Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 41

Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 4^* MINNINGAR GÍSLISKARPHÉÐINN SIGURÐSSON + Gísli Skarphéðinn Sigurðs- son fæddist á Höfn 10. febr- úar 1970. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 5. júm'. Um hádegisbil miðvikudaginn 27. maí síðastliðinn barst mér frétt um að Gísli væri dáinn. Gat þetta verið satt? Eg vonaði svo sannarlega að svo væri ekki og beið lengi eftir símtali um að þetta hefði verið misskilningur. Svo var víst ekki og því verð ég og allir aðrir sem voru svo heppnir að kynnast Gísla að takast á við raun- veruleikann, sama hversu ósann- gjarn hann er. Ég var svo heppin að fá að prófa að fara í sveit á Stapa 6 ára gömul. Eftir það varð ekki aftur snúið og næstu sex árin vildi ég helst hvergi annars staðar. vera. I dag er ég ekki búin að koma á Homafjörð nema að ég hafi kíkt í sveitina mína. Nú mun ég ekki framar hitta Gísla þar glaðan og hressan að vanda í faðmi yndislegrar fjöl- skyldu. Gísli var fjómm ámm eldri en ég og í sveitinni leit maður alltaf upp til hans. Hann var stóri strák- urinn sem gat allt og var endalaust duglegur. Hann var mjög hjálp- samur og mér fannst hann heyja fyrir alla Nesjamenn. Annað af tvennu sem ég held að Gísli hafi ekki getað gert var að segja nei. Hitt var að kenna mér að bakka dráttarvél með kerru sem er nú ekki auðvelt verk. Mig dreymdi mikið um að vera jafn dugleg og hann, reyndi jafnvel að ata bux- umar mína út í olíu svo þær yrðu eins og hans. Þótt Gísli hafi verið nokkuð eldri og fíflast mikið í okk- ur stelpunum nennti hann að gera ýmsa hluti fyrir okkur. Mér er sér- stakiega minnistætt þegar hann lagaði þak á gömlum litlum torfbæ austur á hól og setti torfu yfir og bjó til hið fínasta gullabú handa mér og Völu. Síðustu ár höfum við ekki hist nógu oft og mikið átti eftir að ræða. Þú varst svo ánægður með lífið þegar þú kynntir mig fyrir Sædísi og seinna þegar ég sá Hauk Smára fyrst. Þú áttir svo margt ógert og sérstaklega finnst mdf'*' sorglegt að Haukur Smári fái ekki að njóta fleiri stunda með þér. Ég þakka fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem ég átti með þér og mun sakna þín sárt, kæri vinur. Elsku Haukur Smári, Sædís, Vala, Siggi, Hulda, Lauga, Halli, Día, Bibba og aðrir vandamenn, ég sendi ykkur alla mína samúð. Guð hjálpi okkur öllum í sorg- inni. Hólmfríður. AÐAUGLVSIM G A ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR Ræðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf við Borgaskóla Borgaskóli er nýr grunnskóli í Grafarvogi. Skól- inn mun hefja starfsemi í haust í lausum kennslustofum. Á næsta ári hefjast fram- kvæmdirvið byggingu skólahúss. Framundan er krefjandi og skemmtilegt mótunarstarf. Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: Aðstoðarskólastjóri Kröfur gerðar til umsækjenda: • Kennaramenntun. Framhaldsmenntun æski- leg t.d. á sviði stjórnunar eða í uppeldis- og kennslufræðum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. Umsjónarmaður með lengdri viðveru Starfið erfólgið í skipulagningu og umsjón með lengdri viðveru 6-9 ára barna. Kröfur gerðar til umsækjenda: • Uppeldismenntun. • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Upplýsingar veita: Hilmar Hilmarsson, skólastjóri, sími 551 -2603 eftir kl.: 17:00,12. júní -16. júní. Ingunn Gísla- dóttir, sími 535 5000, 18. júní - 10. júlí. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 1998. MÚLAKAFFI Matreiðslunemi óskast Múiakaffi/Veisluréttir óska eftir að ráða mat- reiðslunema. Upplýsingar gefur yfirmatreiðslumaður á staðnum. Verkstæðismaður Vantar vanan verkstaaðismann. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 565 3143 og 852 8151. Klæðning ehf. íþróttakennarar Varmahlíðarskóli í Skagafirði auglýsir hér eftir íþróttakennara til starfa frá og með næsta hausti. Mjög góð kennsluaðstaða er við skól- ann, nýr íþróttasalur og stór útisundlaug ásamt fl. Rúmgott íbúðarhúsnæði í einbýlishúsi í Varmahlíð stendurtil boða. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Umsóknir skulu berast til skóla- stjóra Varmahlíðarskóla, Páls Dagbjartssonar, sem veitir allar nánari upplýsingar; í skólanum í síma 453 8225 og heima í síma 453 8115. Skólastjóri Varmahlíðarskóla. Vandvirkur smiður óskast Leitað er eftir smiði á aldrinum 30— 50 ára með mikla reynslu af mótauppslætti og almennri smíðavinnu. Um er að ræða fjölbreytta úti- og innivinnu í a.m.k. 1 ár við nýbyggingu at- vinnuhúsnæðis miðsvæðis í Reykjavík. Viðkomandi þarf að geta unnið algjörlega sjálf- stætt, auk þess að geta stjórnað verkamönnum. Ef um er að ræða aðila utan af landi er hugsan- legt að byggingafyrirtækið geti útvegað íbúð fyrir viðkomandi. Upplýsingar í síma 893 4284. TILBOÐ/UTBOO B essasta ð a h reppu r Leikskóli — stækkun Bessastaðahreppur óskar eftir tilboðum í jarð- vinnu, gerð undirstaðna og botnplötu og lagnir í grunni fyrir stækkun leikskólans Krakkakots í Bessastaðahreppi. Helstu magntölur eru: Uppgröftur 1.800 m3 Fylling 1.250 m3 Steypumót 200 m2 Grunnlagnir 240 m Botnplata 327 m2 Verklok eru 31. júlí 1998. Útboðsgögn verða afhent frá föstudeginum 12. júní hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Bessastaða- hrepps, Bjarnastöðum, föstudaginn 19. júní kl. 11.00. Sveitarstjóri. VEIOI Stangveiði (Veidiréttur) Tilboð óskast í veiðirétt í Seltjörn við Grinda- víkurveg næstu 5 árin frá 1. júlí '98. Seltjörn (ca 5 km frá Bláa lóninu) er í dag eitt vinsælasta stangveiðisvæði landsins. Árleg veiði 6-8 þús. silungar og laxar. Veiðirétti fylgir góð aðstaða til sölu veiðileyfa og veitinga, allur stangveiði- búnaður, kisturtil flutnings á lifandi fiski, bátur o.fl. Upplýsingar veitir Jónas í síma 421 2996 (sím- svari) 893 9096 og 853 9096. TILKYNIMINGAR GERÐAHREPPUR Gerðahreppur 90 ára Fjölskylduskemmtun í íþróttamiðstöðinni á morgun, laugardag, kl. 15.00. Dansleikur kl. 23.00. Hljómsveit Geirmundar *r Valtýssonar. Fjölbreyttar sýningar í gangi. Sveitarstjóri. TIL SÖLU Lagersala Laugardaginn 13. júní 1998 verður lagersala í Vatnagörðum 26,104 Reykjavík, frá kl. 13.00-16.00. Seldar verða ýmsar vörur, svo sem leikföng, litabækur, púsluspil, veiðarfæri, sjóstangir, gervi^ beita, fluguhnýtingaönglar, ódýrar vöðlur nr. 41, camo:vöðlur, veiðigallar, veiðijakkar, regn- kápur, myndbanda- og geisladiskakassar og -töskur, ódýrir verkfærakassar. Línu- og hjóla- skautarfyrir unga menn og dömur. Disney-lest á góðu verði. Garðljós, sýnishorn af raftækjum, pool- og borðtennisborð fýrir ungt fólk. Gas- suðutæki til að tina og lóða. Hleðslurafhlöður, hnífar, 2 eldtraustar hurðir á mjög góðu verði. Ryksuga, vatnssuga og teppahreinsivél í einu tæki á mjög góðu verði. Flugulínur, takmarkað magn. Örbylgjuofnar 700W, takmarkað magn á aðeins kr. 11.900,-. Tungumálatölva, hagstætt verð. Komið og gerið góð kaup. VISA og EURO. ÝMISLEGT Handverksmarkaður verður á Garðatorgi laugardaginn 13. júní frá kl. 10.00-18.00. Milli 40 og 50 aðilar sýna og selja muni sína. Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Að lesa landið Þórsmörk, fræðsluferð 12.-14. júní. Landgræðsla ríkis- ins, Skógrækt ríkisins og Ferða- félag íslands standa að stór- skemmtilegri og einstakri fræðsluferð. Dagskrá: Skógardag- ur á laugardeginum. Jarðfræði- ganga á sunnudagsmorgninum. Kostakjör. Tilvalin ferð fyrir unga sem aldna. Ókeypis grillveisla á laugardagskvöldinu. Pantið fyrir hádegi. Gist i Skagfjörðsskála. Gestir á tjaldsvæðum Ferða- félagsins í Langadal og End- um eru velkomnir að taka þátt ■ dagskrá helgarinnar, en látið samt vita fyrirfram. Vinnuferð f Landmannalaug- ar 12.—14. júní. Brottför.^. kvöld, föstudag, kl. 20.00. Það vantar fleiri sjálfboðaliða, fri ferð og fæði. Bókið ykkur strax. Gerist félagar og eignist nýju árbókina: Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Laugardagur 13. júnf Id. 20: Kvöldganga á Kerhólakamb Esju. Verð 1.000 kr. Sunnudagur 14. júnf kl. 10.30: Leggjabrjótur. Gamla þjóðleiðin frá Þingvöllum í Hvalfjörð. Verð 1.500 kr. Brottför i ferðirnar frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Kynnið ykkur Þórsmerkurferð- ir, helgarferðir, dagsferðir og sumardvöl m.a. fjölskvlduhelqv 26.-28. júní. Fimmvörðuhál? " ferðir ern fiestar helgar f sum- ar, m.a. geysivinsæl nætur- ganga 19.—21. júní. TAI CHI f Kramhúsinu Meistari Khinthitsa. Kröftugt 5 daga námskeið, 19.-24. júní. Upplýsingar í síma 551 5103, Kramhúsið, og 551 9792, Guðný. www.mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.