Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 44

Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ 5 44 PRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 GUNNAR SIGURÐUR MALMBERG + Gunnar Sigurð- ur Malmberg, gullsmiður, fæddist í Reykjavík 12. jan- úar 1938. Hann lést á heimili sinu í Garðabæ 13. júní siðastliðinn. Foreld- rar hans voru Ejner O. Malmberg og Ingileif Halldórs- dóttir Malmberg. Gunnar var yngstur fjögurra bræðra, hinir eru Halldór Ejner, Otto Johan og Svend-Aage, og yngst var ein systir, Inga Dagný. Allir lifa þeir Malm- bergarar bróður sinn. Auk þess eiga þau systkin hálfsystur sam- feðra, sem er Svava Hauksdótt- ir. Gunnar kvæntist 1964 Helgu Ragnarsdóttur, hjúkrunarkonu, dóttur Ragnars Halldórssonar í Rún og Guðrúnar Jóhannsdóttur. Syn- ir Gunnars og Helgu eru Tómas Óskar, gullsmiður, fæddur 1966, og Baldur, nemandi, fæddur 1982. Sam- býliskona Tómasar er Arndís Björk Bjargmundsdóttir fædd 1970, og þeirra barn er Alex- ander Arndísarson, fæddur 1987. Gunnar nam fyrst rafvirkjun (1960) en síðar gullsmíði (1975). Hann tók virkan þátt í listsýningum gull- smiða og myndhöggvara og annarra listamanna. Utför Gunnars Sigurðar Malmberg fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Enn er stutt stórra högga á milli og flugfjaðrimar falla hver af annarri. Vinir og ættingjar hafa horfíð af velli á undanförnum miss- erum. Nú er það Gunnar bróðir sem v lét að lokum undan eftir erfiða og æðmlausa baráttu við veikindi sín - andþyngsli. Gunnar lést á heimili sínu í Garðabæ 13. júní sl. Gunnar þráaðist við til síðustu stundar, hann var á vinnustofu sinni á fóstudegi ásamt syni sínum Tómasi, og var svo allur heima hjá sér um hádegisbil á laugardegi í faðmi elskulegrar eigin- konu, Helgu og sonar, Baldri. Tómas Óskar bar mér boð þar um á sjó út á rannsóknaskipi. Þá varð myrkur, þögn og hiyggð, kökkur í ^ihálsi og tár í augum. Gunnar var á fyrsta ári þegar fjölskylda okkar flutti til Danmerk- ur 1938 og varð hann þannig frá blautu barnsbeini tvítyngdur eins og sagt er. Málkennd hans, bæði á dönsku og íslensku, var alla tíð afar rík, ríkari en hjá mörgum okkar hinna, samfara ritfærni á báðum tungumálunum. Þannig gerðist hann einnig jafnvígur á báðar hend- ur svo ekki bar á milli, bæði til Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavik * Sími 5531099 skrifta og smíða. Fjölskyldan flutti aftur heim 1940 með frægri Pet- samo-ferð og var síðan í langan tíma til heimilis á Laufásvegi 47 í Reykjavík, í Halldórs- eða afahúsi. Þarna ólumst við drengimir fjórir upp á stóru og mjög gestkvæmu heimili í frænd- og vinagarði, í stríði og friði. Þar fæddist og yngsta systkin okkar, systir. Við Gunnar deildum herbergi undir súð á barns- og unglingsárum, þá knýttust ævar- andi bræðra- og vináttubönd með gagnkvæmri virðingu. Við héldumst í hendur næturlangt, litli bróðir var afskaplega myrkfælinn, ekki laust við að ég telji hann hafa verið skyggnan. Eitthvað mun ég einnig hafa reynt að halda Gunnari við efn- ið varðandi skólalærdóminn, sagði hann síðar meir. Þarna óx Gunnar úr grasi, yngstur bræðra, sem þá stundum varð að láta sér nægja að erfa fatnað eldri bræðra, ungur myndarlegur drengur og táningur, sem hafði löngun í meira en gafst. A þessum þroskaárum treystust bönd okkar æ meir þótt Gunnar væri meiri