Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 53

Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 53 - < I < < I < < I < i I < : : i < í i : i I I FRÉTTIR FRÁ einum kynningarfundi Nýsköpunarsjóðs. Starfsemi Nýsköp unarsjóðs kynnt LOKIÐ er hringferð á vegum Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins þar sem kynnt var starfsemi sjóðsins. Haldnir voru kynningarfundir á níu stöðum umhverfls landið á tírmi- bilinu 25. mars til 27. maí 1998. Á fundinum var gerð grein fyrir upp- byggingu sjóðsins, starfsemi hans og farið yfir með hvaða hætti standa ætti að umsóknum til sjóðsins. Þá voru fyrirtæki og einstaklingar sem lagt hafa inn umsóknir heimsótt og ýmsar forsendur af hálfu sjóðsins, til þátttöku í viðkomandi verkefnum, kannaðar nánar. Kynningar voru haldnai- á eftir- töldum stöðum: Borgamesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Homafirði, Selfossi, Vestmannaeyj- um og Keflavík. Alls mættu á fimmta hundrað manns á þessar kynningar. Virtust þær vekja mikinn áhuga meðal heimamanna og hafa þegar borist nokkrar umsóknir í kjölfar kynninganna. „Nýsköpunarsjóður stefnir að því að fara aðra sambæri- lega kynningarhringferð síðar á ár- inu og halda þá fundi á níu stöðum til viðbótar og nota jafnframt tækifærið til að heimsækja fyrirtæki og ein- staklinga sem búa yfir áhugaverðum hugmyndum eða verkefnum sem sjóðurinn telur höfða til sín og einnig þá aðila sem lagt hafa inn umsóknir sem eru til umfjöllunar. Er það mat stjórnar Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins, að kynningar- fundir og heimsóknir sem þessar séu veigamikill þáttur í að skapa hvatn- ingu og áhuga á landsbyggðinni til að nýta sér þá þjónustu sem Ný- sköpunarsjóður býður upp á og tryggja þannig, að sjóðurinn verði virkur þátttakandi í að efla nýsköp- un um allt land,“ segir í fréttatil- kynningu frá Nýsköpunarsjóði. GUÐRÚN Gestsdóttir og Guð- mundur Brynjólfsson. Ættarmót og útilega ÆTTARMÓT afkomenda Guðrúnar Gestsdóttur og Guðmundar Brynj- ólfssonar frá Sólheimum, Hruna- mannahreppi, verður haldin á Gisti- heimilinu Geysi, Haukadal, Bisk- upstungum, helgina 26.-28. júní nk. „Búið er að taka gistiheimilið með öllu tilheyrandi á leigu og getur fólk komið á föstudag og dvalið fram á sunnudag. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og styrkja ættar- böndin. Hljóðfæri og góðir leikir eða annað skemmtiefni er vel þegið. Gott leiksvæði er fyrir bömin og stutt í sundlaug fyrir þá sem vilja. Eitthvað er eftir af herbergjum," segir í fréttatilkynningu. Nýbreytni í helgihaldi á Jónsmessunótt í TENGSLUM við prestastefnu býður biskup til guðsþjónustu á Jónsmessunótt, þriðjudaginn 23. júní. Athöfnin verður haldin í Hall- grímskirkju og hefst kl. 23. Allir eru boðnir velkomnh- til þessarar hátíðar og fólk er hvatt til þátttöku. Karl Sigurbjörnsson biskup flytur hug- leiðingu og Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld, og Asdís Jenna Astráðsdóttir flytja ljóð sín. Helgihald verður í um- sjá presta Hallgrímskirkju, sr. Sig- urðar Pálssonar og sr. Jóns Dalbú Hróbartssonar. Um tónlistasrflutn- ing sjá söngvarinn og lagahöfundur- inn KK (Kristján Krisjánssson) og Mótettukór Hallgrimskirkju, undir stjóm Harðar Áskelssonar. „Prestastefnan 1998 beinir m.a. sjónum að náttúranni og ábyrgð mannsins gagnvart sköpun Guðs. Þess vegna er stefnt að því að halda hluta messunnar utandyra, á Hall- grímstorgi, framan við kirkjuna," segir í fréttatilkynningu frá biskups- stofu. Jónsmessunótt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Á JÓNSMESSUNÓTT verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 23 að kvöldi þriðjudagsins 23. júní til kl. 1 eftir miðnætti og er aðgangur ókeypis. Varðeldur verður tendraður kl. 23 og hljómsveitin Geirfuglarnii- spila og syngja frá kl. 23.30. Kaffihús garðsins verður með sölu á kúmenkaffi og ástarpungum. Endurvinnsla í nútíð og framtíð UMHVERFISDAGAR Sorpu bs. verða haldnir dagana 26.