Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 29 LISTIR FJALLLENDI BISKUPSTUNGNA Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson INGIMUNDUR Sigfússon sendiherra og listamennirnir Magdalena Margrét Kjartansddttir og Ásgeir Smári Einarsson, á myndina vantar þriðja listamanninn Victor Guðmund Cilia. S Islensk list á ferð og flugi Hannover. Morgunblaðið. BÆKUR Arbók 1998 FJALLAJARÐIR OG FRAMAFRÉTTUR BISKUPSTUNGNA Gísli Sigurðsson. Ferðafélag Is- lands, Reykjavík 1998, 272 bls. EINS og tiltill bókar segir nær þessi frásögn yfír mikinn hluta Biskupstungna og mestan hluta af afrétti þeirra. Vesturmörkin eru við Brúará og norður í Hagafell. Aust- urmörk fylgja Hvítá frá Hvítárvatni og niður að Gullfossi, en suðurmörk eru Hlíðarbæir svonefndir og bæja- röðin með fjöllum fram upp að Kjóastöðum og Brattholti. Þetta er því mikið landssvæði og vissulega frá mörgu og merkilegu að segja. Fyrir utan skemmtilegan og vel- gerðan yfírlitskafla skiptist bókin í þrettán kafla: Brúarárskörð og Brúará af Rótasandi til byggða; Fjallajarðirnar, bæjaröðin við brún hálendisins; Landnámsjörðin Út- hlíð; Hrauntúnsland - náttúrufjár- sjóður í umsjá Skógræktar ríkisins; Konungsvegurinn; Hlíðarfjöllin; Lambahraunsdyngjan og Úthlíðar- hraun; Geysir og hverasvæðið í Haukadal; Haukadalur, landnáms- jörð og sögustaður; Haukadalsheiði; Hvitá og Gullfoss; Framafréttur Biskupstungna og fjallferðir; Haga- vatn, Brekknafjöll og Hagafell. Eins og af þessari upptalningu sést er þetta landssvæði einstaklega áhugavert. Þar er hver náttúruperl- an annarri fegurri og landslag eink- ar sérkennilegt víða. Hér er hægt að una langa sumardaga. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um og fjöldi sumarbústaða er á þessum slóðum. Þessi bók verður því mörg- um þarfur og kærkominn leiðarvís- ir. Ekki er ástæða til að gera ein- stökum köflum bókar- innar skil, en nefna vil ég þó að ég var einkar hrifinn af kaflanum um Brúarárskörð og mörg- um mun þykja gagn- legt yfirlitskortið um hverasvæðið í Hauka- dal. Ég hygg að erfitt hefði verið að finna mann sem var betur fallinn tfl að skrifa þessa Árbók en Gísla Sigurðsson. Því veldur margt. í fyrsta lagi eru þetta hans heimaslóðir, sem hann gjörþekkir, enda leynir sér ekki að hann hefur fullkomið vald á efninu. í öðru lagi ber frásögn höfundar með sér ást á landinu og mikla umhyggju fyrir því. Umhverfismál eru honumn jafnan ofarlega í huga, þó að hann hafi engu að síður góðan skilning á þörfum bænda. Enda þarf ekki að vera ósamræmi þar á milli. Höfundur hefur einkar gott lag á því að flétta saman sögulegum fróðleik, landfræðilýsingum og nátt- úrsérkennum. Marga sérstæða staði bendir hann lesanda á sem fara fram hjá lítt kunnugum. Þá er það ekki síður mikilsvert að bókin er ágætlega vel skrifuð, skemmtileg og lipur aflestrar. Kemur þar hvort tveggja til leikni höfundar í meðferð máls og listamannsauga hans sem gerir lýsingar lifandi og sterkar. Ekki er höfundar sök að afréttur skiptist sem nú er milli Biskups- tungna, Laugardals og Þingvalla- sveitar(!). En þeim sem þetta ritar hefði þótt fengur í því ef allt svæðið vestan frá Mjóafellum hefði verið tekið með. Marg- ir ferðamenn fara leið- ina frá Þingvöllum (eða af Kaldadal) í Hellis- skarð eða niður í Laug- ardal og hefði því verið kærkomið að fá lýsingu alls svæðisins á einum stað. Bók þessari fylgja mörg hlutakort, ágæt- lega gerð og 243 ljós- myndir prýða. Lang- flestar þeirra eru lit- myndir. Hefur bókar- höfundur tekið 215 þeirra sjálfur. Hafa myndimar prentast vel og eru vel teknar, þó að enginn sé ég fræðimaður á því sviði. í bókalok er tegundalisti blóm- plantna ofan Biskupstungna tekinn saman af Jóni H. Sigurðssyni, líf- fræðingi. Hann mun hafa gert rann- sóknina sem samantektin byggist á. Skrá er yfir heimildir, svo og ör- nefni. Og eins og venja er lýkur Ár- bókinni á frásögn af félagsmálum Ferðafélags Islands. Þessi Arbók er hin sjötugasta og fyrsta í röðinni og sómir sér vissulega vel við hlið margra ágætra fyrirrennara sinna. Sigurjón Björnsson SAMSYNING þriggja íslenskra myndlistarmanna var nýlega opn- uð í „Galerie im Airport Hotel Ilamburg", sýningarsal Flughót- elsins í Hamborg. _ Magdalena M. Kjartansdóttir, Ásgeir Smári Einarsson og Victor Guðmundur Cilia sýna samtals 42 ný og nýleg verk í sýningarsal og á göngum hótelsins. Airport Hotel í Hamborg stend- ur reglulega fyrir alþjóðlegum myndlistarsýningum í húsakynn- um sínum. Kerstin Grunthal rekur eigin auglýsingastofu og sérhæfir sig í almannatengslum varðandi ferðamál og listir. Hún sér meðal annars um almannatengsl fyrir Flugleiðir í Þýskalandi. Fyrir til- stilli hennar var samsýningin í Hamborg sett á laggirnar. Ingimundur Sigfússon sendi- herra opnaði sýninguna við hátíð- lega athöfn þar sem Ferðamálaráð íslands og þýska ferðaskrifstofan Island Tours dreifðu ferðabæk- lingum. Airport Hotel, þar sem sýningin stendur yfir, er steinsnar frá flug- vellinum í Hamborg og er þar með fyrsta listagalleríið sem fyrir augu ferðamanna ber á leið frá flugvell- inum inn í borgina. Sýningin stendur til 10. júlí. Gísli Sigurðsson SJÓÐUR E I T T Nafnávöxtun síðastliðið 1 ár Nafnávöxtun síðastliðna 6. mánuði VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Hl;. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib<gVib.is Frábært úrval af golfvörum PRESTIGE WOOD (TRÉ) golfkylfur 20% afsláttur AFMÆLISTILBOÐI Tilboöln gilda frá 6.-16. Júnf HREYSTI — sportvöRuhus Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19 - S. 568-1717 Troöfullar búöir af nýjum vörum rtViVdu úrva// verðfrákr. VEIÐIVESTI BAKPOKAR SUNDBOLIR ÚLPUR SPORTSKÓR GOLFKYLFUR PEYSUR OG FL. Á FRÁBÆRU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.