Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráð-
NEI, NEI, bara nota litla skóflu, hr. Davíð, mundu eftir þenslunni í þjóðfélaginu.
Athugun á öryggisbeltum í kjölfar bflveltu
Snúningur hugsanleg
ástæða þess að barn losnaði
SJÓVÁ-Almennar hafa látið Iðn-
tæknistofnun rannsaka öryggisbelti
í jeppa sem valt í maí síðastliðnum
en þá kastaðist bam úr honum þótt
það sæti í viðurkenndum barnabíl-
stól. Bíllinn var tryggður hjá fyrir-
tækinu og kom fram í fréttum af
slysinu að bíllinn hefði oltið áður og
því kynnu bílbeltin að hafa verið
ónýt.
Af þessum sökum fengu Sjóvá-
Almennar Iðntæknistofnun til að
annast fyrrgreinda rannsókn. Voru
rannsökuð tvö belti úr bílnum og
þau borin saman við nýtt belti úr
sams konar bíl, þ.e. bílstjórabeltið
og beltið sem bamið var fest með.
Var þetta gert til að sjá hversu mik-
ið tvær bílveltur hafa á eiginleika
beltanna og hvort ónýtt belti væri
hugsanleg orsök óhappsins er bam-
ið kastaðist úr stólnum. Iðntækni-
stofnun kannaði hvort beltin rúlluð-
ust eðlilega inn, hvort þau læstust
eðlilega og togþolsprófaði þau.
Nauðsynlegt að
fólk kynni sér
rétta notkun ör-
yggisbúnaðar
í frétt frá Sjóvá-Almennum segir
að ekkert óeðlilegt hafí verið við
beltin og ekki sjáanlegar á þeim
skemmdir né áverkar. Þau hafi hins
vegar verið nokkuð óhrein, sérstak-
lega bílstjórabeltið þar sem yfir það
vantaði hlíf. Gerðu óhreinindin það
að verkum að beltin drógust ekki
eins vel til baka og að meiri kraft
hafi þurft til að læsa bílstjórabeltinu.
Enginn munur hafi hins vegar verið
á nýju belti og belti sem bamið var í.
Beltið gekk ekki til baka
Þá segir að við athugun hjá Sjó-
vá-Almennum hafi komið í ljós að
beltið sem festi bamð í stólinn hafi
verið snúið og það ekki gengið til
baka þegar það hafði verið leitt
gegnum sylgju á stólnum. Því hafi
lítið þurft til að barnið væri laust í
stólnum og bamið gæti sjálft hafa
togað í beltið og myndað meiri
slaka þar sem beltið gekk ekki til
baka.
í framhaldi af þessu vekja Sjóvá-
Almennar athygli á því að mikil-
vægt er fyrir foreldra að kynna sér
rétta notkun öryggisbúnaðar,
hvemig böm séu rétt fest í bílstóla
og að sjá verði til þess að beltin séu
ekki snúin. „Ef bílbeltin em ekki
rétt notuð eða nógu vel strekkt að
bömum eða fullorðnum nýtast þau
ekki eins og skyldi. Því hvetja Sjó-
vá-Almennar til þess að fólk skoði
vel beltin og lagi snúning á þeim. Ef
þau dragast illa til baka er ekki
óeðlilegt að þau séu orðin óhrein og
að það þurfi að hreinsa þau,“ segir í
niðurlagi fréttarinnar.
Fyrir leikskóla
og oarnaherbergi
Litríkt úrval gluggatjaldaefna og stanga
fyrir leikskóla og barnaherbergi.
Leikskólarnir Hlíðarendi í Hafnarfirði og Arnarsmári
og Dalur í Kópavogi hafa notfært sér gluggatjaldaþjón-
ustu sérfræðings okkar við efnaval og uppsetningu.
ÖgUe -búðirnar
Halló Norðurlönd
Upplýsingar
fyrir alla
Þrátt fyrir sameigin-
legan vinnumarkað
og vegabréfafrelsi er
ekki alltaf auðvelt að flytj-
ast búferlum á milli Norð-
urlandanna. Lög og reglur
em ólíkar og valda aðflutt-
um oft verulegum vanda.
Nú hefur vandinn verið
leystur með símaþjónust-
unni „Halló Norðurlönd".
SigurKn Sveinbjarnar-
dóttir, framkvæmdastjóri
Norræna félagsins á Islandi,
tekur fram að allar skrifstof-
ur Norrænu félaganna hafi
upplýsingastarf með hönd-
um. Að auki séu reknar 8
norrænar upplýsingaskrif-
stofur og sé ein á Akureyri.
Með Halló Norðurlönd sé
ætlunin að gera upplýsinga-
þjónustuna markvissari.
„Fyrsta hugmyndin var að allar
skrifstofur norrænu félaganna
sæju um þjónustuna. Fallið var frá
því og ákveðið að gera tilraun með
að láta Norræna félagið í Svíþjóð
sjá um þjónustuna með einu síma-
númeri og póstfangi. Símanúmerið
er 00 ef hringt er frá íslandi og
svo er framhaldið 800 1111 8888 og
er símtalið ókeypis. Hver og einn
getur spurt á eigin tungumáli og
fengið svar á sama tungumáli. Ef
hringt er utan almenns skrifstofu-
tíma tekur símsvari við erindinu
og á að vera tryggt að erindinu sé
svarað innan tveggja sólarhringja.
