Morgunblaðið - 10.06.1998, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998
A--------------------------
AÐSENDAR GREINAR
Nýjar leiðir í náms-
og starfsráðgj öf
Glæpur g’ag’n-
vart afkomend-
um okkar
í LOK maí sl. sátu
30 náms- og starfs-
ráðgjafar námskeið í
hópráðgjöf. Nám-
skeiðið var skipulagt
af Félagi náms- og
starfsráðgjafa í sam-
vinnu við endur-
menntunamefnd
'k'f'ramhaldsskóla. Það
voru Endurmennt-
unarstofnun HI og
starfsmenntasjóður
félagsmálaráðuneyt-
is sem veittu styrki
til þessa námskeiðs.
Leiðbeinendur á
námskeiðinu voru
Norman E. Amund-
son prófessor í sál-
fræðiráðgjöf við Háskólann í
Bresku Kólumbíu í Kanada og kon-
Mfellowes.
Pappírs- og skjalatætarar
bæði fyrir ræmu- og
bitaskurð
Otto B. Arnar ehf.
an hans Jeanette Amundson sem
starfar sem einkaráðgjafí. Norman
E. Amundson kom hér einnig sl.
vor og hélt þá námskeið í aðferðum
í náms- og starfsráðgjöf sérstak-
lega fyrir fólk í atvinnuleit. Þar var
áhersla lögð á tilfínningar einstak-
linga, hæfíleika, áhuga og mennt-
un. Mikil ánægja var meðal þátt-
takenda eftir námskeiðið í fyrra og
var Norman því fenginn til þess að
Með símenntun og
tæknivæðingu munu
námsráðgjafar, að mati
Bjargar Birgisdóttur
og Sigríðar Bílddal,
nýtast samfélagi, fyrir-
tækjum og stofnunum
vel í framtíðinni.
halda námskeið hér aftur nú í vor
og efni þessa námskeiðs var
hópráðgjöf. Undanfarin ár hefur
hann haldið slík námskeið víða í
Evrópu.
Á námskeiðinu var farið í mis-
munandi aðferðir við hópstjórn
sem nýtist mjög víða í starfí náms-
og starfsráðgjafa svo sem í grunn-
skólum, framhaldsskólum, háskól-
um, fyrirtækjum og vinnumiðlun-
um. Á námskeiðinu voru náms- og
starfsráðgjafar víðs vegar af land-
inu og frá ýmsum vinnustöðum,
sem varð til þess að þátttakendur
gátu miðlað mismunandi reynslu
og íhugað hvernig hægt væri að
nýta sér hópráðgjöf á hinum ýmsu
sviðum fyrir ólíka hópa. Má þar
nefna hópráðgjöf fyrir atvinnuleit-
endur, hugsanlega brottfallsnem-
endur í framhaldsskólum og nem-
endur með sértæka námserfíðleika
í grunnskólum. Einnig nýtast þess-
ar aðferðir fyinr þá sem vilja vinna
að einhverju sameiginlegu mark-
miði, t.d. stuðningshópar.
Námskeiðið var byggt upp á fyr-
irlestrum beggja leiðbeinendanna,
sýnikennslu og æfingum þátttak-
enda. Hver þátttakandi þurfti að
æfa sig í að stjóma hópum og var
hópastarfið tekið upp á myndband.
Að loknum æfíngunum bentu leið-
beinendurnir á það sem hafði tekist
vel og hvernig mætti nýta aðferð-
ina betur. Fyrir vikið varð nám-
skeiðið mjög faglega þroskandi og
hagnýtt íyrir náms- og starfsráð-
gjafana og mun auðvelda þeim að
vinna með hópum í framtíðinni.
í lok námskeiðsins lýstu þátttak-
endur yfir ánægju sinni með nám-
skeiðið og leiðbeinendurna, þau
Norman og Jeanette Amundson og
er greinilegt að þau búa yfir mikilli
þekkingu á sínu sviði og miðla
henni á mjög faglegan og áhuga-
verðan hátt. Félag náms- og starfs-
ráðgjafa ákvað á námskeiðinu að
stofna stuðningshóp fyrir náms- og
starfsráðgjafa þar sem þeir munu
koma saman og styrkja sig í starfí.
Rætt var um nauðsyn þess að efla
samkennd meðal náms- og starfs-
ráðgjafa þar sem margir þeirra eru
einir í starfi á sínum vinnustað.
Námskeið sem þessi auka fag-
kennd námsráðgjafa, stefnumótun
og framtíðarsýn.
