Morgunblaðið - 10.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 21
ERLENT
Nýr herstjórnandi í Nígeríu
Abubakar sver
embættiseið
Jerúsalem, Lagos, Abuja, Monróvía.
NÍGERÍSKI rithöfurídurinn Wole
Soyinka, sem hlaut Nóbelsverðlaun-
in í bókmenntum árið 1986, hvatti
erlend ríki í gær til að þrýsta á um
lýðræðisþróun í kjölfar andláts San-
is Abacha, einræðisherra í landinu.
Yfirmaður varnarmála í Nígeríu,
Abdusalam Abubakar hershöfðingi,
sór embættiseið forseta í gærmorg-
un og lýsti þegar yfir vikulöngu
sorgartímabili en lét ekkert hafa
eftir sér um væntanlegar forseta-
kosningar í landinu sem fram eiga
að fara 1. ágúst næstkomandi.
Stjómarandstæðingar höfnuðu í
gær tilnefningu Abubakars og sögð-
ust halda áfram baráttu sinni gegn
herforingj astjórn.
Viðbrögð við dauða Abachas voru
varfærnisleg í gær en nokkur fagn-
aðarlæti brutust út í Lagos, höfuð-
borg Nígeríu. „Eg er glaður, ekki
endilega vegna andláts Abachas
heldur vegna þess að nú gefst okkur
nýtt tækifæri til að takast á við póli-
tísk vandamál okkar,“ sagði heim-
ildai-maður fíeuters-fréttastofunn-
ar. Aðrir hafa látið í ljósi ótta um að
vandamál sem Abacha hélt í skefj-
um með harðri hendi komi nú aftur
upp á yfirborðið.
Abubakar, arftaki Abachas, hefur
ekki áður sinnt pólitískum störfum
en þykir rólyndur og yfirvegaður
atvinnuhermaður og eru uppi efa-
semdir um að hann komi til með að
vilja starfa á vettvangi stjórnmál-
anna til lengdar. Hann er vinur
Ibi-ahims Babangida, fyrrverandi
forseta Nígeríu, og hefur komið
víða við í herstörfum sínum en var
skipaður yfirmaður varnarmála árið
1993 þegar Abacha komst til valda.
Kosningar fyrirhugaðar
í ágúst
Hinn nýi leiðtogi Nígeríu stendur
frammi fyrir margs konar vanda-
málum og ber þar hæst loforð um
væntanlegar forsetakosningar í
ágúst en Abubakar verður nú að
Reuters
ABDUSALAM Abubakar, hinn
nýi forseti herforingjastjórnar-
innar í Nígeríu.
ákveða hvort kosningarnar fara
fram eins og stefnt var að og hver
fær að vera í framboði. Jafnframt
verður hann að ákveða hvort borg-
urum verður veitt aukin aðild að
stjórn landsins, eins og að hefur
verið stefnt, en Abacha var nokkuð
gagnrýndur af erlendum ríkjum
fyrii- að standa ekki við skuldbind-
ingar sínar í þeim efnum.
Mike McCurry, talsmaður
Bandaríkjastjómar, sagðist eftir
andlát Abachas vonast til þess að
lýðræðislegir stjórnarhættir yrðu
nú teknir upp í landinu og myndu
færa íbúum Nígeríu gæfu og rétt-
indi sem þeir ekki hefðu notið sem
skyldi. Talsmaður Evrópusam-
bandsins fór einnig fram á að al-
menn mannréttindi yrðu í framtíð-
inni höfð í hávegum. Stjórnvöld í Lí-
beríu lýstu hins vegar yfir sorgar-
degi í landinu vegna dauða Abachas
en Abacha hafði í fyrra milligöngu
um friðaráætlun sem batt enda á
sjö ára borgarastríð í Líberíu.
{/KiBMBsaam
ÍELFA VORTICE
VIFTUR
TILALLRA N0TA!
%
Spaðaviffur hv.-kopar-stál Fjarstýringar fyrir spaðaviftur
O
Borðviftur margar gerðir Gólfviftur
Baðviftur Gluggaviftur
með tímarofa Inn- og útblástur
Röraviftur Reykháfsviftur
margar gerðir fyrir kamínur
Iðnaðarviftur Þakviftur
Ótrúlegt úrval - hagstætt verð
Einar Farestveit&Cahf.
Borgarlúni 28 - « 562 2901 og 562 2900
Brandtex fatnaður
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Erlend verðbréf
SCUDDER
GLOBAL OPPORTpNITIES
Funds
Greater Europe Fund og Strategic Global Themes Fund skarta hæstu
einkunn t\já hinu virta matsfyrirtæki Momingstar eða fimm stjömum.
Ávöxtun hjá Greater Europe Fund var 41% árið 1997
og hækkun 26% á fyrsta ársfjórðungi 1998.
Hjá Strategic Global Themes Fund var ávöxtun 25% 1997
og hækkun á fyrsta ársíjórðungi 1998 12%.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi ■ Sími 560 89 00
Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
-O
aætir
Farið í
bílaleik
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.