Morgunblaðið - 10.06.1998, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
„FRÖNSK
ILMFJÓLA“
SAGA garðyrkju á íslandi er
ekki löng. Hún hefur, öðru frem-
ur, einkennst af atorkusemi ein-
stakra manna sem þrjóskuðust
við að rækta plöntur þrátt fyrir
óbh'ð veðurskilyrði. Enn fremur
máttu þessir menn
glíma við ótrú al-
mennings á því að
gróður gæti yfirhöf-
uð þrifist á Fróni.
Hlutur áhugafólks í
garðyrkjusögunni er
ómetanlegur. Otölu-
legur aragrúi
plöntutegunda hefur
verið prófaður í
görðum um land allt
og sá fróðleikur sem
þar hefur afiast hef-
m- svo sannarlega
skilað sér áfram til
þeirra sem vinna við
garðyrkju. Garð-
yrkjusaga íslands
er samtvinnuð sögu þessara
áhugamanna en ekki síður er
hún saga einstakra tegunda.
Margar plöntutegundir í ræktun
í dag eiga sér merkilega sögu.
Ein þessara tegunda er nefnd
því glæsilega nafni „frönsk ilm-
fjóla“.
Við Suðurgötuna í Hafnarfirði
býi- Gunnar Asmundsson bak-
ari. Gunnar fékk ungur mikinn
áhuga á garðyrkju. A fjórða ára-
tugnum starfaði hann í nokkur
sumur í garðinum við Hellis-
gerði í Hafnarfirði. Segja má að
þá hafi hann endanlega smitast
af garðyrkjubakteríunni og, eins
og aðrir garðyrkjuáhugamenn
vita, er þessi veiki ólæknandi.
Hann hefur alla tíð ræktað garð-
inn sinn og verið ötull við það að
breiða garðyrkjuboðskapinn út
til gesta og gangandi.
Arið 1953 áskotnaðist honum
plantan sem hér verður fjallað
um. Ingvar Gunnarsson kenn-
ari, sem þá starfaði í Hellisgerð-
isgarðinum, færði honum hnaus
af því sem hann kallaði „franska
ilmfjólu“. Fjóla þessi stendur í
blóma allt sumarið og blóm
hennar eru mjög stór af fjólu að
vera eða 3-4 cm í þvermál. Fjól-
an nær um 20 cm hæð og verður
feit og pattaraleg með aldrinum.
Hún virðist ekki mynda þroskað
fræ því hún sáir sér ekki eins og
margar frænkur hennar. Fjól-
unni má fjölga á öruggan hátt
með skiptingu eða sumar-
græðlingum. Gunnar hefur
fjölgað henni með skiptingu og
haldið tegundinni
þannig við allt frá
því hann eignaðist
hana fyrir rúmum
40 árum. A þeim
tíma hefur hann
einnig verið dugleg-
ur við það að gefa
vinum og kunningj-
um af fjólunni og
þannig hefur hún
fengið dágóða út-
breiðslu um höfuð-
borgarsvæðið.
Nauðsynlegt er að
skýla henni með
léttu vetrarskýli á
veturna því hún er
dáh'tið viðkvæm. Að-
alsmerki „frönsku ilmfjólunnar“
er þó ilmurinn en hann er sætur
og sterkur og berst langar leið-
ir. Hún á því þetta glæsilega
nafn svo sannarlega skilið.
Hitt er annað mál að í gegn-
um tíðina hefur mikið verið deilt
um faðerni viðkomandi fjólu.
Fjólan á greinilega fátt sameig-
inlegt með hinni eiginlegu ilm-
fjólu, Viola odorata. Fyrir það
fyrsta eru blómin alls ekkert lík
að lit og lögun og svo hefur
„franska ilmfjólan" það fram yf-
ir ilmfjóluna að blómin ilma.
Blóm þeirrar frönsku eru einnig
mun stærri en blóm hinnar. Lík-
legast er að „franska ilmfjólan"
sé blendingur af fjallafjólu en í
hópi slíkra blendinga má finna
plöntur með blóm af svipaðri
stærð og lögun og sú franska.
