Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 40
>40 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
__________________KÆRLEIKSÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR_______________
Séra Hreinn Hákonarson um bjónustu við fanga og aðstandendur
Sýnilegir
veggir og
ósýnilegir
Kirkjan veitir ýmsa þjónustu í fangelsum
og á sjúkrahúsum. Henni sinna sérhæfðir
starfsmenn, prestar og aðrir. I þessum síð-
asta hluta umfjöllunar um líknarþjónustu
kirkjunnar eru verkefni hennar á þessum
vettvangi skoðuð.
Morgunblaðið/Golli
SÉRA Hreinn Hákonarson er fangaprestur Þjóökirkjunnar.
HVERGI er þann afkima veraldar
að finna sem kirkjan telur sig ekki
þurfa að sinna. Hún er send til að
bregða birtu inn í líf manns og ver-
aldar - birtu sem hún hefur þegið.
Send til að eiga við manninn orð
sem skiptir sköpum. Hún ávarpar
manninn á lífsgöngu hans hvar
sem hann kann að vera staddur,
hún býður honum fylgd og til við-
ræðu um kjarna lífsins: maðurinn
er ekki einn í heiminum, hann hef-
ur verið sóttur heim af þeim er
kallaði lífið fram; sóttur heim af
þeim er slær vef lífsins hverja
stund og biður alla þá er eyru hafa
að leggja við hlustir.
Öll mannleg vist hvílir á sam-
bandi. Menn hafa margvísleg sam-
skipti. Sjálft lífið er í eðli sínu ein-
hvers konar samfella boða og
hræringa. Ætíð er verið að koma
einhverju til skila eða taka á móti
hvort heldur í minnstu frumu eða
stærstu tölvu. Já, hvort heldur er
um að ræða þröngan troðning upp
til sveita eða fagursveigða hrað-
braut stórborgarinnar. Lífið er ein
allsherjar samskipti. Þegar sam-
skipti dofna, verða slitrótt eða
rofna, hleðst upp lón boða sem
komast ekki um hríð á leiðarenda.
Lónið verður sífellt meira um sig
og hvflir með ofurþunga á veggj-
um sem láta undan ef ekkert verð-
ur að gert.
í margvíslegum aðstæðum get-
ur tilfinningalíf fólks orðið sem
hvert annað uppistöðulón. Ein-
hverjar innri eða ytri ástæður
geta hindrað eða teppt með öllu
eðlilegt samband manna í milli;
skotið loku fyrir samskipti - ger-
breytt öllu sambandi. Samskipti
fólks eru rofin með ákveðnum
hætti þegar einhver því nákominn
fer í fangelsi. Veggir fangelsis eru
sýnileg hindrun allra venjulegra
samskipta. Fangelsi er í eðli sínu
nýr og grýttur farvegur sem lífi
fólks og tilfinningum er ætlað að
hríslast um. Sjáift fangelsið er
veröld út af fyrir sig, lokuð veröld
með hvers kyns fyrirmælum og
reglum, sem mönnum gengur
stundum misvel að hlíta. Fangels-
ið er á vissan hátt eins og steypt
stífla utan um samskipti fólks,
þungur rammi sem mönnum ber
lögum samkvæmt að fella líf sitt
að um ákveðinn tíma.
Oft er sagt sem svo að aðstand-
endur fanga séu ekki í minna fang-
elsi en fangamir sjálfir. Þetta má
til sanns vegar færa í ljósi þess að
fangelsið skorðar af öll samskipti
fólks. Þegar svo er komið reynir
mikið á aðlögunarhæfni manna.
Fangelsisvist er hörð staðreynd og
reynir mjög á tilfmningalíf allra
hvort heldur það er fanginn eða
fjölskylda hans. Angrið sker menn
hið innra enda þótt menn kunni að
bera sig vel. Enginn vill vera í
fangelsi og enginn vill að sínir nán-
ustu séu frelsissviptir. Kirkjan
kemur til manna þar sem þeir sitja
inni í fangelsi. Hún kemur til
þeirra til að deila með þeim
áhyggjum og hverju því angri er
sker hugann og vill deyfa sorgar-
sting. Hún kemur til að létta fólki
róðurinn í því andstreymi sem til-
finngarlíf þess býr við um lengri
tíma eða skemmri.
Að koma á
sambandi við fólk
Starf kirkjunnar innan fangelsa
byggir á því að koma upp sam-
bandi við fólk, vera í samskiptum
við manneskjur, vera hjá fólki
hvort heldur þegar andlegar
hremmingar eru sem þyngstar
eða til að rabba saman á líðandi
stund um hvaðeina er skýtur upp í
mannlegum huga. Þetta er gert í
trausti þess að fagnaðarerindið
sem sent er til manna brjótist
fram í návist og samtali á sem
eðlilegastan hátt þegar hugur
spyr: Til hvers er þetta allt sam-
an? Hver er höfundur lífsins? Til
hvers lifi ég? Er líf mitt ekki
einskis virði? Hef ég ekki brotið
allar brýr að baki mér? Get ég lit-
ið framan í nokkurn mann fram-
ar?
