Morgunblaðið - 16.06.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 16.06.1998, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Forstjóri Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar Lögformlegt mat gæti tekið tvö ár TALSVERÐUR munur er á lög- formlegu umhverfísmati og mati því á umhverfisáhrifum Fijótsdalsvirkj- unar sem Landsvirkjun vinnur nú að með gerð skýrslu. Þetta er mat Hrafns Hallgrímssonar, deildar- stjóra byggingar- og skipulagsdeild- ar umhverfisráðuneytisins. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjun- ar, segir að fyrirtækið hafi valið þessa leið vegna þess að hin lögform- lega leið geti haft í for með sér allt að tveggja ára bið eftir ákvarðanatöku sem dragi úr gildi þessarar ráðagerð- ar og seinki því að virkjunin komist tímanlega í framkvæmd. Hrafn segir að við mat á umhverf- isáhrifum samkvæmt lagaskyldunni geri framkvæmdaaðili ekki einvörð- ungu tilfallandi skýrslu heldur reyni hann að halda utan um alla þá þætti sem hann telji að framkvæmdin geti haft á umhverfi og samfélag. „Þama er m.a. um að ræða félags- lega þætti, s.s. breytta búsetu og fleira. Megininntakið í formlegu mati á umhverfisáhrifum, sem færð er inn í löggjöf okkar með tilskipun Evr- ópusambandsins, er að bomir séu saman kostir. Það er sjaldnast gert hérlendis en þó era þess dæmi og stundum hefur skipulagsstofnun far- ið sérstaklega fram á það. Annar mikilvægur þáttur í matsferlinu er aðkoma almennings að málinu. Það er sett í lögin að framkvæmdaaðilinn gerir matsskýrslu og skipulagsstofn- un setur hana í formlega auglýsingu. Þá er leitað umsagna lagabundinna aðila, gjarnan Náttúravemdarráðs, Náttúrafræðistofnunar, Hollustu- vemdar og fleiri aðila. Einnig er hugsanlegt að leitað sé álits ein- stakra sérfræðinga og loks aðkoma almennings svo hægt sé að koma að athugasemdum," segir Hrafn. Skipulagsstjóri getur síðan úr- skurðað um framkvæmdina með eða án skilyrða eða sett hana í frekara mat og verður þá að tilgreina hvaða þætti þarf að skoða frekar. Úrskurð skipulagsstofnunar er síðan hægt að kæra til ráðherra. Hrafn segir að þessi ferill sé form- lega settur niður í lögunum og reglu- gerðunum. Hins vegar sé engin trygging fyrir því hvaða umfjöllun eða meðferð málið fær í frammats- skýrslu framkvæmdaaðila sem ekki er framkvæmd samkvæmt lögunum. Hrafn bendir á að Landsvirkjun hafi rannsakað ákveðna hluti varð- andi umhverfisáhrif Pljótsdalsvirkj- unar. „Þeir hafa efnivið og þurfa ekltí annað en að stilla þessum efnivið saman og setja hann í þennan form- lega farveg, þ.e. auglýsingu og at- hugasemdir," segir Hrafn. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það geti tekið allt að tveimur árum að fara í gegnum hið lögformlega ferli. „Það er ekki þar með sagt að það komi fram nýjar upplýsingar að ráði fram við slíka meðferð. Við höfum um ára- bil haft með höndum rannsóknir af þessu tagi og enginn hefur gert svo ítarlegar rannsóknir á þessum slóð- um og Landsvirkjun," segir Halldór. Hann vísar þar til skýrslu um áhrif virkjunarinnar á ferðamannaiðnað og ýmsar jarðfræðirannsóknir sem þar fara fram. Einnig verði gerðar viða- miklar rannsóknir á fugla- og dýralífi og umhverfinu í það heila tekið. Halldór bendir á að Landsvirkjun eigi lögvarðan rétt af virkjunarleyf- inu og hafi stjómvöld lýst því yfir að það verði ekki af fyrirtækinu tekið. „Það hefur verið byggt á þessari virkjunarhugmynd um áraraðir. Orkustofnun, RARIK og Landsvirkj- un hafa varið stórfé, allt að þremur milljörðum kr., í að undirbúa virkjun- ina. 1991 var búið að bjóða megin- hluta virkjunarinnar út og afla til- boða í hana þegar botninn datt úr Atlantal-málinu. Þetta er því virkjun sem er komin á framkvæmdastig, fullhönnuð og með tilbúin útboðs- gögn. Ef það á að setja framkvæmd- ina sem slíka undir hið lögformlega umhverfismat getur það orðið til þess að draga úr gildi þessarar ráðagerð- ar og seinka því að virkjunin komist tímanlega í framkvæmd miðað við ráðagerðir stjómvalda um orkufrek- an iðnað á Austfjörðum," sagði Hall- dór. Virkjunarleyfið ekki tekið af Landsvirkjun bótalaust Halldór segir að það sem vaki fyrir þeim aðilum sem vilja að gert verði lögformlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar er að koma í veg fyrir að þarna verði reist virkjun. „Þetta eru aðilar sem berjast gegn því nótt sem nýtan dag og nota hvert tækifæri sem gefst til að bregða fæti fyrir þessi áform. Ef við eigum að fara í umhverfismat þá getum við ekki gengið út frá því í samningum við erlenda stóriðju að hægt sé að koma