Burtséð frá ættfræði fjólunn-
ar er þetta einstaklega áhuga-
verð garðplanta. Langur blómg-
unartími og skrautleg blóm
skipa henni í flokk með úrvals-
plöntum. Það þykir ekki góð lat-
ína að láta syndir feðranna bitna
á bömunum og því tel ég réttast
að fjólan fái að halda ilmfjólu-
nafninu, jafnvel þótt sýnt sé að
hún hafi verið rangfeðruð.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
BLOM
VIKUNMR
382. þáttur
l!msjón Ágústa
Björnsdóttir
VELVAKANÐI
Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
SD krem
í VELVAKANDA bii-tist
sl. laugardag pistill um
SD krem, en það krem
hefúr reynst psoriasis
sjúklingum vel. Mikið hef-
ur verið hiingt og spurt
hvar þetta krem fáist og
hefur Velvakandi spurnir
af því að þetta krem fáist
yfirleitt í öllum stórmörk-
uðum, t.d. Hagkaupi og
Fjarðarkaupum. Krem
þetta er yfirleitt geymt í
hillu þar sem lýsið er.
Tapað/fundið
Rautt stelpnahjól
týndist við
Fj ölsky ldugarðinn
RAUTT 22“ stelpnahjól, 6
gíra, týndist fyrir utan
Fjölskyldugai'ðinn sl.
laugardag. Hjólið á 7 ára
gömul stúlka og hefur hún
aðeins átt það í nokkrai'
vikur og saknar hún þess
mikið. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
568 9152.
Árbæingar athugið
BLÁTT reiðhjól, Bay-
watch, týndist í Arbæn-
um. Fólk er beðið um að
athuga hvort þetta hjól
geti verið einhverstaðar í
óskilum, t.d. í hjóla-
geymslum. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
5871829. Fundarlaun.
Dýrahald
Hvítur og svartur
fress týndur
í Hafnarfírði
HVÍTUR og svartur
fress, stór og eyrna-
merktur R-0151, týndist
frá Hverfisgötu 3, Hafn-
arfirði, sl. föstudag.
Hann gæti hafa lokast
inni í bílskúr og kjallara
og eru nágrannar beðnir
að svipast um eftir hon-
um. Þeir sem hafa orðið
varir við hann hafi sam-
band í síma 565 5441.
Kettlingar
fást gefins
KASSAVANIR kettling-
ar fást gefins. Uppl. í
síma 568 7786.
Svartur kettlingur
óskar eftir heimili
6 VIKNA kettlingur,
svartur og gullfallegur
fæst gefins. Upplýsingar
í síma 562 5103.
Kátir kettlingar
óska eftir heimili
3 KETTLINGAR, kassa-
vanir og kátir, óska eftir
góðu heimili. Upplýsing-
ar í síma 552 0834.
Með morgunkaffinu
SVO ertu líka alveg
rosalega tapsár.
MUNDU svo að slökkva ljósið
þegar ég er sofnuð.
SKAK
llin.vjón Margeir
PétnrsNon
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu móti sem nýlega lauk í
Sarajevo í Bosníu. Það var
sjálfur Viktor Kortsnoj
(2.625) sem hafði hvítt og
átti leik gegn Zdenko Kozul
(2.585), Króatíu.
27. Rxf7! - Bb4 (Eftir 27. -
Kxf7 28. Dd7+ - Re7 29. Í5
er svartur varnarlaus) 28.
f5 - Hc3 29. f6+ - Kf8 30.
Dd7 og svartur gafst upp.
Kortsnoj, sem er orðinn
67 ára, vann verðskuldaðan
sigur á mótinu: 1. Kortsnoj
7 v. af 9 mögulegum, 2. Ivan
Sokolov, Bosníu 6V2 v., 3.^.
Barejev, Rússlandi og Kiril
Georgiev, Búlgaríu 5% v„
5.-7. Lputjan, Ai-meníu,
Predrag Nikolic, Bosníu og
Kozu, Króatíu 4 v„ 8. Dizd-
arevic, Bosníu SV2 v„ 9. Pi-
ket, Hollandi 3 v„ 10. Kura-
jica, Bosníu 2 v.