Margar fleiri spurningar mætti
tína til sem vakna í samtölum,
vakna í kjölfar samskipta, verða til
þegar samband er komið á bak við
vegginn. Spurningar sem ki-efjast
þess svo sannarlegra að við þær sé
glímt; spurningar sem kalla á um-
ræðu og viðbrögð. Krefjast skiln-
ings og elsku. Einnig rísa upp
minningar um bernsku, glötuð
tækifæri, skelfilegt uppeldi og
áþján illra örlaga. Viðskotaillt við-
mót undarlegra stofnana og
manna; fráhvarf frá vonskusolli
veraldar og gildru vímunnar.
Og ekki síður spyr hugur áleit-
inna spurninga um það hvers
vegna allt hafi farið úrskeiðis þeg-
ar uppeldi allt og ytri aðstæður
voru sem bestar geta orðið. Allar
dýpstu spurningar og vangaveltur,
já kyrrar hugsanir í daglegri önn
og þá kvöldið kemur og höfuð
leggst á kodda, eiga sér djúpan
samhljóm í þessum orðum sálma-
skáldsins eina: Sjá þú mig særðan
nú á sálu minni?
Þessi orð tala ekki aðeins til
þeirra sem í fangelsi sitja heldur
líka til hinna er bíða fyrir utan,
fjölskyldunnar, makans, vanda-
manna og vina. Öll samskipti hafa
breyst sem fyrr segir og fólk rek-
ur sig á ýmsa sýnilega veggi og
ósýnilega. Hvað má og hvað má
ekki? Hvað skal segja öðrum af
sínum nánasta sem brýtur lög og
hlýtur fangelsisdóm? Hvað skal
segja barni? Hvert fer mamma?
Pabbi? Já, jafnvel afi og amma?
Hversu opinskátt skal horfst í
augu við kaldar staðreyndir og
hversu hátt skal halda þeim á
lofti?
Margar spurningar banka upp á
og knýja á um svör, elskufylltan
skilning og umræðu. Þess vegna
hefur verið lögð á það áhersla að
þjónusta fangaprests þjóðkirkj-
unnar snúi ekki aðeins að föngun-
um sjálfum heldur einnig aðstand-
endum þeirra. Þeir eiga gi-eiða leið
að þessari þjónustu kirkjunnar og
eru hvattir til að notfæra sér hana
sem mest. Fangelsi eru því hús al-
vörunnar. Þetta eru þau hús og
það umhverfi sem samfélagið legg-
ur þeim til er gengið hafa gegn
lögum þess og af þeim sökum verið
vikið út af vettvangi dagsins inn á
annan vettvang þar sem samskipti
fólks eru skorðuð á ýmsa lund.
Viðurlögin felast í þessu brott-
hvarfi af vettvangi daglegs lífs, frá
heimili og fjölskyldu, frá atvinnu
og skóla; frá veröld götunnar og
veröld heimilisins. Brotthvarfi frá
lífi hins frjálsa manns.
Spornað við nei-
kvæðum áhrifum
Allir þeh' er að fangelsum koma
samsinna því að þau hafi í eðli sínu
skaðleg áhrif á þá er þar dvelja.
Það er að sönnu afar mótsagna-
kennt að samfélag velferðar skuli
reka stofnanir sem flestir eru sam-
mála um að hafi mjög neikvæð
áhrif á þá sem þar dvelja. Þess
vegna er brýnt að allt sé gert sem
hægt er til að hamla í móti þessum
áhrifum og ekki má gleyma því að
margt er gert og má t.d. nefna
skólahald og atvinnu, sem víðast er
boðin, meðferð í lok afplánunar og
afplánunarvist á Verndarheimilinu,
samfélagsþjónustu, heimsóknir
Rauða ki'ossins tfl fanga o.fl. En
ætíð má gera betur. Félagsráðgjöf
alla þarf t.d. að efla til muna, ráða
þaif fleiri til að sinna margvísleg-
um þörfum fanga og ekki síst til-
fínningalegum og andlegum; gefa
þarf meira svigrúm til skólagöngu
og leyfa utan fangelsa. Þá þarf að
stórbæta hag kvenna sem eni lang-
tímafangar og má segja að það sé
kannski brýnast um þessar mund-
ir. Eins þarf að endumýja það hús-
næði sem er orðið lúið og úrelt.
En sá sem huggar hrellda sál
hefur gengið gegnum veggi fang-
elsa og farið um alla afkima læstra
tilfinninga. Hann heyrir rödd þess
sem stendur við þungan vegg,
sýnilegan eða ósýnilegan, og segir:
Ó, Jesú, að mér snú ásjónu þinni.
Sjá þú mig særðan nú á sálu minni.
(Passíusálmur 12.27)
I krafti hans og aðeins hans
veitir kirkjan föngum og íjölskyld-
um þeirra þjónustu sína.
