Morgunblaðið - 14.07.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
-4
Fjárfestingarbanki
atvinnulífsins
Tekur 8,5
milljarða fjöl-
þjóðlegt lán
FJÁRFESTINGARBANKI at-
vinnulífsins hf. hefur gengið frá
samningum við erlendar bankastofn-
anir um fjölþjóðlegt bankalán til
fimm ára að fjárhæð 120 milljónir
dollara eða 8,5 milljarða íslenskra
króna. Er þetta fyrsta erlenda lang-
tímalántaka FBA frá því hann tók til
starfa um síðustu áramót.
Átján erlendir bankar frá níu lönd-
um taka þátt í lántökunni en
Deutsche Bank, Den Danske Bank og
Sumitomo Bank í Japan hafa umsjón
með henni.
Bjarni Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri FBA, segir að hinir
erlendu bankar hafi engin skilyrði
sett um ríkisábyrgð fyrir láninu eða
að íslenska ríkið ætti meirihluta í
FBA enda væri það yfirlýst mark-
mið stjórnvalda að selja hlut sinn í
bankanum.
■ Góðar/17
--------------
Sýknaður vegna
kvittunar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær ökmann af ákæru um
hraðakstur þar sem hann gat fram-
vísað kvittun, sem sýndi að hann
hafði verið að kaupa bensín á bensín-
stöð á þeim tíma sem lögreglan sagð-
ist hafa staðið hann að hraðakstri.
I dóminum kemur einnig fram að
lögreglumenn hafi í fyrstu skýrslu
ski’áð að bíll mannsins væri grár en
að í raun hafi hann verið ljósbrúnn.
■ Bensínkvittun/4
Seðlabankinn harmar mismun á svari til ráðherra og niðurstöðum Rflrisendurskoðunar
Ekki ætlunin að skjóta und-
an kostnaði við veiðiferðir
SEÐLABANKINN hefur sent frá
sér athugasemd þar sem hann
harmar mismun á svari bankans til
viðskiptaráðherra hinn 16. desem-
ber 1997 og niðurstöðum Ríkisend-
urskoðunar um kostnað af veiðiferð-
um bankans á árunum 1993-1997
sem birtar voru í gær.
Gefur bankinn þær skýringar
meðal annars að hann hafi einungis
haft eina viku til að undirbúa svar
sitt og því hafi orðið útundan reikn-
ingar sem Ríkisendurskoðun telji
eftir ítarlega átta vikna rannsókn á
bókhaldi bankans rétt að fella undir
veiðikostnað. Oft sé álitamál á hvaða
liði eigi að færa einstaka reikninga í
bókhaldi og það hafi á engan hátt
verið ætlun Seðlabankans að skjóta
undan kostnaði við veiðiferðir
bankastjórnar.
I greinargerðum sem unnar voru
að beiðni bankastjórna Seðlabank-
ans og Búnaðarbankans og bfrtar
voru í gær finnur Ríkisendurskoðun
að nokkrum atriðum varðandi
kostnað bankanna af laxveiðiferðum
en lætur þess einnig getið að full-
nægjandi skýringar hafi fengist á
öllum risnukostnaði bankanna á því
tímabili sem til skoðunar var.
Fram kemur að kostnaður Seðla-
bankans vegna veiðiferða árin 1993
til 1997 var meiri en sá kostnaður
sem tilgreindur var í svari bankans
til viðskiptaráðherra hinn 16. des-
ember 1997, sem gefið var í tilefni af
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur
alþingismanns. Samkvæmt greinar-
gerðinni skýrist sá munur meðal
annars af því að ekki var getið um
kaup bankans á veiðileyfum við
Svarthöfða og í Flókadalsá. Ríkis-
endurskoðun fékk þá skýringu frá
bankastjórninni, að sá skilningur
hefði ríkt innan bankans að ferðfr
þar sem starfsmenn bankans, sem
sinna erlendum viðskiptum fyrir
hans hönd, fengu heimild til að
bjóða mikilvægum erlendum við-
skiptavinum í veiðiferðir féllu ekki
undir orðalagið „laxveiðiferðir
stjórnenda“ í fyrirspurn þingmanns-
ins. í athugasemd Seðlabankans
sem fyrr er getið er nánar rökstutt
hvers vegna þessi skilningur hafi
verið nærtækur.
