti í hinum stóra heimi er að gera,“ segir Mar- grét Kristín Sigurðardóttir mark- aðsstjóri Morgunblaðsins. „Við fengum einnig verðlaun í fyrra, en það var í fyrsta skipti sem við send- um auglýsingu í þessa keppni, því var það skemmtilegt að fá verðlaun í allt öðrum flokki núna,“ segir hún og bætir við að auglýsingarnar hafi verið hugsaðar sem leið til að láta lesendur blaðsins vita af áhuga- verðu efni sem á að birta í næstu blöðum og skapa þar með ákveðnar væntingar og forvitni svo fólk hlakki til að fá blaðið í hendur. Góð samvinna Auglýsingarnar voru unnar í sam- vinnu Morgunblaðsins og auglýs- ingastofunnar Góðs fólks. „Fyrstu auglýsingarnar sem við birtum voru unnar í mjög góðri samvinnu við stofuna en núna vinnum við þær inn- anhúss hjá okkur. Núna höfum við birt hátt í 50 slíkar auglýsingar með mjög ólíku efni sem á að sýna þann mikla fjölbreytileika sem Morgun- blaðið býður lesendum sínum hvern útgáfudag og kynna nöfn alls þess fólks sem er að skrifa í blaðið. Þótt svona verðlaun skili engum beinum fjárhagslegum ávinningi þá er þetta hvatning og ýtir enn frekar undir metnað að standa faglega að kynn- ingarstarfinu.“ Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri Góðs fólks, segist vera mjög ánægður með verðlaunin, þau hafi vissulega góð áhrif fyrir auglýsinga- stofuna. „ÓIl verðlaun hafa áhrif á það sem við erum að gera. Kannski ekki á viðskiptin sem slík, heldur miklu frekar á fólkið sem vinnur hjá okkur. Þetta er góð viðurkenning fyrir störf þeirra," segir hann. L » I I Tvö ný hlutafélög í út- reikning Urvalsvísitölu TVÖ ný félög koma inn í útreikning á Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Is- lands frá og með 1. júlí næstkom- andi. Eru það Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf. og Skeljungur hf. Aftur á móti falla Hampiðjan hf. og Pharmaco hf. út úr vísitölunni. Úr- valsvísitalan hækkaði um 7,2% fyrstu fimm mánuði ársins. Samkvæmt reglum um útreikn- ing á vísitölum Verðbréfaþings Is- lands skal birta eigi síðar en 10. júní hvaða 15 félög af Aðallista Verð- bréfaþings mynda Úrvalsvísitölu þingsins á síðari helmingi ársins. Valið fer þannig fram að fundin eru þau 20 félög sem viðskipti eru tíðust með á tólf mánaða tímabili og fimmtán stærstu félögin úr þessum hópi, miðað við markaðsverðmæti, mynda Úrvalsvísitöluna næstu sex mánuði. Hlutabréfasjóðir eru þó undanskildir við valið. Úrvalsvísitalan er því samsett af þeim félögum sem hafa hvað virkasta verðmyndun á þinginu en í frétt frá Verðbréfaþingi er tekið fram að val í Úrvalsvísitöluna beri ekki að túlka að öðru leyti sem gæðastimpil á viðkomandi hluta- bréf. Félögin fimmtán sem mynda Úr- valsvísitöluna síðari hluta ársins koma fram í meðfylgjandi töflu. Tvö ný félög hafa bæst við frá síðasta útreikningi, Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf. og Skeljungur hf. A móti falla út Hampiðjan hf. og Pharmaco hf. Alls eru nú skráð 50 félög á Aðall- ista Verðbréfaþings, þar af 10 hlutabréfasjóðir. Þau fimmtán félög sem mynda Úrvalsvísitöluna vega samtals um 70% af markaðsverð- mæti félaga á Aðallista, fyrir utan hlutabréfasjóði. Vægi sjávarútvegs- fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni er meira en helmingur, eða tæp 55% 15 félög sem mynda Úrvalsvísitölu | frá 1. júlí til 31. desember 1998 M®rkað,s.v®í5?' Breyting verðs frá áramót. Félag Atvinnugrein III.W. U l/U sJU (millj.kr.) 31/5'98 1. Eimskipafélag íslands Samgöngur 20.029,3 19,17% 18,1% 2. Flugleiðir Samgöngur 7.682,3 7,35% 9,4% 3. Grandi Sjávarútvegur 7.720,1 7,39% 49,6% 4. Haraldur Böðvarsson Sjávarútvegur 6.380,0 6,11% 16,5% 5. Hraðfrystihús Eskifjarðar Sjávarútvegur 4.001,6 3,83% 10,0% 6. íslandsbanki Fjármál og trygg. 