Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 36

Morgunblaðið - 10.06.1998, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 MINNINGAR JL. Gylfi Már Guð- I bergsson, pró- fessor við Háskóla íslands, fæddist á Siglufirði 18. októ- ber 1936. Hann lést í Reykjavík 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Andrea Helgadóttir húsmóð- ir, f. 14.2. 1914 á Akranesi, og Guð- berg Kristinsson, verkamaður og múr- -'v ari, f. 7.7. 1909 á Sauðárkróki, d. 4.6. 1955. Systkini Gylfa eru Grétar jarðfræðingur, f. 24.12. 1934, Guðrún Sigurlína Mjöll skrifstofustjóri, f. 22.11. 1943, og Helgi læknir, f. 16.12. 1950. Eftirlifandi maki Gylfa er Vig- Við systkinin frá Heggsstöðum viljum minnast Gylfa Más með nokkrum orðum. A hverju vori frá því hann var tveggja ára og til fimmtán ára aldurs kom hann í sveitina til foreldra okkar og dvaldi sumarlangt. Stundum kom hann einnig um jól eða páska og naut sveitalífsins. Mikill vinskapur var milli okkar á Heggsstöðum og fjölskyldu hans sem bjó á Grundarstíg 10. Par var gist í Reykjavíkurferðum og þar áttum við systkinin gott skjól eftir að leið okkar lá í skóla í höfuðborg- inni. Fyrstu sumrin dvaldi Júlía fóstra hans með honum í sveitinni en síðar kom hann einn með rútunni að sunnan. Hann byrjaði þá á að sýna móður okkar prófskírteinið sitt og ~'^svo var hann rokinn út í fjós eða út á tún til að taka þátt í vorverkum. Þetta var á þeim árum þegar hest- ar unnu margt af því sem vélarafl gerir nú, svo sem við heyskap og flutninga og víst er að það hefur auðgað líf margra kaupstaðarbarna að taka þátt í slíkum störfum. Gylfi Már var sérstaklega skýr og athugull drengur sem gott var að treysta. Við töldum hann á viss- an hátt tilheyra fjölskyldunni, svo sterkar rætur átti hann hjá okkur. Eftir að foreldrar okkar hættu búskap hélt hann áfram sambandi við þau meðan þau lifðu. Á síðustu árum vann Gylfi Már að kortlagn- ingu landamerkja í Borgarfirði og gafst þá tækifæri til að rifja upp gömul kynni frá dvöl sinni á Heggsstöðum. Við vottum Vigdísi og fjölskyldu hans samúð okkar vegna fráfalls hans. Eftir lifir minningin um góð- an dreng. Guðný og Sigurður. Lærifaðir minn, samstarfsmaður og vinur, Gylfi Már Guðbergsson prófessor í landafræði við Háskóla Islands, er látinn langt fyrir aldur fram. HBLÓM8l4VEX11R Austurveri, sími 588 2017 dís Sigurðardóttir talsímavörður, f. 30.12. 1936. Foreldr- ar hennar eru Rebekka Agústsdótt- ir húsmóðir, f. 24.3. 1899, d. 7.8. 1981, og Sigurður Ólafsson byggingaverkfræð- ingur, f. 30.12. 1901, d. 5.1. 1970. Barn Gylfa og Vigdísar er Agúst Gunnar land- fræðingur, f. 17.12. 1958. Kona hans er Bergljót Sigurðar- dóttir, f. 14.6. 1962, myndlistarmaður. Börn þeirra eru Elínborg, f. 9.9. 1989, og Höskuldur, f. 26.9. 1994. Útför Gylfa fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Gylfi Már var landfræðingur. Framhaldsmenntun sína sótti hann til Bandaríkjanna og kenndi eftir það kortagerð og skyldar greinar við jarðfræðaskor Háskóla Islands. Eftir að undirritaður, ásamt 15 öðr- um óhörðnuðum og hlédrægum stúdentum, hóf nám í landafræði hjá Gylfa Má, kom fljótt í ljós hve hann gerði kortagerðinni góð skil með kennslu sinni. I kennslunni var hann skýr og lagði sig fram um að nemendumir skildu grundvallarat- ríðin frekar en tæknilegai- útfærsl- ur, sem eru síbreytilegar. Gylfi Már var mikill málvöndunarmaður og gerði kröfur til nemenda á því sviði. Gerð gróður- og jarðakorta áttu ríkan þátt í störfum Gylfa Más. I meira en þrjá áratugi tók Gylfi Már virkan þátt í kortlagningu á gróðri landsins í hópi Ingva Þor- steinssonar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Handverk Gylfa Más við kortagerðina var einstakt. Þar