Morgunblaðið - 23.06.1998, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
“j
Safnaðarstarf
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, ritningalestur, alt-
arisganga, fyrirbænir. Léttur máls-
verður í safnaðarheimilinu á eftir.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Seltjarnarneskirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Kópavogskirkja. Guðsþjónusta á
vegum Ellimálaráðs Reykjavíkur-
prófastsdæma verður á morgun kl.
14. Hugleiðingu flytur sr. Ægir Sig-
urgeirsson. Kór félagsstarfs aldr-
aðra í Reykjavík syngur undir
stjórn Sigurbjargar P. Hólmgríms-
dóttur. Kaffiveitingar.
Mínar innilegustu þakkir sendi ég börnum
mínum, tengdabörnum og skylduliði ásamt
vinum og vandamönnum sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeyt-
um á 90 ára afmœli mínu 14. júní sl. og
gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Eg bið góðan Guð að launa þeim ríkulega og
vera með þeim allar stundir.
Kœrar kveðjur,
Kristín Davíðsdóttir,
Höfðagötu 4,
Stykkishólmi.
Þrjú frábær fyrirtæki
1. Gistiheimilið Árból hf. Húsavík ertil sölu. Þetta er hið
landsþekkta gamla sýslumannshöfuðból þarsem mannvitið
og kærleikurinn hafa frá upphafi ráðið ríkjum. Allt gegnumtekið
og með því glæsilegasta sem um getur í gistiheimilum á lands-
byggðinni. Staðsett þar sem flestir ferðamenn koma (heilu
hvalatorfurnar) og margir langt að. Heitasti ferðamannastaður
landsins. Gistirúm fyriri 15 manns en engum er úthýst. Mikið
um pantanir og frábær viðskiptasambönd. Auk þess er 3ja
herbergja ibúð fyrir eigandann. Heimili og glæsilegt hagstætt
atvinnutækifæri á sama stað í skemmtilegu bæjarfélagi.
2. Til sölu og afhendingar er garðyrkjustöð ásamt glæsilegu
einbýlishúsi með tveggja hæða bílskúr á höfuðborgarsvæð-
inu. Mikil framlelðsla á sumarblómum, trjám og runnum og
góð sumarsala. Einnig framleiðslufyrirtæki sem framleiðir
mikið af tengdum vörum og selur um allt land. Heimili og
vinna á sama stað. Hefurtil umráða um einn hektara. Einstakt
fyrirtæki fyrir samstæða fjölskyldu og duglegtfólk. Er núna
ífullum gangi. Einbýlishúsið er að mestu allt gegnumtekið,
klætt að utan, ný eldhúsinnrétting o.fl. Smá sundlaug.
3. Ein elsta og þekktasta fataverslun borgarinnar til sölu. Er
með mjög góð erlend sambönd og mikið af föstum viðskipta-
vinum. Góðar innréttingar og einstaklega vel staðsett. Getur
verið laus strax af sérstökum ástæðum. Hafið samband.
Ath. höfum góða kaupendur að
heildverslunum og framleiðslufyrirtækjum.
VELVAKAJVPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Smekklausar
klámmyndir
I tilefni dagsins, 17. júní,
keypti ég mér blaðið „Séð
og heyrt“. Ég hef haft
gaman af að lesa blaðið og
skoða myndir af fallegu
landslagi og fólki. En mér
brá því í blaðinu var
smekklaus klámmynd. Og
það í sama blaði og mynd
af forsetanum, borgar-
stjóra og fegurðardrottn-
ingu Islands. Þetta er í síð-
asta skipti sem ég kaupi
þetta blað.
Ein af eldri kynslóðinni.
Svikin loforð
ÞANN 11. júlí næstkom-
andi verður hjólreiðar-
fólki ekki hleypt í gegnum
Hvalfjarðargöngin að því
er haft er eftir Stefáni
Reyni Kristjánssyni í
Morgunblaðinu 16. júní.
En það er annað en hann
lofaði í Þjóðarsálinni á
sínum tíma þegar hann
var að biðla til þjóðarinn-
ar um þessa framkvæmd,
þá lofaði hann þvi að hjól-
reiðamenn mættu hjóla í
gegn.
Haraldur Tryggvason.
