Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hagnaður Finn-
airs tvöfaldast
Helsinki.
Yahoo! býst
við tapi
á árinu
Santa Clara, Kalifomíu. Reuters.
YAHOO!, sem býður vin-
sælasta búnaðinn til að skoða
veraldarvefinn, þýst við tapi á
öðrum ársfjórðungi og á árinu
í heild vegna eingreiðslu í
tengslum við kaup á Viaweb
Ine.
Yahoo! keypti Viaweb fýrir
45 milljónir dollara. Viaweb
framleiðir hugbúnað til að
koma á fót verzlunum á net-
inu og reka þær.
Verð hlutabréfa í Yahoo!
hafði farið hækkandi eins og
annarra bréfa í tengslum við
netið frá því fjölmiðlarisinn
Walt Disney Co. keypti hlut í
vefþjónustunni Infoseek
Corp.
Hlutabréf í Yahoo! höfðu
hækkað í 135,50 dollara, en
tilkynning um iyrirsjánlegt
tap olli lækkun í 127,75 doll-
ara.
HAGNAÐUR Finnair tvöfaldaðist í
fýrra vegna aukinnar eftirspumar
eftir farmiðum og þar sem hleypt
var af stokkunum þriggja ára áætl-
un til að draga úr kostnaði.
Farþegum fjölgaði um 12,5% og
flugfragt jókst um 15%. Hagnaður
fyrir skatta jókst í 626,7 milljónir
finnskra marka, eða 114,3 milljónir
dollara, á tólf mánuðum til marzloka
úr 310,4 milljónum marka
1996/1997.
Sölutekjur jukust úr 7,4 milljarða
marka í 8,06 milljarða og hagnaður
af sölu flugvéla nam 79,8 miHjónum
marka. Flugumferðargjöld minnk-
uðu um 16,5%.
Antti Potila aðalframkvæmda-
stjóri sagði að bætta afkomu mætti
einnig þakka áætlun um endur-
skipulagningu, sem hófst í fyrra og
miðar að því að auka hagnað um 500
milljónir finnskra marka fýrir árið
2000. Séfræðingar telja að áætlun-
in geti leitt til þess að Finnair verði
einkavætt. Finnska ríkið á 58% í fé-
laginu og Paavo Lipponen forsætis-
ráðherra hefur gefið í skyn að ríkið
muni eiga minnihluta í félaginu í
framtíðinni.
Potila varaði hins vegar við því að
dregið gæti úr hagnaði í ár vegna
aukinnar alþjóðlegrar samkeppni.
Hann sagði að eftirspum hefði
haldið áfram að aukast á yfirstand-
andi reikningsári, en ekki eins ört.
Samkeppni um farþega muni halda
áfram að aukast og það muni koma
niður á hagnaði.
Auk þess er búizt við að þegar
sölu á tollfrjálsum varningi verður
hætt innan ESB í júlí 1989 muni
það skerða hagnað Finnair um 80
miljjónir finnskra marka.
Á móti mun koma minni rekstrar-
kostnaður og auknir farþegaflutn-
ingar vegna samninga Finnairs við
14 flugfélög um framhaldsflug og
bandalags félagsins og British
Airways.
Goldman Sachs hefur
áhuga á Cliveden-hótelinu
London. Reuters.
TILBOÐSSTRÍÐ virðist hafið milli
eigenda brezks hótelsins og sveita-
klúbbsins Cliveden, þar sem eitt
mesta hneyksli brezkra stjórnmála
átti sér stað.
Goldman Sachs fjárfestingabank-
inn segir að ein deild hans og annað
fyrirtæki eigi í viðræðum, sem geti
leitt til tilboðs í Cliveden Plc. Fyrir-
tækið hefur þegar samþykkt tilboð
upp á 42,8 milljónir punda frá sam-
tökum, sem Microsoft forstjórinn
Bill Gates stendur að ásamt fleiri
fjárfestum.
Fyrir 35 árum var Cliveden við
ána Thames vettvangur Profumo-
málsins, þar sem hermálaráðherra
íhaldsflokksins, símavændiskona og
sovézkur sendiráðsmaður komu við
sögu.