fóru saman nákvæmni, ein- staklega falleg rithönd, samvisku- semi og snyrtimennska. Eftir að farið var að kortleggja gróðurfar af byggð í Borgarfirði um 1970 sá Gylfí Már alfarið um nýjan, en mjög mikilvægan þátt gróður- kortagerðarinnar, þ.e. skrásetn- ingu jarðamarka. Skrásetning Iandamerkja á loft- myndir í samráði við bændur er ekki auðvelt verk, þvi þó að um bestu vini sé að ræða getur grynnkað á vináttunni þegar landa- merkin eru dregin upp á yfirborð- ið. Þetta var Gylfa Má ljóst. Hann hóf því ekki landamerkjatöku á neinu svæði án þess að vera búinn að kynna sér öll skjöl sem að gagni gætu komið. Það var mikil þolin- mæðisvinna og krafðist mikillar sérþekkingar. Þessarar þekkingar aflaði Gylfi Már sér með umsjón með töku landamerkja á vel á ann- að þúsund bújarða á íslandi. Gylfi Már gaf sér ávallt nægan tíma í landamerkjatökuna, hann kastaði aldrei til þess hendinni, frekar en annars sem honum var falið. r Blómabw5in öarðskom . v/ Fossvogski>*l<iugci«} , V- Sím>! 554 0500 Samstarf okkar Gylfa Más hefur verið á sviði gróðurkortagerðar og hófst er hann kom mér að sem sumarmanni við gróðurkortagerð- ina árið 1976. Það var bæði gott og lærdómsríkt að vinna að verkefn- um með Gylfa Má. Hann var ná- kvæmur eins og áður er getið og gaf sér alltaf nægan tíma til að vinna verkið vel. Sumum fannst stundum nákvæmnin vera einum of mikil, en þau verk sem Gylfi Már lét frá sér fara standa óhögguð og verða ekki rifin niður. Allar áætlanir sem Gylfí gerði voru raunhæfar, á þær var hægt að treysta og eftir þeim var hægt að fara. Auk rannsóknastarfa á sviði landamerkja var Gylfi Már fyrstur Islendinga til að gera tilraunir með að nýta gervitunglagögn við gróður- og landgreiningu. Við þær tilraunir eyddi hann nokkrum rannsóknaleyfum, bæði í Skandin- avíu og Bandaríkjunum, þar sem nýjasta tækni og sérfræðiþekking var til staðar. Því miður komst hann að því, eins og fleiri síðar, að gróðurfar á Islandi er of flókið til þess að hægt sé að greina það með slíkri tækni enn sem komið er. Gylfi Már var einn af frumkvöðl- um landafræðinnar sem fræði- greinar á Islandi. Hann ritaði kennslubækur í landafræði íyiir grunnskóla sem notaðar hafa verið um langt skeið. Hann var um langt árabil fulltrúi Islands í Alþjóða kortagerðarsam- bandinu og frumkvöðull að stofnun Islenska kortagerðarfélagsins þar sem hann gegndi formennsku frá upphafi. Frá áramótum hefur Gylfi Már háð harða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Þar hefur hann staðið sig eins og hetja. Þrátt fyrir erfiðar læknis- meðferðir og takmarkað þrek hef- ur hann allan þennan tíma notað hverja stund til að ljúka því sem hann var búinn að taka að sér. Þeg- ar hann veiktist var hann að vinna að úrvinnslu landamerkja af allri Mýrasýslu, sem hann hafði unnið að meðfram kennslu frá því síðla sumars. Frágang þess verks vann hann í samvinnu við okkur starfs- fólk gróðurkortagerðar Náttúru- fræðistofnunar Islands. Okkar verk var að koma gögnunum á tölvutækt form. Það var að hætti Gylfa Más að daginn áður en hann fór til Danmerkur í fyrri viku með fjölskyldunni í brúðkaup vensla- konu sem hann hafði miklar mætur á, þá skilaði hann af sér síðasta hluta landamerkja í Mýrasýslu. Með gögnunum fylgdu ýtarlegri leiðbeiningar en áður um hvernig hann vildi að endanleg framsetning gagnanna yrði á korti. Gylfi lést á sjúkrahúsi í Danmörku tæpri viku síðar. Á Náttúrufræðistofnun verður farið eftir síðustu leiðbeiningum Gylfa Más í öllum smáatriðum, en við eigum mikið eftir að sakna samstarfsins við hann. Nú er stórt skarð rofið í einstaklega sam- heldna fjölskyldu. Ég og fjölskylda mín vottum Vigdísi, Ágústi Gunn- ari og fjölskyldu dýpstu samúð. Guðmundur