Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 14.07.1998, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAROK HifÍfSs tivaða óskarsverðlaunamynd lék Ben Affleck? HELLUR OG STEINAR /Á HAGJ5TÆÐU VERél' fákon Bjaína^n arðyrkjuttieKtan^i fáglega rá^gjöf újr Laíldsfejlgðarþi nusta GNHÖFÐA 17/1 í 2 REYKJA' ÍML&$7 2222/íftX 587 222 HELLUSTEYPA CASA MIA Fallegt, vandað og ítalskt. Casa Mia matardiskur kr. 540,- Casa Mia súpudiskur kr. 510,- Casa Mia kaffibolli m/undirskál kr. 790,- Casa Mia kökudiskur kr. 490,- Casa Mia undirdiskur kr. 1.260,- Casa Mia salatskál kr. 1.370,- Casa Mia skál kr. 460,- Casa Mia rjómakanna kr. 660,- Casa Mia sykurskál kr. 1.490,- Casa Mia teketill kr. 2.190,- Casa Mia krúsir kr. 440,- Casa Mia fat kr. 2.330,- Casa Mia er matarstell úr sérhertu postulíni sem endist vel og þolir bæði uppþvottavél og örbylgjuofti. Opið mánudaga til fimmtudaga 9-18 Föstudaga 9-19 Laugardaga 10-16 Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020 Bíldshöfða í DAG VELVAK4NDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Hvað áttu bréf leigj endasamtak- anna að þýða? EG er leigjandi hjá Fé- lagsbústöðum og hef mikið og lengi hugsað um það hvers vegna formaður Leigjendasamtakanna, Jón frá Pálmholti, sendi öllum leigjendum Félags- bústaða ítrekað bréf þess efnis að húsaleigu ætti að hækka um helming í sum- ar og mörgum yrði jafnvel vísað út. Þetta hefur ekki reynst rétt. Margir fundir voru boðaðir en ég fór aldrei á neinn, og sé ekki eftir því. Mér brá auðvitað við fyrsta bréfið en sá svo að þetta gæti ekki staðist. Mér er vel kunnugt um það að margur var mjög kvíðinn vegna þessara bréfa en það er margt aldrað og lasburða fólk í þessum íbúðum og er ekki gott að hafa mikinn kvíða ofan í veikindi og háan ald- ur. Mér kemur spánskt fyr- ir sjónir að þetta gerist á þeim tíma þegar kosningar eru í nánd. Ef ég skil stefnu Húmanista rétt þá hefúr hún manninn í önd- vegi, en þetta virðist mér ekki vera í þeim anda. 080242-4419. Leigjandi við Yrsufell 1. Sóðaleg strætisvagnaskýli LESANDI vill koma á framfæri óánægju sinni vegna sóðasakapar í stræt- isvagnaskýlunum. Hann vill benda á að skapa mætti ungu fólki atvinnu við að halda skýlunum hreinum. Borgari. Góð aðhlynning á slysadeild Akureyrarspítala MIG langar til að koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks slysadeildar Akureyrarspítala fyrir frá- bæra þjónustu í síðustu viku. En þá varð ég fyrir því óhappi að handleggs- brotna illa. Eg var á ferða- lagi þegar þetta gerðist og átti eftir vikudvöl í Eyja- firðinum. Sú frábæra að- hlynning og leiðbeiningar sem ég fékk urðu til þess að ég gat lokið sumarfríinu fyrir norðan. Sérstakar þakkir vil ég færa læknun- um Olafi Ingimarssyni og Jóni Ingvari Ragnarssyni og Línu Gunnarsdóttur. Megi guð blessa þau í lífi og starfi. Áróra Helgadóttir. Ábending til Húsdýragarðsins UTAN á öllum búrum í Húsdýragarðinum eru all- ar upplýsingar á íslensku. Þangað kemur fjöldi út- lendinga og er það baga- legt að hafa