Morgunblaðið - 10.06.1998, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
NÓI JÓNSSON,
Vindási,
Eyrarsveit,
lést að morgni 5. júní.
Svanborg Kjartansdóttir
og börn.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
INGÓLFUR PÉTURSSON
frá Ófeigsfirði,
elliheimilinu Grund,
áður Njálsgötu 26,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. júní kl. 15.00.
Ófeigur Pétursson,
Einar Pétursson,
Sigurgeir Pétursson,
og bræðrabörn.
Sigrún S. Bárðardóttir,
Jenný Haraldsdóttir,
Elín Guðmundsdóttir,
Klara Guðmundsdóttir,
Margrét S. Bjarnadóttir
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON,
Laufengi 8,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
11. júníkl. 15.00.
Sigrún Guðjónsdóttir,
Addbjörg Erna Grímsdóttir, Hermann Þór Erlingsson,
Róbert Grímur Grímsson,
Elín Sólveig Grímsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TOBÍAS JÓHANNESSON,
Þórunnarstræti 130,
Akureyri,
verður kvaddur frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 12. júní kl. 13.30.
Guðrún Björnsdóttir,
Birna Tobíasdóttir,
Sigþrúður Tobíasdóttir,
Sigurlaug Tobíasdóttir,
barnabörn og
Gísli Sigurðsson,
Lúðvík Jóhannsson,
Páll Þorkelsson,
barnabarnabörn.
JÓN
FINNBOGASON
+ Jón Finnbogason
fæddist í Byggð-
arholti í Fáskrúðs-
firði 21. desember
1915. Hann andaðist
á sjúkrahúsi Nes-
kaupstaðar 2. júní
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fáskrúðsijarðar-
kirkju 9. júní.
Elsku afí. Þá er
komið að kveðjustund.
Það er skrýtið að sitja
hér svo óralangt í
burtu og skrifa til þín
hinstu kveðju, afí minn. Að þinn
tími skuli hafa verið kominn á ég
erfítt með að skilja - en það er víst
ekki í okkar valdi að dæma um
slíka hluti. Ég á eftir að sakna þess
mikið að hitta þig ekki þegar ég
kem heim. Þú slóst alltaf á létta
strengi og aldrei heyrðist frá þér
kvörtunartónn.
Með brotthvarfí þínu er komið
stórt skarð í fjölskylduna en góðar
minningar um þig hjálpa okkur að
fylla þetta skarð og af þeim eigum
við svo sannarlega nóg. Þú varst
mikill mannkostamaður, það vita
allir sem einhvern tímann hafa orð-
ið á vegi þínum.
Elsku afi, það tekur
mig mjög sárt að geta
ekki fylgt þér síðasta
spölinn en í huganum
er ég hjá þér.
Hvíl þú í friði.
Helga Finnboga-
dóttir, Austurríki.
Lífsins klukka tifar,
menn koma og menn
fara. Og nú er hann all-
ur sægarpurinn Jón
gamli Finnboga. Sem
verða vill, þegar ein-
hver nákominn er burt
kallaður, þá lítur maður yfir farinn
veg og rifjar upp það liðna. Það
sem fyrst kemur upp í hugann eru
þær stundir sem við peyjarnir hans
Finnboga í Víðihlíð og strákarnir
hennar Þóru í Félagsgarði áttum
með honum afa þegar hann reri út
á fjörðinn með net, á skektunni
sinni. Þá gat nú stundum hvesst
hjá þeim gamla ef honum þótti ekki
vel róið og mátti á honum skilja að
þessi strák-kvikindi yrðu seint eða
aldrei að mönnum. En eins og hann
var fljótur að reiðast var hann
fljótur að róast og kallaði okkur þá
elskurnar sínar og gaf okkur
brjóstsykur og sagði að við værum
GÍSLISKARPHÉÐINN
SIGURÐSSON
+ Gísli Skarphéð-
inn Sigurðsson
fæddist á Höfn 10.
febrúar 1970. Hann
lést af slysfórum 27.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hafnarkirkju 5.
júní.
Mann setur hljóðan
þegar slys og ótíma-
bæran dauðdaga ber
að höndum því sárs-
aukinn slær mann.
Þeir sem eftir lifa
spyrja sig gjarna
hvers vegna þetta elskaða unga
fólk skuli hverfa okkur svona
skjótt - þeir sem svo margar vonir
og gleði voru bundnar við. Nú hef-
ir verið skammt stórra högga á
milli í frændgarði okkar er nýlát-
inn er Sverrir Einarsson rektor úr
skæðum sjúkdómi, ung tengda-
dóttir úr sama sjúkdómi á Reykj-
um á Skeiðum, og nú verður hann
Gísli Skarphéðinn, yngsti bústólp-
inn á Stapa í Horna-
firði, fyrir svona
hræðilegu slysi sem
verður honum að ald-
urtila. Eftir stöndum
við hnípin og höldum
fast í minninguna um
hann. Við sjáum hann
alltaf fyrir okkur sem
ungan og ástríkan son
sem aðstoðaði foreldra
sína í hvívetna og
gladdi og huggaði.
