Morgunblaðið - 14.07.1998, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 7
FRÉTTIR
Fjölskylda bjargaðist úr eldsvoða í Reyrengi aðfaranótt laugardags
Eldsupptök
sennilega frá
kertisloga
Morgunblaðið/Jim Smart
HAFNI og Helena ásamt dætrum sínum sex fyrir utan Reyrengi.
HAFNI M. Rafnsson, sem bjarg-
aðist ásamt eiginkonu sinni, Hel-
enu S. Brynjólfsdóttur, og tveimur
bömum úr eldsvoða á heimili
þeirra í Reyrengi í Grafarvogi að-
faranótt laugardags, heldur að eld-
urinn hafi kviknað út frá kerti sem
var brunnið niður, farið í skreyt-
ingu á kertastjakanum og loks í
sófa.
Hafni segist ekki muna skýrt
eftir atburðum næturinnar. Hjónin
lágu sofandi og voru orðin vönkuð
af reyknum þegar nágrannar
þeirra komu inn í íbúðina til að
bjarga þeim. „Þetta era bara
myndir eða augnablik sem rifjast
upp eftir á. Það sem ég man fyrst
eftir er hönd sem kom inn í her-
bergið og kveikti ljós. Frá því kom
aðeins dauf birta í gegnum reyk-
inn. Einhver hrópaði „það er
kviknað í, það er kviknað í“ en ég
velti mér bara á hina hliðina og
hélt áfram að dreyma."
Baldur Heiðar Magnússon, ná-
granni þeirra, hafði orðið brunans
var, klifrað upp á svalir og komist
inn í íbúðina. Hann opnaði fyrir
Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur, ná-
grannakonu þeirra, sem kom inn
og sótti böm hjónanna, 10 mánaða
og tveggja ára, og fór með þau
fram.
Eins og gamlársbrenna
í stofunni
Að lokum rönkuðu Hafni og
kona hans við sér, og þau komust
með naumindum fram úr herberg-
inu. „Inni í stofunni var eldur eins
og í gamlársbrenna og brakandi
hávaði en annars var allt sótsvart.
Þegar við komum fram á gang
mættum við nágrannakonu okkar.
Hún sýndi okkur að hún væri með
börnin, en ég tók bara eftir öðru
þeirra. Þegar ég kom út áttaði
ég mig á því, eða einfaldlega
missti stjórn á mér. Eg vissi ekki
hvaða dagur var, hvort hin börn-
in okkar væru komin heim úr
sveitinni, það var allt á ringul-
reið í huganum.“
Hafni hljóp aftur upp að íbúðinni,
en hurðin hafði þá skellst í lás.
Hann reyndi þá að sparka hana upp
með aðstoð lögregluþjóns sem
kominn var á vettvang, en gekk illa.
Baldur Magnússon hljóp þá aftur
út og klifraði í annað sinn upp á
svalimar, fór inn í íbúðina og opn-
aði hurðina. Hann var þá orðinn ör-
magna og varð að bera hann út.
Hafni segist að lokum hafa verið
orðinn svo stjórnlaus af áhyggjum
og ringlaður af reyknum að hann
ætlaði að hlaupa inn í íbúðina og
lögreglan varð að lokum að leiða
hann á brott í járnum.
Hafni og Baldur voru báðir sett-
ir tvisvar í háþrýstiklefa hjá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og voru
þar í um tvo tíma í senn. „Sá tími
bætti mikið úr ástandinu því ég átti
orðið erfitt með anda, hóstaði mik-
ið og sót kom upp úr mér.“
I íbúðinni er nánast allt ónýtt,
flest eða öll húsgögn, allt tau, allar
bækur og myndbandsspólur, allt
plast á rafmagnstækjum er bráðið.
Tölva sem geymd var inni í skáp
slapp óskemmd og einnig hluti af
fjölskyldumyndunum sem geymd-
ar voru í þykkum albúmum.
