Morgunblaðið - 23.06.1998, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUÐBJARTUR Sindri Vilhjálmsson boðinn velkominn af Nikolinu.
Á LEIÐ í nýju íbúðina undir forystu Guðbjarts Guðmundssonar.
Morgunblaðið/Ásdís
Tekið á móti 23 flóttamönnum frá Serbíu á Blönduósi
Hugsuðum okkur
ekki um tvisvar
ÞAÐ er ekki laust við eftirvæntingu
þegar formlegri móttökuathöfn í fé-
lagsheimilinu á Blönduósi er lokið
og lyklar að íbúðunum hafa verið af-
hentir. Nú er komið að því að stuðn-
ingsfjölskyldur taki við hlutverki
sínu og fylgi „sinni“ fjölskyldu til
nýs heimilis. Við sláumst í för með
Popovic-fjölskyldunni og fulltrúum
þeirra fjölskyldna sem hafa tekið að
sér að vera stuðningsfjölskyldur
hennar.
Það er haldið af stað og för heitið
á Mýrarbraut 16. Fremstur í flokki
fer Guðbjartur Guðmundsson nokk-
urskonar ættfaðir stuðningsfjöl-
skyldnanna sem allar eru tengdar
innbyrðis. Eftir nokkurra mínútna
gönguferð er komið á áfangastað.
Zeljiko, fjölskyldufaðirinn, opnar
dyrnar og krakkarnir, Bosko og
Nikolina hlaupa inn.
Það er sérstök stund runnin upp.
Popovic-fjölskyldan er stigin inn á
sitt nýja heimili eftir langt og
strangt ferðalag og íslendingarnir
sem hafa lagt nótt við dag til að
gera þetta heimili úr garði fylgjast
með viðbrögðunum. Og þau láta
ekki á sér standa, ánægjan sldn úr
andlitum allra viðstaddra.
En það er ekki setið auðum hönd-
um. Krakkamir hrópa upp yfir sig
af ánægju þegar þau sjá leikföngin
sem bíða þeirra og þau eru fljót að
fá krakka úr stuðningsfjölskyldun-
um með að leika. Fleiri hafa bæst í
hópinn og eru boðnir velkomnir
með kossi og allir kynntir fyrir hver
öðrum með hjálp orðalistans sem
Rauði krossinn hefur látið útbúa.
Áhugavert tækifæri fyrir stuðn-
ingsfjölskyldurnar
„Ég ákvað strax að verða stuðn-
ingsamma þegar ég frétti að von
væri á flóttafólki til Blönduóss,"
segir Margrét Ásmundsdóttir, eig-
inkona Guðbjarts. „Eitt leiddi af
öðru og dætumar, Ragney, Þór-
halla og Jónína, eru hér.“
„Við verðum nýja fjölskyldan
þeirra og mér fannst þetta mjög
áhugavert og gott tækifæri til að
kynnast annarri menningu. Ég
myndi líka vilja ef ég yrði rekin úr
mínu landi að einhver tæki svona á
móti mér,“ segir Ragney. „En svo
eram við líka svona fjölskyldur sem
höfum gaman af félagsmálum,“ en
auk þeirra mæðgnanna, eiginmanna
og barna er vinkona Ragneyjar,
Kristín Gunnarsdóttir, og maður
hennar, Lúðvík Vilhelmsson, og
börn þeirra í hópi stuðningsfjöl-
skyldna Popovic-fjölskyldunnar.
Þessi hópur sem ásamt Popovic-
fjölskyldunni telur alls nítján
manns er strax farinn að mynda
ágætis tengsl. Nú er ekki lengur
túlkur með í för þannig að nú reynir
✓
A sunnudag kom hópur flóttamanna frá
Serbíu til Blönduóss. I hópi þeirra var
fjögurra manna serbnesk fjölskylda.
Sigriður B. Tómasdóttir og Asdís
----7----——---------------------------
Asgeirsdóttir fylgdust með fyrsta
kvöldinu á nýjum stað.
„SJÁÐU nýju hálsfestina mína,“ gæti Nikolina Popovic verið að segja
við Elsu Kristínu Lúðvíksdóttur sem fylgist spennt með.
Það er ekki ofsagt að þau hjónin
séu ánægð með nýtt heimili „Þetta
er stórkostlegt, betra en frábært,"
segja þau. „Ég var búin að segja að
bara ef ég fengi þvottavél yrði ég
ánægð,“ segir Radmila. „Ég hef
þvegið í höndunum undanfarin þrjú
ár.“ Undanfarin ár hefur fjölskyld-
an búið í bænum Sabac í Serbíu en
þangað hröktust þau er Serbar vora
reknir út úr Krajina-héraði í Króa-
tíu í ágúst 1995. „Við bjuggum í
lánshúsnæði fyrst en þurftum svo
að borga leigu, við höfðum rafmagn
og hita sem er meira en margir.
Astandið er mjög slæmt í Serbíu
núna og við sáum ekki fram á neina
framtíð þar.“
Geta ekki snúið til baka
Þau Zeljiko og Radmila snera sér
því til flóttamannastofnunar Sa-
meinuðu þjóðanna síðastliðið haust
og báðu um flutning í þriðja land;
ekki kom til greina fyrir þau að
snúa til baka til Donji Lapae, bæj-
arins sem þau bjuggu í fýrir stríð.
Hann tilheyrir Króatíu núna og
Zeljiko á yfir höfði sér fimmtán ára
fangelsisdóm þar fyrir þátttöku í
stríðinu. „Öllum karlmönnum á
aldrinum 18-65 ára var gert að taka
þátt í stríðinu. Mín herdeild var tek-
in höndum 10. september 1993 og
ég lenti í fangabúðum í þrjá mán-
uði.“ Zeljiko var svo lánsamur að
lenda strax á lista hjá Rauða kross-
inum og í fangaskiptum eftir þrjá
mánuði. Það er hins vegar fjöldi
manns sem lenti í fangabúðum og
ekkert hefur spurst til síðan.
