Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 51

Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 51" ( i ( ( ( ( i ( 4 i i I < 1 ( i ( I AÐSENDAR GREINAR Framfarahugur, þróttur og fjölbreytni PRAMFARAHUGUR, þróttur og fjölbreytni eru meðal þess sem í hugann kom á hinni glæsilegu At- vinnuvegasýningu Vestfjarða sem var haldin á Isafirði um síðustu helgi. Þár kynntu 90 fyrirtæki vör- ur sínar og þjónustu og er óhætt að segja að flestum kom á óvart sú fjölþætta starfsemi sem þama gat að líta. Þetta var önnur sýningin sem efnt var til af þessu tagi hér á Vest- fjörðum. Sýningin í fyrra vakti mikla athygli jafnt meðal heima- fólks og annarra þeirra sem sóttu hana. Hún undirstrikaði að þrátt fyrir tal margra um annað þá er til staðar á Vestfjörðum sóknarhugur og kraftur í atvinnulífinu. Að þessu sinni undirstrikaði sýningin þetta enn og var glæsileg sönnun þess afls sem býr í vestfirsku atvinnu- og mannlífi. Það sem kom sennilega flestum á óvart við heimsókn á sýninguna nú og í fyrra var margbreytileikinn í atvinnulífinu hér vestra. Fjölmiðl- ar hafa dregið upp næsta einhæfa mynd af stöðu mála. Þar hafa verið í forgrunni erfiðleikar og fábreytni. Víst er það satt að sjávarútvegur- inn er undirstaða atvinnulífsins hér. Hitt vita líka allir að Vestfirð- ingar hafa fengið sinn skammt - og rúmlega það - af erfiðleikum í at- Atvinnuvegasýning Vestfjarða var, að mati Einars K. Guðfínnsson- ar, glæsileg sönnun þess afls sem býr í vestfírsku atvinnu- og mannlífí. vinnulífi. Atvinnuvegasýningarnar í ár og í fyrra hafa hins vegar sýnt að Vestfirðingar ætla að stefna upp á við, út úr erfiðleikunum og fram til móts við nýja tíma. Tækifæri og ógn Sýning eins og þessi er tækifæri Vestfirðinga til þess að minna aðra landsmenn á þessa staðreynd og árétting til okkar allra að huga að framtíðinni með þessu hugarfari. Það hefur sannast sem sagt var við setn- ingu atvinnuvegasýn- ingarinnar í fyrra, að í erfiðleikunum felast jafnt tækifæri sem ógn. Sýningin nú í ár hefur sýnt að vest- firskt atvinnulíf hefur kunnað að grípa tæki- færin. Það var líka eftir- tektarvert að einn þeirra sem unnið hafa að málefnum ferðaþjónustu á Vest- fjörðum sagði í tengslum við sýn- inguna að ferðamönnum, sem hing- að koma, kæmi mest á óvart að upplifa þann mikla fjölbreytileika og kraft sem finna mætti í atvinnu- lífi og mannlífi öllu á Vestfjörðum. Menningarstarfsemi og framboð á ótrúlegustu afþreyingu vekur at- hygli. Allt eru þetta dæmi um kröftugt mannlíf; öndvert því sem stundum er dregin myndin af í um- fjöllun fjölmiðla. Sækjum á brattann Atvinnulífið hér á Vestfjörðum hefur gengið í gegn um mikla end- urskipulagningu og tekið umtals- verðum breytingum á allra síðustu árum. I dag einkennist atvinnulífið annars vegar af mjög stórum og öfiugum fyrirtækjum, sem starfa að mörgum þáttum sjávarútvegs og hafa haslað sér völl á hlutabréfamarkaði. En hins vegar eru til staðar mörg minni fyr- irtæki, eldri og yngri, á ótrúlegustu sviðum framleiðslu og þjón- ustu. Til viðbótar er af- ar mikilvægt að byggja áfram upp góða þjónustu á vegum hins opinbera, skólastarf- semi, heilbrigðisþjón- ustu og stjómsýslu. Jafnframt því að efla þann vísi að rannsókn- ar- og þróunarstarfi sem hér er til staðar. í því sambandi hljótum við einkanlega að binda vonir við hið nýja Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða, sem þegar hefur sannað gildi sitt með öflugri atvinnuráð- gjöf, og þróunarsetrið sem líta mun dagsins ljós á komandi vetri. Allt skapar þetta nýja viðspymu fyrir vestfirskt atvinnulíf. Einkennisorð atvinnuvegasýn- ingarinnar var „sækjum á bratt- ann“. Það var vel viðeigandi. Þau skírskota í senn til þess að vest- firskt atvinnulíf hefur glímt við mikla erfiðleika, en jafnframt að það vill sækja fram, til móts við nýja tíma og bjartari framtíð. Höfundur er alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi. Einar K. Guðfínnsson 8 milljarða búvörusamning- ur samþykktur á Alþingi ALÞINGI sam- þykkti á síðustu dög- um þingsins breyttan búvömsamning í mjólkurframleiðslu. Deilur hafa staðið í all- an vetur um samning- inn og er hann mjög umdeildur. Talið er að hann kosti ríkissjóð 18 milljarða á samnings- tímanum. 