Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 45
]
I
;
i
!
i
i
i
i
i
i
i
i
Ráðstefna
eðlis- og
efnafræðinga
NORRÆN ráðstefna eðlis- og efna-
fræðinga frá ýmsum háskólastofnun-
um á norðulöndunum og í Bandaríkj-
unum verður að Nesbúð á Nesjavöll-
um dagana 12.-16. júní. Yfirskrift
ráðstefnunnar er „Eðlis- og efna-
fræði atóma og sameinda“.
Á ráðstefnunni koma saman ýmsir
sérfræðingar, háskólakennarar,
rannsakendur og nemendur og
skiptast á rannsóknarniðurstöðum
og skoðunum varðandi ýmsa eigin-
leika frumeininga efnisins, atóma og
sameinda, að því er segh- í fréttatil-
kynningu.
Ráðstefnan er styrkt af norræna
vísindasjóðnum NÓRDPLUS, sem
leggur áherslu á eflingu norrænnar
samvinnu og nemendaskipta á ýms-
um sviðum vísinda. í forsvari fyrir
ráðstefnuhaldið hérlendis er Ágúst
Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði
við Háskóla ísland og Raunvísinda-
stofnun Háskólans.
Auk faglegra skoðanaskipta munu
ráðstefnugestir kynnast Nesjavalla-
virkjun og gefa sér tíma til skoðana-
ferða um næsta nágrenni. Frá ráð-
stefnunni er nánar greint á vefsíð-
unni http://www.raunvis.hi.is/~Iag-
ust/Nordpl.html
Flugkoma
Flugmenntar
FLUGKOMA Flugmenntar fer fram
laugardaginn 13. júní nk. á Reykja-
víkurflugvelli, fyrir aftan Hótel Loft-
leiðir. Hefst dagskráin klukkan 13 ef
veður leyfir og stendur til klukkan
Í7.
Á tímabilinu gefst gestum og
gangandi kostur á að kynna sér ým-
islegt er viðkemur flugi og flugnámi.
Á svæðinu verða meðal annars flug-
vélar í einkaeign, heimasmíðaðar
vélar, flugkennsluvélar, þyrlur, flug-
vél frá landgræðslunni, landhelgis-
gæslunni, listflugsvélar, flugmódel
og fleira. Ýmsar uppákomur verða,
s.s. listflugskynning og áhugasömum
Barnadagur í
ÁRBÆJARSAFN helgar sunnu-
daginn 14. júní börnum og leikj-
um þeirra. Farið verður í gamal-
dags leiki við Kornhúsið allan
daginn. Kl. 14 verður kassabíl-
arallý og pokahiaup. Það verður
sippað, farið í teygjutvist og snú
snú, gengið verður á stultum og
blásnar sápukúlur og þeytt þeyti-
spjöldum. Leystar verða gátur og
FLUGUMFERÐARSTJÓRAR á
Fornebu-flugvelli í Ósló hafa boðað
til verkfalls frá og með miðnætti 11.
júní og um óákveðinn tíma. Samn-
ingaviðræður standa nú yfir en litlar
líkur eru taldar á því að samningar
náist fyrir helgi.
I fréttatilkynningu frá Flugleiðum
segir að ljóst sé að verkfallið muni
hafa í for með sér venilega röskun á
öllu flugi um suðurhluta Noregs og
muni allt flug um Fornebu-flugvöll
leggjast niður. Flugleiðir muni því
freista þess að draga sem verða má
úr þein-i röskun sem verkfall mun
/
Arbæjarsafni
fá vinningshafar send verðlaun.
Teymt verður undir bönium við
Árbæinn. Kindur og lömb bíta
gras út í haga og kl. 17 verður hún
Búkolla mjólkuð heima og allfr fá
að smakka. Einnig verða pönnu-
kökur og kleinur í Dillonshúsi.
Safnið er opið á sunnudag kl.
10-18. Amma, afi og öll börn fá
frítt inn eins og venjulega.
hafa í fór með sér með þvi að fljúga
til Gautaborgar og bjóða fólki upp á
rútuferðir milli Fornebu-flugvallar
og flugvallarins í Gautaborg. Hinni
hefðbundnu Óslóaráætlun Flugleiða
verður því breytt þannig frá og með
fóstudeginum 12. júní og þar til ann-
að verður tilkynnt:
Kl. 7.35 brottför flugs FI-320 frá
Keflavík. Kl. 12.25 iending í Gauta-
borg. Kl. 14.40 brottför flugs FI 321
fi-á Gautaborg. Ki. 15.40 lending í
Keflavík.
Rútuferðir verða þannig: Fyrir
farþega sem ferðast með FI-321 til
gefst kostur á að fara í kynnisflug yf-
ir Reykjavík. Einnig gæti verið að
sæist til flugvéla í stæn-i kantinum
yfir vellinum.
