Morgunblaðið - 14.07.1998, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
föstudag 17. júll kl. 20 • laugardag 18. júlí kl. 20
• föstudag 24. júlí kl. 20 • laugardag 25. júlí kl. 20
Miðasala sími 551 1475.
Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
ÞJONN
í súpunni
‘<mnr i WFBreyi'ii ffarBm' rtatmns-'—
fim 16/7 Frumsýning UPPSELT
lau 18/7 UPPSELT
sun 19/7 UPPSELT
fim 23/7 UPPSELT
fös 24/7 UPPSELT
lau 25/7 UPPSELT
sun 26/7 örfá sæti laus
Sýningamar hefjast kl. 20.00
Miðasabopinkl. 12-18
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miöasölusími: 5 30 30 30
fim. 16/7 kl. 21
lau. 18/7 kl. 23
Miðaverð kr. 1100 fyrir karla
kr. 1300 fýrir konur
Vörðufélagar Lf f« 30% afslátt
Sýnt f Islensku Óperunni
Miðasölusimi 551 1475
Gamanleikrit f leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
www.mbl.is
SUMARTÓNLEIKARÖÐ
KAFFILEIKHÚSSINS
„Sígild popplög"
Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur perlur úr
poppinu fim. 16/7 kl. 21.00, laus sæti.
„Megasukk í Kaffileikhúsinu"
Hinn eini sanni Megas á tónleikum með
Súkkat fös. 17/7 kl. 22 til 2, laus sæti.
^ Matseðill sumartónleika N
Indverskur grænmetisréttur að hætti
Lindu, borinn fram með ristuðum furu-
hnetum og fersku grænmeti og I eftirrétt:
^ „Óvænt endalok". y
Miðas. opin alla virka daga kl. 15—18.
Miðap. allan sólarhringinn í s.551 9055.
Netfang: kaffileik@isholf.is
ftW&yv Brúðhjón
Allur borðbilnaður - Glæsileg gjdfdVdra - Briiöhjónalistar
verslunin
Lnugavegi 52, s. 562 4244.
FÓLK í FRÉTTUM
Ofurhugar í
nautahlaupi
í Pamplona
„ÞETTA er það mest spennandi
sem hægt er að upplifa," segir
welski verslunarmaðurinn Noel
Chandler sem hefur tekið þátt í
nautahlaupinu í Pamplona í rúm-
lega 40 ár. Hann hefur ósjaidan
verið troðinn undir fótum naut-
anna, en þau vega hálft tonn, og
einu sinni fengið skrámu eftir að
horn hafði strokist við hann.
Þessi 63 ára spennufíkill tekur
enn þátt í hlaupinu. Hann er einn
af þúsundum áhugamanna um
nautaat sem fara til þessarar
norðlægu svefnborgar á Spáni
sem vaknar af værum blundi í
júlí þegar mannýgum nautum er
sleppt á götur bæjarins og
hlaupa 825 metra á eftir skelf-
ingu lostnum þátttakendum. Há-
tíðin er talin síðan árið 1591 þeg-
ar þessari aðferð var beitt til
þess að koma nautunum úr
gripahúsunum á leikvanginn.
Það var ekki fyrr en á 17. öld að
fyrstu ofurhugarnir öttu kappi
við nautin.
Ungur Breti slasaðist illa á
föstudag þegar þegar hann var
stangaður af einu nautanna. Líð-
an hans var þokkaleg á gjör-
gæsludeild á spítala í Pamplona
þegar síðast fréttist. Hagger var
einn af hundruðum manna sem
hljóp á undan hjörð nauta á
sjötta degi San Fermin-hátíðar-
haldanna í Pamplona. Rúm-
lega 50 manns hlutu minni-
háttar meiðsli í hlaupinu
sem stóð í um þrjár mínút-
ur, aðallega eftir að hafa
dottið eða rekist á aðra
hlaupara. Enginn var
stangaður í hlaupinu
sjálfu.
Eftir að komið var á
leikvanginn var
nokkrum ungnautum
sleppt inn í manníjöld-
ann og varð Hagger fyrir einu
þeirra. Það stakk hornunum í
síðu hans og kastaði honum upp í
loftið. Síðan stakk það hann öðru
sinni þar sem hann lá á jörðinni
og kastaði honum nokkra metra.