Guðjónsson. Látinn er góður vinur okkar, Gylfi Már Guðbergsson landfræð- ingur og prófessor, eftir stutta legu á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Okkur langar til að minnast þessa vinar okkar með nokkrum fátæk- legum orðum, nú þegar leiðir hafa skilist um sinn. Við kynntumst Gylfa Má fyrst Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. þegar við hófum nám í jarðfræði við Háskóla Islands um og eftir 1970, en þá hafði nýlega verið tekið upp BS-nám í jarð- og landfræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands. Strax við þessi fyrstu kynni okkar komu í ljós þeir kostir sem prýddu Gylfa Má, ná- kvæmni, vandvirkni og heiðarleiki í hvívetna, nokkuð sem við höfum notið æ síðan, bæði í námi og störf- um okkar. Mest og best urðu þó kynni okkar af Gylfa Má fyrir um tíu árum þegar Háskóli Islands og háskólinn í Minnesota stóðu fyrir stúdentaskiptum sín á milli. Annað hvert ár fóru stúdentar í jarð- og landafræði við Háskóla íslands á sumarnámskeið vestur til Banda- ríkjanna en hitt árið komu stúdent- ar í sömu greinum á samsvarandi sumarnámskeið við Háskóla Is- lands. 011 námskeiðin voru rausn- arlega styrkt af Fullbright-stofn- uninni. Það er skemmst frá því að segja, að undirbúningur og fram- kvæmd sumarnámskeiðanna við Háskóla Islands mæddi mest á Gylfa Má og þá komu kannski best í ljós mannkostir hans. Af stakri nákvæmni, þolinmæði, hugkvæmni og mikilli fyrirhyggju var kennslan skipulögð og þá ekki síður hinar tveggja til þriggja vikna löngu fræðsluferðir sem farnar voru um- hverfis landið í þau fjögur skipti sem þessi sumamámskeið voru haldin. Gestrisni Gylfa Más og Vig- dísar konu hans var mikil og einatt buðu þau öllum hinum erlendu stúdentum, okkur og fjölskyldum okkar til veislu á heimili sínu þar sem okkur gafst einstakt tækifæri til að kynnast nánar. Á ferðalögum umhverfis landið, á löngum dagleiðum í litlum og þröngum bílum, þar sem hver og einn hafði ekki nema rétt nógu mikið pláss fyrir sig og myndavél- ina, nutum við þess að Gylfi Már var búinn mjög þægilegri og góðri kímnigáfu, sem ósjaldan var á hans eigin kostnað. Ekki síst vegna þess tókst framkvæmd þessara sumamámskeiða jafn vel og raun varð á, en um það vitna bréf þeirra fjölmörgu stúdenta sem tóku þátt í þessum námskeið- um. I ferðunum kom oft og einatt í Ijós hve fjölfróður Gylfi Már var, hvort heldur var á hans eigin fræðasviði, í grasafræði eða sögu. Þessa nutu hinir erlendu stúdent- ar ríkulega og þá ekki síður við hinir sem með honum störfuðum. En nú hafa leiðir skilist, við sjá- um á bak mætum samstarfsmanni og góðum og traustum vini. Missir okkar er mikill en mestur er þó missir Vigdísar, Ágústs og hans fjölskyldu. Um leið og við þökkum fyrir ánægjulega og menntandi við- kynni vottum við og fjölskyldur okkar þeim dýpstu samúð okkar og biðjum algóðan Guð að varðveita þau og minninguna um góðan dreng sem hann hefur nú tekið til sín. Hreggviður Norðdahl, Kristinn J. Albertsson og Helgi Torfason. Við ferðalok Gylfa Más Guð- bergssonar vil ég minnast nokk- urra kafla á sameiginlegri vegferð okkar við nám og störf síðastliðin 30 ár. Fyrsta spölinn var Gylfi Már kennari minn en seinna urð- um við samstarfsmenn við Jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands og við Jarðfræðistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Landafræð- in var starfssvið Gylfa Más. Þessi mikla fóstra allra nátúruvísinda hefur breyst með tímanum og er ekki lengur í móðurhlutverkinu, heldur mætti líkja henni við góð- gjarna og vitra frænku, sem opnar glugga milli raunvísinda og hug- vísinda. Landafræðin er vel til þess fallin því að eitt af aðals- merkjum hennar er að tengja sam- an staðfræði og