BT-tölvur
BESTU þakkir til Adolfs
verslunarstjóra fyrir að
leysa ákveðið vandamál á
skynsaman hátt án nokk-
urrar þvingunar.
Viðskiptavinur.
Tapað/fundið
Gullnæla týndist
HANDSMÍÐUÐ gullnæla
(brjóstnál ca. 5-6 cm) með
ametyst-steini tapaðist í
Reykjavík á vormánuðum.
Til greina kemur í eða við
Þjóðleikhúsið, Borgarleik-
húsið, í leigubíl eða í mið-
borginni. Upplýsingar í
síma 557-4536. Fundar-
laun.
Kvengullúr týndist
KVENGULLÚR týndist
11. júní líklega í Vestur-
bæjarlaug, Vesturbæjar-
apótekið eða á leiðinni á
Sólvallagötu. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
552 4475. Fundarlaun.
Giftingahringur
í óskilum
GIFTINGAHRINGUR
fannst á KLambratúni í
síðustu viku. Uppl. í síma
551 7475.
Svört taska týndist
SVÖRT taska, með lakká-
ferð, hömruð, týndist í
Þjóðleikhúskj allaranum
16. júní. í henni var pen-
ingaveski, snyrtibudda og
lyklar. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
551 7790.
Svunta af vagni
týndist
DÖKKBLÁ leðursvunta
af vagni týndist fyrir 2
vikum. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
557 8428.
Dýrahald
Kettlingar óska
eftir heimili
GULLFALLEGUM kett-
lingum og stálpuðum kis-
um vantar gott heimili og
góða fjölskyldur strax.
Ahugasamir hringi í Öhnu
í síma 565 5257.
EINSTAKLEGA
skemmtilegur og þrifinn
11 vikna kettlingur fæst
gefins. Svartur og hvítur.
Upplýsingar í síma
557 6315.
TVEIR blíðir og góðir
kisustrákar fást gefins.
Upplýsingar í síma
567 5404.
FIMM fjögugar kisur óska
eftir aðstoð við að skoða
heiminn. Upplýsingar í
síma 561 8865 og 896 6933.
TVEIR 11 vikna kettling-
ar vantar góð heimili. Upp-
lýsingar í síma 554 0902
eftir kl. 15.
Með morgunkaffinu
COSPER
OG ÞÁ teljum við niður strákar og samtaka nú.
JÚ takk, ég vil gjaman
dansa, en maðurinn minn HVAÐ memarðu með því ad
er hræðilega afbrýðisamur. I>akka ™ér ^rir skemmtiat-
nðið? Eg er bara að reyna
að vekja konuna mfnameð
því að slá bana utan undir.
Upplýsingar á skrifstofunni.
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Domus Medica - Kringlunni
BRUNO MAGLI
Nýkomin sending af þessum
þægilegu sumarskóm
Ýmsir litir, verð kr. 11.800,-
Víkverji skrifar...
YÍKVERJA hefur borizt eftir-
farandi bréf frá Óskari Magn-
ússyni vegna umfjöllunar í þessum
dálkum sl. þriðjudag:
„Ágæti Víkverji. Mér er ljúft og
skylt að útskýra þá hugsun sem býr
að baki skiptingu verslana Hag-
kaups í Nýkaup og Hagkaup.
Hagkaupsverslun hefur í hugum
fólks ekki verið ákveðin tegund af
verslun heldur hafa innan þess
nafns rúmast margs konar verslan-
ir. Ég skal nú leitast við að útskýra
þetta með dæmi. Berum saman
verslunina á Eiðistorgi við stór-
markaðinn í Skeifunni eða nýja
stórmarkaðinn á Smáratorgi.
Á Eiðistorgi er matvöruverslun
með mjög takmarkað úrval af sér-
vöru. Búðin er dæmigerð hverfis-
verslun. Hún er ekki staðsett í um-
ferðai’leið heldur er henni ætlað að
þjóna sínu næsta umhverfi. í búð-
inni fást um 7 þúsund vöruliðir, að-
allega matvara. Búðin er um 900
fermetrar að stærð.
í Skeifunni eða á Smáratorgi er
stórmarkaður. Vöruúrvalið er a.m.k.
til helminga sérvara, meðal annars
jakkaföt, kjólar og hvað annað. Stór-
markaðurinn er í alfaraleið en þjónar
ekki beinlínis sérstöku hverfi. í stór-
markaði eins og Skeifunni og Smára-
torgi fást um 40 þúsund vöruliðir.
