Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 10

Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Héraðsdómur Reykjavíkur Heilsugæslulækn- ir sýknaður af nauðgunarákæru HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á fóstudag heilsugæslulækni af öllum kröfum ákæruvaldsins í nauðgunarmáli og vísaði frá skaða- bótakröfu. Kona sem var sjúklingur læknisins kærði hann fyi’ir nauðgun í janúar sl. og kvað hann hafa haft við sig mök eftir að hafa gefíð sér róandi lyf. Læknirinn játaði að hafa átt mök við konuna en neitaði að um nauðgun hefði verið að ræða. Heilbrigðisráð- herra svipti lækninn læknaleyfí í mars sl., að tillögu landlæknis, vegna alvai’legs brots á læknalögum. Dómurinn er til skoðunar í heil- brigðisráðuneytinu, að sögn Sólveig- ar Guðmundsdóttur, lögfræðings ráðuneytisins. Aðspurð um hvort hún teldi að læknirinn fengi lækna- leyfið aftur sagði hún það ekki vera augljóst. Sér sýndist í fljótu bragði að héraðsdómur hefði fyrst og fremst fjallað um hegningarlög en læknirinn hefði verið sviptur leyfinu á grundvelli læknalaga. Læknirinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa haft samfarir við konuna er hann kom á heimili hennar eftir há- degi 13. janúar sl., eftir að hafa farið þrívegis í vitjun til hennar nóttina áður, þegar hann var vakthafandi læknir á bæjarvakt. Héraðsdómi þykir ekki, í ljósi minnisleysis konunnar um atburði, þess að hún á vanda til langvarandi minnisleysis í kjölfar áfengis- og lyfjaneyslu og óvissu um ástand hennar er ákærði hafði kynmök við hana, frarn komin lögfull sönnun þess að ákærði hafí framið það brot sem hann er ákærður fyrir. Það er mat dómsins að framburður ákærða hafi í heild sinni verið fremur trúverðugur, þrátt fyrir að hann hafi í fyrstu neit- að samræðinu og verið reikull í fram- bui’ði sínum um lyfjagjafir. I dómsorði segir að ákærði skuli vera sýkn af öllum kröfum ákæru- valdsins í málinu og að allur sakar- kostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin réttargæslu- og málsvarn- arlaun Andra Arnasonai’ hæstarétt- arlögmanns, skipaðs verjanda mannsins, 150.000 kr. Dóminn kváðu upp Ingibjörg Benediktsdóttir hér- aðsdómari, Asgeir Karlsson geð- læknir og Sigurður T. Magnússon héraðsdómari. Kolbrún Linda Is- leifsdóttir héraðsdómslögmaður sótti málið fyrir ’nönd ákæruvaldsins. Morgunblaðið/Amaldur FRAKKASTÍGUR 10, eista húsið við Frakkastíg, byggt árið 1894. Þjóðardagur Islands á heimssýningunni í Lissabon Umfangsmesta listdag- skrá á erlendri grundu ÍSLAND verður í sviðsljósinu á heimssýn- ingunni í Lissabon í Portúgal næstkomandi laugardag á þjóðardegi íslands. Fjöldi lista- manna, alls um 80 manns, mun koma fram um kvöldið á alls sjö sviðum vítt og breytt um sýningarsvæðið. Opinber sendinefnd með menntamálaráðherra, Björn Bjamason, og eiginkonu hans, Rut Ingólfsdóttur, í broddi fylkingar, mun einnig heimsækja sýninguna og íslenska skálann. Fyrirhugað var að forseti íslands og eig- inkona hans myndu heimsækja sýninguna en af því verður ekki. Þjóðardagurinn er talinn hápunktur hverrar þjóðar á sýningunni og er hvatt til þess að þær bjóði upp á viðburði sem eftir er tekið meðal sýningargesta. Jón Asbergsson, framkvæmdastjóri út- flutningsráðs, segir að menningardagskráin sé umfangsmesta dagskrá með íslenskum listamönnum sem farið hefur fram á einu kvöldi á erlendri grundu. „Dagskráin er fjöl- breytt og boðið verður upp á tónlist, leiklist og dans, jafnt þjóðlegan sem nýstárlegan,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið. Listamennirnir