Kötturinn horfinn
Fjölskyldan var með fjóra
hamstra og kött á heimilinu. TVeir
hamstranna, sem voru í búrum
frekar ofarlega drápust, en tveir
sem voru nær gólfinu sluppu. Ekki
er ljóst hvort kötturinn slapp lif-
andi, en hann hefur ekki sést síðan
um kvöldið. Hann er 8-9 mánaða
gamall, ómerktur, svartur að ht en
hvítur á bringu og loppum. Hafni
biður þá sem kynnu að verða hans
varir að láta Kattholt vita.
Hafni, Helena og sex börn þeirra
búa nú hjá ættingjum. Hafni segir
að eigandi sumarbúðanna við As-
tjörn, þar sem fjögur barnanna
voru fram á laugardag, hafi boðið
þeim að koma aftur. Systir Hafna
hefur tekið að sér að passa tvö
yngstu börnin meðan verið er að
koma íbúðinni í lag. Það starf er
þegar hafið.
Þau Hafni og Helena eru sem
von er Jjakklát björgunarmönnum
sínum. I fyrradag færðu þau Baldri
rósir á spítalann þar sem hann lá
og í gær komu þau með blóm
handa Helgu og manni hennar,
Ólafi ísleifssyni.jöO
Afkoma ríkissjóðs
mun betri á fyrstu
5 mánuðum ársins
Hallinn
aðeins 653
milljónir
AFKOMA ríkissjóðs á fyrstu fimm
mánuðum ársins er mun betri í ár
en í fyrra. Hallinn á fyrstu fimm
mánuðum þessa árs er 653 milljón-
ir, en í fyrra var hann 5.737 millj-
ónir. Einnig hefur dregið verulega
úr lánsfjárþörf ríkissjóðs. Auknar
tekjur ríkissjóðs skýra að stærst-
um hluta betri stöðu.
Tekjur ríkissjóðs á fyrstu fimm
mánuðum þessa árs námu 62 millj-
örðum, en á sama tíma í fyrra
námu tekjurnar 53 milljörðum. Út-
gjöld ríkissjóðs á fyrstu mánuðum
ársins námu 62,7 milljörðum, en
58,7 milljörðum í fyrra.
A fyrstu fimm mánuðum ársins
hefur innheimta virðisaukaskatts
skilað tæplega 900 milljónum
meira í ríkissjóðs en á sama tíma-
bih í fyrra. Aukningin milli ára er
5,2%. Tryggingagjald skilar rúm-
um 600 milljónum meira í ríkissjóð
en í fyrra. Tekjur af innflutningi
bifreiða, bifreiðaskattar og bensín-
gjald skila einnig umtalsvert meiri
tekjum en í fyrra. Tekjur af vöru-
gjaldi minnka hins vegar milh ára
vegna breytinga sem gerðar voru á
álagningu vörugjalda.
Aukning til heilbrigðis-
og menntamála
Útgjöld til heilbrigðismála og
menntamála aukast mest milh ára
og fara nokkuð fram úr áætlun
fjárlaga. Staðan í ár mun þó ekki
vera verri en oft áður. í heilbrigð-
ismálum eru nokkur ófrágengin
mál, sem koma til með að ráða tals-
verðu um hversu mikið heilbrigðis-
útgjöldin fara fram úr áætlun.
Vaxtagjöld ríkissjóðs lækka milli
ára og skýrist það að hluta til af því
að spariskírteini hafa ekki verið
innleyst í ár eins og gert var í fyrra
og hittiðfyrra.
Fjárlög í ár voru afgreidd með
100 milljóna króna afgangi. Um
næstu mánaðamót mun fjármála-
ráðuneytið birta spá um afkomu
ríkissjóðs í ár.
Ivomdu í mlo
með lottó í
Þrefaldur
í. vtnningur
Fáðu þér
og þú getur tekið þátt í sumarleik lottósins.
í vinning er glæsileg TOYOTA Avensis bifreið.
íþágu