-28. júní nk. Þeir hefjast með ráðstefnu und- ir yfirskriftinni „Endurvinnsla í nú- tíð og framtíð" og hefst hún kl. 13.30 í fundarsal Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi hinn 26. Geir H. Haarde fjármálaráðhema setur ráðstefnuna og ávarpar ráðstefnu- gesti. „Stofnfundur fagráðs um endur- vinnslu verður haldinn í lok ráð- stefnunnar. Hlutverk fagráðs er að miðla upplýsingum um hvað efst er á baugi í greininni og vera aðgengi- legt stjórnvöldum til ráðuneytis um endurvinnslu og sorphirðu. Fyrirlesarar verða: Jeff Cooper frá Bretlandi, hans erindi nefnist „Waste Minimization and Recyel- ing“; Christian Fischer frá Evrópu- sambandinu fjallai' um mikilvægi tölfræði og samræmingu skilgrein- inga í þessu fagi; Niels .Jorn Hahn frá Danmörku fjallar um reynslu Dana af framkvæmd sinna mark- miða og hvaða lög og reglur þeir nota í því sambandi. Ráðstefnu- stjóri verður Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neyti,“ segir í fréttatilkynningu frá Sorpu. „Kl. 17.30 sama dag opnar borg- arstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sýningu á at- hafnasvæði Sorpu bs., þar sem aðal- áhersla verður lögð á vinnslu verð- mæta úr sorpi, þar á meðal elds- neytisvinnslu úr urðunarstaðnum á Álfsnesi. í því sambandi verður kynntur Volvo V70-fólksbíll, sem gengur fyrir bæði jarðgasi og bens- íni, en er að öllu öðru leyti venjuleg- ur nútímabíll og er markaðssettur sem slíkur, einkum í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Bíllinn verður til- raunakeyrður hér til þess að sýna fram á hagnýtt gildi gasvinnslu úr Álfsnesi. Orkan er nú þegar nægi- leg til þess að knýja 1.000 venjulega fólksbíla og þegar framleiðsla nær hámarki innan fárra ára nægir gas- ið til að knýja 3.500-4.000 bíla.“ Áætlað er að fjárfesting í sorp- hirðu og endurvinnslu nemi nú um 2,5 milljörðum króna og ársvelta sé um 2 milljarðar. Á fjórða hundrað manna hefur atvinnu sína af þessari starfsemi. Á sýningunni Umhverfisdögum 1998 kynna um 40 fyrirtæki starf- semi sína. Að auki verða 12 sýning- ardeildir frá Sorpu þar sem m.a. verður sýnd moltugerð. Sýningin er opin öllum almenn- ingi dagana 27. og 28. júní og stend- ur frá kl. 10-18 báða dagana. Að- gangur er ókeypis. ------------------ LEIÐRÉTT An-124 ekki stærsta flutningaflugvélin SAGT var frá því í frétt í Morgun- blaðinu um helgina, að Antonov- flugvélin sem flutti sjókví Keikos til landsins væri stærsta flutningaflug- vél heims, en hún var af gerðinni An-124. Engin burðarmeiri flugvél er í almennri notkun í dag en 1988 framleiddu Sovétmenn þó mun stærri flugvél, Antonov An-225, „kossakkann", sem m.a. var sýnd á flugsýningum víða um heim en verið hefur að mestu ónotuð eftir hrun Sovétríkjanna. Nú er verið að hefj- ast handa að nýju við fjöldafram- leiðslu hennar. Er An-225 15 metr- um lengri, með 15 metrum breiðara vænghaf, þremur metrum hærri, með 6 hreyfla í stað fjögurra og ber 100 tonnum meiri arðfarm, eða 250 tonn miðað við 150 burðargetu An- 124. Viðskiptaháskólinn rangnefndur V erslunarháskólinn. í frétt sem birtist í Morgunblað- inu á laugardaginn er Viðskiptahá- skólinn í Reykjavík rangnefndur Verslunarháskólinn. Fyrsta kennsluár Viðskiptaháskólans hefst í haust. Skólinn verður aðskilinn Verzlunarskóla Islands og hefur eigið háskólaráð. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Mistúlkun í frétt um orkusölu Landsvirkjunar í Morgunblaðinu laugardaginn 20. þ.m. er rætt við Kenneth Peter- son um viðræður Landsvirkjunar og Norðuráls um lánsorku til að auka álframleiðslu álvers Norðuráls á Grundartanga á þessu ári. í Morgunblaðinu er kveðið svo á að samkvæmt því sem Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar, segir í athugasemd í blaðinu þriðjudaginn 16. þ.m. hafi Norðurál ekki getað tekið við orku frá Lands- virkjun fyrr en viku eftir að áætlað hafi verið og þessar tafir hafi vakið áhuga fyrirtækisins á að kaupa aukaorku í haust. Hér er ekki rétt með farið því í athugasemdinni 16. þ.m. kom fram hjá Halldóri að Norðurál mundi fyrirsjáanlega ekki verða farið að taka straum að fullu á fyrri áfanga álversins fyrr en í lok júlímánaðar í stað 1. júní eins og Norðurál átti rétt á. Hér er því um allt að tveggja mánaða seinkun að ræða en ekki viku seinkun eins og kom fram í viðtalinu, þann 20. þ.m.. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lokum fyrir sorp.. ...opnum fyrir Móttöku- og flokkunarstöð SORPU Gufunesi verður lokuð næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna sýningarinnar Umhverfisdagar 1998. Umhverfisdagar 1998 er ein frumlegasta fjölskyldusýning ársins þar sem fólki gefst kostur á að sjá endurvinnslu og náttúruvernd í nýju Ijósi. Kjörið tækifæri fyrir börnin að sýna þeim fullorðnu óvenjulegustu og nýjustu aðferðir við endurvinnslu og skoða 40 fyrirtæki sem starfa á sviði endurvinnslu og náttúruverndar. Nánari upplýsingar um dagskrá sýningarinnar verða auglýstar síðar og er að finna á heimasíðu SORPU www.sorpa.is. Endurvinnslustöðvar verða opnar á venjulegum tímum. ávinningur allra SGRPA SORPEYÐING HÖFUBBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi '60x 12100 '132 Reykjavík • Sími 520 2200 • Bréfasími 520 2209 • www.sorpa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.