Morgunblaðið - 12.06.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.06.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 1 7 LANDIÐ Klettur í veginum Árneshreppi - Bjarg féll á veg- inn milli svonefndra Stóru- og Litlu-Kleifa á veginum til Norð- urfjarðar. Jarðvegurinn hafði runnið undan bjarginu og það sigið niður í efri vegarkantinn, en fært er um veginn. Bjargið er u.þ.b. 10-15 tonn en verður sprengt innan skamms og vegurinn ruddur. Saga slysavarnastarfs kynnt á lifandi hátt Morgunblaðið/Arnaldur „I ÞESSUM björgunarstól var 38 manns bjargaði þegar togarinn Cap- fagmet strandaði við Grindavík árið 1931. Björgunarsveitin í Grinda- vík hefur bjargað á annað hundrað manns í svona björgunarstól," seg- ir Ásgeir Hjálmarsson. Á SÖGUSÝNINGU Slysavamafé- lags íslands í nýopnuðu miiyasafni félagsins í Garðinum kennir ýmissa grasa. Fluglínutæki, bárufleygur, austurskæna og loftskeytakiefi eru meðal þess sem hægt er að skoða auk fjölda mynda og ritaðra upplýs- inga sem rekja sögu slysavarna- starfs í landinu. Ásgeir Hjálmarsson er formaður sögu- og minjasafnsnefndar SVFÍ og fylgdi blaðamanni og Ijósmyndara Morgunblaðsins um safnið þegar þeir heimsóttu Garð í vikunni. Minjasafn SVFI er í húsnæði Björgunarsveitarinnar Ægis í Þor- steinsbúð. Safnið er eingöngu í hluta húsnæðisins og er hinn hlutinn nýtt- ur undir starfsemi björgunarsveitar- innar. Húsnæðið er alls um 3.000 fer- metrar og var áður fiskhús og rækjuvinnsla sem lagðist af fyrir nokkrum árum. Húsnæðið hafði staðið ónotað í nokkur ár þegar Kristín Ingimundardóttir á Gauks- stöðum lét björgunarsveitinni það í té. Kristín er ekkja Þorsteins Jó- hannssonar útgerðarmanns sem rak fiskvinnsluna þar áður og segir Kristín að maður hennar hafi lengi haft í huga að láta björgunarsveit- inni húsið í té, og svo varð úr fyrir skömmu. Kristín var gerð að heið- ursfélaga SVFÍ á 70 ára afmæli fé- lagsins sem haldið var upp á í Sand- gerði fyrir stuttu. Bárufleygnr sem lygnir sjó „Við hér í björgunarsveitinni Ægi í Garðinum höfðum heyrt af því að fyrirhugað væri að stofna minjasafn félagsins. Við höfðum nýfengið þetta stóra húsnæði og buðum hluta þess undir safnið. Boðinu var tekið og því er safnið hér í dag,“ sagði Ásgeir Hjálmarsson þegar hann var spurð- ur hvers vegna safnið væri í Garðin- um. Slysavarnafélagið hélt nýlega upp á 70 ára afmæli sitt og var Sögu- sýningin opnuð af því tilefni. Fyrir- hugað er að sýningin standi áfram og munu fleiri munir bætast við hana eftir sem á líður. Á sýningunni má fræðast um að- draganda að stofnun Slysavamafé- lagsins og forsögu hennar. Braut- ryðjandi skipulagðs slysavama- starfs var séra Oddur V. Gíslason á Stað í Grindavík. Oddur stofnaði m.a. bjargráðanefndir í allmörgum verstöðvum, gaf út blaðið Sæbjörgu og fann upp bárufleyginn, sem lægði öldur í miklum brotsjó. „Fleygurinn var festur aftan í bátinn og hann lát- inn dragast aftan úr. Lýsi var sett í fleyginn, sem göt vom á, og lak lýsið hægt út um götin og lægði öldumar, en eins og alkunna er þá lygnir sjó- inn þegar