ekld upplýs- ingar á fleiri tungumálum. Einnig er mögulegt að hafa í miðasölunni ljósrit af upplýsingum á nokkrum tungumálum, þá þurftu þeir ekki að merkja utaná húsin. Einnig voru þrjú ker með fiskum algjörlega ómerkt og ætti að kippa því í lag hið snarasta. Heiðrún Sveinsdóttir. Tapað/fundið Úr tapaðist í miðbænum GULLÚR með svartri leðuról, Gucci, tapaðist í fyrradag í miðbænum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 557 3286. Gleraugu í óskOum í Álafossi KVENGLERAUGU eru í óskilum í Álafossi, verk- smiðjusölu í Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 566 6303. Dýrahald Kisa týnd BLÍÐLYND, falleg eins árs kisa - svört og hvít - týndist frá Hagamel í Reykjavík sl. föstudag. Hálsband kisu kann að hafa týnst. Ef einhver hef- ur. orðið var við kisu er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hringja í síma 552 5977. SKAK IJmsjón Margeir Pétnrsson Staðan kom upp á Politiken Cup mótinu sem nú stendur y&- í Kaupmannahöfn. Hannes Hlffar Stefánsson (2.535) hafði hvítt og átti leik gegn Dananum Nikolaj Borge (2.400). Borge hafði staðið vel að vígi fyrr í skák- inni og hugðist nú tryggja sér sigur með drottningar- fóm, lék síðast 23. - Rd5-f4 með 24. Dxb3?? - Rh5 mát í huga. En málið var ekki svo einfalt: 24. Be7+! (Tryggir kóngnum útgönguleið á h4) 24. - Kxe7 25. Dxb3 - Rh5+ 26. Kh4 - Bd8 27. Hdl og Borge gafst upp. Að loknum átta umferðum á mótinu var Daninn Lars Schandorff efstur með sjö vinninga, en Hannes Hlífar, Peter-Heine Nielsen, Dan- mörku og Luke McShane, Englandi voru næstir með sex og hálfan vinning. Staða annarra íslendinga: Þröstur Þórhallsson og Kristján Eðvarðsson 5 v., Davíð Kjartansson, Þorvarður F. Olafsson og Guðjón H. Val- garðsson 4(4 v., Sigurður Páll Steindórs- son 4 v., Stefán Kristjánsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Hjalti Rúnar Ómarsson, Sveinn Þ. Wil- helmsson og Ómar Þ. Ómarsson 3(4 v., Andri Krist- insson 3 v., Ólafur Kjart- ansson og Guðni Stefán Pétursson 2(4 HVÍTTJR leikur og vinnur v. og Guð- mundur Kjartansson 1(4 v. Víkveiji skrifar... TIL allrar hamingju er fótbolta- keppninni í Frakklandi loksins lokið og sjónvarpsáhorfendum verð- ur væntanlega ekki íþyngt með öðru eins á næstunni. Það eru úrelt og gamaldags vinnubrögð hjá RÚV að senda þessa fótboltaleiki út á að- alrás sinni. Sjónvarpið á auðvitað að senda þetta efni út á annarri rás og þá hafa báðir aðilar frið hvor fyrir öðrum, þeir sem vilja sitja klukku- tímum saman fyrir framan sjón- varpið til þess að horfa á fótbolta og hinir, sem hafa engan áhuga á því. Þeir eru um 75% landsmanna eins og komið hefur fram í skoðanakönn- unum. xxx Iathugasemd, sem Ingólfur Hann- esson hjá íþróttadeild RÚV sendi Víkverja og birtist hér sl. miðviku- dag, er vöm hans sú, að 26% lands- manna séu töluverður fjöldi en það er sá hópur, sem horfði á þessa leiki. Það er rétt, að þetta er tölu- verður hópur en hinir eru margfalt fleiri, sem vilja ekki sjá þetta efni. Hvers eiga þeir að gjalda? Vafa- laust