virkjuninni í gagnið árið 2002. Við vitum það ef til vill ekki fyrr en eftir tvö ár hvort þessi áform halda, hvort þessi virkjun verði reist með því móti sem gert er ráð fyrir í dag,“ segir Halldór. „Virkjunarleyfið verður ekki tekið af Landsvirkjun bótalaust eins og allt er í pottinn búið. Auk þess er þetta stórpólitískt mál og snertir ríkis- stjómina sem slíka hvort hún vill láta vinda ofan af leyfinu og fara aftur á byrjunameit með allar ráðagerðir um virkjanir á Austurlandi. Eg held að það hljóti að vera í bága við stefnu ríkisstjórnarinnar í dag eða þá stefnu sem hefur ríkt til skamms tíma,“ sagði Halldór. FRÉTTIR Morgunblaðið/Steinunn ÁSTANDIÐ er orðið slæmt á sumum bæjum í Hvolhreppi, eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin við Eystri-Rangá í gær. Grasmaðkur skæður í Rangárvallasýslu Hvít tún í Hvolhreppi GRASMAÐKUR herjar á tún í Rangárvallasýslu. Hann náði sér á strik fyrir rúmri viku og hefur skilið eftir sig hvíta eyðimörk á tugum ef ekki mörgum hundruð- um hektara lands, samkvæmt upp- lýsingum frá Kristjáni Bj. Jóns- syni, jarðræktarráðunauti hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Tún í Hvolhreppi hafa orðið fyrir barðinu á maðkinum en Kristján segist ekki hafa kannað ástandið sérstaklega víðar. Maðkurinn leggst íyrst og fremst á grasið en skilur eftir t.d. elftingu og fffla. í skýrslu, sem hann vann um ástand túna í fyrra, en þá var maðkurinn sérstaklega skæður og lagðist á tún víðar en í Rangárvallasýslu, lýsti Kristján túnunum þannig að elftingin stæði eins og jólatré upp úr sverðinum og fíflarnir eins og krónutré. Maðkurinn nær sér á strik í þurrkatíð og hefur vorið því verið honum hagstætt annað árið í röð. Hann er þó ekki jafnútbreiddur og hann var í fyrra. Kristján segir ástandið orðið slæmt á sumum bæjum í Hvolhreppi, á Móeiðar- hvoli sé hann til að mynda búinn að fara yfir tugi hektara af túnum. „Þau tún sem maðkurinn leggur helst undir sig eru óræktartún, út- hagar og tún sem seint er borið á. Þótt túnin séu hvít og illa útlítandi eftir maðkinn jafna þau sig og hægt er að beita á þau seinnipart Morgunblaðið/Sig. Að. BÓNDINN á Vaðbrekku á Jökuldal tók þessa mynd af grasmöðkum í túninu hjá sér. Hann segist ekki vita til þess að maðkar séu í túnum í nágrenninu og þetta sé í fyrsta sinn sem hann verði var við þá hjá sér. sumars og heyja á ræktartúnum í lok ágúst,“ segir Kristján. Hann segir bændur töluvert hafa samband til að spyrja ráða vegna maðkanna. Þau ráð sem helst sé hægt að gefa sé að plægja far þar sem maðkur er kominn upp en hann fer ekki upp úr plóg- farinu. Einnig sé hægt að valta yf- ir maðkaða bletti. Eitur sé svo til en reynt sé að nota það sem minnst í landbúnaði. Fyrirbyggj- andi ráð sé að bera vel á og fyrr. Mávamir kætast yfir túnum ið- andi af maðki og safnast að þeim. Þeir maðkar sem ekki verða máv- um eða meðölum manna að bráð taka svo hamskiptum og verða fíðrildi sem flestum þykir vinaleg- ur sumargestur. Andlát AÐALSTEINN JÓHANNSSON AÐALSTEINN Jó- hannsson tæknifræðing- ur lést á Landakoti í Reykjavík fostudaginn 12. júní sl. Hann fæddist í Bolungarvík 6. ágúst 1913 en ólst upp í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans voru Jóhann Ey- firðingur Jónsson og Salóme Gísladóttir. Aðalsteinn nam vél- fræði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Tækniskólanum í Óðins- véum. Meðfram námi vann hann á Wein í Kaupmanna- höfn. Eftir heimkom- una hóf hann störf hjá véladeild G. Helgason og Melsted en sneri sér fljótlega að viðskiptum og rak m.a. fyrirtækið A Jóhannsson og Smith í u.þ.b. 30 ár. Ennfremur kenndi Að- alsteinn við Iðnskólann í Reykjavík um áratuga skeið og samdi kennslu- rit um logsuðu og rafsuðu. Eftir að starfi lauk skrifaði hann fjölda blaðagreina, m.a. í Morgunblað- Skipuð forstjóri Námsgagna- stofnunar UMSÓKNARFRESTUR um starf forstjóra Námsgagnastofnunar rann út 1. júní sl. Sjö umsóknir bárust um stafið en ein þeirra var dregin til baka. Menntamála- ráðherra hefur, að fenginni umsögn stjómar Náms- gagnastofnunar, skipað Ingibjörgu ingibjörg Ásgeirsdóttur for- Ásgeirsdóttir stjóra Náms- gagnastofnunar um fimm ára skeið frá 1. júlí 1998. Aðrir umsækjendur vora: Bene- dikt Jónsson, Eyjólfur Pétur Haf- stein, Haukur Viggósson, Jörund- ur Guðmundsson og Tryggvi Jak- obsson. teiknistofu hjá vélsmiðjunni Hamn en að loknu námi í Danmörku starfaði hann um tíma h,já Burmeister og íð. Eftirlifandi eiginkona Aðalstems er Hulda Óskarsdóttir. Þau eignuðust þrjár dætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.