Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 27

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 2 7 Söngferð Arnesingakórsins til Lettlands ÁRNESINGAKÓRINN í Reykja- vík hélt hinn 10. júní utan ásamt nokkruni félögum úr kór Kvennaskólans í Reykjavík til að halda tónleika í Lettlandi. I kvöld 12. júní mun hópurinn ásamt kór Lettnesku akademíun- ar taka þátt í tónleikum Lett- nesku fílharmoníuhljómsveitar- innar undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Sigurður Bragason mun syngja einsöng með hljóm- sveitinni. Á efnisskránni eru aðallega verk eftir Mozart, m.a. Gloria úr Krýningarmessunni og Ave ver- um corpus. Meðal gesta á tón- leikunum verða forsetar Lett- lands og Islands. Hinn 14. júní mun Árnesinga- kórinn ásamt félögum úr kór Kvennaskólans halda tónleika á þekktum tónleikastað í Riga. Undirleikari á þeim tónleikum er Bjarni Þór Jónatansson og ein- söngvari Árni Sighvatsson, sljórnandi beggja kóranna er Sigurður Bragason. Efnisskrá tónleikanna er byggð á íslenskum söng- og ætt- jarðarlögum. í þessari ferð munu Árnesingakórinn og Lettneska fflharmoníuhljómsveitin, undir stjórn Guðmundar Emilssonar, vinna upptökur á íslenskum og erlendum lögum. „Við munum meðal annars hljóðrita íslenska þjóðsönginn með lettnesku ffl- harmoníunni,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson sem syngur bassa- rödd með Árnesingakórnum. Kórinn hélt upp á 30 ára afmæli sitt í fyrra og var síðast erlendis á Ítalíu á tónleikaferðalagi fyrir tveim árum. HLUTI Árnesingakórsins í Reykjavík. Sigrún Lára sýnir hand- málaðar silkislæður SIGRÚN Lára Shanko opnar sína fyrstu einkasýningu á handmáluð- um silkislæðum í galleríi Handverks & hönnunar laug- ardaginn 13. júní. Sigrún Lára lærði silkimálun er hún bjó í Englandi. Síðan þá hefur hún þróað sinn eigin stíl og notar ýmsa tækni við litun á silkinu, en mest handmálun. „Sigrún Lára flytur sjálf inn silkið og litina. Hún notar aðeins liti sem þarf að gufu- festa, þvi þeir gefa bestan skarp- leika í litum. Sigi'ún Lára hefur tekið að sér sérverkefni og leggur áherslu á að uppfylla óskir hvers og eins varð- andi hugmyndir og litaval,“ segir í kynningu. Gallerí Handverks & hönnunar er við Amtmannsstíg og er sýningin opin þriðjudaga-föstudaga kl. 11-17 og laugardaga kl. 12-16. Sýningunni lýkur 27. júní. Nýjar bækur • HÁSKÓLA ÚTGÁFAN þefur nýlega sent frá sér bókina í ti'ma og ótíma til heiðurs Sigurði A. Magn- ússyni rithöfundi í tilefni af sjö- tugsafmæli hans hinn 31. mars sl. Ritið er umfangs- mikið og hefur að geyma ræður og ritgerðir Sigurð- ar frá seinni ár- um, en sem kunnugt er hefur hann verið af- kastamikill á þeim vettvangi og látið til sín taka jafnt í umræðu um þjóðfélagsmál, trúmál, menningu og Iistir. Afmæl- isritið endurspeglar þessi áhugasvið hans. Ástráður Eysteinsson ritar inngang að verkinu. Ritið er 460 bls. að lengd og því fylgir ítarleg rítaskrá er spannar allan höfundarferíl Sigurðar til dagsins í dag. Búðaverð bókarinnar er 3.500 kr. Sigurður A. Magnússon Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. ódýr náttfarnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Verð: 2.995,- STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Mikið úrval af sumarskóm ó börn Tegund: ADI Leður í stærðum 28-35 www. ■nmfilm Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.