Hlutabréf í Cliveden hækkuðu
um tæp 12% eða 11 pens í 104 pens,
þegar Goldman tilkynnti að
Whitehall Street Real Estate Ltd
Partemship IX, sem bankinn á hlut
■ GEBERIT
Blöndunartækí
Rafeindastýrt, sneitifntl
blöndunartæki. Hentar sériega
vel fyrir matvælaiðnað, læknastofúr,
veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili.
Fæst í bvggjngauöruverslunum um landallt.
Heildsöludneifing:
Smiðjuvegi II.Kópavogi
Tgngjjg"- Sími 564 1088. fax 584 1089
í, og Westmont Development Inc.
ættu í viðræðum við Cliveden.
Áður hafði Cliveden skýrt frá því
að stjórn fyrirtækisins hefði sam-
þykkt tilboð upp á 95 pens á hluta-
bréf frá Destination Europe Ltd,
deild í bandaríska fasteignafýrir-
tækinu Lowe Enterprises, og frá
fleiri fjárfestum, þar á meðal Gates.
Sami arkitekt og reisti brezku þing-
húsbygginguna smíðaði Cliveden
húsið vestan Lundúna um miðja síð-
ustu öld fýrir hertogann af Suther-
land. Það var heimili Astor-fjöl-
skyldunnar og bækistöð klíku frið-
kaupasinna á árunum fyrir seinni
heimsstyrjöldina.
í Cliveden kynntist John
Profumo hennálaráðherra síma-
vændiskonunni Christine Keeler,
sem var einnig í tygjum við sovézk-
an hermálafulltrúa. Profumo sagði
af sér þegar hann varð uppvís að því
að segja brezka þinginu ósatt.
Gates er viðriðinn tilboðið í Clvi-
eden vegna þess að fjárfestingar-
sjóður hans, Cascade, á 10% í Dest-
ination Europe.
Til sölu eða leigu
Framtíðar verslunar-, þjónustu- og/eða
veitingaaðstaða við
Arnarsmára í Kópavogi.
Húsið er um 230 fermetrar að stærð ásamt 1.150 m2 lóð
við Arnarsmára 32 (Nónhæð) í Kópavogi.
Lóðin er með 25 fullfrágengnum bílastæðum og með 400
fermetra hellulögðu torgi sem má samnýta með húsinu.
íbúafjöldi í næsta nágrenni er um 2500-3000 og fer vax-
andi.
Á staðnum er rekin ÓB-ódýrt bensín, sjálfvirk bensín-
stöð.
Hraðbanki verður í húsinu.
Húsið er tilvalið fyrir rekstur eins og t.d. verslun, lyfjaversl-
un (einnig blandaða verslun), ýmsa þjónustustarfsemi (t.d.
hárgreiðslu- eða snyrtistofu), veitingastað, sjoppu og
myndbandaleigu og líkamsræktarstöð.
Húsið er til afhendingar strax, tilbúið fyrir innréttinga.
Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Fróni/Finnbogi
Kristjánsson í síma 533 1313.
FASTEIGNASALAN
FINNBOGI KUSTJÁNSSON LÖGG. FASTSIGNASAU
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 19
liÉI^
Heimilispakkinn
Nú gefst þér kostur á að
eignast allt sem þú þarft fyrir
tölvuvinnsluna á heimilinu á
hlægilegu verði: kraftmikla
tölvu með mótaldi fyrir
Internetið, vandaðan lita-
prentara og mynd-
skanna sem eykur
margfalt mögu-
leikana á alls kyns
skemmtilegri
vinnslu í tölvunni.
Heimilispakkinn er
óviðjafnanleg afþreying fyrir
alla fjölskylduna og nauð-
synlegur búnaður fyrir
skólafólk.
• Klipptu saman myndir
• Prentaðu á boli
• Gefðu út fjöl-
skyldufréttabréf
• Lífgaðu upp á fjöl-
skyldumyndirnar
• Sendu þínar eigin
myndir á Internetið
• Búðu til þín eigin
boðskort fyrir
afmælin eða
ættarmótin
Hyundai tölva tum
233mhz örgjörvi
32mb sdram vinnsluminni
3.2GB harður diskur
4mb skjákort
24x geisladrif
Soundblaster 16 hljóðkort
80w hátalarar
33.6 baud modem
Epson prentari
Stylus Color 400
Litableksprautuprentari
Borðskanni
30 bita Plustec
OpricPro 4830p
ATlt! 4 adeins
stgr.
Tæknival
www.mbl.is