Fegurst er þó síðasta
minningin um hann er
hann kom og hélt ut-
anum unnustu sína og
kynnti fyrir okkur hana Sædísi á
ættarmótinu okkar síðasta. Megi
guð hugga alla ástvini hans og
halda sinni verndarhendi yfir litla
syninum hans honum Hauki
Smára og henni Sædísi hans.
Sigga frænda, Völu og öllu Stapa-
fólki biðjum við huggunar í sárum
missi þeirra. Hjartans samúðar-
kveðja.
Hanna, Halldór og fjölskylda.
+
Útför bróöur míns og mágs,
DAÐA BJÖRNSSONAR,
Drafnarstíg 7,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
11. júní kl. 13.30.
Ragnar Björnsson,
Ólafía Helgadóttir.
+
Bestu þakkir til þeirra sem sýndu mér samúð
og vinarhug við andlát og útför systur minnar,
GUÐNÝJAR SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR,
Nóatúni 29.
Sérstakar þakkir tii starfsfólks Landakotsspít-
ala og deildar 6 Hrafnistu.
Guðrún Gisladóttir,
Nóatúni 29.
DÓRA
SÆMUNDSDÓTTIR
+ Dóra Sæmunds-
dóttir fæddist á
Siglufirði 19. desem-
ber 1935. Hún lést á
heimili sínu á Seyðis-
firði 28. maí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá Ás-
kirkju 5. júní.
Elsku „systir“ mín
Dóra. Aldrei áður hef-
ur mér reynst eins
erfítt að sjá á eftir
nokkurri manneskju
og þér. Hlutverk þitt í
lífí mínu var svo stórt
frá því fyrsta, þegar ég var send til
Reykjavíkur til afa og ömmu og þú
varst yngsta dóttirin á heimilinu.
Ég var fjögurra ára gömul og þú
ellefu. Kannski varst þú ekki alveg
sátt við þessa breytingu í lífi þínu,
en þú með þitt stóra hjarta tókst
mér og gafst mér svo mikið af þér.
Heimilið í Bræðra-
tungu var stórt. Systk-
inin voru níu og for-
eldrarnir voru harð-
duglegt fólk. Afi var
fyrrverandi sjómaður
og amma var baráttu-
kona í stjórn- og fé-
lagsmálum.
Dóra mín, þú áttir
svo mikinn þátt í að
móta bernsku mína og
unglingsár og ég bý að
því alla tíð síðan að
hafa notið návistar
þinnar. Þú varst djörf
og kát og hreifst alla
sem kynntust þér. Söknuður minn
er mikill og ég veit að fjölskylda
þín og vinir sakna þín. Ég votta
ykkur mína innilegustu samúð. Ég
bið þess að þú fínnir hvað þú ert
okkur kær í minningunni og hvað
við elskum þig öll alltaf.
Ríkey Ingimundardóttir.
duglegir. Þegar vel fiskaðist af
kola eða „gröllurum" eins og afi
kallaði þá kola sem voru stórir og
feitir, sendi hann okkur í húsin í
þorpinu að selja aflann. Mér er
minnisstæð ein slík söluferð. Ég
fór til gamallar konu og bauð henni
að kaupa físk. Hún sagði að því
væri nú ver, að hún ætti ekki aura
til kaupanna. Lét ég það gott heita
og hélt áfram að ganga í hús. Þeg-
ar því er lokið fer ég til afa og sett-
umst við niður og fórum yfir það
hve mikið og hverjum ég hafði selt.
Sagði ég honum þá frá gömlu kon-
unni og það að hún hefði ekki haft
efni á því að versla við mig. Þá
þyngdi nú í mínum manni og hann
byrsti sig við mig og sagði: „Auð-
vitað áttirðu að gefa henni fískinn,
drengur." Sendi mig svo til hennar
með vel útilátinn skammt. Svona
var hann, vildi alltaf vera gefandi
en helst ekkert þiggja.
Og ekki vildi hann að of mikið
væri haft fyrir sér og til marks um
það þá lenti hann eitt sinn í hafvillu
fyrir utan fjörð og ákvað að bíða af
sér þokuna. Þegar h'ða fer á nóttina
og ekki kemur afi var ákveðið að
hefja leit og voni vel búnir bátar
sendir af stað til leitar. Það var svo
seint um nóttina að hann Siggi á
Vattarnesi fínnur þann gamla
dorgandi austur af Skrúð. „Elsk-
urnar mínar, voruð þið að leita að
mér? Þið þurftuð þess nú ekki,“
sagði afi og fannst þetta óþarfa til-
stand.
Ég hef alltaf undrast þann mikla
sálarstyrk sem Jón afí hafði til að
bera, því oftar hafði sorgin knúið
dyra hjá honum en nokkrum öðr-
um sem ég þekki. En æðruleysi og
trúin á lífið, það var hans mottó.
Það eru viss forréttindi að hafa
fengið að alast upp í návist slíks
heiðursmanns sem kennt hefur
manni það að ekki dugar að koðna
niður heldur eiga menn að takast á
við lífið og berjast til hinstu stund-
ar.
Með þessum orðum kveð ég afa
minn.
Jón Finnbogason.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð
og kemur í veg íyrir tvíverkn-
að. Þá er enn fremur unnt að
senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í
bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Greinarhöfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.