Morgunblaðið - 12.06.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.06.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnaldur Lyftarar Eimskips í Sundahöfn taka nú við fyrirmælum í gegnum þráðlausan tölvubúnað. Nýtt upplýsingakerfi Eimskips í Sundahöfn EIMSKIP hefur tekið í notkun nýtt upplýsingakerfi fýrir gámaflæði í Sundahöfn. Að sögn Hjörleifs Jakobsson- ar, framkvæmdastjóra innan- landssviðs, byggir kerfið á því að allar færslur gáma eru skráðar í tölvu, hvort sem um er að ræða flutning gáma tíl eða frá vörugeymslum, afhendingu tíl viðskiptavina eða tilflutning. Þráðlausum tölvum hefur einnig verið komið fyrir í lyftur- um og öðrum vinnuvélum fé- lagsins þar sem fyrirmæli ber- ast um allar tilfærslur á svæð- inu: „Þannig eru lyftarar undir tölvuvæddri verkstjórn og fá öll sín fyrirmæli á tölvuskjá, sem miðar að því að tryggja hag- kvæmari rekstur og aukið upp- lýsingaflæði en viðskiptavinur- inn getur nú ávallt fengið vit- neskju um hvar vara hans er staðsett í flutningaferlinu“. Kerfíð er keypt ftá belgíska hugbúnaðarfyrirtækinu Cosmos og kostaði um 45 milljónir króna. Hjörleifúr segir ljóst að allar hreyfíngar vinnuvéla á at- hafnasvæðinu muni minnka til muna því umstöflun og tilfærsla gáma taki nú mið af því hvert og hvenær þeir fara með skipu- Iegri hætti en áður: „Nýting svæðisins og vinnutækja batnar, lestun og losun skipa verður skjótari sem leiðir til styttri við- verutúna þeirra í höfninni. Þetta mun spara félaginu um- talsverða fjármuni í framtíðinni sem til lengri tíma litið mun einnig skila sér til viðskiptavina Eimskips“. Verkfall lamar verksmiðjur General Motors Detroit. Morgunbladid VERKFALL sem hófst síðasta fostudag í einni af verksmiðjum General Motors, hefúr nú lamað sjö aðrar verksmiðjur, þar sem margar af mest seldu bifreiðategundum GM eru settar saman. Meira en átján þúsund verkamenn hafa verið send- ir heim vegna þessa. Verksmiðjan þar sem samtök verkamanna í bíla- iðnaðinum (UAW) lögðu niður vinnu, er i bænum Flint í Michigan ríki, og framleiðir meðal annars stuðara og vélarhlífar fyrir margar tegundir GM bifreiða. Verkfallið hófst vegna deilna inn öryggi á vinnustað og fjölda starfa í verksmiðjunni. Verkalýðsfélagið sakar GM einnig um að hafa ekki staðið við áætlanir um frekari fjár- festingar og segir að ætlun bifreiða- framleiðandans sé að flytja störf úr landi. Annað verkfall f uppsiglingu? General Motors stendur einnig frammi fyrir verkfalli sem boðað hefur verið í annarri verksmiðju fyrirtækisins í Flint. Þar eru meðal annars framleidd kveikikerti, hraðamælar og eldsneytisdælur fyr- ir langflestar tegundir GM bifreiða. Verði vinna lögð niður þar í dag, gæti það þýtt að innan nokkurra daga myndi General Motors neyð- ast til að loka flestum verksmiðjum sínum í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Boeing kynnir nýja 100 sæta þotu Long Beach, Kaliforníu. Reuters. BOEING flugvélaverksmiðjumar hafa kynnt nýjustu þotu sína, 717- 200, sem vonað er að verði helzti farkostur flugfélaga á styttri leiðum um víða veröld. Flugvélina þróaði McDonnell Douglas Corp. og kallaði hana MD- 95, en henni var gefið naftiið 717- 200 eftir samruna McDonnells og Boeings í fyrra. Hún er beinn af- komandi DC-9 þotunnar. Verðið er á bilinu 30-34 milljónir dollara og Boeing kallar vélina „beztu 100 sæta flugvél heims“. 