hvers konar upp- lýsingar. Það var okkur sumum nokkuð áhyggjuefni, þegar við hóf- um nám í jarðfræði og líffræði haustið 1968, að ein af kennslu- greinunum var landafræði. Kynni okkar af henni voru líklega brenni- merkt af landsprófinu og þein-i kúnst að þylja upp örnefni, ýmist réttsælis eða rangsælis. Það kom í hlut Gylfa Más að sýna okkur hvað býr á bak við íbúatölur, staðar- nöfn, útlínur og hæðartölur. Mér er sérstaklega minnisstætt nám- skeið Gylfa Más um svæðalanda- fræði Norður-Ameríku. Þar nutum við þess að hann hafði sótt sér- menntun sína til Bandaríkjanna og var vel heima í landnýtingu, at- vinnuháttum, mannvist. Ég minn- ist Gylfa sem gi’einargóðs og vel- viljaðs kennara sem gekk skipu- lega til verks. Landafræðinám mitt í námskeiðum talið varð ekki öllu lengra, en margt á ég honum óþakkað frá síðari starfsárum á sviði kortagerðar. Gylfi Már var fagmaður á því sviði, og hafði frá upphafi mikil áhrif á menntun landfræðinema og jarðfræðinema við Háskóla Islands. Eftir að Jarð- fræðahús Háskólans varð dagleg- ur vinnustaður Gylfa Más leið ekki á löngu þar til honum var falin skorarformennska, og komu ágæt- ir stjórnunarhæfileikar hans strax í ljós. Seinna varð hann stofustjóri Jarðfræðistofu Raunvísindastofn- unar. Hjá Gylfa Má voru allir hlut- ir í röð og reglu, hann lagði það á sig að kynna sér mál áður en hann tók afstöðu og undirbjó sig af vandvirkni. Það var lærdómsríkt að kynnast þessum vinnubrögðum, og sjá hversu farsællega mál leys- ast með sanngimi og eljusemi. Vinnustaðurinn bjó lengi að þess- ari fyrstu gerð. Störf Gylfa Más náðu oft út fyrir veggi Háskólans. Hann settist aldrei í fílabeinsturn. Mikilsvert var framlag hans til gróðurkortagerðar af Islandi, og oft var til hans leitað með korta- gerðarmálefni frá ýmsum greinum þjóðfélagsins. Ekki síst þegar áreiðanleika og kunnáttu var þörf, hvort sem verkefnin voru smá eða stór. Fyrir fimmtán árum var haldin sýning á Kirkjubæjar- klaustri í tilefni af 200 ára afmæli Skaftárelda. Ég minnist ferðar austur með Gylfa Má til að undir- búa sýninguna og setja upp. Ekki vegna sýningarinnar, heldur við- kynningarinnar, frásagna hans og ræktarsemi við fyrri nemendur sína. I þjóðfélagsmálum tók Gylfi Már eindregna afstöðu með þeim sem kallaðir eru mega sín minna en halda höfðinu hátt í frjálsu landi. Eins og marga hendir, sem hafa fyrir því að taka sjálfir af- stöðu, var hann lítt reiðubúinn að kasta skoðunum sínum og sann- færingu fyrir róða. Hverri ferð lýkur með áfanga. I dag er áfanginn kveðjustund, lituð trega og þakklæti. Eg sendi Vig- dísi, Ágústi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveður. Jón Eiríksson. Þegar við minnumst samstarfs- manns okkar, Gylfa Más Guð- bergssonar, kemur okkur fyrst í huga glaðværð hans og hlýtt við- mót. Þegar hann átti leið hingað á Dunhagann á skrifstofuna, gaf hann sér oftar en ekki tíma til að spjalla smástund og var þá stund- um slegið á létta strengi. Okkur er ofarlega í huga hvað öll gögn og pappírar, sem frá Gylfa Má komu voru fallega og samviskusamlega unnin enda maðurinn snyrtimenni mikið. Svo fagra hafði hann hand- skrift, að gögn hans prýddu bók- haldið. I mörg ár hafði hann það fyrir sið að færa okkur fallega skreytingu ásamt jólakveðju áður en jólahátíðin gekk í garð. Það hryggði okkur mjög að heyra um veikindi hans á síðasta ári og um síðustu jól kom engin jólaskreyting. En í ársbyrjun kom fallegur blómvöndur, gular rósir, ásamt kveðju! Gylfi Már hugsaði til okkar þrátt fyrir sitt eigið and- streymi. Hjartans þökk, Gylfi Már. Vertu kært kvaddur. Starfskonur skrifstofu Raunvísindastofnunar Háskólans. GYLFIMAR GUÐBERGSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.