hefur áskrifendum Stöðvar 2 fjölgað umtalsvert á meðan á þess- um ósköpum stóð. Þá vísar Ingólfur Hannesson til þess, að í könnun, sem RÚV hafi gert 1990, hafi 55% aðspurðra sagt að það væri í lagi að fresta öðrum þáttum t.d. fréttum vegna íþrótta- móta og 1992 hafi talan í sambæri- legri könnun verið 77%. I fyrra skiptið hafí 30% verið andvíg en í seinna skiptið 20%. Gerir Ingólfur Hannesson sér grein fyrir því, að í fyrra skiptið lýstu um 75 þúsund manns sig and- víga þessu háttalagi RÚV og í seinna skiptið um 50 þúsund manns? Telur RÚV sjálfsagt að hundsa eindregna afstöðu þessa mikla fjölda? xxx ANNARS ætti RÚV kannski að hafa áhyggjur af því að fólki sé alveg sama, þótt það missi af frétt- um RÚV. Nýjar kannanir í Banda- ríkjunum benda til þess, að þeim fækki stöðugt sem vilja binda sig fyrir framan sjónvarp á ákveðnum tímum dagsins og vilji heldur leita frétta annars staðar á þeim tíma, þegar þeim hentar en það er mögu- leiki, sem t.d. fréttavefur Morgun- blaðsins býður upp á. Hins vegar skal það viðurkennt, að sjónvarpsáhorfendur nutu að einu leyti góðs af fótboltakeppninni miklu í Frakklandi en það var þegar tenór- amir þrír komu fram og sungu með þeim glæsibrag, sem þeim einum er gefinn. Sem fyrr er Pavarotti þeirra fremstur. Á því leikur enginn vafi. Það verður erfitt fyrir aðra þrjá ten- óra að feta í fótspor þessara manna. xxx NÚ ER þar komið í athyglisverð- um umræðum Víkverja og Kri- stjáns G. Amgrímssonar, blaða- manns á Morgunblaðinu, um heil- brigðiskerfið, að hinn síðamefndi tal- ar ekki lengur um misrétti, ef einka- rekinn valkostur væri til staðar held- ur segir hann í pistli sínum hér í blað- inu sl. laugardag: „Viðhorf Víkveija Morgunblaðsins virðist fela í sér að hagkvæmni skuli teljast lykilatriði, þegar metið er hvað er gott heil- brigðiskerfi. Þetta vekur hins vegar þá spumingu, hvort hagkvæmnin ýti þá ekki sanngirni til hliðar.“ Og í lok pistilsins segir höfundur: „Þess vegna væri ráðlegra að auka skilvirkni heilsugæzlunnar með fjármunum úr sameiginlegum sjóð- um, sem við getum öil sótt í. Það er sanngjamara heldur en að þeir, sem em svo heppnir að eiga pen- inga eða efnaða ættingja létti á kostnaði hins opinbera gegn því að fá að fara fremst í röðina." xxx AF ÞESSU tilefni má spyrja: Hvaða sanngirni er í því fólgin að meina fólki að leita sér lækninga, þar sem þess er kostur? Segjum sem svo, að heilbrigðiskerfið á Is- landi væri með eindæmum illa rek- ið. Hvaða sanngirni væri fólgin í því að banna fólki að leita sér aðstoðar annars staðar? Væri það ekki bein- línis ósanngjarnt? Svo má einnig spyrja: er það sanngjarnt af blaðamanninum að gefa í skyn í lokaorðum sínum, að Víkverji hafi mælt með því að fólk gæti keypt sig fremst í röðina? Þeg- ar það er þvert á móti staðreynd, að Víkverji hefur mælt með því að fólk geti yfirgefið röðina og leitað ann- arra ráða. Hvaða sanngirni er í svona útúrsnúningum í annars mál- efnalegum skoðanaskiptum?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.