Lá hann blóðugur og meðvitund-
arlaus á miðjum leikvanginum.
Mannfjöldinn tvístraðist en
sjúkraliðar sóttu hann og fóru
með hann í skurðaðgerð á
OFURHUGAR hlaupa á eftir mannýgum nautum í „encierro" eða
nautahlaupi í San Fermin-hátíðarhöldunum í Pamplona.
TVEIR menn hlaupa með sex nautum eftir Estefeta-götunni í Pamp-
lona. Nautin eru drepin á nautaati um kvöldið.
SPÆNSKI nautabaninn
Miguel Rodriguez framkvæmir
„larga cambiada" í upphafi nauta-
ats. Hann gerir það á hnjánum
sem er talið rnjög hættulegt þar
sem það er fyrsta atlaga nautaban-
ans að nautinu. Nautið er frá Edu-
ardo Miura-búgarðinum og vegur
570 kíló.
sjúkrastofu leikvangsins.
Síðan var hann fluttur á
spítala með alvarleg
meiðsi á baki og hrygg, en
ekki fengust nákvæmar
upplýsingar um líðan hans.
Þúsundir útlendinga taka
árlega þátt í hátíðarhöldun-
um sem standa í níu daga og
urðu heimsfræg eftir að Er-
nest Hemingway gerði þeim
skil í skáldsögunni „The Sun
Also Rises“. Maður frá Wales
fékk alvarleg höfuðmeiðsli þegar
hann varð undir nauti og maður
frá Suður-Afríku kjálkabrotnaði
í nautahlaupi fyrr í vikunni.
Mannsskaði varð síðast í hlaup-
inu þegar 22 ára Bandaríkjamað-
ur var stunginn til bana árið
1995.
Fengu hand-
ritsverðlaun
HANDRITSHÖFUNDARNIR og
leikararnir ungu Matt Damon og
Ben Affleck fengu í síðustu viku
Humanitas-verðlaunin í flokki
kvikmynda fyrir handritið að
„Good Will Hunting." Verðlaunin
voru veitt við hátíðlega athöfn á
Sheraton Universal hótelinu í
Los Angeles.
Damon og Affleck fengu sem
kunnugt er Óskarsverðlaunin á
þessu ári fyrir sama handrit.
Humanitas-verðlaunin eru veitt
þeim handritshöfundum sem
þykja fremstir í því að miðla
mannlegum gildum og virðingu.
Engar fregnir hafa borist af
áframhaldandi samstarfí félag-
anna en þeir eru orðnir einhverj-
ir eftirsóttustu leikarar
Hollywwod. Ben Affleck leikur
til dæmis eitt af aðalhlutverkum
myndarinnar „Armageddon.“
MÁLVERKI af Roy Rogers var stillt upp við jarðarförina sem þótti
afar sorgleg og endurspeglaði hversu dáður hann var.
BARNABÖRN Roy Rogers fylgdu líkvagninum og sáu til þess að hann
fengi jarðarför eins og sannri kúrekahetju sæmir.
Roy Rogers lagður til hinstu hvílu
ÞAÐ var lagið „Happy Trails"
sem hljómaði í eyðimörk Kali-
forníu þegar „konungur kúrek-
anna“ Roy Rogers var lagður til
hinstu hvflu. Líkvagn flutti
jarðneskar leifar hins syngjandi
kúreka, sem lést í síðustu viku
86 ára gamall, til Roy Rogers
safnsins í Victorville þar sem
líkneski af hinum fræga palom-
ino-hesti Trigger stendur.
Eftir einkaathöfn var Roy
Rogers jarðaður samkvæmt
eigin ósk við sólarlag eins og
sönnum kúreka sæmir. Ekkja
hans, Dale Evans, sat í hjólastól
og var umkringd nánustu fjöl-
skyldumeðlimum sem eru 15
barnabörn og 33 barnabarna-
börn. Rúmlega eitt þúsund
syrgjendur fylltu kirkjuna en
hundruð annarra sátu fyrir ut-
an og hlýddu á athöfnina í 38
stiga hita.
Ferill Roy Rogers í
kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum var glæsi-
Iegur og fáir sem ekki
kannast við kúrekann og
hest hans Trigger.
EKKJA Roy Rogers,
Dale Evans, naut
stuðnings sonar síns
Roy „Dusty“ Rogers
yngri við jarðarfórina.