Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 29 Fimm sjómenn taldir af FIMM sjómenn eru taldir af eftir að skoskur togari og þýskt flutningaskip rákust á, um 30 sjómílur vestur af Es- bjerg á sunnudagsmorgun. Togarinn hlutaðist í tvennt og sökk á örskammri stundu en ekkert hefur spurst til fímm manna áhafnar hans. Vogavöllur stækkaður? SAMGÖNGURÁÐHERRAR Danmerkur og Færeyja hafa ákveðið að fresta ákvörðun um það hvort flugvöllurinn í Vogum verði stækkaður þar til ljóst sé hve stóran hluta rekstrar hans Færeyingar yf- irtaki. Danir reka völlinn nú en áætluð stækkun hans kost- ar um 170 milljónir dkr., rúm- lega 1,7 milljarða ísl. kr. Stríðsglæpa- maður hand- tekinn ENN einn eftirlýstur serbneskur stríðsglæpamaður var handtekinn í Bosníu í gær og verður hann fluttur fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag. Serbinn var yfirmaður fangabúða í Bosníustríðinu en hefur síðustu ár verið skóla- stjóri. Hann er 28. stríðs- glæpamaðurinn sem handtek- inn er í gömlu Júgóslavíu en hann veitti eftirlitssveitum Atlantshafsbandalagsins ekki mótspyrnu. Göngur mót- mælenda tak- markaðar ÓHÁÐ nefnd, Göngunefnd svokölluð, ákvað í gær að banna Sambandssinnum á Norður-írlandi að ganga í skrúðgöngu í gegnum hverfí kaþólikka. Á fóstudag hefst hin árlega göngutíð Oraníu- reglunnar en göngurnar hafa oft komið af stað átökum mót- mælenda og kaþólikka. Komast hjá morðákæru TVEIR lögregluþjónar af fjórum, sem sakaðir hafa ver- ið um að hafa skotið fjóra há- skólanema í mótmælaaðgerð- um í Indónesíu, sluppu í gær við ákæru í málinu. Hinir tveir lögreglumennirnir eiga yfir höfði sér morðákæru en dauði námsmanna í maí hrinti af stað öldu mótmæla um allt land. Bílstjórar óttast árásir MET hefur verið slegið í sölu skotheldra bfla í Brasilíu og er vaxandi ofbeldi þar í landi kennt um. Það munu einkum vera konur sem vilja slíkar bifreiðar en nú seljast um fimmtíu skotheldar bifreiðar í mánuði hverjum. Butler segir vopnaeftir- liti brátt lokið í frak Bagdad. Reuters. RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að framkvæmdaáætlun sem samið hefði verið um við íraka gæti leitt til þess að afvopnun íraka yrði til lykta leidd á tveimur mánuð- um. Sagðist hann telja að þegar þetta hefði verið staðfest væri ekk- ert því til fyrirstöðu að vopnaeftirlit SÞ skilaði lokaskýrslu sinni í októ- ber. Butler sagði eftir fund sinn með Tareq ^ Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra fraks, í Bagdad í gær að þeir myndu hittast á nýjan leik í ágúst til að fara yfir árangur áætlunarinnar sem samþykkt var á sunnudag. Yrði þá tekin afstaða til þess hvort Butler hefði nokki-a ástæðu til ann- ars en tilkynna öryggisráði SÞ að írakar hefðu eytt öllum gereyðing- arvopnum sínum. Butler hrósaði írökum fyrir sam- vinnuvilja þein-a en sagði einnig að samkomulagið á sunnudag hefði ekki náðst ef Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, hefði ekki gripið inn í deilu Bandaríkjamanna við íraka í febrúar en þá munaði minnstu að stríð skylli á vegna tregðu íraka til að hleypa vopnaeft- irlitsmönnum í vopnabúr sín. Þess er krafist að vopnaeftirlitið staðfesti að afvopnun íraka sé lokið áður en hægt er að létta efnahags- þvingunum SÞ af írak og vilja írösk stjórnvöld því nú hraða málum sem mest. Sagði Butler að nú mætti loks sjá fyrir endann á starfi vopnaeftir- litsins. „Ég tel að við séum nær tak- marki okkar en nokkru sinni áður,“ sagði hann. YAMAHA XJ 6005 Diversion kr. 774.000 A CRRISMH HIVERNIGSEM A 1 HANN ER LITK) í QZ 3 O —l LU < Q Z >- < QZ § Z o rafdrifnir útispeglar þvottasprautur á aðalljós samlitir stuðarar öryggispúðar fyrir ökumann og farpega klæðning í loki farangursgeymslu þokuljós að aftan ABS hemlalæsivörn hæðarstilli á bílstjórasæti bílbelti með forstrekkjara styrktarbitar í hurðum farangursrými 460 lítrar niðurfellanleg aftursæti fjarstýrðar hurðasamlæsingar hliðarlistar til verndar hurðum aurhlífar við öll dekk lítra 100 hestöfl eða 1,8 lítra 125 hestöfl (GDi) 1.565.000 bensínlok opnanlegt innanfrá rafhitaðir útispeglar öryggispúðar í hllðum velour áklæðl á sætum vlðsýnisspegill sem eykur sjónsvið ökumanns rafdrifnar rúðuvíndur rafhitun í framsætum hreyfiltengd pjófnaðarvörn A MITSUBISHI -í ntiklum metum! MITSUBISHI CARISMA KOSTAR FRÁ KR. M HEKLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.