olía er á honum,“ segir Ásgeir. Frækileg björgunarafrek Frá brautryðjandanum er sagan svo rakin áfram, sagt er frá stofnun fyrsta slysavamafélagsins, sem var Sigurvon í Sandgerði, stofnuð 1928 og nýjungar í björgunartækjum kynntar. Línubyssur frá ólíkum tímabilum era til sýnis og sýna þær glöggt þá miklu þróun sem orðið hef- ur til batnaðar á björgunarbúnaði. Sagt er frá frækilegum björgunara- frekum og sýndir munir eins og björgunarstóll björgunarsveitarinn- ar Þorbjarnar í Grindavík sem bjargaði 38 manns úr strandi franska togarans Capfagmet 24. mars árið 1931. í einum básnum er sagt frá fjár- öflun vegna starfseminnar, merkja- sala kynnt, sagt frá unglingadeildum og félagaöflun og sýndar myndir af uppábúnum bömum við merkjasölu: „Hér áður fyrr tíðkaðist það að böm- in klæddu sig upp í hvíta búninga þegar þau seldu merki Slysavamafé- lagsins. Það hefur verið gaman að sjá krakkana svona," segir Ásgeir og finnst augljóslega synd að merkja- söluböm í dag skuli ekki klæðast svona búningum. Auk alls þess sem þegar er upp- talið er fjölmargt annað að sjá á sýn- ingunni og augljóslega mikil vinna lögð í að safna minjunum saman og sýna þær glöggt þær framfarir sem orðið hafa á búnaði björgunarsveita og breyttum aðstæðum til björgun- ar. Bjöm G. Bjömsson sá um upp- setningu sýningarinnar en Einar Amalds vann við textagerð. í sögu- og minjasafnsnefnd sitja auk Ásgeirs þeir Sigurður H. Guðjónsson og Jón Borgarsson. Safnið er opið daglega frá 13-17 ÁSGEIR Hjálmarsson formaður sögu- og minjasafnsnefndar SVFÍ og Kristín Ingimundar- dóttir á Gauksstöðum og heiðursfélagi SVFI. í baksýn má sjá Þorsteinsbúð, sem er hús- næði Minjasafnsins, björgunarsveitarinnar Ægis og kvennadeildar slysavamafélagsins í Garðinum, en það var áður mikið fískvinnsluhús sem var í eigu Þorsteins Jóhannessonar á Gauksstöðum og fjölskyldu hans. Minjasafn SVFÍ í Garðinum Á MINJASAFNI SVFÍ í Garðinum má sjá margvíslega hluti úr sögu slysavamastarfs og sjósóknar á Islandi. Hér má sjá líkan af áttæringi, sjóklæði sjómanna frá fyrri árum og mynd málaða af Freymóði Jóhannssyni frá 1930 sem lengi var notuð sem leiktjald á leik- sviði samkomuhússins í Garðinum. • Rúmgóðar geymsluhirslur • Rúmgóðir skápar • Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi • Svefnpláss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi • Varadekk, festing og varadekkshlíf Ljósabúnaður skv. EES staðli • Skrúfeðir undirstöðufætur • Lokaóur lyftubúnaður • Ryðvarinn undirvagn • og margt fleira r. 447.000 staögreitt Hafðu samband - ýmsir lánamöguleikar w TITAN Sportbúð - Títan • Seljavegi 2 SÍMI 551 6080 • Fax 562 6488 í pípum og plötum sem má þrýsta og sveigja, laust við CFC, í sam- ræmi við ríkjandi evrópska staðia. Hentar vel tii einangrunar kæii- kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi, og fyrir pípulagningar. ^ 1 fWqpHQ Leitið frekarí upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ARMÚLA 29.1BS REYKJAVÍK, SÍMI5531849/569*190. ’llClÞÞ l&co

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.