Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Smáfólk
''PAIð^ ANP 6ATSB
PANCEP..I REMEMBER
6RACEFUL CONSERVATI\
FOXTROT"
Kalli Bjarna! Ég hef verið að
Hvar hefurðu dansa Óla Skans
verið? við Kötu og
Möggu ...
Hlustaðu ... það Nú get ég boðið Ég held að „Daisy og Gatsby dönsuðu ...
er verið að spila litlu rauðhærðu einhver sé á ég minnist hins þokkafulla
foxtrott ... stelpunni upp í undan þér ... foxtrotts sem hann dansaði.
dans ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hrært upp í
lífínu með AUS
Frá Sigurði Harðarsyni:
SÁ DAGUR kemur í lífi flestra að
viðkomandi finnst að tími sé kom-
inn til að hrista upp í eigin tilveru
og gera eitthvað nýtt og róttækt.
Sumt fólk lætur
tilhugsunina
nægja en aðrir
stökkva af stað
með tannburst-
ann í brjóstvasan-
um og vegabréfið
í innanklæðavesk-
inu. Tilbúnir í
hvað sem er án
Sigurður þess að vera með
Harðarsson mótaðar hug-
myndir um fram-
tíðina heldur láta hana ráðast.
Petta gerði ég þegar ég fór til
Þýskalands og dvaldi í eitt ár á veg-
um samtakanna Alþjóðleg ung-
mennaskipti. I upphafi ársins fann
ég sjálfan mig í fjölþjóðlegum hópi
ungs fólks sem talaði saman á
blöndu af tungumálum auk handa
og fóta. Par fengum við tveggja
vikna aðlögunar- og þýskunámskeið
og bundumst traustum vináttu-
böndum þar sem við vorum öll á
sama báti: Stödd í ókunnu landi
með pínulítinn hnút í maganum en
hörð á því að halda áfram. Eftir
þessar tvær vikur dreifðumst við
um landið, ég flutti inn í 300 ára
gamalt hús í Göttingen þar sem fyr-
ir bjuggu tveir strákar, ein stúlka
og svartur köttur að nafni Pushkin,
allt Þjóðverjar nema kötturinn.
Þama bjó ég allt árið og við skipt-
umst á um matarinnkaup, þrif og
annað heimilishald. Fyrir tilviljun
fékk ég hlutverk sem aukaleikari í
leikriti sem verið var að setja upp,
þar kynntist ég fjölda fólks og lærði
ji/N-Am
Bláa línan frá Jun-Air er
ódýrari en þú átt að venjast.
Jun-Air - þessar htjóðlátu!
SKÚIAS0H BJÚHSS0M
SKÚTUVOGI 12H • SÍMI 568-6544
Hagkvæm,
hljóðlát loft-
pressa fyrir
þá sem vilja
vinna í kyrrlátu
umhverfi
að skilja þýsku á æfingunum. Eftir
þijá mánuði af æftngum og sýning-
um fór leikhópurinn í sýningarferð
til vinabæjar Göttingen í Póllandi
áður en þessum leikferli mínum
lauk. Eftir nokkurra daga atvinnu-
leysi, stutt starf við húsbyggingar,
ráðstefnu í Strasbourg í Frakklandi
um stöðu ungs fólks í Evrópu fram-
tíðarinnar, ráðstefnu í Hannover
um mögulegar ástæður fyrir fátækt
í heiminum og enn aðra ráðstefnu í
Berlín, þar sem ég og Einar vinur
minn m.a. fluttum óformlegan fyrir-
lestur um Island, hóf ég störf á dag-
heimili. Það stóð inni í skógi þar
sem bömin, sem voru saman heil-
brigð og með downs-heilkenni, gátu
leikið sér útivið. Þegar ég hætti þar
um sumarið varð ég bæði hissa og
hrærður þegar sum bamanna grétu
brottför mína.
Heima á Islandi var allt eins
nema ég þegar ég kom heim eftir
sex vikna ferðalög í lok þessa skipti-
árs míns. Eg hugsaði með mér að úr
því bömin vora ánægð með störf
mín gæti ég reynt aðhlynningar-
störf á hjúkranarheimili. Það gekk
einnig vel og nú er svo komið að ég
er hálfnaður með háskólanám í
hjúkranarfræðum (eini strákurinn í
mínum árgangi). Þannig breytti
þetta eina ár lífi mínu, vísaði mér
leið að framtíðarstarfi og færði mér
aukinn tilgang, þökk sé óeigin-
gjömu starfi meðlima AUS.
Eg tel það nauðsyn fyrir allt
ungt fólk að halda út í heim til að
reyna sig og þroskast, átta sig á
hvar það er statt í lífinu og stækka
sjóndeildarhringinn. Ég veit líka að
það era enn laus nokkur pláss fyrir
áhugasamt fólk sem er frekar til í
að setja peningana sína í eitthvað
nýtt og spennandi sem gefur því
eitthvað til baka frekar en tveggja
til þriggja vikna ragl á sólar-
ströndu sem iðulega skilur ekkert
eftir sig.
SIGURÐUR HARÐARSON,
Nýja Garði v/Hringbraut, Reykjavík.
fetra
TRILLUR
HJÓLABORÐ 0G VAGNAR