Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnaldur VERKIÐ um Hróa hött og félaga hans er fjörugt og frumlegt segir m.a. í umsögninni. Ur skógarsælu í borgarbrölt Sumartdnleikar í Isafjarðarkirkju „Fluga“ - fiðla og gít- ar bregða á léttan leik TÓNLISTARFÉLAG ísa- fjarðar gengst fyrir nokkrum tónleikum á næstu vikum, sem allir verða í kirkjunni. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Þar leika Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Hávar Öiroset gítarleikari. Yfirskrift tónleikanna er „Fluga“ og er þar ýjað að skyldleika við dægurflugur. Efnisskráin er í léttari kantin- um - sígaunatónlist og austur- lensk þjóðlagatónlist í bland við þekkta rokk-, popp- og diskótónlist. Einnig bregður fyrir frumsömdu efni og léttri djasssveiflu. Útsetningar eru allar eftir þá félaga, en svig- rúm er fyrir spuna og frelsi til að láta stemmninguna í saln- um móta það sem gerist í tón- listinni. Hjörieifur Valsson stundaði fíðlunám á Húsavík og Isafirði, en á undanfómum árum hefur hann stundað framhaldsnám eriendis, m.a. í Ósló og Prag. Síðasta vetur bjó hann í Ósló og starfaði við fiðlukennslu og kammertónlist. í haust hyggst hann flytja til Þýskalans og starfa þar við nám og hljóð- færaleik. Gítarleikarinn Hávard Öier- oset er fæddur í Noregi árið 1971 og eftir að hafa lokið námi frá Tónlistarháskólanum í Ósló starfaði hann um hríð sem gítarleikari þar í borg. Um þessar mundir er hann að ljúka námi við The Liverpool Institute of Performing Arts (einnig nefndur Paul McCart- ney-skólinn) og tilheyrir Hár- vard fyrsta árganginum sem útskrifast frá þessum skóla. Aðrir sumartónleikar tón- listarfélagsins í kirkjunni verða með Jörg Sondermann orgelleikara þriðjudaginn 28. júlí; sunnudaginn 9. ágúst halda Hörður Askelsson orgel- leikari og Inga Rós Ingólfs- dóttir sellóleikari tónleika og síðustu tónleikarnir verða mið- vikudaginn 12. ágúst með Kammersveit Kaupmanna- hafnar. LEIKLIST IVótt og Dagur f Húsdýragarðinum HRÓIHÖTTUR Þýðing og leikgerð: Gísii Örn Garð- arsson. Lög og söngtextar: Björgvin Franz Gíslason, Gísli Örn Garðarsson og Linda Ásgeirsdóttir. Leikstjóri: Þór Tulinius. Leikmynd: Jóhannes Níels Sigurðsson og Stefán Boulter. Búningar: Ragnheiður Gylfadóttir. Tónlistarstjórn: Hrólfur Sæmunds- son. Leikgervi/grímur: Ásta Hafþórs- dóttir. Tæknistjórn og brellur: Björn Helgason. Leikarar: Agnar Jón Egils- son, Gottskálk Dagur Sigurðarson, Gunnar Gunnsteinsson, Gunnar Hansson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Richard Kolnby og Sverrir Þór Sverrisson. Föstudagur 10. jiilí. SAGAN af Hróa hetti og kátu köppum hans hefur löngum verið vinsæl. Hún er upprunnin í þjóð- sögu og hefur smám saman bætt við sig persónum, mótast og eflst og á sér ótal birtingarmyndir á prenti og filmu. Sagan er því al- þekkt og því vel til fundið að setja á svið útgáfu af þessari sígildu sögu fyrir íslensk börn. Gísli Örn Guðmundsson er skráður sem þýðandi og höfundur leikgerðar en hvergi er getið í leik- skrá hvaða verk hann þýddi eða samdi leikgerð af. Ef hann hefur aftur á móti leitað fanga víða í sög- um og myndum um Hróa hött og samið síðan eigin útgáfu telst hann höfundur leikverksins. Verkið er fjörugt og frumlegt og ekki haldið of fast við algengustu útgáfur sögunnar. Hrói sjálfur, mærin Marían og Litli-Jón, Jóhann landlausi og fógetinn illi eru öll mætt en aðrar þekktar aukaper- sónur eru látnar lönd og leið. í stað þeirra ei'U