Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fyrsta eintak Longættar afhent
FYRSTA eintak Longættar,
niðjatals Richards Long (1783-
1837) var afhent á hátíðarfundi
Longfélagsins sem haldinn var á
Hótel Sögu síðastliðinn laugar-
dag. Það er bókaútgáfan Þjóð-
saga ehf. sem gefur ritið út, sem
er í þremur bindum, en höfundur
og ritstjóri er Gunnlaugur Ilar-
aldsson þjóðháttafræðingur. A
hátíðarfundinum var Málfríður
Jónsdóttir, elsti núlifandi niðji
Richards Long, fædd 1896,
heiðruð með því að henni var af-
hent fyrsta eintak bókarinnar.
Það var dóttir hennar, María
Halldórsdóttir sem tók við bók-
inni fyrir hönd móður sinnar úr
hendi Eyþórs Þórðarsonar, for-
manns Longfélagsins, sem er á
milli þeirra mæðgna á myndinni.
Innanbúðarkímni
Eg hef litið svo á að aðalatriði við
mannlýsingar Birgis er form lýs-
inganna, sem hann hefur fengið að
láni úr íslenskri frásagnarhefð, til
að beina athyglinni að ákveðnum
hugsunarhætti og hvernig Islend-
ingar lesa úr umhverfi sínu, þar
með talið öðru fólki. Sú hefð sem
hefur skapast í mannlýsingum
endurspeglar hverju við veitum at-
hygli og þykir í frásögur færandi.
Eg hef þó grun um að lýsingarn-
ar á sýningu Birgis í Tuttugu fer-
metrum séu eins og gátur sem
sýningargestum er boðið að ráða í.
Lýsingin hér að ofan hljómar
glettilega lík honum sjálfum. Hin-
ar þrjár gætu verið af vinum og
kunningjum. En það er einungis
fólk í innsta hring sem getur hugs-
anlega getið sér til um við hverja
er átt.
Birgir Andrésson er einn af
þeim listamönnum sem mikils er
vænst af. Hann hefur verið fulltrúi
íslands á Feneyjatvíæringnum og
sýnt víða í Evrópu. Þetta er langt
frá því að vera meiriháttar sýning
af hans hálfu og kímnin höfðar að-
eins til innanbúðarfólks. Myndlist-
arlega þá er þetta veikasta sýning
sem ég hef séð frá Birgi Andrés-
syni lengi.
Gunnar J. Árnason
MYMPLIST
20 fermetrar,
Vesturgötu 10A
BIRGIR ANDRÉSSON
Opið miðvikudaga til sunnudaga frá
15:00 til 18:00. Aðgangur ókeypis.
Til 28. júní.
BIRGIR Andrésson heldur
áfram að draga fram ýmsar hliðar
á íslenskri arfleifð og setja hana í
spaugilegt samhengi í sýningu sem
hann kallar „íslendingaspjall". Á
fjórum smáum hillum í sýningar-
salnum standa dúkkulísur í þjóð-
búningum, tvær og tvær saman á
hverri hillu, í hrókasamræðum.
Önnur lýsir fjálglega einhverri
ónefndri manneskju og hin kemur
með einhverja stutta athugasemd.
Textamir birtast í talblöðru, eins
og í teiknimyndum, fyrir ofan
gamlar ljósmyndir af konum í ís-
lenskum þjóðbúningi. Allt er þetta
gert í gráglettnum anda.
Mannlýsingarnar eru fjórar. Ein
þeirra byrjar svona: „Hann er
hrikalegur ásýndum. Þykkur og
herðabreiður, á við tvær manns-
sálir á hæðina. Andlitið stórskorið.
Ennið hátt og mikið. Augabrúnim-
ar þær loðnustu og vaxa þétt sam-
an yfir arnarnefsrótunum. Augun
blá og stingandi. Munnurinn lítill,
en illa hirtir kjálkamir enda í
breiðum kinnbeinum. Hárið úfið
og sjaldan strokið..." Og endar
með þessum orðum: „Og þó er
þetta meinleysisgrey og bestur þá
er hann sefur.“ Allar lýsingamar
bregða upp mynd af útliti, líkams-
burðum og háttalagi einhverrar
manneskju, en sleppa því sem
varðar lundemi, starfi eða öðmm
upplýsingum sem gætu staðsett
hana nánar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Birgir notar mannlýsingar í verk-
um sínum, og hann hefur sótt fyr-
irmyndirnar að slíkum lýsingum í
rammíslenskar bókmenntir, enda
er stíllinn frekar forneskjulegur.
www.mbl.is
Bjartmar sýnir í
Oðinsvéum
Óðinsvéum. Morgunblaðið.
BJARTMAR Guð-
laugsson opnaði
myndlistarsýningu í
Filosofgangen í Oð-
insvéum 17. júní sl.
„Það er yndislegt að
vera kominn aftur til
Oðinsvéa," sagði lista-
maðurinn góðkunni
sem eftir nokkurra
ára dvöl á Islandi
kemur til baka með
afrakstur síðustu ára.
Á sýningunni, sem
hófst á þjóðhátíðar-
daginn, 17. júní, eru
19 myndir sem Bjart-
mar hefur málað allt
frá 1995 og þar til nú
og stendur hún til 28.
júní.
Bjartmar stundaði
nám í Óðinsvéum frá
Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson
BJARTMARI var vel fagnað í Óðinsvéum af
gömlu félögunum.
1992 til 1995 og hélt nokkrar
sýningar þar og annars staðar í
Danmörku en flutti síðan til Is-
lands.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Bjartmari en fljótlega
eftir að hann kemur heim til Is-
lands aftur í byijun júh' kemur út
safndiskur með 20 af vinsælustu
lögunum hans. Þangað til er ætl-
unin að endurnýja kynnin af Óð-
insvéum og njóta þess að vera í
fru með fjölskylduna næstu 3
vikurnar.
ÞAÐ er yndislegt að vera í Óðinsvéum, sagði Bjartmar, sem er hér
ásamt konu sinni, Maríu, og dótturinni, Berglindi.
rö-ogg-ö~öigiíT^
8 yó8 ítfó’rf’l 8 RiRi'iM I
Ný Dell OptiPlex™ GX1
lntel®Pentium® II 266 MHz örgjörvi • 32 MB minni
3,2 GB diskur • 15" VL skjár • AGP 4MB skjákort
Hljóðkort • Uppfæranleg í Intel® Pentium®ll
400 MHz örgjörva
Verð kr. 130.000,-,,,
*Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302
Tiik1 ...
pentiunrrj
OptiPlex™
með Intel® Pentium®ll örgjörvum
Dell, Dell merkið og OptiPlex™ eru skrásett
vörumerki Dell Computer Corporation.
InteK® inside merkið og Intel® Pentium® eru skrásett
vörumerki og MMX er vörumerki Irrtel® Corporation.