Ríkisendurskoðun óskaði eftir
að bankastjórn Seðlabankans léti
stofnuninni í té lista yfir alla þátt-
takendur í veiðiferðum á vegum
bankans árin 1993 til 1997. Er
ekki gerð athugasemd við þann
lista því ráða megi af honum að
allir boðsgestir Seðlabankans hafi
verið erlendir samstarfs- og við-
skiptavinir.
Fundið er að því í greinargerð
Ríkisendurskoðunar að Seðlabank-
inn skuli hafa keypt nokkur veiði-
leyfi í Hvítá í Borgarfirði af óform-
legum félagsskap leigutaka, þar sem
eru meðal annars þrír fyrrverandi
starfsmenn bankans. Segir Ríkis-
endurskoðun að enda þótt þessi við-
skipti hafi ekki verið umtalsverð
hafí þau verið óæskileg í ljósi hags-
munatengsla.
Ekki allar í viðskipta-
legum tilgangi
Meðal þess sem fundið er að í
skýrslunni um Búnaðarbankann er
að ekki skuli allar veiðiferðir vera í
viðskiptalegum tilgangi. Þátttakend-
ur í veiðiferðum í Laxá í Dölum
1993-1994 og í Ytri-Rangá árin 1995-
1996 hafi eingöngu verið aðilar innan
bankans. Er minnt á að óheimilt sé
að stofna til annars kostnaðar vegna
gestamóttöku og risnu, en sem beint
þjóni hagsmunum bankans.
Þá er staðfest það sem áður hefur
komið fram að kostnaður vegna
veiðiferða Búnaðarbankans á árun-
um 1993 til 1997 er hærri en sagt var
í svari til viðskiptaráðherra hinn 19.
janúar síðastliðinn. Segir Ríkisend-
urskoðun að þar muni mest um að
ekki var getið um veiðar í Ytri-
Rangá sem bókfærðar höfðu verið
hjá útibúi bankans á Hellu.
■ Greinargerðir/10/36/37/45
Utanríkisráðherra
um atburði á
Svalbarðasvæðinu
Norðmenn
mismuna
fiskveiði-
ríkjum
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að norsk stjómvöld
beiti reglum um fiskvernd á Sval-
barðasvæðinu með mismunandi
hætti, eftir því frá hvaða ríki þau
fiskiskip komi, sem veiða á svæðinu
í trássi við norskar reglur.
Norðmenn slepptu í gær rúss-
neskum togara, sem tekinn hafði
verið við veiðar á lokuðu svæði vest-
ur af Bjamarey, gegn því að rúss-
nesk stjórnvöld beittu sér fyrir því
að rúmlega 30 aðrir rússneskir tog-
arar, sem voru að veiðum á svæð-
inu, hættu veiðum og sigldu út af
fiskverndarsvæðinu við Svalbarða.
Fyrir fjórum árum voru tveir ís-
lenzkir togarar teknir á fiskvernd-
arsvæðinu, færðir til hafnar og
ákært í málum þeirra. Vom útgerð-
frnar dæmdar til greiðslu hárra
sekta og til að sæta upptöku afla og
veiðarfæra.
Blaðinu snúið við
„Það er enginn vafi á að hér er
um mismunandi meðferð á ríkjum
að ræða,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir jafn-
framt að íslenzk stjórnvöld muni
fylgjast vel með framvindu þessa
máls á næstunni.
Halldór segir að norsk stjórnvöld
hafi, þegar íslenzk skip hafa verið
tekin á svæðum þar sem Norðmenn
gera tilkall til yfirráða, sagt íslenzk-
um yfirvöldum að yfirvöld hafi ekki
afskipti af töku skipanna; varðskip-
in séu að framfylgja reglum og séu
óháð fyrirskipunum úr landi. „í
þessu tilviki er enginn vafi á að þar
er blaðinu snúið við,“ segir Halldór.
■ Utanríkisráðherra/30
I
Hið ljósa man
á sigurbraut
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HIN FÓTAFIMA og litfagra Kringla frá Kringlu-
mýri og Sigurður Sigurðarson endurheimtu foryst-
una í B-flokki í úrslitum á sunnudag eftir að hafa
staðið efst eftir forkeppni og síðan orðið að gefa
eftir í milliriðli. Kringla þykir vel að sigrinum kom-
in, enda heillaði hún mótsgesti á Melgerðismelum í
Eyjafirði, sem voru á áttunda þúsund síðasta dag
mótsins. Talið er að aldrei hafi jafnmargir erlendir
gestir sótt landsmót og nú og þótti yfirbragð móts-
ins mjög alþjóðlegt.
■ Landsmótið/22-23