Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 23. JULI1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar K. Guðfínnsson þingmaður Vestfjarða í grein um auðlindagjaldtöku Auðlindagjald renni að hluta til sveitarfélaga EINAR K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfjarða, segir í grein í nýjasta tölublaði Vesturlands, blaði vestfirskra sjálfstæðismanna, að það sé sín skoðun að verði mynd- aður einhver gjaldstofn fyrir auð- lindagjaldtöku í sjávarútvegi, orku- iðnaði eða hjá handhöfum aflaheim- ilda, sé eðlilegt að tekjumar renni til sveitarfélaganna, a.m.k. að ein- hverju leyti, til þess að standa und- ir þjónustu sveitarfélaganna við sjávarútveginn. „I því sambandi er nærtækt að horfa til hafnarmál- anna. Með þeim hætti njóti sveitar- félögin í einhverri mynd þeirrar gjaldheimtu sem verður til hjá at- vinnulífinu," segir Einar í grein sinni. )HAuðlindamálið er sannarlega örðugt viðfangs," segir Einar K. Guðfinnsson í greininni. „En þar standa menn einfaldlega frammi fyrir því að það gengur ekki til lengdar, að um þau mál sé stöðugur ófriður. Slíkt ástand stórspillir fyrir vexti og viðgangi atvinnugreina eins og sjávarútvegs og eykur á úlfúð í okkar litla þjóðfélagi sem þarf á öllu öðru fremur að halda.“ Síðan segir hann að meginástæða þess að krafa um auðlindagjald fær byr undir báða vængi sé sú gífur- lega hækkun sem orðið hefur á verðmæti veiðiheimilda. Strangan greinarmun Einar K. Guðfinnsson segir að menn verði að kunna að gera strangan greinarmun á nauðsyn þess að búa sjávarútveginum hag- stætt rekstrarumhverfi og því að skoða hvernig eigi að fara með þá milljarða „eignamyndun" sem hef- ur sprottið af nýtingarréttinum yfir auðlindinni. „Það er verkefni dags- ins,“ segir þingmaðurinn. „Við- fangsefni af þessum toga er ótví- rætt skattalegs eðlis og vissulega flókið sem slíkt. Mönnum svíður út um allt land þegar þessi verðmæti streyma út úr atvinnugreininni; verðmæti sem ekki hafa orðið til vegna rekstrarárangurs heldur vegna þess að viðkomandi voru handhafar aflaheimildanna þegar þær hækkuðu margfalt í verði. Við þessu verða menn að bregðast og finna skynsamlegar lausnir." Bann við afskriftum mikilvægt skref Þá segir að núverandi ríkisstjórn og meirihluti Alþingis hafi stigið af- ar mikilvægt skref, með samþykki nýrra laga sem bönnuðu afskriftir á kvótaeign. „Þar með er ljóst að söluhagnaður sem verður til vegna veiðiheimilda verður skattlagður. Þetta mun hafa áhrif þegar á þessu ári og þeirra áhrifa mun gæta enn meir á næstunni. Ætla má að ýms- ar þær kvótasölur og skipasölur, sem átt hafa sér stað á árinu, verði skattlagðar samkvæmt nýju lögun- um. Kannski er þetta ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið í þessu auðlindaumhverfi, þó merki- lega lítil umræða hafi átt sér stað um þetta atriði á opinberum vett- vangi,“ segir í grein þingmannsins, sem birtist undir íyrirsögninni „Al- þingi skipaði níu manna nefnd til þess að fjalla um það hvernig af- rakstur auðlindanna skili sér best til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta: Alvörumál tekið fóstum tök- um“. Lenti í neð- ansjávar- sprengingu á Kýpur FIMM kafarar, þar af einn íslend- ingur, voru fluttir á sjúkrahús í Lamaca á Kýpur í gærmorgun eftir að sprengja sprakk í sjónum skammt frá þeim stað þar sem þeir voru við köfun. Mennimir reyndust minna slasaðir en upphaflega var ætlað en vom hafðir í afþrýstiklefa um stund á spítalanum. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar sprungu hljóðhimnur í mönnunum við sprenginguna. Auk Islendingsins vom kafarar frá Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku auk líbansks leiðbeinanda á um 20 metra dýpi í sjónum þegar sprengingin varð. Lögreglan í Lamaca hafði eftir vitnum að pallbíl hefði verið ekið frá staðnum í mikl- um flýti strax eftir sprenginguna. Lögreglan telur líklegast að óprút- tnir aðilar hafi ætlað að næla sér í eitthvað í soðið með því að sprengja dínamít í sjónum en við það drepst fiskurinn og flýtur upp á yfirborðið. Morgunblaðið/Kristinn SÉÐ yfir Klettsvíkina eftir að biiið var að koma kvínni fyrir en htín er tvöfalt stærri en nauðsyn krefur. Sjókví Keikós komin í Klettsvík EFRI hluti kvíarinnar sem smíðuð hefur verið fyrir hvalinn Keikó var flutt út í Klettsvík í gær. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskólans í Vestmannaeyjum, segir að flutningur- inn hafi gengið vel í alla staði. Fjórir bátar tóku þátt í að ýta og draga kvína á réttan stað og tók flutningurinn alls einn og hálfan tíma. Fjöldi fólks fyigdist með af útsýnispalli yfir Kiettsvík, úr fjörunni og af bryggjunni. Sjókvíin er sexköntuð og samsett úr svörtum hita- og kuldaþolnum plaströrum. Hægt er að ganga allan hringinn í kringum kvína og eru gui plasthandrið til stuðnings. I miðri kvínni er svoköll- uð læknalyfta. „Hún virkar þannig að sjó er pump- að inn í hyiki, og þá sekkur iyftan, þegar honum er pumpað út lyftist hún. Þannig er hægt að taka hval- inn upp og huga að honum,“ segir Páll. Teygjur haida kvínni stöðugri „Það skemmtilegasta við kvína eru akkerisfesting- arnar, þær eru snilldarlega útfærðar. Kvíin er fest niður á tíu stöðum með svoköliuðum siflex-gúmmí- teygjum sem hafa þann eiginleika að geta tvöfaldað lengd sína. Þær verða festar í efri hluta sjókvíarinnar á háfjöru, og eftir að flæðir að strekkist á þeim. Teygjumar munu því alltaf halda kvínni stöðugri og þær þola fimm metra ölduhæð.“ Páll segir að búnaður af þessu tagi sé notaður í sjó- kvíum í fiskeldi í Alaska. „Bandaríkjamennirnir nefndu dæmi af aðstæðum þar sem raunur milli flóðs og fjöru er þrjátíu metrar, en hér er hámarksmunur- inn þrír metrar. Aðstæður hér era því hinar ákjósan- legustu." Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞEGAR búið var að koma kvínni fyrir í Klettsvíkinni var boðið upp á hressingu. Páll segir að kvíin sé tvöfalt stærri en nauðsyn beri til fyrir Keikó. „Tilgangurinn er sá að hann geti sprett dálítið úr spori og hitað sig upp, þannig að hann verði tilbúinn ef af því verður að honum verði sleppt út í náttúruna.“ Sumarbústöð- um fjölgar veru- lega á milli ára ÞEIM sumarbústaðaeigendum, sem Landssamband sumarbústaða- eigenda sendir fréttabréf reglulega til, hefur fjölgað um 714 frá því í fyrra. Sveinn Guðmundsson, lögfræð- ingur samtakanna, segir aukning- una verulega en bendir á að nýjum sumarbústöðum hafi í raun fjölgað mun meira því fjölmargir sumarbú- staðaeigendur fái ekki upplýsingar frá samtökunum. „Margir þeirra hafa óskað eftir því við Tölvunefnd að fá ekki sendan auglýsingapóst á sitt nafn. Þar af leiðandi verða þeir líka af upplýsingum frá Landssam- bandi sumarbústaðaeigenda." Þá segir hann að sumir hafi ekki til- kynnt um nýbyggða sumarbústaði á sínum vegum á þessu tímabili. „Sumarbústöðum fjölgaði óveru- lega í fyrra en nú hefur orðið hálf- gerð sprenging. Ætli það megi ekki segja að þetta margumtalaða góð- æri eigi sinn þátt í allri þessari aukningu." Sveinn segir að skráðir sumarbú- staðir á landinu séu um 9.800 og skráðir eigendur 10.047. Felst munurinn einkum í því að í sumum tilvikum séu hjón bæði skráð fyrir bústaðnum. „Við sendum fréttabréf til 5.641 eigenda í íyrra en nú eru þeir orðnir 6.355. Munurinn er 714 á milli ára.“ Nýir bústaðir Sveinn segir að nýir sumarbú- staðaeigendur búi einkum á Suð- vesturlandi, eða á höfuðborgar- svæðinu. „Ég geri ráð fyrir að stærstur hluti þeirra séu einstak- lingar, en eitthvað er um að fyrir- tæki hafi lagt í byggingu sumarbú- staða á þessu tímabili." Ekki fengust upplýsingar hjá Fasteignamati ríkisins um fjölgun sumarbústaða á milli ára. Upplýsingasími 118 kærður til Sam- keppnisstofnunar MIÐLUN ehf., sem rekur upplýs- ingasímann, Gulu línuna, hefur far- ið fram á það við Samkeppnisstofn- un að símaupplýsingaþjónustu Landssímans 118 verði bannað að svara upplýsingum um umboð, vör- ur og þjónustu. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, eru starfsmenn hjá 118 þjálfaðir til að veita upplýsing- ar um síma og heimilisföng við- skiptavina. I símaskránni kemur fram að hlutverk 118 sé að veita nýjustu upplýsingar um síma-, farsíma- og faxnúmer svo og nöfn og heimilis- föng þeirra sem eru með skráðan síma. Einnig eru þar gefnar upp- lýsingar um netföng og heima- síður. „Starfsmenn 118 eru ekki þjálfaðir til annars en að veita upp- lýsingar um síma og heimilisföng viðskiptavina en eðlilega reyna þeir að koma til móts við þá sem hringja og hafa ekki fullkomnar upplýsingar um húsnúmer eða fullt nafn fyrirtækja," sagði hún. „Það er þó ekki skipulagður þáttur í starfsemi 118.“ Hrefna benti á að uppflettingar í gagnagrunninum hjá 118 væru milli 20-25 þús. á dag og að Lands- símanum væri skylt að veita sím- notendum þessar upplýsingar enda væri greiður aðgangur að þeim nauðsynlegur öryggisins vegna. Sagði hún jafnframt að opið væri allan sólarhringinn hjá 118 og að um 100 starfsmenn ynnu við að svara á Akureyri, Isafirði, Egils- stöðum og í Reykjavík. « ! ! ! 1 I I e I «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.