sem koma fram um kvöldið eru þeir Öm Ámason leikari, Skari Skrípó, Blásarakvintett Reykjavíkur, Tjamai’kvar- tettinn, Benedikt Erlingsson og Halldóra Geh’harðsdóttir, sem flytja leikritið Orms- tungu, Kammersveit Reykjavíkur, Islenski dansflokkurinn, Þjóðdansafélagið Fiðrildið og Leikhús frú Emelíu sem flytur ópemna Rhodymenia Palmata eftir tónskáldið Hjálm- ar H. Ragnarsson. Að sögn Jóns er dagskráin á vegum mennta- málaráðuneytisins og stendur það straum af kostnaði við hana. Auglýst vai’ eftir listamönn- um til þátttöku í ágúst á síðasta ári og íyrr- greindir aðilar síðan valdir úr umsækjendum. Gus Gus hætti við þátttöku Einn hóp listamanna vantar þó í upptaln- inguna en að sögn Jóns Ásbergssonar dró fjöllistahópurinn Gus Gus sig út úr þátttöku fyrir um mánuði síðan vegna ágreinings við skipuleggjendur heimssýningarinnar. „Það er skarð fyrir skildi þar sem nú er enginn fulltrúi popptónlistarinnar meðal þátttak- enda,“ sagði Jón. Hann segir að ætlunin með vali listamann- anna hafi verið að ná ákveðinni breidd. „Markmiðið var að sýna bæði léttleikann og alvöruna í íslenskri menningu." Um daginn verður opinber dagskrá. Mót- taka fer fram á sérstökum viðhafnarstað þar sem fánar verða hylltir og Blásarakvintett Reykjavíkur leikur tónlist. Löndin, Island og Portúgal, skiptast síðan á gjöfum og síðan verður farið inn í portúgölsku sýningarhöll- ina. Portúgölsk stjórnvöld bjóða þessu næst til hádegisverðar og fai’a því næst ásamt ís- lensku gestunum í heimsókn í íslenska skál- ann. Um kvöldið verður síðan móttaka íýrir portúgalska viðskiptavini íslenskra fyrir- tækja. Telst vera full dagskrá „Þetta telst vera full dagskrá eins og Portúgalar skilgreina þetta. Við leggjum því upp með alvöru dagskrá. Við erum líka það heppin að vera á laugadagskvöldi og reiknum því með góðri aðsókn, enda hefur sýningin alltaf verið vel sótt um helgar." Meðal þeirra sem von er á á svæðið á laug- ardaginn eru viðskiptavinir íslenski’a fyrir- tækja og íslenskir sóldýrkendur frá Algarve sem er í um 3 tíma ökuferð í burtu frá sýn- ingarstaðnum. „Ferðaskrifstofurnar hafa skipulagt ferðir á sýninguna," sagði Jón sem býst við góðum degi fyrir Island. Jónsmessuhátíð á Frakkastíg JÓNSMESSUHÁTÍÐ verður haldin á Frakkastíg, milli kl. 16 og 18 á morgun miðvikudaginn 24. júní. Á hátiðinni verð- ur Jóns Dalmannssonar gullsmiðs minnst, en 100 ár verða liðin frá fæðingu hans þennan dag. Ymislegt verður til gamans gert á há- tiðinni, börn frá Þjóðdansafélagi Reykja- víkur koma í heimsókn auk félaga úr karlakórnum Fóstbræðrum, en Jón var í þeim kór í yfír 30 ár. Kjöri's verður á staðnum og Króna frá Sparisjóði Reykja- víkur. Gullkistan, fyrirtæki Jóns Dalmanns- sonar, hefur sl. 22 ár verið til húsa í Frakkastíg 10, sem jafnframt er elsta húsið við götuna. Verið er að gera upp húsið um þessar rnundir, en Jón Dal- mannsson var þekktur gullsmiður í Reykjavík frá 1922 til dauðadags 1970. Húsið sem nú er Frakkastígur 10 var upphaflega byggt á horni Laugavegs og Frakkastígs árið 1894 af Þórhalla Þór- hallasyni, skömmu eftir að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði ákveðið að leggja Laugaveg frá Kvosinni að Þvottalaugun- um í Laugardal. Á þeim tíma var lítið far- ið að versla við Laugaveg, en skömmu síðar eignaðist Guðmundur Egilsson tré- smiður húsið og flutti það upp á Frakka- stíg árið 1908. Húsinu hefur lítið sem ekkert verið breytt frá 1908. Hátíðinni er einnig ætlað að vekja at- hygli á þeim gömlu rótgrónu