Morgunblaðið - 12.06.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.06.1998, Qupperneq 42
M2 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Landsmót hestamanna -Alþjóðleg mark- aðsráðstefna ÚTFLUTNINGS- og markaðs- nefnd íslenska hestsins stendur fyrir alþjóðlegri markaðsráðstefnu í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 13. júlí nk., daginn eftir að Landsmóti hestamanna á Melgerðismelum lýkur. Tilgangurinn er að koma á nánari tengslum ræktenda, tamn- *'*mgamanna og útflytjenda við kaupendur á helstu mörkuðum fyr- ir íslenska hesta. Brynjólfur Sandholt, fyrrverandi yfirdýralæknir, verður ráðstefnu- ||pitney Bowes frimerkjavelar Eðalmerki í póststimplun og póstpökkun Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 stjóri. Hann segir að ráðstefna sem þessi ætti að vera gullið tækifæri fyrir ræktendur og seljendur og alla þá, sem áhuga hafa og koma að einhverju leyti að útflutningi hrossa, að heyra á einu bretti beint frá fulltrúum kaupenda í helstu markaðslöndunum hvemig hross þeir vilja, hvernig þau era notuð, hvemig þau eigi að vera tamin og hvaða vandamál fylgja því að flytja út hross, svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnan hefst á ávarpi land- búnaðarráðherra og að því loknu flytur Haraldur Bessason erindið „Hestur í lífi þjóðar". Síðan flytja framsöguerindi þau Ann Elwell frá Bandaríkjunum, Clive Phillips frá Bretlandi, Jens Otto Veje frá Dan- mörku, Jenny Mandal frá Svíþjóð og Bruno Podlech frá Þýskalandi. Einnig verður fjallað um þróun og stöðu hrossaútflutnings frá Islandi og heilbrigði og sjúkdóma í hross- um. Að síðustu fara fram umræður og fýrirspurnir. Brynjólfur sagðist vona að sem flestir kæmu á ráðstefnuna því þar gæfist tækifæri til að ræða ýmis mikilvæg mál sem tengjast útflutn- ingi á íslenskum hestum. Jafn- framt sagðist hann vona að í fram- tíðinni yrðu ráðstefnur sem þessar fastur íiður í kringum landsmót og þar yrðu tekin fyrir brýn málefni sem tengjast íslenska hestinum. Ráðstefnan er öllum opin og verður fullkomin túlkaþjónusta á staðnum. Hægt er að skrá sig hjá innanlandsdeild Úrvals/Útsýnar. Lítið breytt stóðhesta- hald þrátt fyrir hitasótt Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson I bæklingnum -------------7----- Stóðhestar á Islandi 1998. Þar eru upplýs- ingar um hvar helstu stóðhestar landsins verða notaðir í vor og í sumar. Asdís Haraldsddttir leitaði frétta hjá nokkrum formönnum hrossa- ræktarsamtaka. BJARNI Marinósson formaður Hrossaræktarsambands Vestm-- lands sagði að komist hefði verið að samkomulagi við Hrossaræktarsam- tök Eyfirðinga og Þingeyinga um að skipta á hestum. Gustur frá Hóli II átti að koma á Vesturland, en þar sem hann hefur enn ekki veikst var ákveðið að halda honum fyrir norð- an, enda sóttin ekki yfirstaðin á Vesturlandi enn og því hætta á að hann smitist komi hann þangað. Hætt var við að senda Hrynjanda frá Hrepphólum norður og verður hann notaður í stað Gusts á Vestur- landi. Hrannar frá Höskuldsstöðum er einnig ennþá ósýktur og átti einnig að koma á Vesturland. Akveðið var að hætta við að fá hann og nota Dag frá Kjarnholtum, sem átti að fara í Austur-Húnavatns- sýslu, í staðinn. Hann verður því í allt sumar á Vesturlandi. Að öðru leyti verður stóðhestahaldið á Vest- urlandi óbreytt frá því sem áður var ákveðið. Skagfirðingar áttu að fá Kraflar frá Miðsitju til notkunar á húsi, en hætt var við það. Að sögn Bjama Maronssonar formanns Hrossarækt- arsambands Skagfirðinga var ákveð- ið að raska sem minnst fyrri ákvörð- unum að öðru leyti. Rejmdar er Hugi ft-á Hafsteinsstöðum kominn inn á landsmót og verður ekki notaður á vegum sambandsins þetta árið, held- ur aðeins á vegum meðeigandans, Skafta Steinbjömssonar á Hafsteins- stöðum. Sunnlendingar reyna einnig að halda sem mestu óbreyttu varðandi ákvarðanir um notkun á stóðhestum í sumar. Gustur frá Hóli átti að koma í sæðingar á Stóðhestastöðinni en kom ekki. Þrátt fýrir að einhverj- ir hestar eigi eftir að koma að norð- an eftir landsmót, segist Kristinn Guðnason formaður Hrossaræktar- samtaka Suðurlands vona að þeir sleppi við veikindi. Hitasóttin er það löngu yfirstaðin á Suðurlandi að lítil hætta ætti að vera á því. Toppur frá Eyjólfsstöðum átti að vera í Þingeyjarsýslu fyrra gang- mál, en að sögn Guðmundar Birkis Þorkelssonar formanns Hrossa- ræktarsamtaka Eyfirðinga og Þing- eyinga var samið um að fá hann á næsta ári í staðinn. Guðmundur Birkir segir að komið hafi til greina að hætta við að fá Núma frá Þór- oddsstöðum norður, en fallið var frá því og kemur hann norður eftir landsmót. Að öðra feyti verða breyt- ingarnar þær að Gustur frá Hóli verður fyrir norðan eins og áður segir og Gyllir frá Sauðárkróki kem- ur í staðinn fyrir Topp. Norður- Þingeyingar ætluðu að fá Smið frá Miðsitju, en hættu við og er enn ófrágengið hvaða hestur kemur i hans stað. & Guðni Einarsson ræðir við Veigu í Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. í blaðinu á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.