Náms- og starfsráðgjöf hefur
næstum eingöngu verið þundin við
nemendur í grunnskólum, fram-
haldsskólum og háskólum. Með
endurmenntun, símenntun og auk-
inni tæknivæðingu standa náms-
ráðgjafar frammi fyrir mörgum
nýjum verkefnum víða í þjóðfélag-
inu og munu starfskraftar þeiiTa
nýtast í ýmsum stofnunum og fyr-
irtækjum í framtíðinni.
Björg er námsráðgjaTi og kynning-
arfulltrúi Tækniskóla íslands og
Sigriður námsráðgjafi í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
ÞAÐ ER glæpur
gagnvart afkomendum
okkar og raunar öllu
mannkyni hvernig við
umgöngumst landið
okkar. Vegna sofandi
aumingjaskapar þeirra
sem eiga að gæta hags-
muna okkar og sóst
hafa eftir að fá að
stjórna landinu er
þjóðin orðin fræg fyrir
óvirðingu í garð nátt-
úru landsins. Þessi
glæpur átti sér ekki
eingöngu stað í fortíð-
inni. Hann er framinn
enn þann dag í dag. Til
að opna augu okkar
þurfti erlenda gróður-
fræðinga til að varpa ljósi á það að
helmingur af gróðurþekju landsins
er horfinn frá því að land byggðist.
Stór hluti þess litla gróðurs sem nú
prýðir landið er í útrýmingarhættu
ef ástandið helst óbreytt. Island er
stærsta eyðimerkursvæði jarðar
fyrir utan þurrkasvæðin.
Hvað gera íslendingar við þess-
ari nöturlegu staðreynd? Halda
mætti að okkur brygði í brún við að
heyra slíkar fullyrðingar og tækjum
höndum saman til að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til að forða áfram-
haldandi jarðvegsrofí. En ekkert
gerist. Þetta grafalvarlega um-
hverfísvandamál er varla rætt.
Rányrkjan heldur áfram líkt og hjá
illa upplýstri þjóð sem vegna van-
þekkingar rígheldur í gömul gildi
og hefðir.
Sauðfé, hross og jafnvel fólk ráfar
stjórnlaust um viðkvæmt landið á
sumrin og rífur upp nýgræðlinginn.
Sand- og moldfok og hverfandi
gróðurþekja hafa vinninginn gagn-
vart landgræðsluaðgerðum.
Þær þjóðir sem hafa átt við sama
umhverfísvandamál að stríða og við
hafa fyrir löngu brugðist við vand-
anum. Þar er búpeningur girtur af
og tínsla plantna í náttúrunni er
bönnuð.
I nýlegu hefti tímaritsins Times
er grein um framleiðendur í lyfja-
og snyrtivöruiðnaði sem vinna vöru
sína úr náttúrulegum efnum, að
mestu leyti jurtum og plöntum. I
gi'eininni kemur skýrt fram að þess-
um fyrirtækjum eru settar þær
skorður að þvert er tekið fyrir að
þau safni plöntum úr náttúrunni.
Þeim ber skylda að
rækta eigin plöntur.
Miðað við önnur lönd
er íslenska flóran teg-
undafá og plöntur við-
kvæmar og smávaxnar.
Því er sérstök ástæða
til að vernda þær.
Fjöldi tegunda eru
horfnar úr íslenskri
náttúru og yfir 230 teg-
undir þurfa aðgæslu
samkvæmt skýrslu
N áttúr ufræðistofnun-
ar. Ekkert hefur verið
gert hvað það varðar.
Við sem búum í þessu
landi erum óspör á orð-
in þegar rætt er um
virðingu gagnvart
landinu okkar. En öðrum þjóðum til
undrunar lifum við hér nánast eins
og ræningjar.
Sauðfé, hross og jafn-
vel fólk ráfar stjórn-
laust um viðkvæmt
landið, segir Herdís
Þorvaldsdóttir, og ríf-
ur upp nýgræðinginn.
Viljum við enn halda frægðarsól-
inni á lofti vegna sofandaháttar og
rænuleysis gagnvart eyðingaröflun-
um?
Samkvæmt Ríó-sáttmálanum,
sem Islendingar eru aðilar að, er
það glæpur gagnvart mannkyninu
að vernda ekki náttúruperlur sínar.
Það skyldi þó ekki þurfa alþjóða
gróðurverndarsamtök til að koma í
veg fyrir að við í rænuleysi okkar
eyðum alveg gróðri okkar eigin
lands?