23 alþingis- menn veittu samn- ingnum brautargengi og samþykktu hann, eða 36,5% þingmanna, 14 þingmenn skiluðu auðu og 26 voru fjar- staddir. Af þessari at- kvæðagreiðslu verður dregin sú ályktun að samningurinn hafi mjög veika stöðu á þjóðþinginu. Bændur silja heima Atkvæðagreiðsla um búvöra- samning meðal bænda, skilaði ekki þeim ái-angri og þátttöku sem vænt- ingar stóðu tfl. Af 1896 bændum sem leyft var að greiða atkvæði samþykktu 948 bændm- hann, eða 50%. 948 bændur greiddu ekki at- kvæði, vora á móti samningnum eða skiiuðu auðu, samtals 50% bænda á kjörskrá. Afgangurinn af bænda- stéttinni hafði ekki atkvæðisrétt, þó svo þeir væra skilvíslega búnir að greiða félagsgjöld sín til Bænda- samtaka Islands. Astæðan vora þau nýmæli stjómar BI að takmarka at- kvæðisréttinn við þá sem ættu kálfa og kvóta. Þessi nýmæli styðjast hvorki við samþykktir BI né lands- rétt. Af því leiðir að bændum er mismunað innan félagskerfisins til að verja stjómarskrárbundin rétt- indi sín til að njóta atvinnu sinnar, eigna og starfsþekkingar. Ekkert opinbert eftirlit var með þessari at- kvæðagreiðslu eða talningu líkt og tíðkast hjá launþegahreyfingunni þar sem atkvæði era talin hjá ríkis- sáttasemjara. Átök á Alþingi Á Alþingi hófust strax deilur um samninginn í landbúnaðarnefnd meðal stjórnarliða. Fóru þar fremstir í flokki alþingismenn og félagar í svokölluðu félagi Fjalla- Eyvindar. Vildu þeir afnema Þorsteinn H. Gunnarsson ákvæði samningsins er lutu að kvótamarkað. Hafa þeir sennilega talið að hægara væri um rik fyrir stórbænd- ur að króa smábændur af í héraði og ná af þeim kvótanum þar, fremur en á almennum landsmarkaði. Náðu þeir sínu fram. Lét einn stjórnarliðinn þau orð falla að með þessu fyrirkomulagi gætu bændur hætt búskap með „reisn“. Alþingis- kona á Suðurnesjum taldi að þessari niður- stöðu fenginni mundi kvótabraskið bara halda áfram. Á Búnaðarþingi lét formaður kúabænda þau orð falla að Alþingi hefði einungis þann kost að sam- þykkja eða synja samningnum Almanna- og frum- byggjaréttur, segir Þorsteinn H. Gunnars- son, er sífellt þrengdur og færður sérhags- munahópum. óbreyttum. Erfitt er að átta sig á, hvað sú yfirlýsing þýðir, eða hver viðbrögð verða við breyttum samn- ingi. Kvótakaup fjármögnuð Alþingi samþykkti ný lög um þjóðlendur og staðarmörk (lög- sögu) sveitarfélaga. Skrifara er til efs að almenningur geri sér raun- veralega grein fyrir því hvað hér hefur gerst. Færa má rök fyrir því að hér hafi orðið til með formlegum hætti nýjar fasteignir:, þjóðlendur og jöklar sem era orkuverðmæti. Búast má við þri að ýmsir sem braska með landbúnaðarkvóta komi til með að líta hýni auga til þessara fasteigna ríkisins. Má segja að það sé borðleggjandi fyrir riðkomandi hreppa að leggja fast- eignaskatta á þessar f'asteignir til að fjármagna kvótabraskið. For- dæmið er fengið úr heimahrepp fé- lagsmálaráðherra þar sem fast- eignagjöld af orkumannrirkjum og manngerðum lónum hafa verið not- uð til að fjármagna kvótabraskið og halda uppi háu kvótaverði. Útilegumenn og frelsið Almenningur á Islandi er orðinn hálfgert útigangsfólk sem engu fær að ráða. Almanna- og frum- byggjaréttur er sífellt þrengdur og færður sérhagsmunahópum. Purk- unarlaust reyna svo valdhafarnir að skreyta sig ímynd Fjalla-Ey- vindar og riðra sig upp rið Höllu og þykjast unna frelsinu. Er ekki kominn tími til að alþýða manna spyrji: Hvar er hinn raunveralegi Fjalla-Eyvindur nútímans, er hann ef til vill kominn í rimlabúr? Er frelsið búið? Höfundur er búfræðikandidat. Mikið úrvd rf fallegum rúfflfatnaái SkóUvöröuíiig 21 Sími 551 4050 Reykpvik. Mikið úrval Wh usqoqn Aklæði einlit og mynstruö Góðit* sófan ágóðuvenði! Armúla 8-108 Reykjavík Sími 581-2275 ®568-5375 ®Fax 568-5275 Retinol-15 System Retinol er byltingarkennt efni "Microsponge Technology" sem heldur A-vítamíninu stöðugu í húðinni. Retinol-15 eykur teygjanleika og þéttleika húðarinnar og minnkar litaflekki. Minnkar ótímabærar hrukkurtil muna. Hentar bæði dömum og herrum. PARIS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.