HVÍTUR leikur og vinnur.
SJÁÐU Fríða, þarna
kemur fallegi snigillinn.
Hvernig er húsið mitt?
ÞU þarft ferðaskrifstofu
sem sérhæfir sig í þrælk-
unarferðum í óbyggðum,
ekki lögfræðing.
COSPER
TAKK fyrir indiánabogann
Siggi frændi.
Víkverji skrifar...
NÚ ER ár hafsins og mikið um
dýrðir hér á landi af því til-
efni, enda byggja Islendingar lífs-
afkomu sína enn að miklu leyti á
auðlindum hafsins. Víkverji veltir
því fyrir sér hvort ekki sé tilvalið
á ári hafsins að hefja undirbúning
framkvæmda við alvöru sædýra-
safn á íslandi, til dæmis við
Reykjavíkurhöfn en þar eru nú
einungis nokkur plastker með fá-
einum fiskum og krabbadýrum,
sem lítil börn hafa gaman af að
skoða. Víða erlendis, í löndum
sem eiga mun minna undir hafinu
og auðlindum þess en Island, eru
stórkostleg sædýrasöfn (akvarí-
um), þar sem nútímatækni er nýtt
til hins ýtrasta til að veita gestun-
um innsýn í heim undirdjúpanna.
Sums staðar er hægt að ferðast á
færibandi í gegnum eða undir
risastóra vatnstanka, þar sem alls
konar sjávarlífverur, allt frá
marglyttum til hákarla, synda
um. Margir Islendingar hafa kom-
ið í slík söfn - eða kannski ætti
frekar að tala um skemmtigarða -
í erlendum borgum, til dæmis í
Baltimore og Barcelona, og geta
flestir verið sammála um að þótt
t.d. Fiskasafnið í Vestmannaeyj-
um sé rekið af nokkrum metnaði
þá bliknar það gersamlega við
hlið þessara voldugu bygginga.
Framkvæmd af þessu tagi er
áreiðanlega dýr á íslenzkan mæli-
kvarða, en hún ætti líka að skila
miklum tekjum í framtíðinni.
Enginn vafi leikur á að bæði Is-
lendingar sjálfir og ferðamenn,
sem koma til landsins, hefðu
áhuga á að skoða í návígi hluta af
því lífríki, sem þjóðin byggir af-
komu sína á.
xxx
EIFSSTÖÐ er nú mikið aug-
lýst sem verzlanamiðstöð og
víst er að þar hefur verzlunum
fjölgað, vöruúrval vaxið og frjáls
samkeppni er loksins komin á.
Hins vegar fylgja þessum breyt-
ingum aukin þrengsli í flugstöð-
inni og Víkverja og fjölskyldu
hans fannst, þegar þau áttu leið
til útlanda fyrir stuttu, að þjón-
usta hefði versnað í gömlu Frí-
höfninni. Þar skorti verulega á að
t.d. starfsfólkið í snyrtivörudeild-
inni hefði einhverja þekkingu á
vörunum, sem það var að selja.
Sennilega er ástæðan að hluta til
sú að um sumarfólk hefur verið að
ræða, en það breytir ekki því að
ekki er nóg að bjóða tiltölulega
lágt verð á eftirsóttum vörum,
þjónustan verður líka að vera í
lagi.
xxx
RENGSLUNUM í Leifsstöð
fylgir líka sá annmarki að
þegar margt fólk bíður þar eftir
flugi er varla til sá afkimi í flug-
stöðinni þar sem hægt er að vera í
friði fyrir sígarettureyk. Víkverja
sýnist mikið skorta á að landslög-
um sé framfylgt í Leifsstöð og
þeim, sem ekki reykja, tryggð
svæði, þar sem þeir geta andað að
sér sæmilega hreinu lofti. Sé ekki
hægt að skilja að reykingafólk og
meirihlutann, sem ekki reykir,
finnst Víkverja nærtækasti kost-
urinn að banna reykingar í flug-
stöðinni um stundarsakir.