Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 47
VERNDUM VINNU - VELJUM (SLENSKT! MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 47- BRÉF TIL BLAÐSINS Ofsóknir gegn kristnum konum Frá Rúnari Kristjánssyni: í PAKISTAN hafa á síðustu árum átt sér stað grimmilegar ofsóknir gegn kristnum konum, í því skyni að knýja þær til að taka múhameðstrú. Vaxandi fjöldi kvenna er numinn brott, nauðganir eiga sér stað, og of- beldi gegn þeim er daglegt brauð. Lög landsins eru þannig úr garði gerð, að kona sem kærir nauðgun má eiga það næstum víst að hún verði sjálf ákærð fyrir hórdóm. í Pakistan eru lagaleg réttindi krist- innar konu aðeins 1/8 af lagalegum réttindum múhameðstrúarmanns. Fyrir rétti verður kona sem kær- ir nauðgun að hafa fjögur sjónar- vitni að glæpnum, sem staðfesta kæru hennar og öll verða vitnin að vera fullorðnir karlmenn. Geti kon- an ekki með þessum hætti sannað fyrir réttinum að nauðgun hafi átt sér stað, fær hún á sig kæru fyrir hórdóm. í júlí 1993 varð blind stúika, Safia Bibi, fyrir nauðgun af hálfu vinnu- veitanda síns. Þegar henni tókst ekki að sanna glæpinn á hann, var hún sek fundin um hórdóm og dæmd í 3 ára fangelsi. Þar að auki varð hún að þola fímm svipuhögg. Samkvæmt upplýsingum Mannrétt- indanefndar fyrir Pakistan lenda um 80% af þeim konum sem kæra nauðgun í því að fá á sig ákæru um hórdóm þegar þær fara með málið fyrir rétt. Flestar konur sem eru í fangelsum í Pakistan ei-u þar af þessum ástæðum. Og það eru Iíka önnur lagaatriði sem eru notuð mis- kunnarlaust gegn kristnum konum í landinu, konum sem er rænt og nauðgað. Samkvæmt lögunum er það svo, að gangi manneskja yfir til Islamstrúar, þá er hjónaband viðkomandi persónu þar með sjálf- krafa uppleyst. Kristnum konum er því þröngvað til að taka múhameðstrú, þeim er nauðgað, þær eru neyddar til að lesa upp stutta yfírlýsingu um trúskipti, sem er nóg til að þær séu skilgreindar múslimar. Svo er þeim ógnað til að giftast nauðgaranum, svo að hann verði leystur undan allri sök. Þar eftir fyigir svo tafarlaust í kjölfarið skilnaður eftir islömskum iögum. Nauðgunin, trúarskiptin, giftingin og skilnaðurinn, allt þetta getur átt sér stað á einu kvöldi. Tengiliður Christian Solidarity Worldwide í Pakistan segir: „Glæp- ir gegn kristnum konum eru stöðugt að aukast. Tilfelli nauðgana og ofbeldis af öllu tagi eru í frétum daglega. Kristnar konur sem verða fyrir nauðgun eru neyddar til að giftast nauðgurunum og síðan iðu- lega seldai’ í vændislifnað. Þær eiga sér engan málsvara." Orsakir þessa ranglætis í Pakist- an eru lög stjórnskipunar sem Zia forseti innleiddi árið 1985. Hann skipti öllu pakistanska þjóðríkinu upp í fimm trúarhólf, múslima, kristna, hindu, ahmadi og parsi. Undir þessu kerfi trúarlegrar aðskilnaðarstefnu (apartheid) getur hver hjópur aðeins kosið innan sinna marka. Kristnir hafa engin pólitísk áhrif á múslimska meiri- hlutann og geta því ekki á neinn hátt átt þátt í framtíðarmótun þjóðfélagsins. Tengiliður CSW í Pakistan segir ennfremur: „Það hefur varla heyrst ein einasta rödd meðal múslima í Pakistan sem andmælir hinni ómannlegu meðferð á kristnu fólki í landinu. Og það er ríkið sem er ofsækjandinn. Við verðum að krefj- ast þess, að þetta aðskilnaðarkerfi verði afnumið og sameiginlegar kosningar eigi sér stað svo kristnir menn og aðrir minnihlutahópar geti aftur búið við eðlileg mannréttindi í Pakistan.“ Islendingar mættu hafa það hug- fast, að það er ekki alls staðar í heiminum eins auðvelt að vera kristinn og á Islandi. En það fólk sem lendir í því að þurfa að fórna miklu fyir trú sína, gerir sér betur grein fyrir því hves virði hún er. Hvers virði er trúin okkur, kristn- um mönnum, á Islandi? Við 1000 ára afmæli kristnitökunnar er sann- arlega tímabært að velta þeirri spurningu fyrir sér í fyllstu alvöru. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagafirði. cPe/'(ó oelJtomin J HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst vah Súpa, salatbar os heitur matur, marsartesundir. kr.790.- Tílboðsréttir: Ristaðar GELLUR meö hvítlauksrjóma AÐÐNSKR. 1.590.' , Grilluð KJUKLINGABRINGA með gljáöu graenmeti og paprikusósu. AÐONSKR.1.590.- Pönnusteiktur SILUNGUR meö raekjum og hnetuspæni AÐEINSKR. 1590." GRÍSAMEDALÍUR meö rauðlauksmarmelaði og Madeirasósu. AÐQNSKR. 1590- Grillaður SKÖTUSELUR með Pemodsósu AÐHNSKR. 1590- PASTA að hætti kokksins, borið fram með hvítlauksbrauði. AÐÐNSKR.1.490.- Tilboðöll kvöld os um helsar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! , ifeii öllum fietixum ijónvuetii réttum jfi/lijii' sií/mi, bnmálmr, xalittlmr oj ixlmr. POTTURINN OG PflNI aótjótSu! BRRUTRRHOLTI 22 SlMI 551-1690 Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót i UPPSIGUNGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 562 8501 og 562 8502 Tilkynning! Þann 12., 13. og 14. júní nk. verður Kjeld R. Hansen frá Wonderland-verksmiðjunum staddur í Epal. Hann mun aðstoða viðskiptavini okkar um val á rúmdýnum og veita faglegar upplýsingar. Opið verður þessa daga í Epal sem hér segir: Föstudag 12. júní kl. 9-18, laugardag 13. júní kl. 10-16, sunnudag 14. júní kl. 13-17. Verið velkomin! epcil ■ Skeifunni 6, MMMI sími 568-7733 Leonardo DiCaprio bolir....990 kr. Gallasmekkbuxur.............1.990 kr. Spice Girls bolir.............690 kr. Flíspeysur..................1.990 kr. Sendum f póstkröfu sfmi: 581 4565 Amico sumarpeysur......990 kr. Jakkar.................2.990 kr. Úlpur..................2.990 kr. Vindjakkar.................790 kr. Amico sokkar................140 kr. Ný sending af frábærum sundfatnaði SUN°^AG K-16 V barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni y www.mbl.is SJOÐUR FIMM Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.