og vinsælli út á við í hverfinu okkar, svo sýndist mér seinna við upprifjun á minningum og kynnum stráka og stelpna. En Gunnar gaf sér líka tíma til að lesa bækur, góð- ar bækur, þótt ekki væru það náms- bækurnar. Bæði bókmenntir, inn- lendar og erlendar, og ljóð voru honum hugleikin. Þeim áhuga hélt hann alla tíð og var hann í þeim efn- um okkur flestum hinum fremri. Við J/ú örpcfryÁÁjur VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3 1 AKOGESHÚSIÐ sími 562-4822 1 Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari é Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðsiómfrú 1 VEISLAN A I mTm VEITINGAELDHÖS Frábærar veitingar Sími: 561 2031 Fyrirmyndar þjónusta * LEQSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkareigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Íj S.HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 MINNINGAR Gunnar vorum áfram lengi sam- ferða í lífinu, í leikjum með sameig- inlegum vinum og félögum, bæði í Reykjavík, í hrauninu suður í Hafn- arfirði og eins í sumarbústað suður með sjó í landi Óttarsstaða. Á síðast nefnda staðnum átti Gunnar síðar margar hamingjustundir með Helgu sinni. Við bræður vorum einnig saman í sumarvinnu austur við Irafossvirkjun í Grímsnesi. Námsferill okkar var ólíkur, strangt bóknám var Gunnari e.t.v. fjarri, en lagnin og listfengið var óumdeilanlegt. Að loknu gagn- fræðaprófi fór Gunnar í iðnnám og lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1960. Eg aftur með tíu þumalputta fór í langskólanám m.a. utanlands. Tengsl okkar Gunnars rofnuðu ekki við það. Hann skrifaði mér um áraraðir löng bréf með fréttum að heiman og um heimilishagi, en ekki síður um efni bóka sem hann las. Reynt var að fylgja honum eftir og gefa honum hlutdeild í minni reynslu. Bréfin hans Gunnars eru varðveitt. Á þessum árum var Gunnar einnig til sjós sem ungþjónn á Gullfossi í Hafnarsiglingum. Það var góður og minnisstæður tími í ævi Gunnars. Báðir kvæntumst við bræður hjúkrunarkonum, Gunnar henni Helgu sinni fögru. Gunnar og Helga bjuggu fyrst búi sínu í afa- og foreldragarði á Laufásvegi 47, reyndar á miklum umbrotatímum í fjölskyldunni. Þau tóku á sig mikla ábyrgð þar í húsi á tímamótum. Kostakonan Helga sýndi snemma hvaða kraftur í henni bjó og mann- gæska. Síðan byggðu þau sér bú í fokheldu húsi í Faxatúni í Garðabæ, hús sem Gunnar með sinni fjölhæfni og geði lauk við svo þar varð eftir- minnilegt heimili lista og verkkunn- áttu og almennrar hamingju. Húsið í Faxatúni var listhús í orðsins fyllstu merkingu. Þannig var Gunn- ar laginn og skapandi listamaður. Sem fyrr segir gerðist hann raf- virki. I þeirri grein vann hann lang- an vinnudag árum saman í nýbygg- ingum m.a. við lyftur. Var það oft næðingssamt og erfitt starf á óholl- um velli. Gunnar var á þessum ár- um atgervismaður, goðum líkur á sál og líkama, þrekinn, fagurlega limaður og jafnframt skemmtilegur, frjór og glaðvær. Uppvaxtar- og unglingsárin voru nokkuð bæld af ytri aðstæðum en hann virtist ná áttum í góðum vinahópi, þeirra Söndru, Hjölla, Skúla, Brósa og Halldórs Ólafs. Síðan kom að því að rafvirkinn lærði gullsmíði (1975), handverk sem er nátengt móður- fólki okkar systkina. Verk Gunnars á sviði gullsmíði draga dám af stærri heimi húsbygginga og notk- un ýmissa efna, efna sem yfirleitt á