Flugskólinn Flugmennt hefur opið
hús þar sem boðið verður upp á fyr-
irlestra um flug, flugnám og öðru því
tengt. Seldar verða pylsur og gos.
Flugdagurinn er hugsaður sem góð
skemmtun fyrfr unga sem aldna og
er aðgangur inn á svæðið ókeypis,
segir í fréttatilkynningu.
Fj ölskylduhátíð
Þroskahjálpar
HIN árlega fjölskylduhátíð Lands-
samtakanna Þroskahjálpar verður
haldin á Steinsstöðum í Skagafirði
dagana 26.-28. júní nk. Þetta verður
í fjórða skipti sem hátíðin er haldin á
Steinsstöðum en þar er öll aðstaða
fyi-fr hendi, gott aðgengi, gott leik-
svæði og sundlaug.
Fjölskylduhátíðin er vettvangur
fyrir foreldra og systkini fatlaðra svo
og fatlaða sjálfa að kynnast og
skemmta sér, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Svæðið verður opnað kl. 18 fóstu-
daginn 26. júní. A laugardeginum
Keflavíkur er brottför frá Fornebu
kl. 10, mæting eigi síðar en kl. 9.
Fyrir farþega sem koma með flugi
FI-320 til Gautaborgai- verður brott-
fórkl. 14.30 til Ósló.
Þeir farþegar sem eiga bókað
flug í framhaldi af flugi til Ósló eða
þeir sem vilja breyta ferðadögum
sínum vegna verkfallsins skulu hafa
samband við söluskrifstofur Flug-
leiða. Starfsfólk þar mun eftir
mætti leitast við að greiða úr vanda
fólks til að röskun vegna verkfalls-
ins verði sem minnst, segir í frétta-
tilkynningu.
*
Verkfall flugumferðarstjóra á Fornebu-flugvelli í Osló
Áhrif á millilandaflug
Flugleiða um völlinn
—
AÐALRÆÐISMAÐUR íslands í Mexíkóborg, Eduardo Rihan, Jón
Baldvin Ilannibalsson sendiherra og ræðismaður Islands í
Campeche, Mexíkó, Rafael Ruiz Moreno.
MAGNÚS Bjarnason, viðskiptafulltrúi í New York, Jón Guðmunds-
son, ræðismaður íslands í Kentucky, og Dan Slott, ræktar íslenska
hesta í New Ýork-fylki.
verður m.a. farið í leiki, frítt verður á
hestbak, grillveisla verður haldin,
sungið og dansað við harmonikuund-
irleik Kristjáns Stefánssonar frá Gil-
haga. Varðeldur verður tendraður
um miðnætti. Aðgangseyrir er 2.000 .
kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir
börn og er innifalið í verði gisting í
svefnpokaplássi eða tjaldstæði, grill-
veisla og afnot af hestum. Rútuferð
verður farin frá Reykjavík á föstu-
dag og heim aftur á sunnudag.
Ski-áning þátttöku er hjá Þroska-
hjálp fyrir 22. júní.
Námskeið í
Break-dönsum
í Danssmiðjunni
NÁMSKEIÐ í breiki hefst þriðju-
daginn 16. júní hjá Danssmiðjunni,
Skipholti 25. Á námskeiðinu verður
boðið upp á tíma fyrir byi-jendur og
lengra komna. Skipt er í hópa eftir
aldri, 14 ára og yngri annars vegar
og 15 ára og eldri hins vegar.
í vetur var haldin Islandsmeist-
arakeppni í breiki á Broadway.
Dansflokkurinn Shakers frá Dans-
smiðjunni samanstendur af bestu
breikurum landsins og hefur hann
komið fram við ýmis tækifæri und-
anfarið. Meðlimir Shakers kenna á
námskeiðinu með Reynar (One Self)
fremstan í flokki. Námskeiðið kostar
3.500 kr. og skráning er hafin, segir í
fréttatilkynningu.
Opið hús hjá
Dressmann
VERSLUNIN Dressmann í Reykja-
vik hefm’ nú verið starfandi í tvö ár
og verður haldið upp á það með
borgarbúum. Verslunin verður opin
til miðnættis á fóstudag og verða góð
tilboð á báðum hæðum verslunarinn-
ar ásamt listviðburðum ýmiskonar.
Listmálarinn Haukur Dór sýnir
myndir sínar í sýningarglugga og inni
í versluninni. Höggmyndir Hallsteins
Sigm-ðssonar myndhöggvara munu
standa við Laugaveginn og ungt fólk
frá Götuleikhúsinu fremur leiklist í og
við verslunina kl. 17-18 og kl. 22-23,
segir í fréttatilkynningu.
Lúðrasveit
Hafnarfjarðar í
Hellisgerði
LÚÐRASVEIT Hafnai’fjai’ðar leik-
ur í Hellisgerði í Hafnarfirði laugar-
daginn 13. júni kl. 14. Sveitin mun
þar leika undfr stjóm Stefáns Ómars
Jakobssonar létt lög úr öllum áttum.
