Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 1
72 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 130. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO skipað að undir- búa íhlutun í Júgóslavíu Brussel. Reuters. AKVEÐIÐ var á fundi varnarmálaráðherra Atl- antshafsbandalagsins, NATO, í gær að búa það undir hemaðarlega íhlutun í Kosovo, þar á meðal loftárásir og beitingu landhers ef nauðsyn krefði. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði, að samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna íyrir aðgerðunum væri æskilegt en ekki skilyrði. Aðstoðarforsætisráðherra Serbíu sagði, að brugðist yrði hart til varnar ef NATO-her réð- ist inn í Kosovo. I yfirlýsingu varnarmálaráðherranna segir, að þeir hafi samþykkt áætlun um að „stöðva eða draga úr skipulögðum ofbeldisaðgerðum“ gegn Albönum í Kosovo. Fordæma þeir ofbeldið, hvort sem í hlut eigi yfirvöld í Belgrad eða öfgamenn meðal Kosovo-Albana, og skipa NATO-hernum að hefja svo fljótt sem auðið er „heræfingar í lofti“ yfir Albaníu og Makedóníu. Beitt verður loftárásum og hugsanlega landher verði ekkert lát á ofbeld- inu í Kosovo Ráðherrarnir segja, að fyrirhugaðar aðgerðir geti falist í flugbannsvæði; banni við þungavopn- um á ákveðnu svæði; banni við borgaralegri flug- umferð; aðgerðum gegn júgóslavneska flughern- um; loftárásum á valin skotmörk í Júgóslavíu, að- allega Serbíu, og beitingu landhers. Kosovo er ekki Bosnía Haft er eftir heimildum, að heræfingarnar yf- ir Albaníu og Makedóníu geti farið fram í næstu viku en þær eiga að sýna Serbum fram á, að NATO geti brugðist fljótt við. Klaus Naumann hershöfðingi og yfirmaður NATO-hersins sagði í gær, að með loftárásúm ætti að vera unnt að stöðva átökin í Kosovo en dygðu þær ekki yrðu aðildarríkin að vera „reiðubúin að fara alla leið“. Hann minnti hins vegar á, að Kosovo væri ekki Bosnía og því yrði NATO-herinn að vera viðbú- inn átökum við júgóslavneska herinn. Vojislav Seselj, aðstoðarforsætisráðherra Serb- íu, sagði í gær, að júgóslavneski herinn myndi verjast af hörku kæmi til innrásar í Kosovo. Hér- aðið yrði aldrei látið af hendi. Slobodan Milosevie, forseti Júgóslavíu, mun eiga viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í Moskvu á mánudag og þriðjudag og utanríkisráðherrar Tengslahóps- ins, sem sex ríki eiga aðild að, munu koma saman til viðræðna um Kosovo i London á fóstudag. Reuters Boltaslagur ÍTALIR og Chilemenn áttust við í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu í gær og skildu liðin jöfn, 2-2. Hér takast þeir á, ítaiinn Fab- io Cannavaro (t.h.) og Chilemaður- inn Marcelo Salas en hann skoraði bæði mörkin fyrir sitt lið. ■ Heimsmeistarakeppnin/Cl-C4 Vöggudauði Hjartslátt- artruflun kennt um London. The Daily Telegraph. MEÐ einföldu hjartalínuriti af ný- fæddum börnum er unnt að koma í veg fyrir, að þúsundir þeirra deyi vöggudauða. Er þetta niðurstaða rannsóknar, sem fram fór á Italíu í 20 ár og náði til tugþúsunda barna. Kemur þetta fram í grein efth- ítalska lækna, sem birt er í banda- riska læknablaðinu The New Eng- land Journal of Medicine, en þar segja þeir, að um helmingur barn- anna, sem dóu vöggudauða, hafi þjáðst af hjartsláttartruflunum. Ráðið er því það að taka hjarta- línurit af öllum börnum þriggja daga gömlum og gefa þeim, sem á þvi þurfa að halda, viðeigandi lyf þar til hættan er liðin hjá. Á það er hins vegar bent, að þetta yrði mjög kostnaðarsamt og þá fengi líka lyfin sá fjöldi barna, sem kemst yfir þetta af sjálfsdáðum. ---------------- Kynding*ar- kostnaður úr sögunni? Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið lausnina á vandamálum húshitunar i eitt skipti fyrir öll - nóg sé að kynda upp með líkamshitanum einum. Unnið hefur verið að rannsóknum á þessu í nokkurn tíma og nú verður brátt hafist handa við að smíða hús, sem verða svo vel einangruð, að lík- amshitinn á að nægja til að kynda þau. Var skýrt frá þessu í Svenska Dagbladet í gær. Nýju húsin, 40 raðhús, verða byggð í Gautaborg og Málmey á næsta ári og í þeim verður engin miðstöðvarkynding. Einangrunin verður hins vegar fimm sinnum betri eða meiri en í venjulegum húsum. Raunar er það ekki líkamshitinn einn, sem sér um að ylja upp húsin, því að Ijósaperur og ýmis heimilis- tæki gefa frá sér töluverðan yl. HIRÐINGJAR fylgjast með bílalest með eþíópskum hermönnum á leið til vígvallarins við bæinn Zalambessa. Einnig er barist við bæinn Badme og nú síðast skammt frá hafnarborginni Assab í Eritreu. / Atök á nýjum vígstöðvum Asmara. Reuters. BARIST var í gær á nýjum víg- stöðvum í stríðinu milli Eþíóp- íu og Eritreu og að þessu sinni í um 70 km íjarlægð frá hafn- arborginni Assab í Eritreu. Kenna hvorir öðrum um upp- tökin og Eþíópíumenn segja, að Eritrear hafi gert loftárásir á bæinn Adigrat. Eþíópíumenn sögðust hafa „stráfellt“ eritreska hermenn í átökunum í gær en vestrænir stjórnarerindrekar í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu, segja, að Eþíópíumenn hafí safnað saman miklu herliði við víglínuna skammt frá Assab. Isayas Afewerki, forseti Eritreu, sagði fyrr í vikunni, að gera mætti ráð fyrir, að Eþíópíumenn réðust á borgina, sem er önnur mikilvægasta hafnarborgin í landinu. Hafa Eritrear verið að styrkja vam- ir sínar þar. Talsmaður Eþíópíusljórnar sagði í gær, að Eritrear hefðu gert loftárásir á bæinn Adigrat í norðurhluta landsins. Hefði einhver fjöldi óbreyttra borg- ara fallið í árásunum, þar á meðal konur og böm. Reuters Heimskreppa falli jenið áfram? Hong Kong, Peking, Singapore. Reuters. SUPACHAI Panitchpakdi, aðstoðar- forsætisráðherra Tælands, sagði í gær, að héldi gengi japanska jensins áfram að falla, gæti það leitt til nýrr- ar kreppu í Asíu og síðan til heimskreppu. Kinveijar skoruðu í gær á Japani að sýna nú „djörfung og dug“ og stöðva gengisfallið. Panitchpakdi sagði á ráðstefnu í Hong Kong um fjármálaöngþveitið í Asíu, að félli gengi jensins niður fyr- ir ákveðin mörk, myndu önnur ríki í SA-Asíu telja sig tilneydd til að fella gengi síns gjaldmiðils. Það yrði upp- hafið að nýrri kreppu í Asíu og síðan um allan heim. Panitchpakdi vildi þó ekki nefna þessi mörk, sagði aðeins, að gengi jensins væri orðið „allt of lágt“ og farið að valda öðrum Asíu- ríkjum verulegum vandræðum. Kínverjar hafa vaxandi áhyggjur af samkeppnisstöðu sinni vegna gengisfalls jensins og tölur, sem birtar voru í fyrradag, sýna, að út- flutningur þeirra minnkaði í maí í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Robert Rubin, íjármálaráðherra Bandaríkj- anna, kom fyrir fjármálanefnd öld- ungadeildarinnar í gær og var þá á honum að skilja, að Bandaríkjastjórn ætlaði ekki að hafast neitt að gagn- vart jeninu. Hafði það þau áhrif á samri stundu, að jenið fór í 142,65 á móti dollara. Þegar Rubin var gert það ljóst, sagði hann, að auðvitað væru einhver inngrip alltaf möguleg. Hann lagði hins vegar áherslu á, að til að styrkja jenið yrðu Japanir að örva efnahagslífið og hreinsa til í bankakerfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.