festir í mynd og formi. Á þessum árum var Gunnar í nánum vináttu- tengslum við valinkunna listamenn eins og Dieter Roth, Jón Gunnar Árnason, Ragnar Kjartansson og Magnús Pálsson. Gunnar tók þátt í Legsteinar Lundi , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 4 w Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn ýmsum listsýningum bæði hjá SÚM með hópi frammúrstefnu lista- manna og eins hjá Félagi íslenskra gullsmiða. Á þessum vettvangi lista átti Gunnar virkan hljómgrunn. Árin liðu, áfram hélt baráttan, vonin frá Faxatúni í Garðabæ á Laugaveginn í Reykjavík, þaðan á Garðatorg og síðan aftur á Lauga- veginn og svo enn aftur heim í Garðabæ. Þeir eru margir sem heimsóttu Gunnar í smiðju og þáðu kaffi og vísdómsorð. Að lokum; Gunnar þráaðist við, hann lét seint undan, þrjóskur, æðrulaus, og hann var gefandi frem- ur en þiggjandi, mjög svo. Gunnar var mikill náttúruunnandi, naut fjalls og fjöru, kyrrðar jökuls og kviku sjávarborðs, allt að svo að nálgaðist tilbeiðslu. Kærleikurinn var honum þó mestur, kærleikurinn sem umber allt. Gunnar átti sínar vonir, þær rættust ekki allar, von- irnar voru stærri en lífið gaf, en hann átti líka sína Helgu allt til ævi- loka. Nú situr Gunnar á óræðri strönd við elda og nið hafsins í völuleik í landinu eina. Við þökkum Gunnari gjöfula sam- íylgd og biðjum almættið að líkna syrgjandi eiginkonu og sonum, Ai-n- dísi og Alexander, með minningunni um góðan dreng, mann og föður. Farvel, lille broder, Svend-Aage. Þú hefur kvatt okkur að sinni, Gunnar minn. Eg minnist góðu daganna þegar við hófum fyrst viðskipti okkar á Garðatorginu í Garðabæ. Þið í gull- smíðinni og við í lömpunum. Þá var mikið spjallað yfir góðum kaffisopa hver hjá öðrum og sagðar sögur. Þú varst listamaðurinn og gull- smiðurinn sem var allra manna fróð- astur um lista- og menningarsöguna. Þú vissir deili á okkar bestu skáld- um. Eg minnist þess er þú fluttir blaðlaust fegurstu ljóð Steins Stein- ars um lífið og erfiðleikana þannig að menn komust við. Ef þú vissir ekki upp á hár helstu viðburði sögunnar þá teygðir þú þig bara í næstu fræði- bók og flettir upp því til öryggis. Mynd af Dieter Roth listamanni hékk ætíð á vinnustofunni hjá ykk- ur feðgum. Þú sagðir okkur með stolti að þetta væri gamall vinur þinn. Heimsfrægur listamaður og mikill mannvinur. Nú er hann einnig dáinn aðeins nokkrum dög- um á undan þér. Það hefur fækkað á gullsmíðastof- unni, Tommi minn. Nú ert þú stór- meistarinn sem naust þeirrar gæfu að nema hjá pabba, karlinum sem vissi ailt um þessa mikilvægu list. Ljósið dó eitt andartak en lifnaði síðan aftur. Gunnar lifir og lífið heldur áfram. Kæra Helga, Tómas og Baldur. Megi allt ganga ykkur í haginn. Gísli. MINNiNGAR ÖG TMŒORT Scgðu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér ® 561 ^400 k Hí tUÍLfiKTOFMUH VT£/ KUtKJUKKAfi Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 TÖ41UÍÍ1 flHMDÍ HMJl Ufll ÍWIMWIWUJI 4IÓTÍL m(, ííítiiumiii • (íiíi Upplýsingar í s: 551 1247 Það var sólríkan sumardag að okkur bárust þau válegu tíðindi að föðurbróðir okkar Gunnar Malm- berg, eða Gunnar bróðir eins og við kölluðum hann, væri látinn. Með söknuði minnumst við hans. Við minnumst Gunnars bróður sitjandi við gullsmíðar á bak við vinnuborð sitt kankvís og hlýlegur á svip. Heimili hans og verkstæði báru