Einnig munu koma fram með
sveitinni tveir ungir söngvarar sem
munu syngja lög úr söngleiknum
Porgy and Bess eftir George Gers-
hwin og feta í fótspor Franks
Sinatra í laginu My Way. Þess ber
að geta að ef veður verður slæmt
verða tónleikarnir færðir í Hafnar-
borg. Aðgangur ókeypis.
Fundur ræðis-
s
manna Islands í
N orður-Ameríku
Washington. Morgnnblaðið.
FYRIR skömmu var haldinn á
vegum íslenska sendiráðsins í
Washington fundur ræðismanna
íslands í Norður-Ameríku. Til-
efnið var m.a. að kynna fyrir
ræðismönnunum hvað framund-
an er fyrir árið 2000 í Bandaríkj-
unum og Kanada. Magnús
Bjarnason, viðskiptafulltrúi Is-
lands í New York, hélt ræðu þar
sem hann talaði um að ástæða
væri til að nota þann meðbyr sem
kynning á íslenskri menningu
hefði til þess að selja íslenskar
afurðir í Bandaríkjunum. Hann
sagði m.a. að íslendingar hefðu
til þessa einungis verið að selja
mat í Bandari'kjunum en nú stæði
til að hefja kynningu á íslenskri
matarmenningu og gera tilraun
til þess að selja íslenskar afurðir
undir öðrum merkjum en gert
hefur verið hingað til. Þannig
stefndu nokkur íslensk fyrirtæki
á að vera með veitingastaða-
kynningar út um öll Bandaríkin
frá miðju árinu 1999 og út árið
2000.
Einnig töluðu á fundinum Ellen
McCulloch-Lovell, framkvæmda-
stjóri aldamótaátaksins á vegum
Hvíta hússins, og Einar Bene-
diktsson, sendiherra og fram-
kvæmdastjóri Landafundanefnd-
ar. Þau eru í Leifs Eiríkssonar
vinnuhópnum, sem er sameigin-
BRYNDÍS Schram sendiherra-
frú og Einar Benediktsson,
fyrrverandi sendiherra í Was-
hington og framkvæmdastjóri
Landafundanefndar.
legur vettvangur nefndar Hvíta
hússins um aldamótaátakið og ís-
lensku Landafundanefndarinnar.
Þar kom fram að það er sameig-
inlegt áhugamál Bandari'kjanna
og íslands að halda sýningu sem
kölluð verður „Vestur-Víkinga
sýningin" í Smithsonian-safninu
árið 2000. Þessi sýning verður
sameiginlegt verkefni Norður-
landanna, Bandaríkjanna og
Kanada. Emnig er ætlunin að
halda í júní árið 2000 mikið þing í
bókasafni Bandaríkjaþings um Is-
lendingasögurnar og bókmennta-
gildi þeirra. Þar munu leiðandi
fræðimenn á sviði Islendinga-
sagna koma saman. Þá yrði í safn-
inu einnig kynning á íslenskum
nútímabókmenntum. Einar sagði í
saintali við Morgunblaðið að það
væri mjög ánægjulegt fyrir Is-
lendinga að fá tækifæri til þess að
starfa með aldamótanefnd Hvíta
hússins, en ísland er eina landið
sem Hvíta húsið hefur sett á stofn
slíka nefnd með.
í lok dagskrárinnar buðu
sendiherrahjónin í Washington,
Jón Baldvin Hannibalsson og
Bryndís Schram til móttöku í
sendiherrabústaðnum, þar sem
m.a. var boðið upp á fslenskan
fisk, skyr og pönnukökur.
Heilsubótardag-
ar til Sólheima
HEILSUBÓTARDAGAR sem hafa
verið lengi starfandi á Reykhólum í
Barðastrandarsýslu eru nú fluttir að
Sólheimum í Grímsnesi.
í fréttatilkynningu segir að gestir
Heilsubótardaganna geti notið þessa
einstaka staðar á Sólheimum um leið
og þeir fræðast um sál og líkama.
Sigrún Olsen og Þórir Barðdal hafa
rekið Heilsubótardaga í áratug yfir
sumai’tímann. Markmið Heilsubótar-
daga er að hjálpa fólki að hægja á
sér, segir einnig í tilkynningunni.
Einungis er boðið upp á grænmet-
isfæði og að þessu sinni er ekki langt
að sækja lífrænt ræktað grænmetið
því það er ræktað á Sólheimum.
Einnig verður boðið upp á léttar lík-
amsæfingar og sjálfsnudd á hverjum
degi. Fólk lærir djúpa slökun og
hugleiðslur. Einnig getur fólk farið í
sund og nudd á meðan á dvölinni
stendur. I sumar standa námskeiðin
yfir í 3, 4 og 5 daga og hefst fyrsta
námskeiðið 25. júní og dreifast þau
svo fram til 4. október.