Hagkaup í Skeifunni er um 3.600 fer-
metrar að stærð og Hagkaup á
Smáratorgi um 5.000 fermetrar.
Af þessu sést að á bakvið hvora
tegund verslana er mismunandi við-
skiptahugmynd. Vel má vera að
munurinn sé ekki alltaf jafn skýr og
lýst er hér að framan, en þessar eru
meginlínurnar. í hópi Nýkaups-
verslana verður uppáhaldsbúð Vík-
verja í Kringlunni drottningin. Með
breyttu nafni og auknu sjálfstæði er
þessum tveimur hugmyndum ætlað
að þróast hvorri með sínum hætti.
Nýkaupsbúðirnar munu ganga
enn lengra en gert hefur verið til
þessa í þeirri viðleitni að bjóða enn
betra vöruval í ferskvöru, enn betri
þjónustu og aukin gæði. Mér er
Ijóst að þetta gat ekki gerst á einni
nóttu en mun gerast jafnt og þétt á
næstunni. Það sem unnt var að gera
strax var t.d. að auka þjónustuna
með því að lengja afgreiðslutímann
þannig að nú er opið til kl. 21 alla
daga. Nýkaupsverslanir kynntu til
sögunnar foi’pakkað rifið salat sem
fæst í betri matvöruverslunum er-
lendis og hefur strax slegið í gegn
hér. Búast má við breiðara úrvali af
ávöxtum og grænmeti í verslunum
Nýkaups, meira úrvali af fiski og
kjöti og ýmsum réttum sem ekki
hafa almennt verið hér á boðstólum.
í Nýkaupi er bæði hægt að kaupa
fisk og kjöt sérskorið úr kjötborði
en líka pakkað fyrir þá sem það
kjósa. Þar er iíka bakarí með fulla
þjónustu. Verðið í Nýkaupi er það
sama og var í öllum Hagkaupsversl-
unum íyrir breytinguna. Það hefur
ekki hækkað.
Stórmarkaðir Hagkaups, eins og
þeir eru hugsaðir tii framtíðar,
bjóða fyrst og fremst mjög mikið
vöruúrval en ekki bara matvöru.
Þar fæst flest sem fjölskylduna
kann að vanhaga um. Þjónustan er
minni en í Nýkaupi. í stórmarkaði
Hagkaups er ekki afgreiðsla úr
kjötborði. Þar er bakarí en með
sjálfsafgreiðslu. Afgreiðslutíminn er
mun styttri. Verðið er lægra en var
í Hagkaupsverslunum.
Mér er ijóst að allar breytingar
eru til þess fallnar að valda ruglingi
á meðan þær ganga yfir. Ætlunin er
að láta þær gerast hratt og að við-
skiptavinir Hagkaups og Nýkaups
hafi úr tveimur góðum kostum að
velja þegar upp er staðið.“ Kveðja,
Óskar Magnússon, forstjóri."
XXX
VÍKVERJI þakkar Óskari
Magnússyni fyrir þessar upp-
lýsingar. Þær skýra þær hugmynd-
ir, sem að baki búa að hluta til. Eft-
ir stendur þó hitt, að viðskiptavin-
um Hagkaups er að verulegu leyti
boðið upp á að kaupa sömu vöru
íyrir hærra verð í Nýkaupi í Kringl-
unni en í Hagkaupi í Kópavogi. Er
líklegt að fólk láti bjóða sér það?
Það á eftir að koma í ljós.
Fyrsta verðkönnunin, sem fram
fer eftir þessar breytingar, verður
mjög foi’vitnileg. Hún sýnir væntan-
lega hvar Hagkaupsverzlanirnar
verða staðsettar í verðlagningu mið-
að við Bónus annars vegar og Ný-
kaup hins vegar.
Þá verður einnig fróðlegt að
fylgjast með því á hvern veg keppi-
nautar Hagkaups-Nýkaups notfæra
sér þá óvissu, sem skapazt hefur í
huga viðskiptavina Hagkaups vegna
þessara breytinga. Sumir segja að
10-11 hafi þegar notfært sér þessa
nýju stöðu með góðum árangri.