hverfum Reykjavíkur, þar sem mikið er af gömlum húsum sem fólk er að lagfæra og fegra. ALLMARGAR laxveiðiár voru opnaðar um helgina og var yfir- leitt frekar gott hljóð í mönnum og tölur og horfur nokkuð góðar miðað við barlóminn vegna þurrkanna að undanförnu. Svo virðist sem víða sé talsvert af laxi og víða er hann genginn lengra fram ár en menn þekkja að öllu jöfnu svo snemma sumars. Dæmi um góða byrjun var í Rangánum, sérstaklega Ytri- Rangá þar sem fjórir laxar veidd- ust á laugardaginn. Þann dag komu einnig tveir á land úr Eystri-Rangá. Á sunnudag bætt- ust svo við tveir úr Ytri-Rangá og menn sáu og misstu fleiri. „Mér líst rosalega vel á þessa byrjun. Þetta er besta opnunin á svæðinu frá því ég kom að þessu sumarið 1989,“ sagði Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri-Rangár, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði at- hyglisvert að laxinn veiddist upp um alla á. Þá veiddust á þriðja tug silunga, mest 2-3 punda sjó- birtingar fyrir neðan Ægissíðu- foss. Það er einnig athyglisvert að í fyrsta skipti veiðist nokkuð af smálaxi saman við stóra vorlax- inn. Li'fleg byrjun í Vatnsdal og Miðfírði Átta laxar voru komnir á land úr Vatnsdalsá á hádegi í gær og veiddust þeir allir eftir hádegi á laugardag og á sunnudag. „Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar, leið- sögumanns á staðnum, voru þetta allt boltafiskar, 12-17 punda, og menn hefðu einnig sett í og misst þó nokkra. „Þetta voru sjö fiskar úr Hnausastreng og einn úr Hóla- kvörn. Við höfum víða farið og leitað fyrir ofan Flóð, en hann virðist ekki hafa gengið upp fyrir það ennþá. Áin er vatnslítil og KRISTJÁN Ríkharðsson og Sveinn Guðmundsson með lax úr Laxá á Ásum. Þetta var fyrsti laxinn úr ánni og veiddist 14. júní. Um helgina voru aðeins 14 laxar komnir á land og lítið um að vera. það vantar rigningu og vatnavexti til að hann dreifi sér,“ sagði Ingólfur. Á bökkum Miðfjarðarár var Böðvar Sigvaldason glaðhlakka- legur, enda komu 11 laxar á land fyrsta veiðidaginn. „Við þorum ekki lengur að vona eitt eða neitt og því kemur þetta okkur skemmtilega á óvart. Þetta eru svo sem engin ósköp og við vild- um sjá meira, en þetta er þó við- unandi," sagði Böðvar. Lítið vatn er í ánum á svæðinu, en menn sáu þó lax víða, t.d. neðan Kambsfoss, í Hlaupunum og Götufljóti í Austurá, í Túnhyl, Hlíðarfossi og Kistunum í Vesturá. Laxarnir voru allir 10 til 14 pund. Gott í Haffjarðará Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár, sagði ána hafa verið með „gott start“. Ellefu laxar voru komnir á land á sunnudags- kvöld, en veiði hófst á fóstudags- morgun. „Menn missa líka mikið og vatnið hríðfellur. Áin er 20 sentimetrum undir meðalvatni. En það er lax um alla á,“ sagði Einar. Mest er laxinn stór, allt að 15 punda. Hér og þar Gríðarlega góð byrjun var í Ulfarsá á laugardaginn, en þá veiddust tíu laxar í ánni, flestir 6 til 7 punda. Á sunnudaginn bætt- ust þrír við. „Menn sjá mikinn lax og þetta er það líflegasta sem ég hef séð í opnun í Korpu síðan ég fór að hafa afskipti af ánni,“ sagði Jón Aðalasteinn Jónsson, einn leigutaka árinnar í gærdag. Þá veiddist einn lax og nokkuð af bleikju á íyrsta degi í Hítará á föstudag og á sunnudag var íyrst rennt í Gljúfurá í Borgarfirði og komu strax tveir á þurrt. Veiði hefur glæðst verulega í Norðurá þar sem holl endaði veiðiskap á sunnudaginn með 38 laxa, sem telst mok miðað við það sem á undan var gengið. Víða líf- legt um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.