12.799,9 12,25% -0,6% 7. IVIarel Tækni- og lyfjageiri 3.819,2 3,66% -4,4% 8. Samherji Sjávarútvegur 11.547,4 11,05% -1,5% 9. Síldarvinnslan Sjávarútvegur 5.280,0 5,05% 1,2% 10. Skeljungur Olíudreifing 3.021,6 2,89% -10,8% 11. SR-mjöl Sjávarútvegur 5.540,0 5,30% -11,1% 12. Sölusamband ísl. fiskframl. Sjávarútvegur 3.217,5 3,08% 18,1% 13. Útgerðarfél. Akureyringa Sjávarútvegur 4.911,3 4,70% 32,1% 14. Vinnslustöðin Sjávarútvegur 2.358,4 2,26% -1,1% 15. Þormóður rammi-Sæberg Sjávarútvegur 6.175,0 5,91% 0,4% Hlutfall atvinnugreina í Úrvalsvísitölu Sjávarútvegur 54,7% Samgöngur 26,5% Fjármál og tryggingar 12,3% Tækni- og lyfjageiri 3,7% Olíudreifing 2,9% Þjónusta og verslun 0,0% Iðnaður og framleiðsla 0,0% Hlutabréfasj. ogfjárfest.fél. 0,0% 'fyrir utan hlutabréfasjóöi 100,0% eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Til samanburðar má geta þess að vægi sjávarútvegsfyrirtækja er liðlega 46% á Aðallistanum. Aftur á móti eru engin félög Úrvalsvísitöl- unnar flokkuð sem þjónustu- eða verslunarfyrirtæki, iðnaðar- eða framleiðslufyrirtæki eða fjárfest- ingarfélög. 7,2% hækkun á árinu Verðbréfaþing Islands hóf að birta nýjar hlutabréfavísitölur 1. mars síðastliðinn. Frá áramótum til loka maímánaðar hækkaði Úivals- vísitalan um 7,2%. Úivalsvísitala- heildarafkoma hækkaði á sama tíma um 8,7%, en sú vísitala er frábrugð- in hinni hefðbundnu Úrvalsvísitölu á þann hátt að hún leiðréttir verð- mæti félaga fyrir arðgreiðslum. Samkvæmt því hefur samanlagt markaðsverðmæti þeirra 15 hlutafé- laga sem mynduðu Úrvalsvísitöluna á fyrri hluta ársins hækkað um 7,2% fyrstu fimm mánuðina, en eig- endur þeirra hafa notið samtals 8,7% hækkunar virðis og arð- greiðslna. YW hyggur á sam- vinnu við Renault Frankfurt. Reuters. FORSTJÓRI Volkswagen AG, Ferdinand Piech, hyggur á sam- vinnu við franska bílaframleiðand- ann Renault SA, að sögn þýzka tímaritsins Stern. Talsmaður VW kvað fréttina „hreinar vangaveltur" og vildi ekk- ert fleira um málið segja. VW vill bæta við bílum handa fyrirtækjum við flota VW, Audi, Skoda og SEAT bifreiða sinna fyr- ir fjöldamarkað í tengslum við Renault, þriðja helzta framleið- anda fyrirtækjabíla í Evrópu, að sögn Stern. VW vill einnig þróa tvo lúxusbíla til viðbótar Rolls-Royce, sem fyrir- tækið keypti í síðustu viku. Fyrirtækið hyggst endurvekja „Horch“ merkið, sem er í eigu dótt- urfyrirtækisins Audi AG. „Horch“ lúxusbflar voru eftirlæti auðmanna og kvikmyndaleikara í Þýzkalandi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld- ina. VW ætlar að smíða Horch bfla með 18 strokka vél í verksmiðju í Dresden samkvæmt Stern. Fyrir- tækið vill líka kaupa ítalska sport- p bílaframleiðandann Lamborghini og bæta honum við Audi dótturfyrir- tæki sitt, að sögn Stern. Hefur áhuga á Bugatti Tímaritið segir enn fremur að Pi- ech hafi áhuga á að komast yfir réttinn á vörumerki lúxusbflafram- leiðandans Bugatti. Þar að auki ætlar VW að skipta t vélaframleiðanda Vickers Plc, Cosworth, sem fyrirtækið hefur ný- p lega eignazt, í tvær deildir, að sögn blaðsins. Vickers samþykkti að selja Audi Cosworth fyrir 120 milljónir punda í síðustu viku auk þess að selja VW Rolls-Royce Motor Cars fytár 430 milljónir punda. Audi mun framleiða átta og 12 strokka vélar í Bentley og Rolls- Royce bfla, en VW tekur við |» kappaksturs- og verkræðistarfsemi t Cosworths í samvinnu við Ford j- Motor Co, samkvæmt Stern. p Cosworth framleiðir nú þegar vélar í Ford kappakstursbíla, meðal annars í Formúlu 1 bíla. Alríkið kærir Intel Washington. Reuters. ALRIKISRÁÐ viðskiptamála í Bandaríkjunum (FTC) hefur kært Intel Corp fyrir að misnota einokun á tölvuörgjörvum til að hefta sam- keppni. FTC heldur því fram að Intel hafi brotið lög um heiðarleg viðskipti þegar fyrirtækið hafi neitað þremur tölvuframleiðendum um mikilvægar upplýsingar til að reyna að bæla nið- ur samkeppni og standa í vegi fyrir nýjungum. Málið kemur fyrir dómara í haust. Ljósar staðreyndir Lítið er deilt um staðreyndir. Intel sleit sambandi við Digital Equip-' t ment Corp., Compaq Corp. og **' Intergraph Corp. þegar fyrirtækin p fóru í mál við Intel - eða bandamenn Intels - fyrir brot á einkaleyfi. í yfirlýsingu eftir að kæran var lögð fram kvaðst Intel telja kæruna byggða á misskilningi á lögum og málsatvikum og sagði að ef fyrirtæk- ið tapaði málinu yrði því áfrýjað. Intel hefur sagt að fyrirtækið hafi rétt til að neita fyrirtækjum um upp- t. lýsingar, ef þau neita að launa fyrir sig. FTC hefur sagt að Intel sé ein- okunarfyrirtæki og sérstakar reglur ^ eigi við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.