Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 29 LISTIR FJALLLENDI BISKUPSTUNGNA Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson INGIMUNDUR Sigfússon sendiherra og listamennirnir Magdalena Margrét Kjartansddttir og Ásgeir Smári Einarsson, á myndina vantar þriðja listamanninn Victor Guðmund Cilia. S Islensk list á ferð og flugi Hannover. Morgunblaðið. BÆKUR Arbók 1998 FJALLAJARÐIR OG FRAMAFRÉTTUR BISKUPSTUNGNA Gísli Sigurðsson. Ferðafélag Is- lands, Reykjavík 1998, 272 bls. EINS og tiltill bókar segir nær þessi frásögn yfír mikinn hluta Biskupstungna og mestan hluta af afrétti þeirra. Vesturmörkin eru við Brúará og norður í Hagafell. Aust- urmörk fylgja Hvítá frá Hvítárvatni og niður að Gullfossi, en suðurmörk eru Hlíðarbæir svonefndir og bæja- röðin með fjöllum fram upp að Kjóastöðum og Brattholti. Þetta er því mikið landssvæði og vissulega frá mörgu og merkilegu að segja. Fyrir utan skemmtilegan og vel- gerðan yfírlitskafla skiptist bókin í þrettán kafla: Brúarárskörð og Brúará af Rótasandi til byggða; Fjallajarðirnar, bæjaröðin við brún hálendisins; Landnámsjörðin Út- hlíð; Hrauntúnsland - náttúrufjár- sjóður í umsjá Skógræktar ríkisins; Konungsvegurinn; Hlíðarfjöllin; Lambahraunsdyngjan og Úthlíðar- hraun; Geysir og hverasvæðið í Haukadal; Haukadalur, landnáms- jörð og sögustaður; Haukadalsheiði; Hvitá og Gullfoss; Framafréttur Biskupstungna og fjallferðir; Haga- vatn, Brekknafjöll og Hagafell. Eins og af þessari upptalningu sést er þetta landssvæði einstaklega áhugavert. Þar er hver náttúruperl- an annarri fegurri og landslag eink- ar sérkennilegt víða. Hér er hægt að una langa sumardaga. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um og fjöldi sumarbústaða er á þessum slóðum. Þessi bók verður því mörg- um þarfur og kærkominn leiðarvís- ir. Ekki er ástæða til að gera ein- stökum köflum bókar- innar skil, en nefna vil ég þó að ég var einkar hrifinn af kaflanum um Brúarárskörð og mörg- um mun þykja gagn- legt yfirlitskortið um hverasvæðið í Hauka- dal. Ég hygg að erfitt hefði verið að finna mann sem var betur fallinn tfl að skrifa þessa Árbók en Gísla Sigurðsson. Því veldur margt. í fyrsta lagi eru þetta hans heimaslóðir, sem hann gjörþekkir, enda leynir sér ekki að hann hefur fullkomið vald á efninu. í öðru lagi ber frásögn höfundar með sér ást á landinu og mikla umhyggju fyrir því. Umhverfismál eru honumn jafnan ofarlega í huga, þó að hann hafi engu að síður góðan skilning á þörfum bænda. Enda þarf ekki að vera ósamræmi þar á milli. Höfundur hefur einkar gott lag á því að flétta saman sögulegum fróðleik, landfræðilýsingum og nátt- úrsérkennum. Marga sérstæða staði bendir hann lesanda á sem fara fram hjá lítt kunnugum. Þá er það ekki síður mikilsvert að bókin er ágætlega vel skrifuð, skemmtileg og lipur aflestrar. Kemur þar hvort tveggja til leikni höfundar í meðferð máls og listamannsauga hans sem gerir lýsingar lifandi og sterkar. Ekki er höfundar sök að afréttur skiptist sem nú er milli Biskups- tungna, Laugardals og Þingvalla- sveitar(!). En þeim sem þetta ritar hefði þótt fengur í því ef allt svæðið vestan frá Mjóafellum hefði verið tekið með. Marg- ir ferðamenn fara leið- ina frá Þingvöllum (eða af Kaldadal) í Hellis- skarð eða niður í Laug- ardal og hefði því verið kærkomið að fá lýsingu alls svæðisins á einum stað. Bók þessari fylgja mörg hlutakort, ágæt- lega gerð og 243 ljós- myndir prýða. Lang- flestar þeirra eru lit- myndir. Hefur bókar- höfundur tekið 215 þeirra sjálfur. Hafa myndimar prentast vel og eru vel teknar, þó að enginn sé ég fræðimaður á því sviði. í bókalok er tegundalisti blóm- plantna ofan Biskupstungna tekinn saman af Jóni H. Sigurðssyni, líf- fræðingi. Hann mun hafa gert rann- sóknina sem samantektin byggist á. Skrá er yfir heimildir, svo og ör- nefni. Og eins og venja er lýkur Ár- bókinni á frásögn af félagsmálum Ferðafélags Islands. Þessi Arbók er hin sjötugasta og fyrsta í röðinni og sómir sér vissulega vel við hlið margra ágætra fyrirrennara sinna. Sigurjón Björnsson SAMSYNING þriggja íslenskra myndlistarmanna var nýlega opn- uð í „Galerie im Airport Hotel Ilamburg", sýningarsal Flughót- elsins í Hamborg. _ Magdalena M. Kjartansdóttir, Ásgeir Smári Einarsson og Victor Guðmundur Cilia sýna samtals 42 ný og nýleg verk í sýningarsal og á göngum hótelsins. Airport Hotel í Hamborg stend- ur reglulega fyrir alþjóðlegum myndlistarsýningum í húsakynn- um sínum. Kerstin Grunthal rekur eigin auglýsingastofu og sérhæfir sig í almannatengslum varðandi ferðamál og listir. Hún sér meðal annars um almannatengsl fyrir Flugleiðir í Þýskalandi. Fyrir til- stilli hennar var samsýningin í Hamborg sett á laggirnar. Ingimundur Sigfússon sendi- herra opnaði sýninguna við hátíð- lega athöfn þar sem Ferðamálaráð íslands og þýska ferðaskrifstofan Island Tours dreifðu ferðabæk- lingum. Airport Hotel, þar sem sýningin stendur yfir, er steinsnar frá flug- vellinum í Hamborg og er þar með fyrsta listagalleríið sem fyrir augu ferðamanna ber á leið frá flugvell- inum inn í borgina. Sýningin stendur til 10. júlí. Gísli Sigurðsson SJÓÐUR E I T T Nafnávöxtun síðastliðið 1 ár Nafnávöxtun síðastliðna 6. mánuði VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Hl;. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib<gVib.is Frábært úrval af golfvörum PRESTIGE WOOD (TRÉ) golfkylfur 20% afsláttur AFMÆLISTILBOÐI Tilboöln gilda frá 6.-16. Júnf HREYSTI — sportvöRuhus Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19 - S. 568-1717 Troöfullar búöir af nýjum vörum rtViVdu úrva// verðfrákr. VEIÐIVESTI BAKPOKAR SUNDBOLIR ÚLPUR SPORTSKÓR GOLFKYLFUR PEYSUR OG FL. Á FRÁBÆRU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.