717- 200 er minnsta flugvél Boeings og flugþol hennar er allt að 1400 mílur, þótt gert sé ráð fyrir að flugfélög, sem halda uppi á ferðum á stuttum leiðum, taki hana í sína þjónustu. Með því er átt við 300-500 mílna flugleiðir. Fyrsta nýja flugvélin „Þessi flugvél er kölluð 717 af því að hún er nr. 1, fyrsta nýja flugvélin eftir samruna Boeing/McDonnell Douglas í fyrrasumar," sagði for- stjóri Boeings, Harry Stonecipher. „717 þotan tilheyrir einnig merkri arfleifð ásamt hinum vel- heppnuðu DC-9, en rúmlega 800 af þeirri gerð eru enn í notkun. Not- endur DC-9 eru eðlilegir kaupendur hinnar nýju 717 og við væntum þess að eiga viðskipti við þá,“ sagði hann. Annar markhópur Boeings eru GESTIR skoða hina nýju Boeing 717 á Long Beach f Kalifomíu. notendur gamalla 727 gerða. Fyrir- tækið gerir ráð fyrir að markaður verði fyrir 2600 nýjar flugvélar fyrir 80-120 farþega fyrir árið 2017. Lítill hávaði fylgir nýju þotunni og útblástur frá henni er lítill. Hún býð- ur upp á fullkominn flugstjómar- klefa og lendingarkerfi, sem hægt er að nota til að lenda, þótt flugbrautin sjáist ekki, að sögn fyrirtækisins. Meðal þeirra sem vom viðstaddir kynningu nýju þotunnar var Joseph Corr, forstjóri AirTran Airlines, sem fær fyrstu 717 þotuna afhenta á þriðja ársfjórðungi 1999. AirTran hyggst nota 717 þotur eingöngu fyr- ir árið 2002 og hefúr pantað 50 fyrir um 1,6 milljarða dollara ásamt rétti til að kaupa 50 í viðbót. Boeing hyggst smíða þrjár 717 þotur á mánuði fyrir árið 2000 og fimm á mánuði árið eftir og ef til vill fleiri ef eftirspum verður næg. Ron Woodard, forseti Boeing Commercial Airplane Group, sagði ftéttamönnum að Boeing vonaðist til að koma upp heilli fjölskyldu 717 flugvéla, þar á meðal 717-100, sem tæki 80-85 farþega, og 717-300, sem tæki 125-130 farþega. 3 Islenska járnblend if élagið hf. Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 3.537,0 3.716,5 -4,8% Rekstrargjöld 3.126,4 2.975,3 +5,1% Rekstrarhagnaður 410,6 741,2 -44,6% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 28,4 (29,4) ~ Hagnaður af reglulegri starfsemi 439,0 711,8 -38,3% Onnur gjöld (10,7) (73,9) -85,5% Eignaskattur (34,4) (26,2) +31,3% Hagnaður ársins 393.9 611,7 -35,6% Efnahagsreikningur 31. des. 1997 1996 Breyting 1 Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 2.353,3 2.245,2 +4,8% Veltufjármunir 1.977,9 1.756,3 +12,6% Eignir samtals 4.331,2 4.001,5 +8,2% | Skuldir og eigið fé: | Eigið fé 3.588,5 2.567,3 +39,8% Langtímaskuldir 160,9 443,9 -63,8% Skammtímaskuldir 581,8 990,3 -41,3% Skuldir og eigið fé samtals 4.331.2 4.001.5 +8,2% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Brejting Eigínf járhlutfall 82,8% 64,2% Veltufjárhlutfall 3,4 1,8 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 662,5 800,6 +17,2% Kaupþing opnar verðbréfafyrirtæki í Luxemborg 221. bankastofnunin í borginni Luxemborg. Morgunblaðið. BANKASTOFNUNUM í Luxemborg fjölgaði um eina í gær þegar Kaupþing hf. opnaði þar verð- bréfafyrirtæki sitt Kaupthing Luxembourg SA., jafnframt því sem löndunum sem þar eiga banka fjölgaði um eitt. Fyrir vom í Luxemborg 220 bankar og verðbréfafyrirtæki frá 46 ríkjum, þannig að Kaupthing Luxembourg er 221. banka- stofnun landsins og frá 47. ríkinu eins og fram kom hjá Magnúsi Guðmundssyni, framkvæmda- stjóra, í gær. Kaupþing hf. hefur lengi unnið að undirbúningi þessa fyrsta verðbréfafyrirtækis Islendinga á er- lendri gmndu. Starfsemi Kaupþings í Luxemborg hófst með stoftiun verðbréfasjóðsfyrirtækisins Kaup- thing management company fyrir tveimur ámm. Það fyrirtæki er starfrækt í samvinnu við Rothschild banka og kom fram hjá Sigurði Ein- arssyni forstjóra Kaupþings hf. við opnunarat- höfhina í gær að starísemin hefði gengið vel. Nema sjóðir þess nú um fimm milljörðum króna. Á síðasta ári stofnsetti Kaupþing síðan svokall- aða Islandssjóði í Luxemborg, en þeir fjárfesta eingöngu í íslenskum verðbréfúm þ.e.