Þótt þjónustunni hafi þegar
verið hleypt af stokkunum er
kynningin rétt að hefjast. Nú eru
skrifstofurnar á hinum Norður-
löndunum lokaðar og kröftugt
kynningarátak hefst eftir 20. júlí
nk. Prentaðir hafa verið bækling-
ar, 25.000 á hverju tungumáli, og
verður upplaginu dreift síðar í
sumar. Bæklingamar eru afar
handhægir eða á stærð við krítar-
kort og komast auðveldlega fyrir í
venjulegum seðlaveskjum."
- Starfar Islendingar við síma-
þjónustuna?
„Enginn íslendingur starfar
við símaþjónustuna heldur er
sjálfur verkefnisstjórinn Maj
Britt Imnander altalandi á ís-
lensku. Maj Britt var forstjóri
Norræna hússins á íslandi og lét
sig ekki muna um að læra ís-
lensku á þeim tíma. ------------
Annars get ég sagt frá
því að við lögðum mikla
áherslu á að íslending-
um yrði svarað á ís-
lensku enda eru hin
Norðurlandatungumál- “““
in auðvitað erlend tungumál fyrir
okkur Islendinga."
- Nú er símaþjónustan tekin til
starfa. Hvernig hefur hún reynst?
„Símaþjónustan hefur reynst
ágætlega og gaman að segja frá
því að flest símtölin hafa verið frá
Islendingum og Finnum. Eg get
nefnt þér dæmi um hvemig hægt
hefur verið að leysa vanda Norð-
urlandabúa með þjónustunni.
Norskir tónlistarmenn voru krafð-
ir um tryggingu og tolla fyrir
hljóðfærin á sænsku landamærun-
um. Upphæðin var óheyrilega há
enda hljóðfærin verðmæt. Nú voru
góð ráð dýr og höfðu tónlistar-
mennimir samband við upplýs-
ingaþjónustuna. Skemmst er svo
frá því að segja að innan sólar-
hrings var búið að fella niður öll
gjöldin og tónlistamiennirnir gátu
óhindrað farið um landamærin."
- Er fólk að kljást við mjög
flókin vandamál við búferlaflutn-
inga til annarra Norðurlanda?
„Nei, ekki svo, enda hafa nor-
rænu félögin unnið mikið starf til
að auðvelda Norðurlandabúum að
flytjast á milli landa. Ekki má
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
► Sigurlín Sveinbjarnardóttir
framkvæmdastjóri Norræna
félagsins er fædd á Höfða í
Fljótshlíð í Rangárvallasýslu
3. júlí árið 1947. Sigurlín lauk
BA-gráðu frá HÍ í dönsku, sál-
arfræði og uppeldisfræði árið
1980. Að því loknu stundaði
hún nám í Danmörku og lauk
kandídatsnámi í sömu grein-
um árið 1984. Sigurlín var
námsstjóri í menntamálaráðu-
neytinu frá 1984 til 1991 og
verkefnissljóri í Norræna hús-
inu frá 1991 þar til hún stofn-
aði Norræna skólasetrið á
Hvalíjarðarströnd árið 1994.
Sigurlfn var forstöðumaður
þess til 1996. Sigurlín á þrjú
börn. Sambýlismaður hennar
er Gylfi Gunnarsson, löggiltur
endurskoðandi.
Flest símtölin
hafa verið frá
íslendingum
og Finnum
heldur gleyma því að Norðuriönd-
in era sama atvinnusvæðið. Mun
auðveldara er því að flytjast til
Norðurlandanna heldur en til
annarra landa. Spurningarnar
geta líka verið talsvert sérhæfðar
og snúist t.d. um sérskóla af
ákveðinni tegund.“
- Hvað hefur verið algengast að
spurt sé um?
„Eg veit ekki hvað algengast er
að spurt sé um í Halló Norður-
lönd. Aðeins að algengast er að
hjá okkur sé leitað upplýsinga í
tengslum við atvinnu,
nám og þjónustu. Oft-
ast tengjast spurning-
arnar búferlaflutning-
um til annarra Norður-
landa. Annars hefur
“ Norræna félagið fjöl-
önnur verkefni á sinni
t.d. sMptaverkefni fyrir
Vinsældir Nordjobb
morg
könnu,
ungt fólk.
era alltaf jafn miklar og sækja
mun fleiri ungmenni frá hinum
Norðurlöndunum um að koma
hingað en hægt er að taka á móti.
Fleiri íslensk ungmenni fara til
hinna Norðurlandanna.
Nú ætlum við að nýta reynsluna
frá norræna samstarfinu til að
koma á ungmennasMptum á milli
Vestur-íslendinga í Kanada og
Bandaríkjunum og Islendinga.
Undirbúningurinn stendur yfir og
er stefnt að því að kynningarbæk-
lingur verði tilbúinn fyrir Islend-
ingadaginn í byrjun ágúst. Vefsíða
verður gerð til að kynna verkefnið
og stefnt að því að hægt verði að
taka á móti fyrstu ungmennunum
hingað til lands næsta sumar. Með
tímanum gæti þróunin svo orðið sú
að íslensk ungmenni faii út.
Annars er gaman að segja frá
því hvað Norræna félagið hérna á
Islandi er sterkt. Um 1% þjóðar-
innar er í félaginu og 27 deildir
eru um landið allt þar sem víða er
öflugt vinabæjarsamband."