vott um smekkvísi og listræna hugsun sem enn frekar var undirstrikað í fallegri gullsmíði hans. Þeir eru ófá- ir munirnir sem Gunnar smíðaði handa okkur og munu þeir ávallt minna okkur á snilld hans og ekki síst á hið stóra hjarta sem hann hafði að geyma. Gunnar var víðsýnn og hafsjór fróðleiks og miðlaði óspart þekk- ingu sinni og skoðunum til okkar. Hann hafði áhuga á því sem við fengumst við og átti skemmtileg og fræðandi innlegg í fræði okkar. Náttúran var Gunnari mjög hug- leikin og fór hann ófáar ferðir um fjörur, hraun og tún en þar leitaði hann hugmynda í listsköpun sína. Sem dæmi um hversu mikið nátt- úrubarn hann var voru fótsporin sem hann hafði teiknað á gólfið í vinnustofunni í Silfurtúninu. I fótsporin átti að stíga og horfa í gegnum ramma sem hann hafði merkt á rúðuna og þar blasti Snæ- fellsjökull við í allri sinni dýrð. Gunnar var þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga einstaka fjölskyldu sem studdi hann í einu og öllu, einkum þurfti hann á stuðningi að halda síð- ustu æviár sín sökum erfiðs sjúk- dóms en í þeirri baráttu stóðu Helga, Tommi og Baldur sem klettar við hlið hans. Elsku Helga, Baldur, Tommi, Addí og Alexander, megi Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorg- ina. Minningin um Gunnar bróður mun ávallt lifa. Ingileif, Kristín List og Páll Jakob. Gunnar byrjaði starfsferil sinn sem rafvirki. Hugur hans hneigðist mikið að listum. Hann kynntist Diet- er Roth listamanni eftir að hann kom til Islands og störfuðu þeir saman að listsköpun um tíma ásamt fleiri listamönnum og kölluðu þeir vinnustofuna Kúluna. Gunnar fór í gullsmíðanám 1971-75 hjá frænda sinum, Guð- mundi Björnssyni, sem þá var á Oð- insgötu; og fluttust þeir frændur ásamt Ivari, bróður Guðmundar, að Laugavegi 36. Eftir að Gunnar lauk sveinsprófi tók hann við rekstrinum og rak upp frá því eigin verslun og verkstæði, sem einkenndist af því, að þar var nær eingöngu hans eigin sérsmíði og lagði hann ótrúlega natni í sérhvern grip. Gunnar var mikið náttúrubarn. Hann fór oft í fjöruferðir og gekk alltaf með lítinn kuðung í vasanum. Blés hann iðulega í kuðunginn til að leyfa börnum að heyra. Einn af uppáhaldsstöðum hans að ferðast um var Snæfellsnesið. Gunn- ar var afar fjölfróður maður, hann hafði m.a. kynnt sér mikið um steina, safnaði steinum og slípaði sjálfur og hafði hann mikið yndi af að smíða utanum íslenska steina. Hann var einstaklega bóngóður maður og því gott að leita til hans. Sonur hans, Tómas Óskar, lærði hjá honum 1984-89 og störfuðu þeir alla tíð saman. Gunnar tók þátt í félagsstarfi í FÍG og vann þar í ýmsum nefndum. Seinast var hann í safnanefnd fé- lagsins. Það er nefnd, sem á að standa vörð um gamla hluti, sem tengjast faginu. En þar sem ekki er til neitt iðnminjasafn, hefur þetta beinst að Ái'bæjarsafni. Helga Ragnarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, kona Gunnars, reyndist honum stoð og stytta alla tíð, bæði við reksturinn og ekki síður eftir að erfið veikindi hans greindust og ágerðust. Einnig voru drengirnir hans honum hugleiknir, Tómas Ósk- ar og Baldur. Genginn er góður drengur, sem saknað er af mörgum félögum, ekki síður en fjölskyldunni, en þeirra er söknuðurinn mestur. Guð styrki þau öll. Félag íslenskra gullsmiða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.