Ef einhverjum fínnst of djúpt í
árina tekið þegar talað er um glæp-
samlega meðferð á landinu vil ég í
lokin vitna í einn ástsælasta nátt-
úrufræðing landsins sem fyrir tæp-
um fjórum áratugum skrifar: „Bú-
skapur sem gengi á dýrmætasta
kapítal landsins, sjálfa gróðurmold-
ina, myndi jaðra við glæp gagnvart
komandi kynslóðum, og ekki er
þekkingarleysið lengur til afsökun-
ar.“
Höfundur er leikkonn.
VINNIS - Meira vinnur vit en strit!
Herdís
Þorvaldsdóttir
Ármúla 29, Reykjavík,
sími 588 4699, fax 588 4696
hins vegar hvorki vera of mikið né
of lítið. Flestum dettur e.t.v. í hug
líkamlegt álag eins og erfíðisvinna
en einhæfar, endurteknai' hreyfíng-
ar og slæmar vinnustellingar valda
líka óheppilegu álagi. Of miklar
kröfur miðað við getu eða of fá-
breytt verkefni geta valdið streitu
og þreytu. Sömuleiðis getur verið
erfítt að samræma starf og fjöl-
skyldulíf. Þeir þættir sem hafa áhrif
á líkamlegt úthald eru bæði tengdir
vinnuumhverfinu og einstaklingnum
sjálfum. I vinnuumhverfínu eru það
t.d. þættir eins og lýsing, hávaði,
vélar, tæki og vinnurými. Hvað ein-
staklingsþættina varðar þá skiptir
líkamsbeiting og líkamsburðir miklu
máli ásamt þekkingu á starfinu.
Vinnuandi og streita tengjast bæði
vinnuumhverfínu og einstaklingnum
sjálfum.
Hvað em
álagseinkenni?
Álagseinkenni eru afleiðingar af
óheppilegu líkamlegu og/eða and-
legu álagi. Með álagseinkennum er
átt við sársauka eða óþægindi í
vöðvum, sinum og/eða liðum sem
ÁLAG er manninum nauðsynlegt
til bess að honum líði vel. Álagið má
Perstorp
Hafdplastplötur
á iborð, skápa
§; og veggi.
Auður
Ólafsdóttir
Björg
Þórðardóttir
• staðbundinn
þrýstingur á hendur,
úlnlið, hné og hnés-
bætur
• að handleika
byrðar s.s. lyfta,
bera, ýta, toga
• umhverfisáhrif
s.s. kuldi, léleg lýs-
ing, titringur
• lélegt vinnuskipu-
lag
• litlir möguleikar á
að hafa áhrif á starf-
ið
Hverjar eru
lausnirnar?
leiða til minnkaðrar hreyfigetu og
lakari starfshæfni. Þessi einkenni
koma m.a. fram sem höfuðverkur,
vöðvabólga, bakverkur, slitgigt,
sinaskeiðabólga, augnþreyta,
streita, magasár og síþreyta.
Þeir þættir sem valda álagsein-
kennum geta verið:
• endurteknar vinnuhreyfingar
• kröftug áreynsla
• tíðar eða langvarandi óhentugar
vinnustellingar
Til þess að draga
úr eða koma í veg
fyrir álagseinkenni verðum við að
þekkja líkamsbygginguna og helstu
atriði er varða starfsemi líkamans.
Nauðsynlegt er að hagræða vinn-
unni á sem fjölbreyttastan hátt og
læra góða líkamsbeitingu, athuga
hvenær við förum rangt að starfí,
hvað veldur álagseinkennunum og
forðast að endurtaka vitleysurnar.
Brýnt er að einstaklingurinn sætti
sig ekki við slæma vinnuaðstöðu og
athugi einnig sjálfur hvað hægt er
að gera til úrbóta. Ekki má gleyma
að með því að stunda reglubundna
hreyfingu þá er líkaminn betur í
stakk búinn til að takast á við álag.
Brýnt er að einstak-
lingurinn sætti sig ekki
við slæma vinnuað-
stöðu, segja Auður
Olafsdóttir og Björg
Þórðardóttir, og athugi
sjálfur hvað hægt sé að
gera til úrbóta.
Hver er ávinningurinn?
Bæði stjórnendur og starfsmenn
fyrirtækja eru almennt að gera sér
betur grein fyrir því að gott starfs-
umhverfi skiptir miklu máli varð-
andi starfsánægju og vellíðan við
vinnu. Heilbrigðir og ánægðir
starfsmenn skila góðu starfí.
Auður er sjúkraþjálfari.
Björg er iðjuþjálfi.