kynntar til sögunnar Mútta, telpa og drengur sem eru í umsjá hennar og ekkjudrottningin illa í kóngshöllinni. Verkið er skemmtilegast í byrj- un þegar sagt er frá Hróa í skógin- um og áhangendum hans og sýnt er þegar Marían og Litli-Jón ganga í samfélag skógarbúa. Einnig er skýrt út fyrir börnunum líf útlaganna, barátta þein*a gegn Jóhanni landlausa og fógetanum og börnin tekin inn í hópinn, kennt leyniorð og rétt viðbrögð við að- steðjandi hættu. Þarna eru skýrar línur, hver persóna hefur sitt rými og sagan er einföld og hægt að fylgjast vel með henni, jafnvel fyrir yngstu áhorfendur. Lifandi dýr eru notuð til að undirstrika paradísar- vistina í skóginum og höfðar það vel til þessa áhorfendahóps. En Adam var ekki lengi í Para- dís; fógetinn og nótar hans koma í leit að Hróa og félögum. Leikurinn berst tii borgarinnar og þar færist fjör í leikinn. Nýjar persónur eru kynntar, gamalkunnar persónur taka sér ný gervi og sprellið og hamagangurinn er slíkur að erfitt er að fylgjast með söguþræðinum fyrir unga leikhúsgesti. En það gerir svo sem ekki mikið til því að alltaf er nóg að gerast á sviðinu og hvergi dauður punktur. Þetta er óvanalega mannmörg bamasýning og er það skemmtileg tilbreyting. Leikararnir standa sig undantekningarlaust með prýði. Gottskálk Dagur Sigurðarson er kannski fremstur meðal jafningja í þakklátu hlutverki erkibófans, fó- getans fræga. Gunnar Gunnsteins- son er einnig skemmtilega búraleg- ur Litli-Jón og vart var hægt að bera kennsl á Mörtu Nordal svo gersamlega lifði hún sig inn í hlut- verk Múttu. Sverrir Þór Sverris- son og Hrefna Hallgrímsdóttir voru einstaklega kraftmikil og líf- leg böm í útlegð er gerðust trúðar í borginni og Richard Kolnby var mjög áhrifamikill í nokkram þögl- um hlutverkum. Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir leika aðal- hetjumar Hróa og Marían og voru hæfilega góð og feimnisleg í til- hugalífinu. Agnar Jón Egilsson lék hinn smábamalega málblesta kóng með tilþrifum en framsögn hans olli því að sumt sem hann sagði var illskilj anlegt. Sýninguna einkenndi fyrst og fremst ótrúleg leikgleði, kraftur og útsjónarsemi í leikstjóm. Ljósamaðurinn stóð sig vel með það sem hann hafði úr að spila og undirleikur á gítar studdi vel við einföld lögin. Leiktjöld og búning- ar voru einstaklega hugvitsamleg og grímur og nef umbreyttu leikur- unum í hinar fjölbreyttustu per- sónur. Það er ekki úr vegi að hvetja for- eldra að arka með börnin í heim- sókn í skóginn til Hróa og félaga því þó að sagan sé nokkuð flókin er sýningin aldeilis mergjuð og haldið fullum dampi allan tímann. Sveinn Haraldsson Norskur organsláttur TðNLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Ivar Mæland flutti norsk orgel- verk, einnig verk eftir J.S. Bach og Max Reger. Sunnudagur 12. júlí, 1998. HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í fótbolta greip inn í tónleikahald Hallgrímskirkju sl. sunnudaga, því tónleikunum var frestað um klukkustund og hófust því hálf- tíu. Á nær öllum orgeltónleikum í Hallgrímskirkju hafa verið leikin orgelverk eftir frönsk tónskáld, en ekki sl. sunnudag. Tónleikarnir hófust á hug- leiðingu oregelleikarans yfir gregóriskt stef úr Olafstíðum, þokkalegu og stuttu verki, sem var í raun tilbrigði yfir þetta gamla stef. Annað viðfangsefni á tónleikunum var Sónatína eft- ir Johann D. Berin (1714-1787), sem sennilega er samin upphaf- lega fyrir sembal, og var þetta skemmtilega „stile galant" verk vel flutt af Ivar Mæland. Jo- hann Daniel Berlin var Prússi og eftir að hafa lært hjá föður sínum fór hann til Danmerkur. Hann var ráðinn til Þrándheims 1737 og fékkst við margt fleira en tónlist, gaf út bækur um tón- list, veðurfræði og stjömufræði, átti stórt safn tónlistarbóka, smíðaði hljóðfæri, hannaði landakort, vann sem arkitekt og sá meðal annars um vatnsveitu borgarinnar. Hann var einn af stofnendum Konunglega norska vísindafélagsins. Hann samdi um 30 tónverk, öll frekar stutt, en nokkur þeirra sem vitað er um hafa glatast. Tónstíll verka hans er nær „stile galant“ en að vera hrein barokkverk. Meðal nýunga hans í hljóðfærasmíði má nefna hljómborðs-gömbu, sem hann nefndi „cembalo da Gamba verticale". Þá smíðaði hann „mekanisma" sem gerði honum kleift að leika veikt og sterkt á Haas-sembalinn sinn. Merkileg- ur maður. Nokkur smáverk eftir norsku orgelleikarana Ludvig Nielsen, Gottfred Petersen og Oscar Hansen vora flutt hér og þar á tónleikunum. Þetta eru frekar litilfjörlegar tónsmíðar, sem gáfu flytjanda litla möguleika að sýna færni sína. Sama má segja um verkin eftir J.S. Bach, tríó í G-dúr, BWV 577 og fúga í G-dúr BWV 1027 eins og stend- ur í efnisskrá. Þarna er númer- unum snúið við, því fúgan er nr. 577 og talið vera vafamál að hún sé eftir Bach. Tríóið er hins vegar umritun á þætti úr sónötu fyrir sembal og gömbu, sem er nr. 1027. Þetta skiptir ekki máli en bæði verkin voru þokkalega leikin og sama má segja um Preludíu og fúgu í h- moll eftir Max Reger, verk sem er af minni gerðinni, miðað við önnur orgelverk þessa sérstæða snillings. Lokaverk tónleikanna, Tu es Petras, eftir Knut Nystedt var besta verkið á tónleikunum og þar sýndi Ivar Mæland að hann er fær orgelleikari, því oft var leikur hans í þessu áhrifamikla orgelverki frábærlega mótaður og útfærður af töluverðri leikni. Það sem dró helst niður þessa tónleika var sú áhersla sem lögð var á að kynna lítt þekkta og lít- ilfjörlega norska orgeltónlist en það era til fjölmörg norsk org- elverk af nýrri gerðinni, sem nýnæmi hefði verið að heyra og eitthvert tak er í fyrir leikinn orgelleikara. I raun voru því að- eins tvö verk, fyrir utan tríóið eftir Bach, þ.e. Sónatínan eftir Berlin og Tu es Petras eftir Ny- stedt, sem áttu heima á þessum tónleikum, en sumarkvöldstón- leikamir í Hallgrímskirkju hafa undanfarin árin verið skemmti- legir og oft sérlega átaksmiklir, enda áttu orgelleikaramir ekki hvað síst stefnumót við hið stóra og mikilfenglega Klais- orgel kirkjunnar. Jón Ásgeirsson. pl TfZjum&MkM-.XrWjm ~~p—r i'lf* > TENA Palnier söngkona, Matthías Hemstock trommuleikari og Hilmar Jensson gítarieikari Spuni og djass í Iðnó ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR í Iðnó heíjast kl. 20.30 og verða að þessu sinni helgaðir nýrri tónlist, spuna og djass. Þar kemur fram kvartett skipaður Hilmari Jens- syni gítarleikara, Kjartani Valde- marssyni píanóleikara og slag- verks- og trommuleikaranum Matthíasi Hemstock og Pétri Grétarssyni. Kvartettinn leikur verkið Traust, sem er fyrirmælaverk í fimm hlutum eftir Hilmar Jens- son. Fiytjendur fá til leiksins ein- göngu fyrirmæli í orðum og grafík. Söngkonan Tena Palmer syng- ur ný verk sín í dúettum með Óskari Guðjónssyni, Kjartani Valdemarssyni, Matthíasi Hem- stock og Pétri Grétarssyni. Auk þeirra koma fram með Tenu þeir Jóhann G. Jóhannsson og Pétur Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.