æs. hluta- bréfum og langtíma skuldabréfum. Þriðja skrefið og það stærsta er síðan stofnun verðbréfafyrir- tækisins sem hóf starfsemi sína í Luxemborg í gær. Vonandi aðeins byijunin. í tilefni af formlegri opnun fyrirtækisins em staddir í Luxemborg sparisjóðsstjórar flestra ís- lensku sparisjóðanna og fulltrúar fleiri fyrirtækja úr „sparisjóðafjölskyldunni" en Kaupþing er hluti af þeirri fjölskyldu sem kunnugt er. Skoðuðu gestimir skrifstofur Kaupthing Luxemborg við Rue Guillaume Schneider, í hjarta Luxemborgar og samfögnuðu starfsmönnum nýja fyrirtækisins og stjórnendum Kaupþings hf. í síðdegisboði. Þar vom á meðal gesta Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Goebbles, efhahagsmálaráðherra Lux- emborgar. Báðir lofiiðu það frumherjastarf Kaup- þings að stofna verðbréfafyrirtæki í Luxemborg og ræddu um góð samskipti landanna fyrr og nú. Geir sagði að þetta væri vonandi aðeins byrjunin á útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fimm menn munu starfa á skrifstofu Kaupt- hing Luxembourg og hafa fjórir þegar tekið til starfa. Fyrirtækið mun í upphafi aðallega þjóna íslendingum bæði heima og í Luxemborg en það mun jafnframt sinna viðskiptum við aðra norður- landabúa o.fl. í dag stendur Kaupþing fyrir ráðstefnu þar sem starfsemi fyrirtækisins í Luxemborg verður kynnt nánar og fjallað um myntbandalag Evrópu, evruna og fjárfestingar á alþjóðlegum mörkuðum. Meðal fyrirlesara er Geir H. Haarde fjármálaráð- herra. Viðunandi hagnaður hjá Islenska járn- blendifélaginu hf. Arður ekki greiddur iít í ár Á AÐALFUNDI íslenska járn- blendifélagsins, sem var haldinn í gær, kom fram að hagnaður fyrir- tækisins árið 1997 nam 393 milljón- um króna. Á fúndinum var einnig samþykkt tillaga stjómar um að greiða engan arð til hluthafa á þessu ári. í máli Guðmundar Einarssonar stjómarformanns kom fram að ástæður fyrir þeirri ákvörðun væm margþættar. Meðal annars stæði 60% stækkun fyrirtækisins fyrir dyrum, en nýr bræðsluofn yrði tek- inn í notkun á næstunni og bygging hans yrði mjög dýr. Þá gæfu mark- aðshorfúr vísbendingu um að var- kámi væri þörf. Hagnaður ársins, 393 milljónir króna, er mun minni en ársins 1996, þegar hann nam 611 milljónum króna. Ástæðan er lækkandi verð á mörkuðum, en að auki jókst rekstr- arkostnaður um rúmlega 150 millj- ónir króna. Guðmundur Einarsson sagði að mjög brýnt væri að lækka kostnað, en hann hefúr farið vaxandi síðustu 3 ár. ---------------- Dómur gegn Brown & Williamson Jacksonville, Flórída. Reuters. KVTÐDÓMUR á Flórída hefur úr- skurðað að vindlingaframleiðandinn Brown & Williamson beri lagaá- byrgð á samsæri vegna dauða reyk- ingamanns og fleiri atriðum og dæmdi fjöLskyldu hans að minnsta kosti 552.000 dollara í skaðabætur. Þetta er annar úrskurður dóm- stólsins á tveimur árum, sem er óvii- hallur tóbaksiðnaðinum í máli reyk- ingamanns gegn honum. Kviðdómurinn taldi einnig við hæfi að dæma fyrirtækið í refsibæt- ur og mun koma aftur saman til að ákveða þær innan skamms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.