Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 6

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 6
FRETTIR 6 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ , Opinber heimsókn forseta fslands til Lettlands Aherzla á minn- inguna um liðnar þjáningar Letta Riga. Morgunblaðið. ÍSLENZKU forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, hófu í gær opinbera heimsókn til Lettlands, eftir þriggja daga vel heppnaða heimsókn til Eistlands. Við for- setahöllina í Riga tóku Guntis Ulmanis, forseti Lettlands, eigin- kona hans, Aina Ulmane, og nokkrir æðstu menn ríkisstjómar og stjómsýslu landsins ásamt sendiheirum erlendra ríkja á móti forsetahjónunum og ís- ienzku sendinefndinni. í forsetahöllinni ræddust hvort tveggja forsetarnir og ut- anríkisráðherrarnir við, en að þeim viðræðum loknum var miliiríkjasamningur íslands og Lettlands um gagnkvæma vernd fjárfestinga undirritaður við há- tíðlega athöfn. Vonir eru bundn- ar við að þessi samningur verði fleiri íslenzkum fjárfestum hvatning til að láta til sín taka í Lettlandi, en nú þegar eru starf- andi þar dótturfyrirtæki nokk- urra íslenzkra fyrirtækja. Ólafur Ragnar átti einnig við- ræður við Guntars Krasts, for- sætisráðherra Lettlands. Þá lögðu þau hjónin og sendinefnd- in öll leið sína í ráð- hús Riga, þar sem borgarstjórinn, Andris Berzins, kynnti meðlimi borg- arsfjórnarinnar fyrir gestunum. I Riga búa yfir 800.000 manns, þar af rúm- lega helmingur af öðmm upp- mna en lettneskum. Ur ráðhús- inu var brunað í þinghúsið, þar sem forseti lettneska þingsins, Indulis Berzins, tók á móti gest- unum. Eftir stutta viðkomu í nýrri aðalræðismannsskrifstofu Is- lands í Riga skoðuðu forseta- hjónin dómkirkjuna, sem er með þeim glæsilegustu í norðanverðri Evrópu, reist á 13. öld. Frelsisbaráttunni vottuð virðing Táknrænn hápunktur þessa fyrsta dags í Riga var þegar for- setarnir lögðu blómsveiga að „frelsisstyttu" Letta, sem var byggð á fyrra sjálfstæðistímabili Lettlands á árunum milli stríða. Hún er minnismerki um frelsi og sjálfstæði lettnesku þjóðarinnar, en það þykir jaðra við krafta- verk að mannvirki með svo póli- tíska skirskotun skyldi fá að standa þá hálfu öld sem landið var heft í helsi Sovétríkjanna. Þar sem styttan var stjórnvöld- um í Moskvu óþægilegur þyrnir í augum var víst oftar en einu sinni tekin ákvörðun um að minnismerkið skyldi fjarlægt. En það stendur enn, sem Lenín ger- ir aftur á móti ekki. Risastór stytta af honum stóð áður á stalli skammt frá frelsisstyttunni og minnti fólk á hver valdið hefði. Við lok athafnarinnar við frelsisstyttuna heilsuðu forset- arnir áhorfendum, en nokkrir þeirra reyndust vera Islendingar búsettir í Lettlandi. íslenzka sendinefndin fékk tækifæri til að fræðast um stormasama sögu Lettlands á þessari öld í sérstöku safni í mið- borg Riga, sem er tileinkað minningunni um þjáningar sov- éttímabilsins, eða allt frá því Hitler og Stalín gerðu með sér samning í Iok ágústmánaðar 1939 um að skipta Austur-Evr- ópu á milli sín. Eystrasaltslöndin þijú lentu samkvæmt samningn- um í höndum Stalíns. Forseti Lettlands og forstöðumaður safnsins útskýrðu það sem fyrir augu bar fyrir gestunum, en þar á meðal var nákvæm eftirlfldng af dæmigerðri vistar- veru sem þeir sem sendir voru í útlegð í gúlagið, þrælavinnu- búðirnar í Síberíu, þurftu að lifa við. Þjáningarsögunni lýkur svo þar sem ísland viður- kenndi sjálfstæði Lettlands í ágúst 1991. Bein útsending frá kvöldverði Dagskrá dagsins lauk með há- tíðarkvöldverði í forsetahöllinni í boði lettnesku forsetahjónanna. Lettneska sjónvarpið sjónvarp- aði beint frá upphafi kvöldverð- arins í aðalfréttatíma kl. 20 og sýndi ítarlega frétt með svip- myndum frá íslandi. I dag heimsækir forsetinn m.a. dótturfyrirtæki BYKO í Lett- landi, BYKO Lat, og hittir fleiri fulltrúa viðskiptalífsins. Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heimsækir endurhæfingarstöð fyrir unga fikniefnaneytendur, en íslenzkar meðferðaraðferðir hafa þjónað aðstandendum stöðvarinnar sem fyrirmynd. Lettlandsheimsókninni lýkur í fyrramálið, þegar opinber heim- sókn til Litháens tekur við. Ferð forsetahjónanna um Eystrasalts- ríkin þijú lýkur á mánudag. Milliríkjasamn- ingur um vernd fjárfestinga undirritaður Morgunblaðið/Ásdís FORSETAR íslands og Lettlands, Ólafur Ragnar Grímsson og Guntis Ulmanis, lögðu blómsveiga að „frelsisstyttu" Letta í miðborg Riga. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og lettneskur starfsbróðir hans, Valdis Birkavs, undirrituðu íyrir hönd Islands og Lettlands samning um gagnkvæma vernd fjárfestinga. Forsetar beggja rílga fylgjast með. LETTLANDSFORSETI beinir athygli hins íslenzka starfsbróður síns að einhveiju atriði sem gefur að líta á sögusýningu um hálfrar aldar helsistímabil sovézkra yfirráða í Lettlandi. Krefja íslensk yfírvöld um þátttöku í námskostnaði Krefjast 35 millj- óna króna fyrir flugvir kj anema YFIRVÖLD menntamála í Vást-. erás í Svlþjóð hafa áfiýjað tíl hæstaréttar landsins þeirri ákvörð- un lægri dómstiga að ekki sé unnt að krefja íslenska menntamála- ráðuneytið um greiðslu vegna náms íslenskra flugvirkjanema þar. Var krafíst greiðslu upphæðar sem svarar til um 35 milljóna króna en þeirri kröfu var vísað frá í undir- rétti. Nokkrir íslenskir flugvirkjanem- ar hafa stundað nám sitt í Svíþjóð, 8-10 þegar mest var, en þeim hefur farið mjög fækkandi og fáir íslend- ingar stunda yfírleitt flugvirkjanám á Norðurlöndum. Menntamálayfír- völd landanna sömdu um að nem- endur frá Iðnskólanum í Reykjavík gætu tekið fyrsta árið hérlendis en síðan þrjú ár í Svíþjóð og var vísað til þess að nemendur gætu sótt gagnkvæmt menntun til allra Norð- urlandanna án þess að þurfa að greiða fyrir það. Fræðslufirvöldin í Vásterás standa straum af kostnaði við kennsluna og hafa síðan innheimt þann kostnað hjá sænska ríkinu. Hefur ríkið ekki viljað fallast á þá upphæð sem sveitarfélagið gerir kröfur um. í nýlegri frétt í sænska blaðinu Dagens Nyheter segir að árið 1992 hafi tekist samkomulag við íslenska menntamálaráðuneytið um greiðslur. Karl Kristjánsson hjá mennta- málaráðuneytinu segir yfirvöld hér ekki hafa fallist á greiðslur en hins vegar samið við tiltekinn skóla um vist fyrir íslendinga. Nú hafí þeim samningi verið riff en það hafi ekki komið til tals hjá menntamálaráðu- neytinu hér að greiða fyrir umrætt nám. Karl sagði síðustu nemend- urna nú vera langt komna með nám sitt við skólann í Vásterás og væru aðeins fáir eftir þar nú. Nokkrir hafa sótt í flugvirkjanám hjá öðrum sænskum skólum sem menn geta eftir sem áður sem einstaklingar og burtséð frá áðurgreindum samningi landanna. Liðlega 100 Islendingar stunda nú flugvirkjanám i Banda- ríkjunum. %*m/ STUTT Nýr bæj- arstjóri Snæfells- bæjar Ólafsvík. Morguilblaðið. KRISTINN Jónasson, rekstr- arfræðingur, hefur verið ráð- inn bæjarstjóri í Snæfellsbæ og mun hefja störf fljótlega. Kristinn er 32 ára og er fæddur og uppalinn á Þing- eyri við Dýrafjörð. Segja má að hann hafí sveitarstjóm í blóðinu því hann er sonur Jónasar Ólafssonar, sem er fráfarandi bæjarstjóri ísa- fjarðarbæjar og þar á undan sveitarstjóri á Þingeyri í mörg ár, og konu hans Nönnu Magnúsdóttur. Kristinn hefur stundað ým- is störf á sjó og landi með námi en hefur verið fjármála- stjóri ýmissa fyrirtækja síðan hann útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst 1992. Síðan 1995 hefur hann verið fjármálastjóri Hraðfi*ystihúss Hellissands. Kristinn er kvæntur Helgu V. Guðjónsdóttur sem einnig er rekstrarfræðingur og starfar sem skrifstofustjóri hjá Sparisjóði Ólafsvíkur. Þau eiga eina dóttur. Vörur úr Víkartindi boðnar upp LAUSAFJÁRUPPBOÐ verð- ur haldið á morgun á vegum Sýslumannsembættisins í Reykjavík. Auk hefðbundinna muna verður að auki boðinn upp varningur sá sem ekki var leystur út úr strandi Vík- artinds. Að sögn Ulfars Lúðvíksson- ar, deildarstjóra í nauðungar- sölu, er þetta með stærstu lausafjáruppboðum sem emb- ættið hefur staðið fyrir. Meðal þeirra muna sem boðnir verða upp, og vora í auglýsingu upp- boðshaldara, má nefna gler- og skrautvörur, stóla, fíttings, myndbandsspólur, loftverk- færi, fatnað og stálhillur. Eig- endur vara úr strandi Víkar- tinds hafa frest til klukkan 16:00 í dag til að leysa til sín vörur. Uppboðið fer fram í Toll- húsinu við Tryggvagötu og hefst það klukkan 13:30. Karlakórs- tónleikar í Klettshelli í Eyjum KARLAKÖR Selfoss bregður á það nýmæli í Vestmannaeyj- um á laugardaginn að halda tónleika á báti í Klettshelli. Karlakórinn mun halda tón- leika í gamla bíósal samkomu- hússins klukkan 16 en í Klettshelli klukkan 18. Bátar munu flytja fólk út í Klettsvík meðan pláss er og fara þeir frá Básaskersbryggju. Tón- leikamir í Klettsvík munu taka um hálfa klukkustund. Stjómandi kórsins er Ólafur Sigurjónsson og undirleikari Elín Káradóttir. Æskilegt er að þeir sem koma á bátum séu komnir tímanlega svo mótor- skellir trafli ekki söng karla- kórsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.