Popovic-fjölskyldan var kölluð í
viðtal í apríl og kom það þeim
skemmtilega á óvart þegar þau
fréttu af því að svo gæti farið að þau
enduðu á íslandi. „Við vissum ekki
að íslendingar tækju flóttamenn en
hugsuðum okkur ekki um tvisvar
þegar okkur bauðst að koma hing-
að.“ Zeljiko bætir við að hann sé
mjög ánægður með að hefja búsetu
hér á landi í litlum bæ. „Við bjugg-
um í litlum bæ fyrir stríð. Þar voru
allir eins og ein stór fjölskylda. Þeg-
ar einhver þurfti á hjálp að halda
kom einhver til hjálpar.“ Af móttök-
um að dæma er Popovic-fjölskyldan
komin á réttan stað á Blönduós.
Við byggjum á reynslunni
FJÖLDI manns bauð hóp 23
flóttamanna frá Júgóslavíu vel-
kominn á Blönduós á sunnu-
dagskvöld. Hópurinn átti þá að
baki langt ferðalag sem hófst
eldsnemma á Iaugardagsmorg-
un. Eftir einnar nætur dvöl í
Reykjavík var haldið norður, um
leið og leik Júgóslava og Þjóð-
verja í heimsmeistarakeppninni
í fótbolta var lokið.
I félagsheimilinu var boðið
upp á kvöldmat og hittu flótta-
mennirnir m.a. stuðningsfjöl-
skyldur sínar í fyrsta skipti. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
bauð hópinn velkominn „sem
heimamaður og bóndi í sveit-
inni“ og Skúli Þórðarson bæjar-
stjóri bauð hópinn velkominn
fyrir hönd Blönduósbæjar. Að
loknu borðhaldi afhenti bæjar-
stjóri fjölskyldunum lykla að
nýju heimili.
Ákvörðun um komu hópsins
til Blönduóss var tekin í apríl og
að sögn Hólmfríðar Gísladóttur
hjá Rauða krossinum hefur und-
irbúningur gengið mjög vel.
„Samstarf allra aðila sem standa
að þessu hefur verið mjög mikið
og gengið framar vonum. Við
byggjum vitaskuld á reynslunni
þannig að við gerum sífellt bet-
ur en áður.“
I hópnum eru sex fjölskyldur,
þar af fimm börn á aldrinum sex
til fjórtán ára. Flóttamennimir
em flestir Serbar en nokkuð er
um blönduð hjónabönd Serba og
Króata. A.m.k. þijár stuðnings-
fjölskyldur era um hverja fjöl-
skyldu og gekk mjög vel að fá
fjölskyldur að sögn fulltrúa
Rauða krossins á Blönduósi. All-
ar ljölskyldumar fá fullbúna
íbúð og stóð Rauði krossinn fyr-
ir söfnun húsgagna í þær.
Einnig var safnað fötum og fóra
fjölskyldumar í gær og völdu
sér föt í fylgd stuðningsfjöl-
skyldna, sem einnig fóra með
þær í matvöraverslun og banka.
Nú í vikunni hefst íslensku-
kennsla en fyrst um sinn verður
lögð aðaláhersla á að hópurinn
nái tökum á tungumálinu.
á skilninginn, og hann er svo sann-
arlega fyrir hendi. Ef áðumefndur
orðalisti dugar ekki til er gripið til
blaðs og penna eða einfaldlega
skipst á orðum á eigin tungum.
Margrét Ásmundsdóttir, stuðn-
ingsamma, fylgir Radmilu Popovic,
húsfreyju á Mýrargötu 16, um eld-
húsið og sýnir henni hvar hlutina er
að finna. Kaffikannan er strax tekin
í notkun og fljótlega berst kaffiilm-
ur um allt hús.
Tungumálakennslan hafin
í bamaherbergjum er verið að
skoða nýja dótið og tungumála-
kennslan er hafin. Dagbjartur
Gunnar Lúðvíksson er greinilega
ákveðinn að láta ekki sitt eftir liggja
í þeim málum: „Þetta er nef, þetta
era tennur, þetta er tunga,“ segir
hann við Basko og rekur út úr sér
tunguna og bendir á. „Hér er mót-
orhjól og mótorhjólagæi," bætir
hann við og bendir á dúkku á mót-
orhjóli sem stendur á borðinu.
Kaffið er tilbúið og allir era boð-
aðir inn í stofu. Þar sitja þeir
Zeljiko, Vilhjálmur Stefánsson, eig-
inmaður Þórhöllu, og Lúðvík og
ráða ráðum sínum. „Við eram að
skipuleggja grillveislu næsta fóstu-
RADMILA hellir í bolla fyrir Vilhjálm a meðan Margrét sýnir þeim
Ragneyju og Hildi B. Vilhjálmsdóttur orðalistann.
dag,“ segir Lúðvík. „Við ætlum að
elda,“ Matseðillinn er einnig rædd-
ur með hjálp orðalistans og sæst á
nautakjöt. I framhaldi af þessu er
farið að ræða íþróttir og möguleika
á golfferð fljótlega.
Síminn hringir og Irena Kojic til-
kynnir komu sína innan tíðar. Irena
er starfsmaður Rauða krossins og
mun búa á Blönduósi næstu níu
mánuði og aðstoða flóttafólkið við
að koma sér fyrir eins og hún gerði
á ísafirði og á Höfn. Þegar hún birt-
ist gefst færi á að spjalla við þau
Zeljiko og Radmilu með hennar að-
stoð