Sjö sjúkrahúsprestar við störf í Reykjavík
Sinnum þjónustu við sjúklinga,
aðstandendur og starfsfólk
„STARF okkar byggist einkum á
* þremur þáttum, þjónustu við sjúk-
linga, aðstandendur og þá sem
annast sjúklingana en þessi síðast-
nefndi hópur heilbrigðisstarfs-
manna gleymist stundum," segir
séra Jón Bjarman, sjúkrahús-
prestur á Landspítala. Hann hefur
gegnt því embætti í 12 ár en þjón-
usta kirkjunnar á sjúkrahúsum
hófst fyrir nærri þremur áratug-
um.
í dag eru sjö sjúkrahúsprestar
starfandi í Reykjavík og einn
djákni. Þá segir Jón hafa verið
v rætt um að stofnað verði til stöðu
sjúkrahúsprests við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Sóknar-
prestar sinna þjónustu við stofnan-
ir í sóknum sínum og vitja einnig
sóknai'barna sinna á stóru sjúkra-
húsin. Séra Jón Bjarman segir
sjúkrahúsin vera samfélag út af
fyrir sig:,A-uk sjúklinganna er vit-
^anlega mikið starfslið á sjúkrahús-
um og á síðustu árum hafa ætt-
ingjar í auknum mæli fengið að
vera meira inni á deildum til að
fylgjast með og styðja ástvin sinn.
Þá hefur heilbrigðisstéttum fjölg-
að, nú eru ekki bara læknar og
hjúkrunarkonur, eins og þær hétu
áður, heldur eru komnar til sög-
unnar stéttir félagsráðgjafa,
meinatækna, iðjuþjálfa og sjúkra-
þjálfara, svo nokkrar séu nefndar,
og saman mynda þær teymi sem
annast sjúklinginn á allan hátt.“
Mikið álag á heil-
brigðisstéttum
Séra Jón segir að þjónusta
sjúkrahúsprestanna sé annars
vegar sálgæsla og hins vegar
reglulegt helgihald: „Við erum oft í
viðtölum við sjúklinga, aðstand-
endur og starfsfólkið og má segja
að það sé bæði í tengslum við veik-
indin og síðan aðra hluti eða önnur
vandamál sem upp koma. Þetta á
kannski ekki síst við um starfsfólk-
ið. Heilbrigðisstéttir vinna álags-
starf, deildir era undirmannaðar
og oft eru uppi ýmsar kjaradeilur
og önnur vandamál sem snerta
starfið.
Þá er orðið algengt að kallað sé
á okkur vegna dauðsfalla, stundum
þegar séð verður að hverju stefnir
en oftar kannski þegar sjúklingur
hefur andast og við erum beðin að
sinna aðstandendum," segir Jón og
er það bæði að starfsfólk býður
þeim að kallað sé á sjúkrahúsprest
eða að fólk óskar eftir því sjálft
enda margir sem vita orðið af
starfi þeirra. Hin hliðin á starfinu
er reglulegt helgihald og eru til
dæmis guðsþjónustur á Landspít-
ala á hverjum sunnudegi og ýmis-
legt helgihald þar fyrir utan eftir
því sem tilefni gefst.
Samstarfsmenn séra Jóns á
Landspítala eru þau séra Bragi
Skúlason og séra Ingileif Malm-
Morgunblaðið/Arnaldur
SÉRA Jón Bjarman sjúkrahús-
prestur á Landspítala er hér í
kapellunni á kvennadeild spít-
alans.
berg og Rósa Kristjánsdóttir
djákni. A Sjúkrahúsi Reykjavíkur
starfa og þrír prestar, þeir séra
Sigfinnur Þorleifsson, séra Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson og séra
Gunnar Matthíasson. Þá starfar
séra Ólöf Ólafsdóttir á Skjóli.
Séra Jón Bjarman hefur gegnt
starfi sjúkrahúsprests síðustu tólf
árin og lætur senn af starfi. Hann
segir ýmislegt hafa breyst gegnum
árin en sama staða sé uppi á Land-
spítala nú og áður að barist sé um
hvern fermetra og í dag hefur
hann aðstöðu í gluggalausu her-
bergi á Kvennadeild við hlið
kapellunnar sem komið var upp
íýrir nokkrum árum. Aður var Jón
fangaprestur í 16 ár og æskulýðs-
fulltrúi kirkjunnar í fjögur ár. Hef-
ur hann því víðtæka reynslu af
þessari sérþjónustu kirkjunnar og
er spurður nánar um undirbúning
og viðbótarmenntun presta: „Allir
sjúkrahúsprestarnir í dag hafa þá
sérmenntun til að gegna starfinu
sem krafist er erlendis, þ.e. þeir
hafa stundað framhaldsnám í þess-
um fræðum. Spítalarnir óska eftir
því að þeir sem gegna þessum
stöðum hafi slíka viðbótarmenntun
og má segja að hún sé nauðsynleg-
ur grundvöllur í þessu starfi," seg-
ir séra Jón Bjarman að lokum.